13.3.2009 | 11:32
Er ekki gamla aðferðin bara bezt?
Það hafa ýmsir talað fyrir því að nýta nútíma samskiptatækni í stærri stíl en verið hefur í kosningum. Samfó hefur riðið á vaðið og er með rafræna prófkjörskosningu... sk. netprófkjör
Nú hefur það sýnt sig að slíkar kosningar eru engan veginn skotheldar. Reyndar er ekkert kerfi algerlega öruggt en ekki er annað að sjá en samskiptatæknin sé ekki betur á veg komin en svo að hún bjóði ekki upp á jafn mikið öryggi og gamla góða seðla- og blýantsaðferðin.
Samfylkingarmanna vegna vona ég að þetta klúðri ekki gersamlega prófkjöri þeirra, því að baki liggur mikil vinna. Það er þó hætt við því að þarna hafi læðst inn atkvæði, sem ekki eiga þar heima og því megi draga lögmæti prófkjörsins í efa.
Ég er því fyllilega sáttur við að mega taka þátt prófkjöri með gömlu aðferðinni núna um helgina. En velta má því fyrir sér, í ljósi umræðunnar um beinna lýðræði, hvort ekki væri bara bezt að taka upp handauppréttingar. Slíkt er ekki ógerlegt hjá fámennri þjóð og þá þarf enginn maður (karl eða kona) að efast um að atkvæði hans hans hafi skilað sér rétt. Reyndar er þetta kerfi enn við lýði í svissnesku kantónunni (sambandslandinu) Appenzell Innerrhoden. Þar safnast atkvæðabært fólk, einu sinni á ári, saman á aðaltorgi höfuðstaðarins, Appenzell, og kjósa sér ríkisstjórn og samþykkja lög með handauppréttingu. Eini gallinn við slíkar kosningar er að þá eru þær ekki lengur leynilegar. En það verður ekki bæði haldið og sleppt.
Ég ætla svo ekkert að vera að gefa það upp hvort ég hafi notað tækifærið og tekið þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar... ég ætla heldur ekki að segja ykkur að kaus Jón Baldvin
![]() |
„Einstakt klúður“ í prófkjöri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 14:39
Stórlega ofmetið...?
Ég hef ekki séð þessa mynd og ég hef ekki lesið bókina. Ég er því dómbær á hvorugt.
Ég hef hins vegar lesið bók eftir þennan sama höfund. Sú bók heitir Sagan af bláa hnettinum. Fjöldi manns heldur ekki vatni yfir henni en sjálfum þykir mér lítið til koma. Satt að segja finnst mér þessi bók eitthvert ofmetnasta ritverk íslenzkt í seinni tíð. Enda er hún stirðlesin og torsótt, sérstaklega þegar haft er í huga fyrir hvaða markhóp hún er rituð.
Þar af leiðir leyfi ég mér að telja téðan Andra Snæ ofmetinn rithöfund. Því furðar mig að hann skuli vera á launaskrá ríkisins til 3ja ára... þiggja svokölluð "listamannalaun".
Greinilega þykir þó einhverjum maðurinn vera mikill listamaður, því honum gengur betur en mörgum að selja hugverk sín. Því furðar mig enn frekar að hann skuli vera þiggjandi sk. "listamannalauna".
Hugsanlega er ég, að mati sumra, búinn að skrifa mig út úr siðuðu samfélagi með svona yfirlýsingum. En það verður þá bara svo að vera. Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem ég er gagnrýndur fyrir að hafa sjálfstæða skoðun á því sem kallast list. Hef enda verið skammaður opinberlga af samtökum listmanna fyrir að tjá mig um það sem ég hef "ekki vit á". En á maður ekki segja það sem manni finnst?
Eitt er þó næsta víst. Ég hef engar áætlanir uppi um að sjá þessa heimildarmynd.
![]() |
Fyrsta sýnishorn úr Draumalandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.3.2009 | 12:01
Nú er einmitt tíminn...
Það væri þá ekki seinna vænna. Það er löngu kominn tími til að Reykjavíkurborg eignist sómasamlega samgöngumiðstöð. Þó Umferðamiðstöðin hafi verið reist af stórhug á sínum tíma þá þurfum við hagkvæma samöngumiðstöð sem þjónar öllum samgöngum til og frá Reykjavík. Meðal annars þannig sinnir Reykjavík hlutverki sínu sem höfuðborg.
Og nú er einmitt tíminn til að fara í slíkar framkvæmdir. Ég margoft nefnt það hér á vefriti mínu að núna á hið opinbera að fara í framkvæmdir sem aldrei fyrr. Það vantar vinnu og það er betra að fólk fái eitthvað meira greitt fyrir að skapa verðmæti en berar bætur fyrir að líða illa.
![]() |
Viljayfrlýsing um samgöngumiðstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 11:08
Skjótt skipast...
![]() |
Enginn mætti í blysförina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 13:26
Nei, hættið nú alveg...
Þetta bjargar nú alveg deginum hjá mér.
Eiga menn ekki önnur úrræði en dramatík og leikaraskap til peppa upp fylgið hjá sér?
Blysför til Jóhönnu og blysin seld vægu verði. Það kemur þá kannske eitthvað í kassann hjá kosningasjóði Samfylkingarinnar.
Ef þetta er ekki grímulaus persónudýrkun þá veit ég ekki hvað persónudýrkun er.
Og hvað hefur sú kona að gera í formennsku sem ekki þekkir vilja almennings og þykir að auki nokkuð þver? Það er greinilega ekki um auðugan garð að gresja hjá Samfó þessa dagana.
Afsakið að ég hlæ upphátt.
![]() |
Blysför til Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.3.2009 | 12:18
Hvað voru menn að hugsa?
Já, spyr sá sem ekki veit: Hvað voru þessir menn eiginlega að hugsa?
Maður skyldi ætla að þetta væri sæmilega skynsamt fólk, en það er eins og á menn hafi runnið eitthvert æði... græðgisæði. Voru þetta ekki menn (karlar og konur) með þokkaleg laun? Hafði fólkið ekki vel rúmlega til hnífs og skeiðar? Hvað vildi þetta fólk með þessi ofurlán? Og hvernig dettur fólki í hug að taka svona lán hjá sjálfum sér? Hver verið svo eftirleikurinn? Hver situr uppi með skaðann?
Stórt er spurt.
Nú þegar tími iðrunar og játninga er runninn upp hafa ýmsir stjórnmálamenn beðist afsökunar, viðurkennt að öðruvísi og betur hefði mátt standa að málum, eftirlit hafi brugðist o.sv.fr. Það er vel.
Gleymum þó ekki að stóru sökudólgarnir eru bankamennirnir, útrásarvíkingarnir, fjárglæfrafólkið. Gætum okkar á því að þessu liði finnist það ekki vera stikkfrí, hafa fengið syndaaflausn, þó aðrir biðjist afsökunar á sínum þætti. Ég hef ekki séð að það votti fyrir iðrun hjá þessu liði eða að því hafi fundist það hafa gert eitthvað rangt. Þetta er samt fólkið sem ber mesta ábyrgð á þeim skaða sem við hin sitjum uppi með.
![]() |
Eigendur virðast hafa fengið há lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2009 | 11:47
Góð hugmynd... eða hvað?
Auðvitað er svona forsjárhyggja ekki eitthvað sem manni finnst jákvætt og vissulega má búast við að námsmönnum í Tajikistan finnist þeir beittir kúgun og ósanngirni.
Samt kemst maður ekki hjá því hugsa hvílíkur munur það væri ef farsímanotkun þó ekki nema minnkaði svolítið og fleiri nýttu sér almenningssamgöngur.
Því verður þó ekki komið á með boðum og bönnum. Til þess þarf hugarfarsbreytingu... já, og hvatningu.
Þar hefur Reykjavíkurborg farið á undan með góðu fordæmi. Að bjóða námsmönnum ókeypis strætóferðið, ekki endilega vegna þess að námsmenn séu svo illa stæðir að þeir geti ekki borgað fargjaldið, heldur til þess að hvetja þá til að nota almenningssamgöngur og um leið að minnka umferð einkabíla á háannatíma. Þá græða allir.
Hugmyndin er eitursnjöll en hún gengur reyndar ekki upp nema einnig boðið sé upp á notendavænt og afkastagott almenningssamgangnakerfi. Við skulum vona að Reykjavíkurborg beri gæfu til að fylgja þessu vel eftir því árangurinn er greinilegur.
![]() |
Farsímar bannaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.3.2009 | 23:45
Aldrei of seint, nei...
![]() |
Aldrei of seint að byrja að hreyfa sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2009 | 15:57
Halló, halló. Er ekki allt í lagi?
Skil ég þetta rétt? eru greidd 1200 mánaðarlaun til listamanna á þremur árum? Þýðir það að á hverjum mánuði sé 33 mönnum (körlum og konum) greidd laun fyrir að heita listamenn?
Hverjir eru þessir listamenn og hvers vegna greiðir ríkið þeim laun? Hefur ríkið fyrir vikið eignast einhvern útgáfu- eða birtingarrétt á verkum þeirra? Þurfa þeir að skila einhverju vinnuframlagi til ríkisins til að eiga rétt á þessum launum? Hver metur það hvort þeir séu launanna verðir?
Stórt er spurt.
Mér finnst ekkert að því að listamenn fái styrki. Það er ekkert að því að ungir og efnilegir listamenn fái styrk til að koma sér á framfæri. Verði hann til þess að listamaðurinn geti í kjölfarið lifað á list sinni að öllu eða nokkru leyti er tilganginum náð. Þar með hefur hann skapað sér starf, sem aflar honum tekna. Nái hann hins vegar ekki að lifa á list sinni þrátt fyrir að hafa fengið "startkapítal" í formi ríkisstyrks þá ætti hann bara að finna sér eitthvað annað að gera og sinna listinni hugsanlega sem tómstundagamni.
Að listamenn séu á launum hjá hinu opinbera einfaldlega vegna þess að þeir kjósa að kalla sig listamenn hef ég aldrei getað skilið.
Þar fyrir utan er það fáránlegt að ætla að auka þetta framlag um 11 árslaun í 3 ár. Svona framtak skapar nefnilega engin störf. Væri þá ekki nær að leggja þetta framlag til Landhelgisgæzlunnar, þó ekki væri annað?
Róttækast væri náttúrulega að skera frekar niður í listamannalaunum. Þar væri hægt að spara. Verst að það myndi líklega skapa "atvinnulausa" listamenn, sem færu þá yfir á atvinnuleysisbætur.
![]() |
Leggur til breytingar á listamannalaunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.3.2009 | 17:25
Málfarshornið
Það er ekki eins og ég hafi ekki minnst á þetta áður. Í ljósi umræðunnar vil ég þó enn ítreka:
Þekkir enginn lengur orðin "reyndur" og "óreyndur" ? Orðskrípin"reynzlumikill" og "reynzlulítill" tröllríða allri umræðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar