Og síðan hvenær hefur Evrópuráði eitthvað með Evrópusambandið að gera?

Merkileg frétt hjá mbl.is.

Af einhverjum ástæðum virðist Evrópuráðið vera orðinn eihverskonar sendiboði fyrir Pfizer og Evrópusambandið, samkvæmt þessari frétt.

Það getur einfaldlega ekki verið.

Kannske er blaðamaðurinn einfaldlega ekki upplýstari en það að hann heldur að "European Commission" sé Evrópuráðið. En þar er stór munur á.

Það, sem kallast á ensku "European Commission" er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ekkert eðlilegra en að hún sjá um að koma áríðandi skilaboðum áleiðis til aðildarríkja þess.

Evrópuráðið er allt annað félag og hafa það og Evrópusambandið í raun ekkert yfir hvort öðru að segja. Þó reyndar séu öll þau ríki sem mynda Evrópusambandið einnig aðilar að Evrópuráðinu. 

En meðan 27 ríki mynda Evrópusambandið þá eru 47 ríki aðilar að Evrópuráðinu. Eða öll ríki Evrópu, auk Kákasuslandanna, að Páfagarði og Hvíta Rússlandi undanskildum.

Enda er hlutverk þessara tveggja nokkuð ólíkt.


mbl.is Afhending bóluefnis til ríkja ESB frestast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er algengur en alveg ofboðslega hvimleiður misskilningur.

Hef svo oft séð menn skjóta sig í fótinn með því t.d. að bölva Mannréttindadómstól Evrópu fyrir að vera "ESB-batterí", áður en ég benti þeim á að hann var stofnaður af Evrópuráðinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.1.2021 kl. 20:16

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Einmitt, Guðmundur, þekki það sjálfur.

Emil Örn Kristjánsson, 16.1.2021 kl. 00:08

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Tek undir að þetta er hvimleiður misskilningur eða stundum þýðingarvilla.  En Evrópusambandið sjálf gerir í sjálfu sér ótal margt til að ýta undir slíkan misskilning, viljandi eða óviljandi.

Sjálft nafn "Sambandsins" ýtir undir slíkan misskilning. Það er ekki um að ræða "samband allra Evrópuríkja".

Síðan koma nafngiftir eins og "Evrópuþingið" (European Parliament), sem ætti að vera "Evrópusambandsþingið", Evrópudómstólinn (European Court of Justice), sem ætti að heita t.d. European Union Court of Justice.

Til að flækja málið enn frekar nota Evrópusambandið og Evrópuráðið sama fána. 

Það þarf því ekki að koma á óvart að stundum verði ruglingur.  Stundum hef ég það á tilfinningunni að það sé með vilja gert að flækja málin með þessum hætti.

Rétt eins og allir þeir stjórnmálamenn sem tala um þörfina fyrir "meiri Evrópu" (more Europe), hvað þýðir það?

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2021 kl. 00:59

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Gleymdi að minnast hinn "absúrd" nefnda Seðlabanka Evrópu (European Central Bank) sem þjónar ekki Evrópu, hann þjónar ekki einu sinni Evrópusambandinu, hann þjónar eingöngu Eurosvæðinu og ætti að bera nafn í samræmi við það.

Svona veður vitleysan uppi og misvitrir stjórnmálamenn þykjast þess umkomnir að tala í nafni Evrópu.  Slíkt er í raun ekkert nema lýðskrum.

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2021 kl. 01:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkin heita The United States of America og Bandaríkjamenn kalla sig Americans en Bandaríkin ná ekki einu sinni yfir helminginn af Norður-Ameríku, hvað þá alla Mið-Ameríku og Suður-Ameríku, og Kanada nær yfir stærra landsvæði en Bandaríkin. cool

Evrópusambandið heitir á ensku The European Union, Evrópska sambandið, en ekki The Union of Europe, og ekki veit undirritaður til þess að Evrópusambandið hafi talað fyrir hönd Rússlands.

Ítalía og Lúxemborg voru árið 1949 á meðal 12 stofnfélaga Atlantshafsbandalagsins (North Atlantic Treaty Organization - NATO) en hvorugt þessara ríkja er við Norður-Atlantshafið. cool

Átján ríki í Evrópu, sem ekki eru við Atlantshafið, hafa gengið í Atlantshafsbandalagið, þannig að meirihluti 30 ríkja í bandalaginu er ekki við Atlantshafið.

Kýpur, sem er í Asíu, er í Evrópusambandinu.

Kýpur og Ísrael, sem einnig er í Asíu, hafa tekið þátt í Eurovision, svo og Ástralía.

En harla ólíklegt að nöfnum Bandaríkjanna, Atlantshafsbandalagsins, Evrópusambandsins og Eurovision verði breytt, enda þótt G. Tómas Gunnarsson, sem lengi hefur búið í Kanada, hafi sent bréf til Donalds Trumps og kvartað undan nafni Bandaríkjanna. cool

Þorsteinn Briem, 16.1.2021 kl. 07:22

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Sælir G. Tómas og Þorsteinn

Að sjálfsögðu má deila um það hve langt menn geta seilst í svona nafngiftum. Við erum t.a.m. aðilar að EFTA, Fríverzlunarsamtökum Evrópu, þó þar séu aðeins 4 Evrópuríki.

NAFTA, Fríverzlunarsamtön N-Ameríku, eru líka til þó þar séu aðeins 3 af 23 ríkjum N-Ameríku aðilar; reyndar þrjú stærstu og fjölmennustu.

Og það var jú Evrópusambandið, sem stal fána Evrópuráðsins og gerði að sínum.

En þrátt fyrir það þá verður maður að gera kröfu til þess að fréttaritari á ábyrgum fjölmiðli þekki muninn á Evrópuráðinu og Evrópusambandinu.

Emil Örn Kristjánsson, 16.1.2021 kl. 18:27

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

 Það má geta þess að mbl.is er nú búið að leiðrétta þessa villu.

Emil Örn Kristjánsson, 16.1.2021 kl. 18:28

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er margt að varast í þessu sambandi, ekki síst Íslenskar þýðingar. Hver er munurinn á "Council of Europe" og "European Council"?

https://www.coe.int/en/web/portal

https://www.consilium.europa.eu/en/

Hið síðarnefnda er reyndar stundum nefnt "Council of The European Union", sem er auðvitað mun rökréttara. Í sama rökrétta samhenginu væri talað um "Evrópusambandsþingið", rétt eins og talað er um "Evrópuráðsþingið".

Þó að vissulega sé rétt að gera kröfu til þess að blaðamenn þekki muninn, er ekki með öllu óskiljanlegt að þetta valdi ruglingi.

Síðan er talsmáti ráðamanna annar handleggur:  "Yes, it is true: Europe was initially partly blindsided by an unknown enemy and a crisis of unprecedented scale and speed. This false start is still hurting us today. But Europe is now standing tall together." .... "Thanks to that impulse the real Europe is back. The one that works together to do what none of us could do alone."

https://ec.europa.eu/commission/presscorner/detail/en/AC_20_602

Um hvaða "Evrópu" er verið að tala þarna?

Ég nenni nú varla að elta ólar við copy/paste Þorsteins.  En það er reyndar deilt um hvort Kýpur tilheyri Evrópu eða Asíu, ég hygg algengara að telja eyjuna til Evrópu.  Það gerir t.d. flokkun Sameeinuðu þjóðanna sem finna má hér https://en.wikipedia.org/wiki/United_Nations_geoscheme

Það er hægt að leita að Kýpur undir "South Europe".  En Kýpur er líklega nær Asíu, rétt eins og næsta land við Ísland er Ameríkuland.

Það eru ríflega 250 ár síðan var farið að tala um ameríkana (americans).  Það að sú nafngift hafi festst við Bandaríkjamenn er fyrst og fremst sú að aðrir vildu ekki note heitið.  Þeir sem fóru yfir til Kanada t.d. litu fyrst og fremst á sig sem Breta og þegna konungs.  Það gera sér heldur ekki allir grein fyrir því að opinbert heiti Mexikó er "Estados Unidos Mexicanos", eða "Bandaríki Mexíkó", eða jafnvel "Sameinuð ríki Mexíko".  Mexíkó er enda eins og Bandaríkin sambandsríki.

Það má alveg halda því fram að "Atlanthafsbandalagið" sé þýðingarvilla.  "North Atlantic Treaty Organisation", er hins vegar erfitt að finna lipra þýðingu. "Samtök Norður Atlantshafssamningsins" hljómar ekki vel.

En þeð er ekkert sem skyldar einn eða neinn til að breyta um nafn.  En að ajálfsögðu er öllum frjálst að búa til "strámann" úr því að ég sagði: "En Evrópusambandið sjálf gerir í sjálfu sér ótal margt til að ýta undir slíkan misskilning, viljandi eða óviljandi."

Eurovision eða hvar ég bý, skiptir engu máli í því sambandi og bendir frekar en til nokkurs annars, röþrots.

G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2021 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband