Áfram með smjerið...

Ég er nú þegar búinn að rita þó nokkuð um þetta hús á vefriti mínu. Nú síðast í gær og ég leyfi mér að vísa í færslu mína hér að neðan. Eins og þar kemur fram hefði ég vissulega viljað sjá þetta hús útfært á allt annan hátt, en það er of seint að láta það angra sig núna.

Ekki er aðeins verið að skapa störf við byggingu hússins því að þessi framkvæmd á mjög líklega eftir að skila sér í auknum störfum og gjaldeyristekjum ef allt gengur eftir. Þ.e.a.s. ef það leiðir af sér frekari byggingar á þessum reit og þá sérstaklega ráðstefnuhótel, sem nýta myndi nýtt tónlistar- og ráðstefnuhús. Ráðstefnugestir yrðu að sjálfsögðu viðbót við þá ferðamenn, sem þegar leggja leið sína til landsins. Alla jafna eru þetta ferðamenn (karlar og konur), sem gefa vel af sér... ef svo má að orði komast.

Það skiptir náttúrulega máli að vera með vaðið fyrir neðan sig  og byrja strax að undirbúa markaðssetningu þessarar nýju aðstöðu.

Að bera saman það fé sem verið er að leggja í smíði þessa húss og þann sparnað sem á sér stað hjá Landhelgisgæzlunni og öðrum stofnunum er eins og að bera saman appelsínur og epli.

Ég ítreka enn og aftur þá skoðun mína að á tímum sem þessum á hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög að fara í framkvæmdir sem aldrei fyrr. Frekar en að borga fólki atvinnuleysisbætur fyrir að líða illa, oft með skelfilegum langtíma afleiðingum, er betra að borga því aðeins meira fyrir að skapa verðmæti. Það verður að halda hjólum atvinnulífsins gangandi.


mbl.is Tekist á um Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Emil,

Að sjálfsögðu  á að halda áfram með ráðstefnu og tónlistarhúsið fyrst við vorum lögð af stað.  Hinsvegar, þá grunar mig að þessi monthöll verði aldrei mikið nýtt fyrir ráðstefnur.  Mín reynsla er sú, eftir að hafa starfað í þessum ráðstefnugeira í rúm 20 ár, að þetta verði allt of dýr leiga fyrir ráðstefnur og síðan hitt, að þetta er fyrst og fremst tónlistarhöll og megin kostnaðurinn liggur i hönnum með tilliti til tónlistarinnar.  Ráðstefnur þurfa miklu minni tilkostnað og alls ekki kostnað upp á milljarða í verkfræðikostnað við hönnun ómrýma og þessháttar.   Talað mál þarf ekki þennan mikla hönnunarkostnað.  Annað sem kemur til með að takmarka nýtinguna er að þetta verður að öllum líkindum ekki leigt út á "first come, first served" grunni sem þýðir að við getum ekki fengið salina leigða nema bera þetta undir listræna nefnd sem þarf að skoða hvort einhverjir listviðburðið gætu hugsanlega komið til með að rekast á ráðstefnuna.  Þetta er a.m.k. minn skilningur á því hvernig að bókunum verði staðið.  Fyrstu verðhugmyndir sem við höfum fengið eru algjörlega út úr korti og voru menn því  fljótir að færa verkefnið yfir á Hilton Nordica eða Grand og eru tilbúnir að aðlaga sig þeim takmörkunum sem þeirra salir bjóða upp á frekar borga svona himinhátt verð fyrir salina. Bísnessinn þarf nefnilega að bera sig og þátttökugjöldin þurfa að standa undir kostnaði við ráðstefnuna, annað en virðist vera með listina, sem gengur út á endalausa styrki frá ríki og borg með tilvísun í menninguna og menningartengda viðburði, en flestir þessir menningar viðburðir tengjast 18. og 19. aldar tónlistarmenningu Mið-Evrópu. Eru ekki flest verk sem Sinfó flytur eftir stóru skáldin sem haldið var uppi af keisurum og furstum Þýskalands og Austurríkis? Popptónleikar, sem eftir allt saman skapa miklar tekjur, fá ekki inni nema með miklum takmörkunum og ég sé ekki þörf fyrir stóra salinn, þennan rosalega dýra sal, fyrir ráðstefnur þar sem hann er allt of stór nema fyrir einstök verkefni sem hingað kynnu að rata á áratuga fresti.

Matthias Kjartansson (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka þér fyrir málefnalega athugasemd, Matthías.

Ég hef margoft sagt og ítreka hér að ég hefði viljað sjá þetta hús allt öðruvísi útfært og stundum hefur maður orðað það svo að verið sé að byggja yfir fleiri tóm sæti á tónleikum.

Ég held samt að sé rétt á haldið megi vel nýta þetta hús og ekki úr vegi að  endurskoða innvols þess í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. Við höfum ekki efni á að bruðla með fermetrana og eins gott að nýta þá sem bezt.

Það hugsanlega hlutverk hagsmunaaðila s.s. SAF (Samtök ferðaþjónustunnar, fyrir þá sem ekki þekkja) að fara fram á að koma þar að verki. Því samlegðaráhrif hótels og ráðstefnumiðstöðvar geta vissulega verið mikil og þarna sæi ég fyrir mér stórt hótel sem myndi nýta stóra og góða ráðstefnuaðstöðu og öfugt þegar um stærri ráðstefnur er að ræða... og skapaði ný mið fyrir ferðaþjónustuna.

Það ætti því ekki að vera hlutverk einhverrar listanefndar að ákveða hvaða viðburðir eiga heima þarna inni. Nú þarf að láta þetta mannvirki borga sig og meira en það... án þess að gert sé lítið úr mikilvægi listarinnar.

Emil Örn Kristjánsson, 4.3.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband