Gott og vel...

Það er svo sem gott og blessað að einhverjir vilji lækka launin sín til að setja í hítina. Ég kemst þó ekki hjá því að leiða hugann að bankastjórum nýju ríkisbankanna, sem finnst í lagi að þiggja hátt í 2millur á mánuði auk þess að fá bíl til afnota.
mbl.is Niðurstaða komin hjá kjararáði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótlmælafund... nei, takk

Breiðfylking gegn ástandinu... er það sem sagt ástandið, sem fólkið er að mótmæla? Af hverju mótmælir það ekki bara skammdeginu líka?

Ég held að fólk sé komið svolítið langt frá raunsæinu. Mér heyrist helzt að fólk sé aðallega að mótmæla til að mótmæla. Síðustu helgi hóf laganemi við HR upp raust sína við mikla hrifningu. Þegar bent var á hrópandi rangfærslur og klára uppspuna í ræðu hans reis fjöldi manns upp á afturlappirnar og lýsti því yfir að það skipti engu máli hversu sönn eða ósönn ræðan hefði verið. Þetta hefði nefnilega verið svo góð ræða og einmitt það sem fólkið vildi heyra. Já, einmitt það sem fólkið vildi heyra. Það hafa nefnilega margir komist langt á því að skeyta engu um sannleikann en segja fólki bara það sem það vill heyra.

Þessi sami laganemi hvatti fólk líka til ofbeldis og það breytir engu þó hann beri slíkt af sér í morgnublaðsviðtali í dag. Þeir vita betur sem á hlýddu. Í téðu viðtali segist námsmaðurinn einnig að sér sé frjálst að túlka lögin að sinni vild. Já, einmitt, það hafa líka margir náð að réttlæta ótúlegustu hluti með því að túlka lög, reglur og staðreyndir að eigin vild.

Einn helzti skipuleggjandi þessara mótmælafunda hvatti líka fólk til óeirða við lögreglustöðina. Vegna þess, eins og hann sagði, það mætti ekki handtaka mótmælendur. Þá vitum við það, mótmælendur njóta friðhelgi. Reyndar vita allir hvernig þau mótmæli fóru. Fólk braut rúður og hurðir á lögreglustöðinni og ráðist var inn á stöðina. Eðlileg viðbrögð lögreglu er svo gagnrýnd og innbrotsmenn ganga burt með sjálfgefinn geislabaug.

Ég held að sumir ættu að fara að athuga sinn gang. Það ábyrgðarhluti að ala svona á reiði fólks og óvissu.

Áður en mótmæli eru skipulögð ætti fólk að gera sér grein fyrir því hverju það er að mótmæla og koma með raunhæfa valkosti. Sá er bara á móti ástandinu gæti allt eins verið á móti nóttinni.


mbl.is Útifundur boðaður á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vælkomnir Føroyingar

Alltaf er gaman að fá Færeyinga í heimsókn. Komi þeir sem flestir og sem oftast. Þeir hafa líka sýnt sig að vera vinir í raun og frændum beztir.

Svo er líka sérlega gaman að koma til Færeyja. Ég tel mig nú hafa farið nokkuð víða um Evrópu og ýmsar borgirnar sem maður heldur upp á en Þórshöfn í Færeyjum er óneitanlega ein af mínum uppáhalds borgum... og það þó ég hafi komið óvíða jafn oft og til Færeyja.

Gleymum öllu EB-þrasi. Látum meginlandið bara eiga sig og stefnum að enn nánara sambandi við Færeyjar. Við hugsum álíka, búum við svipaðar aðstæður og eigum sameiginlega hagsmuni. Eigum við ekki bara að stefna að sambandsríki í Norður-Atlantshafi?


mbl.is Farþegum milli Íslands og Færeyja fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn tjáir jólasveinninn sig

Í annað sinn í dag hefur jólasveinninn ákveðið að tjá sig um þjóðmálin. Hann er greinilega með hlutina á hreinu. "Hann segist finna að það sé vilji mikils meirihluta þjóðarinnar að fá að kjósa", talaðu fyrir sjálfan þig, góði. Ekki hef ég fundið fyrir þessum "mikla meirihluta".

Ég held að verkalýðsforyztan ætti aðeins að athuga sinn gang og sýna svolitla ábyrgð og vilja til framkvæmda. Eru það ekki lífeyrissjóðirnir sem hafa leikið stórt hlutverk í fjárfestingasukkinu og eru það ekki lífeyrissjóðirnir og verkalýðsforyztan sem stendur í vegi fyrir því að verðtrygging lána verði endurskoðuð?

Það er víst útséð um það núna að ég fái nokkuð í skóinn


mbl.is Kosningar eru hættuspil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigert!

Er þetta ekki alveg dæmigert fyrir sk. vinstri-græna... að maður tali nú ekki um vinstri-græna unga? Þeir hafa svo sem ekki verið þekktir fyrir sanngirni eða réttvísi.

G.Pétur fór gersamlega yfir strikið. Hann varð uppvís að þjófnaði, hann stakk undan gögnum og geymdi  til þess að koma síðar höggi á mann og hann sýndi dónaskap. Það hlýtur að vera viðmælanda að ákveða hvenær samtali er lokið og þessu samtali var sannanlega lokið. G.Pétur er því ekkert betri en hver annar ódannaður "papparassi" í þessu tilviki.

Hvað sem sjálfumgleði og hroka sumra féttamanna líður þá eru þeir ekki undanskildir kurteisi, tillitsemi og almennum mannasiðum, nema síður væri.

Þessi verknaður segir meira um G.Pétur en margt annað og þessi áskorun UVG lýsir bezt þeim hroka og þeirri siðblindu sem þessa flokks menn eru haldnir... enda formaðurinn þekktur að ofbeldi og ljótu orðbragði.


mbl.is Vilja að RÚV biðji þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólasveinnin er snemma á ferðinni í ár

Það er ekki nóg með að nýr forseti ASÍ líti út eins og jólasveinn. Hann hugsar greinilega eins og jólasveinn líka.

Hvaðan kemur honum vald til þess að ákveða hverjir sitji í ríkisstjórn? Á ASÍ og hugsanlega skoðanakannanir Fréttablaðsins að ákveða hverjir stjórna landinu? Til hvers heldur maðurinn að við séum með kosningar? Hvernig heldur hann að þingræðið virki eiginlega?

Þvílíkur valdhroki og einræðistilburðir. Það þykir mér að Alþýðusambandið hafi sett verulega niður við þetta útspil forseta síns.

 

Jæja, ég fæ líklega ekkert í skóinn fyrir þessi jól.


mbl.is Undrandi á forseta ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kappræðufundur annað kvöld

Það verður áhugavert að fylgjast með kappræðum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Ögmundar Jónassonar annað kvöld (27.11) klukkan 20:00 í Öskju.

Mætum öll og hlýðum á heilbrigðar rökræður í stað þess að skammast á götuhornum.

 


Á að víta menn fyrir að virða stjórnarskrána?

Það hafa nú líklega orðið margir til þess að minna Jón Magnússon á ákvæði stjórnarskárinnar um að þingmenn séu eingöngu bundnir eigin sannfæringu. Aldrei er þó góð vísa of oft kveðin og því geri ég það hér með.

Vissulega er það slæmt í litlum þingflokki að ekki sé samstaða. Það er þó verra ef hæstaréttarlögmaðurinn ætlar að víta Kristinn H. fyrir að hafa ekki framið stjórnarskrárbrot.

Auk þess hefur Kristinn ekki útalað sig um stuðning við ríkisstjórnina. Hann hefur gert góða grein fyrir atkvæði sínu. Honum lízt einfaldlega ekki á að rjúfa þing og boða til kosininga á þessum viðsjár tímum.

Kristinn er að mínu mati maður að meiri á eftir.


mbl.is Afstaða Kristins tekin fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei má maður ekki neitt!

Já, ég segi bara svona. Manninum er boðið til kvöldverðar og þó honum hafi orðið á að súpa full mikið á þarf ekki að gera það að einhverju stórmáli. Má maðurinn hvergi um frjálst höfuð strjúka?

Svo eru Færeyingar auk þess vinir okkar, frændur og  grannar. Við skulum bara leyfa Jóannesi að skemmta sér aðeins meðan hann heiðrar okkur með nærveru sinni.


mbl.is Sakaður um að hafa verið ölvaður í boði hjá Ingibjörgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá vitum við það

Er það þá staðfest sem maður hefur talið óvéfengjanlegan sannleika hingað til? Ekki að það skipti verulega miklu máli hvort Hitler hafi verið með eitt eða tvö eistu en þessi vitneskja gæti einhvern tíma komið sér vel í "Trivial Pursuit".

Annars heyrði ég nú kviðlinginn eitthvað á þessa leið fyrir löngu síðan:

Hitler has only got one ball

Göring has two but very small

Himmler has something similar

But poor old Göbbles has not ball at all.


mbl.is Hitler hafði eitt eista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband