18.11.2008 | 16:39
Málfarshornið-saltkjöt og baunir
Nú held ég að sé kominn tími til að pirra sig á einhverju öðru en kreppunni og peningamálunum og rita eilítið um málfar.
Það er mjög mismunandi hve vel er vandað til matseðla hjá hinum ýmsu veitingastöðum og þar með talið flatbökustöðum.
Einna stærstir í flatbökusölu á Íslandi eru staðir sem kenna sig við spilið dómínó: Domino's Pizza. Ekki vil ég segja að matseðlar þeirra séu neitt verri en gengur og gerist, nema síður sé.
Eitt sem angrar mig þó í innihaldslýsingum þeirra, og þeir eru þar alls ekki einir á báti, er að þeir taka fram að á sumum að flatbökum þeirra sé að finna "gular baunir". Nú vill til að ég hef keypt flatböku með því sem þeir kalla "gular baunir". Á henni var ekki neinar gular baunir að finna, heldur maískorn, sem þeir kjósa að nefna svo einkennilegu nafni.
Gular baunir er það sem maður sýður alla jafna í súpu og er vinsælt að bera fram með saltkjöti. Samanber: "Saltkjöt og baunir".
Það, sem þeir hjá Dominos og reyndar miklu fleiri, kalla "gular baunir" eru alls ekki baunir. Eins og áður sagði er hér um korn að ræða. Nánar tiltekið maískorn.
Ætli þessi málvilla hafi ekki orðið til þegar fólk tók að bera fram maískorn með helgarsteikinni, á sínum tíma, í stað grænna bauna eins og sígilt var. Var þarna komið meðlæti að svipaðri stærð og lögun og grænu baunirnar en með öðrum lit.
Ég hvet þá hjá Dominos til að leiðrétta matseðla sína svo þeir megi leggja sitt af mörkum til þess að þetta leiðinda rangnefni hverfi úr íslenzku máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2008 | 10:03
Leikhús fáránleikans
Vill fólk í alvörunni að Íslendingar fái hlutverk í þessu leikhúsi fáránleikans?
Að hafa fólk á fullum launum við að búa til svona vitleysu... og afnema hana svo rúmum 40 árum síðar?
Hamingjan sanna, hvert myndi Evrópusambandsaðildin leiða okkur?
![]() |
Aflétta banni við bognum gúrkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 13:01
Það er gott að vera vitur eftir á
Þeir birtast nú hver af öðrum, sem töldu sig vita hrunið með löngum fyrirvara: Forstjórar stórfyrirtækja, formenn samtaka og embættismenn.
Ég spyr bara: Hvað voru þeir að gera meðan vandamálið, sem þeir að eigin sögn voru löngu búnir að sjá fyrir, vatt bara upp á sig?
Hverjir hafa vanrækt skyldu sína, Hermann Guðmundsson? Hvaða samfélagslegu skyldur hafa ekki þú og þínir kollegar? Hversvegna voruð þið ekki búnir að gera ykkar ráðstafanir? Hversvegna blésuð þið þá ekki í varnarlúðra fyrst þið máttuð sjá þetta svona miklu betur fyrir en stjórnvöld?
Voruð þið bara að bora í nefið meðan þið horfðuð á samfélagið fara norður og niður?
![]() |
Hafa vanrækt skyldu sína" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.11.2008 | 12:23
Er verið að leiða okkur meðvitað út í ógöngur?
Hvar eru Esjufjöll? Þau eru í Vatnajökli.
Nánar: Þau eru í sunnanverðum Vatnajökli.
NÁNAR:Þau er í suð-austanverðum Vatnajökli.
NÁNAR: Þau er á 64. gráðu og 15. mínútu norðlægrar breiddar og 16. gráðu og 32. mínútu vestlægrar lengdar
NÁNAR: Fyrirgefið, hversu lengi er hægt að biðja um eitthvað ítarlegar eða nánar? Örugglega endalaust.
Endalaust gætu hugsanlegir lánadrottnar okkar beðið okkur um ítarlegri upplýsingar en verið í raun að tefja málið. Á meðan versnar ástandið hér, fólk verður pirrað og ef það endar ekki með því að lýðskrumarar og múgæsingamenn taka völdin þá endar það með því að Íslendingar verða neyddir til að ganga að afarkostum. Nema hvort tveggja verði.
Gera þessir þverhausar sér ekki grein fyrir því að kreppur leiða oftar en ekki af sér byltingar og stríð. Guð forði okkur frá því. Mannkynið þarf að læra af sögunni eins og hver og einn einstaklingur lærir af reynzlunni.
![]() |
Finnar vilja meiri upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.11.2008 | 17:41
Óvænt tekjuleið
Íbúar Maldíveyja eru eitthvað um 300 þúsund. Ætli Ísland myndi ekki alveg bera þann fjölda til viðbótar við þau ca. 300 þúsund, sem hér eru fyrir?
Hvernig væri nú að vera fyrstir á vettvang og bjóða Maldívum hluta Íslands fyrir sanngjarnt verð? Við gætum látið þá hafa Þingeyjasýslurnar og Norður-Múlasýslu... eða Húnaþing.
![]() |
Vill fjárfesta í nýju landi handa þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.11.2008 | 15:47
Minnkandi sala á bifreiðum
Hvað sögðu þeir að bílasala hefði dregist mikið saman í síðasta mánuði miðað við sama mánuð í fyrra? Voru það ekki einhver 80 -90 % prósent?
Ber þessi þyrlusala ekki bara minnkandi bílasölu vitni?
Annars var ég nú bara kærulaus og keypti mér bíl í október, einn af fáum. Eitt stykki pínulítinn Daihatsu, sem eyðir næstum engu, og losaði mig við skutbílinn sem eyddi tvölfalt meira og var auk þess farinn að kosta sitt í viðhaldi.
![]() |
Græna lúxusþyrlan til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2008 | 14:54
Allir ættu að sýna gott fordæmi
Af hverju fyrir jól? Hversvegna er ekki löngu búið að þessu?
Blessaðir drífið nú í þessu, þingmenn (karlar og konur), og gangið á undan með góðu fordæmi.
![]() |
Hvað tefur eftirlaunin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.11.2008 | 12:32
Svo Jarpur heldur það, já
Svo Jarpur (lesist Brown) telur möguleika á friði, já. Ég verð nú að segja að ég er sammála karlfíflinu. Það er í raun enginn vandi að koma á friði ef stórveldin bara auluðust til að hætta afskiptum sínum. Hætta að gæta eigin hagsmuna undir yfirskini friðargæzlu.
Annars ég bara hryðjuverkamaður í augum Jarps, svo honum má víst í léttu rúmi liggja hvað mér finnst, bölv...plebbinn.
![]() |
Brown eygir frið í Mið-Austurlöndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2008 | 11:01
Einkennilegar aðferðir...
Ekki svo að skilja að ég sé einhver sérstakur áhugamaður um forsetakosningar þarna í lýðveldinu fyrir vestan og mér er reyndar slétt sama hvor þessara vesturheimsmanna nær kjöri. Enda er ég konungssinni.
Ég má samt til með að segja að mér þykja það nokkuð einkennilegar aðferðir að lokið sé við að telja upp úr kössum og birta tölur löngu áður en kjörstöðum lokar víða um landið.
Ekki gerum við þetta svona og munum vonandi aldrei gera, enda ekki til fyrirmyndar.
![]() |
Obama sigraði í Dixville |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2008 | 16:00
Hvað ertu að meina, Valgerður?
Tilvitnun í fréttina:
"Valgerður Sverrisdóttir sagði að í Seðlabankanum sæti maður sem léti ekki berja á sér og svaraði fullum hálsi. Það væri náttúrulega óþolandi og nauðsynlegt að gera breytingar í Seðlabankanum."
Fyrirgefðu, Valgerður, en hvað er eiginlega að því? Er það ekki kostur að menn láti ekki berja á sér og kunni að svara fyrir sig? Er þetta einhver framsóknarspeki?
![]() |
Óbarinn seðlabankastjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar