Það er gott að vera vitur eftir á

Þeir birtast nú hver af öðrum, sem töldu sig vita hrunið með löngum fyrirvara: Forstjórar stórfyrirtækja, formenn samtaka og embættismenn.

Ég spyr bara: Hvað voru þeir að gera meðan vandamálið, sem þeir að eigin sögn voru löngu búnir að sjá fyrir, vatt bara upp á sig?

Hverjir hafa vanrækt skyldu sína, Hermann Guðmundsson? Hvaða samfélagslegu skyldur hafa ekki þú og þínir kollegar? Hversvegna voruð þið ekki búnir að gera ykkar ráðstafanir? Hversvegna blésuð þið þá ekki í varnarlúðra fyrst þið máttuð sjá þetta svona miklu betur fyrir en stjórnvöld?

Voruð þið bara að bora í nefið meðan þið horfðuð á samfélagið fara norður og niður?


mbl.is „Hafa vanrækt skyldu sína"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hvað voru þessir að eiginsögn framsýnu sérfræðingar og stjórnendur fyrirtækja að aðhafast fyrst þeir sáu þessi ósköp fyrir? Já meðan skriðan brunaði af stað og stefndi á okkur? Trúðu þeir kannski ekki sinum eigin augum? Eða héldu þeir að þessi ósköp færu bara framhjá okkur af því við vorum hér úti  í hafi, eða vantaði þá einfaldlega hugarflug til að gera sér grein fyrir afleiðingunum? Var þetta bara afneitun værukærra manna á aðsteðjandi  erfiðleikum? Svona átti auðvitað ekki að geta skeð með heilagan Davíð í svörtu peningamoskunni á Arnarhóli . Þaðan var stjórnað með mega háum og sí hækkandi stýrivöxtum, hvert Evrópumetið af öðru sett í okurstýrivöxtum "til að vinna að verðbólgumarkmiðum Seðlabankans"!Og vísdóminum sáldrað um  yfir lýðinn. 2,5% verðbólgu markmiðið væri í höfn eftir nokkrar vikur. Þetta væri allt undir control! En samt gaus veðbólgan upp. Það sá nú flest meðalgreint fólk, að við vorum ekki á réttri braut. Já það er auðvelt að ver a vitur eftir á, og reyna að klína ábyrgðinni á aðra!!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:37

2 identicon

Lestu greinina eftir Þorvald Gylfason í Fréttablaðinu í dag, hún segir allt sem segja þarf.

Valsól (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 13:44

3 identicon

Elsku Emil þú þarft ekki að spyrja svona. Ert þú ekki virkur í sjálfstæðisflokknum heitnum?

Það er auðvirðilegt að benda svona út í bæ sitjandi í drullupittinum miðjum. Þínir menn hafa stungið skýrslum undir stól húðskammað þá sem reynt hafa að benda á vitleysuna o.sv.fr.

 Sjallarnir hafa gert allt sem þeir gátu til að fela vandann og halda gagnrýnendum í skefjum. Að koma síðan með svona komment verandi flæktur í þessa pólitík er nú ekki fallega gert Emil minn. Farðu og skammaðu liðið í Sjálfstæðisflokknum. Hermann þessi var ekki á launum við að stýra Seðlabankanum eða ríkisfjármálunum. Skamm Emil.

Jón Baldur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:06

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hvað er vandamálið? Eru  menn bæði blindir og heyrnarlausir.

Bankahrunið var viljandi gert til að breyta valdahlutföllum í landinu. Davíð Oddsson hótaði Kaupþingi að "taka þá niður" ef þeir væru ekki góðir og gerðu ekki eins og hann vildi.

Það kom fram í viðtali við Hannes Hólmstein að aðeins 3 fjölskyldur hefðu náð öllum völdum í landinu. Stjónmálaelítan ætlaði ekki að sætta sig við það og þess vegna var ekki um annað að ræða en að fella bankana og koma þjóðfélaginu aftur um 30 ár. Þá er hægt að byrja að nýju aðskipta kökunni. Nú eru stjórnmálamennirnir sestir að í bönkunum og er með öll völd í landinu ólíkt því meðan bankarnir voru einkavæddir þá voru þeir að ausa pening í allskonar einkarekin fyrirtæki og hlutafélög á frjálsum markaði.

Nýlega lánuðu ríkisbankarnir undir stjórn stjórnmálamanna 1,5 milljarða til Jóns Ásgeirs og það ætlar allt vitlaust að verða á Alþingi og bankastjórarnir kallaðir á teppið. Jón er ekki í klíkunni og því á hann ekki að fá neitt. Ekki við hin heldur. Við bíðum bara og sjáum hvaða pólitíkusar fá fyrirgreiðslu úr ríkisbönkunum.

En þetta er allt valdabarátta og það var gott að fá þessa erlendu kreppu sem var kærkomið tækifæri fyrir stjórnmálaelítuna til að fella frjálsa markaðinn sem Hannes Hólmsteinn hefur lofsungið en virðist hafa klikkað. Síðan bankarnir féllu hefur ekkert verið gert til að reisa fjármálalífið við þar sem verið er að bíða eftir því að allir einkaaðilar með einhverju lífsmarki drepist.

Þetta er ekki spá, þetta er bara eins og þetta blasir við. Ef einhverjar breytingar verða á afstöðu stjórnmálaelítunnar þá verður það vegna utanaðkomandi þrýstings.  Og við skulum muna það að við almenningur á Íslandi ætlum ekki að greiða 600 milljarða reikning stjórnmálaelítunnar sem er kostnaðurinn við að fella bankana.

Ennþá er verið að bíða eftir úrræðum en þau munu ekki koma þar sem enn eru nokkrir sjálfstæðir atvinnurekendur með rekstur. Enginn má reka fyrirtæki í landinu nema undir pólitískri vernd eins og var um miðja síðustu öld og með fjármagn sem var fengið í gengum stjórnmálaflokkana úr úr ríkisbönkunum. Þegar allt er dautt þá munu menn fara að reisa þetta við smátt og smátt en eingöngu með peningum í gengnum stjórnmálaflokkana sem verður greitt út úr ríkisbönkunum.

Sáum bara til.

Það kostar sitt að hafa völdin og þetta er dýrasta valdataka sögunnar.

Sigurður Sigurðsson, 13.11.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband