Hvaða göngum?

Ósköp hafa þetta verið lágstemmdar umræður. Var kannske ekki við öðru að búast?

Annars hélt ég að Ronaldo hefði beðið Taylors í Hvalfjarðargöngunum, en líklega er það misskilningur. Þetta var í göngum að búningsklefum, skilji ég fréttina rétt. Væri þá ekki réttara að segja "á gagnginum"? Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Ronaldo beið eftir Taylor í göngunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til bóta...

Þó ég telji það óðs manns æði að ætla að breyta kosningalögum með einhverri fljótaskrift þá þykir mér þessi breyting mjög til bóta.
mbl.is Fleiri geta kosið eftir breytingar á kosningalögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver þarf galdra?

Galdrar eru líklega ekki taldir til nauðsynja og því eitt af því fyrsta sem fólk neitar sér um þegar að kreppir.

Segir kannske sitt um áhrif þeirra... eða áhrifaleysi. Einnig umhugsunarvert að nornin skuli ekki einfaldlega geta galdrað allt til betri vegar... segir líka sitt.


mbl.is Nornabúðin lokar dyrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kerfis hvað?

Það geta allir gert mistök. Það er mannlegt að gera mistök... sem betur fer varð ekki stórslys og að sjálfsögðu verður öllu kippt aftur í liðinn.

En gerir nokkur tölva fleiri mistök en maðurinn (karlinn eða konan) sem vinnur við hana? Eru þetta ekki bara mannleg mistök? Er ekki svolítið billegt að kalla þetta "kerfisvillu"? Spyr sá sem ekki veit.

Höfundur er ekki sérfróður um tölvur.


mbl.is Þúsundum vísað úr HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð forði okkur...

Skoðanakannanir og pælingar fræðimanna eru ekki hinn heilagi sannleikur. Það eina sem mark er takandi á og sem má taka mark á, í þessu tilliti, eru kosningar.

Ég vil ekki trúa því að fólk láti blekkjast. Ég vil trúa því að hinn almenni kjósandi sjái hvílíkt stórslys það yrði ef Jóhanna Sigurðardóttir ætti að ráða hér næstu 4 árin.

Þá fyrst væri neyðarástand. Konan hefur sýnt sig að vera þvergirðingsleg eyðslukló, sem er fyrirmunað sjá hlutina í öðru ljósi en hún hefur sjálf kveikt.


mbl.is Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram með smjerið...

Ég er nú þegar búinn að rita þó nokkuð um þetta hús á vefriti mínu. Nú síðast í gær og ég leyfi mér að vísa í færslu mína hér að neðan. Eins og þar kemur fram hefði ég vissulega viljað sjá þetta hús útfært á allt annan hátt, en það er of seint að láta það angra sig núna.

Ekki er aðeins verið að skapa störf við byggingu hússins því að þessi framkvæmd á mjög líklega eftir að skila sér í auknum störfum og gjaldeyristekjum ef allt gengur eftir. Þ.e.a.s. ef það leiðir af sér frekari byggingar á þessum reit og þá sérstaklega ráðstefnuhótel, sem nýta myndi nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús. Ráðstefnugestir yrðu að sjálfsögðu viðbót við þá ferðamenn, sem þegar leggja leið sína til landsins. Alla jafna eru þetta ferðamenn (karlar og konur), sem gefa vel af sér... ef svo má að orði komast.

Það skiptir náttúrulega máli að vera með vaðið fyrir neðan sig  og byrja strax að undirbúa markaðssetningu þessarar nýju aðstöðu.

Að bera saman það fé sem verið er að leggja í smíði þessa húss og þann sparnað sem á sér stað hjá Landhelgisgæzlunni og öðrum stofnunum er eins og að bera saman appelsínur og epli.

Ég ítreka enn og aftur þá skoðun mína að á tímum sem þessum á hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög að fara í framkvæmdir sem aldrei fyrr. Frekar en að borga fólki atvinnuleysisbætur fyrir að líða illa, oft með skelfilegum langtíma afleiðingum, er betra að borga því aðeins meira fyrir að skapa verðmæti. Það verður að halda hjólum atvinnulífsins gangandi.


mbl.is Tekist á um Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Epli og appelsínur

Auðvitað er fjárskortur í rekstri Landhelgisgæzlunnar grafalvarlegt mál. En hér er engan veginn líku saman að jafna.

Allsstaðar er verið að hagræða, allsstaðar þarf að spara. Líka hjá Landhelgisgæzlunni, því miður. Við skulum bara vona að þar á bæ beri menn gæfu til að hagræða án þess að slaka á öryggiskröfunum.

Bygging tónlistanhússins er allt annað mál. Hún er fjármögnuð af bæði ríki og borg og ég fagna því að ákveðið hafi verið að halda þessu verki áfram. Ekki sízt fyrir það að bygging þessa húss á eftir að veita um 600 manns atvinnu og ekki veitir af. Sex hundruð manns, sem margir ef ekki flestir hefðu annars verið á atvinnuleysisbótum. Er ekki betra að að borga fólki aðeins meira fyrir að skapa verðmæti en greiða þeim bætur fyrir að líða illa... oft með hræðilegum afleiðingum.

Þetta hús á svo að sjálfsögðu eftir að gera miklu meira en bara standa þar sem það hefur verið reist. Þetta hús á eftir að vera vinnustaður fjölda manns og á sannarlega eftir að borga sig. Gangi allt eftir þá mun í kjölfarið verða frekari uppbyggning á þessum reit og þá skiptir ekki minnstu máli að þar verði byggt hótel, ráðstefnuhótel, sem nýtir aðstöðuna í tónlistarhúsinu. Ráðstefnugestir munu því verða viðbót við þá ört vaxandi atvinnugrein sem ferðaþjónustan er. Svo því sé haldið til haga þá hefur annað eins verið gert í öðrum borgum til þess að auka straum ferðamanna og gjaldeyristekjur af þeim. Því skal einnig haldið til haga að hótelrými borgarinnar í dag getur ekki nema að hluta nýzt fyrir tónlistar- og ráðstefnuhús því þar er vel bókað stóran hluta árs... einmitt þann hluta árs sem ráðstefnur eru gjarnan haldnar. Bygging tónlistarhússins er því bara upphafið á því að skapa fjölda nýrra starfa.

Ég vil einnig að því sé haldið til hafa að ég er ekki endilega að dásama húsið eða hönnun þess sem slíka og sjálfur hefði ég viljað sjá allt aðra útfærslu. Til þess að ítreka það ætla ég því að endurbirta hér hluta veffærslu sem ég ritaði fyrir stuttu síðan:

"Mig langar í leiðinni að nefna hvernig ég hefði viljað sjá tónlistar- og ráðstefnuhúsið útfært. Það háttar þannig til í Helsinki að þar átti að byggja kirkju á klettahæð einni í borginni. Það var búið að sprengja fyrir grunninum þegar það kom stríð og svo efnahagsþrengingar og gatið stóð tómt á klettinum. Svo þegar framkvædir hófust á ný var ákveðið að sprengja dýpra inn í klettinn og síðan var sett koparþak yfir með gluggum svo dagsljósið kemur ofan frá. Klettakirkjan er í dag fjölsótt af ferðamönnum og þykir hafa einstakan hljómburð. Fyrir ekki löngu var mikil efnistaka úr Geldinganesi og þar er nú komið stórt og ljótt klettagat. Þarna hefði ég viljað setja þak yfir, líkt og gert var í Helsinki og nota náttúrulegan klettavegginn. Þarna hefði getað orðið til tónlistar"hús", sem væri einstakt í veröldinni. Til að færa það nær miðbænum hefði svo verið hægt að byggja huggulega bátabryggju í Reykjavíkurhöfn og sigla með prúðbúna tónleikagesti, já og ráðstefnugesti, út í Geldinganes þegar svo bæri undir. "


mbl.is Furða sig á framkvæmdum við tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Að sjálfsögðu á Sjálfstæðisflokkurinn að axla ábyrgð. Að sjálfsöðu ber flokknum að taka sjálfan sig til rækilegrar endurskoðunar.

Það er þroskamerki að geta metið stöðuna og bent á hvað hefði mátt vera betur eða öðruvísi gert. Þannig læra menn af reynzlunni og þannig á mannkynið einnig að geta lært af sögunni.

Menn skulu hins vegar varast að líta svo á að öllum öðrum hafi þar með verið gefin syndaaflausn. Allt samfélagið þarf að taka sig til endurskoðunar. Allir stjórnmálaflokkar, aðilar vinnumarkaðarins, fjármálastofnanir... allir þurfa að skoða sín mál.

Ég er stoltur af því að Sjálfstæðisflokkurinn skuli ríða á vaðið.


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt að heyra

Ég á nú sjálfur tvö börn sem hafa lokið framhaldsskóla, tvö sem eru sem stendur í framhaldsskóla og eitt sem er á leið þangað.

Ég minnist þess að þegar eldri börnin mín voru á þessari leið þá var mér tjáð, eitthvert sinn þegar ég vildi fá upplýsingar um mætingu, að mér kæmi þetta einfaldlega ekki við þegar þau væru komin yfir 16 ára aldurinn. Sem þá var sjálfræðisaldur.

Síðar var sjálfræðisaldurinn hækkaður í 18 ár og þá fékk maður að fylgjast vel með fram að þeim aldri. Þ.e.a.s. frá skólans hendi.

Ég tek fram að það hefur aldrei verið nein togstreita milli okkar hjóna og okkar barna um að fá að fylgjast með námi þeirra og í þetta sinn sem mér var neitað um upplýsingar var ég að hringja að beiðni sonar míns.

Mér þykir sjálfsagt að foreldrar fylgist með námi barna sinna. Ég skil hins vegar engan veginn af hverju miða á upplýsingaflæði við áfengiskaupaaldur. Ef miða á við aldur þá finnst mér eðlilegast að miða við sjálfræðisaldurinn.

Eftir að ungmennin eru komin yfir 18 ára aldur þá finnst mér hins vegar að athuga skuli hver það er sem ber kostnaðinn af skólagöngu þeirra. Ef foreldrar greiða skólagjöldin og ef þau búa enn í foreldrahúsum, á kostnað foreldranna, þykir mér mjög eðlilegt að foreldrarnir fái að fylgjast með framgangi þeirra í námi.

Þetta ætti ekki að vera mikið vandamál og ætti aldrei að vera vandamál skólans. Við skulum gera ráð fyrir því að hjá flestum fjölskyldum séu foreldrar vel upplýstir um námferil sinna barna.

Það sem mér þykir sérkennilegast við þessa frétt er hversu viðkvæmt mál þetta virðist vera fyrir þessa 37 nemendur sem um ræðir og leitt að heyra að þeir skuli ekki sinna námi sínu betur. 


mbl.is Mátti ekki veita foreldrum upplýsingar um mætingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt í lagi?

Halló, halló! Hvað er að í Bretaveldi?

Mér heyrist að það séu nú allmargir foreldrar þarlenzkir sem séu fatlaðir. Svo fatlaðir að þeir eru greinilega óhæfir að ala upp börn. Þetta ætti að vera mál fyrir barnaverndarnefnd.

Þetta er s.s. þjóðfélagið sem ól af sér Jarp (lesist G. Brown) og Ástmögur (A. Darling), þá aumu þrjóta.


mbl.is Kvartað vegna fötlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband