Er allt Davíð að kenna?

Já, mikill er máttur Davíðs. Það hefur meira að segja fréttst út fyrir landsteinana.
mbl.is Davíð kallaður „bankaræningi" í hollensku blaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur farsi!

Halló, halló, stanz. Leikhlé... hvað er að gerast hérna?

Ópólitískur bankastjóri hvað? Erindreki einhverrar skoðanasystur Steingríms J. frá Noregi. Haldið þið að við séum algjörir aular?

Og Noregur hvað? Með fullri virðingu fyrir Nojurum, er þetta ekki svolítið langt gengið? Menn (karlar og konur) göntuðust með það á sínum tíma að Íslandi væri stjórnað af Norðmönnum. Tveir ráðherrar hálf-norskir og einn giftur norðmanni? Hér er hinsvegar fjarstýring þeirra Norðmanna bæði grín- og grímulaus.

Innskot (leikþáttur):

[Sviðið er fundarherbergi ríkisstjórnarinnar. Þar sitja Jóhanna og Steingrímur. Þau eru ráðvillt.]

Steingrímur: "Úps, það vantar seðlabankstjóra. Á ég að hringja í hana Kristinu Halvorsen."

Jóhanna: "Hva, ertu ekki búinn að því? Þú vissir að við myndum reka Davíð,"

[Steingrímur hringir]

Halvorsen svarar (með norskum hreim): "Hvað tafði þig, Steingrímur J. Sigfússon? Hann Svein er  búinn að bíða á barnum á Hótel Borg síðan á mánudag."

Tjaldið

Hvað er þetta eiginlega með Steingrím J. og Norðmenn? Er eitthvað á milli hans og Kristinar (grín)? Nei, í alvöru, þetta var ákveðið í janúar! "Leita víða fyrir sér", hvað? Þvílík della.

Það er gott að vera léttur í lund og geta hlegið að þessum farsa. En þetta er samt grafalvarlegt mál

Eru vitgrannir... afsakið Vinstri-grænir bara einhverjir leppar fyrir Sosialistik Venstreparti? Eru Norðmenn leynt og ljóst að leggja landið undir sína stjórn? Er Noregskonungur loksins búinn að eignast sína Grímsey og vel það? Spyr sá sem ekki veit.

Eða eru menn kannske farnir að sakna Geirs Haarde úr ríkisstjórn og halda að þeir geti bætt það upp einhverjum öðrum norskum genum? Því miður, stjórnvizka Geirs Haarde er persónubundin og hefur líklega ekkert með hálf-norskan uppruna hans að gera.

Það er full ástæða til að taka fram í lok þessarar færslu að höfundur er ekki á nokkurn hátt að hnýta í Norðmenn sem þjóð. Þeir eru upp til hópa sómafólk. Það er ekkert að því að vera í vináttu-, stjórnmála- og efnahagsbandalagi við þá en það er ekki þeirra að stjórna hér.


mbl.is Bankastjórinn beið átekta á hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammist ykkar...

Ýmisir vefritarar hafa orðið til þess að tjá sig um þessa frétt og ekki sparað Árna Mathiesen kveðjurnar. Ég ætla ekki að svo stöddu tjá mig um Árna persónulega, meintan hroka hans, klaufaskap eða hvað eina sem honum er fundið til foráttu að þessu tilefni. Ég vil bara benda á að það kemur fram í fréttinni að Árni sagðist telja sig vera að fara eftir EES-samningnum í umræddu samtali.

Þegar tveir aðilar túlka ákvæði samnings á mismundani vegu þá er að sjáfsögðu eðlilegast að þeir kynni sér þau sömu ákvæði nánar, ráðfæri sig við sér fróðari menn og reyni að finna flöt á deilu sinni.

Væri Ástmögur (lesist Darling) grandvar maður og ábyrgur þá hefði hann að sjálfsögðu kynnt sér málið betur. Hefði hann í framhaldinu komist að annari niðurstöðu en Árni þá hefði næsta skref verið að gera Árna grein fyrir því.

Að skella hryðjuverkalögum á okkur í kjölfar svona samtals ber bara vott um hvatvísi, fljótfærni, fyrirhyggjuleysi og stórmennskubrjálæði. Menn (karlar og konur), sem gera slíkt hafa engar fyrirætlanir um að standa við gerða samninga krefjist þeir einhverra efnda af þeirra hálfu.

Allt tal um landráð Árna M. vegna þessarar fréttar bera svo aðeins ofstopa og rökleysi þeirra er slíkt rita vitni.

Ég tek fram að ég er ekki að skera úr um það hvor þeirra starfsbræðra hafi haft rétt eða réttara fyrir sér né heldur er ég að tjá mig um hversu fagmannlegt eða klaufalegt umrætt samtal kann að hafa verið. Til þess skortir mig þekkingu.


mbl.is Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers er að dæma?

Ekki skal ég dæma hversu vel eða illa téður Milutinovic er að dómnum kominn. Og vera kann að nauðsynlegt sé að halda úti dómstól sem þessum. En hvers er að dæma?

Ég velti því oft fyrir mér þegar ég les fréttir af stríðsglæpadómstólnum hver velji í dóminn og hver sé að dæma hvern?

Líti maður yfir dómaralistann sést að meðal 28 dómara er t.d. einn Kínverji (Torg hins himneska friðar), einn Bandaríkjamaður (Guantanamóflói) og einn Breti (Birmingham 6). Fleiri þjóða menn mætti einnig telja hverra ríkisstjórnir hafa gerst sekar um mannréttindabrot og einnig hafa ofangreindar þjóðir gerst sekar um fleiri brot en hér er talið. Hér eru aðeins tínd til dæmi en ekki verið að telja upp.

Ég spyr því enn og aftur: Hvers er að dæma?


mbl.is Sýknaður af stríðsglæpaákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ISG, ekki áreiðanleg heimild...

Svo ISG segist ekki að hafa fengið téðar upplýsingar.

Nú, jæja, ISG hefur nú ekki alltaf sagt satt og svo er heldur ekki víst að athyglin hafi verið alveg í lagi. Sérstaklega þegar upplýsingar frá fráfarandi seðlabankastjóra DO voru til umfjöllunar. Þá gæti hún líka hafa verið annars hugar vegna framboðs til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, eins og einn vefritari benti á.

Hvað um það. Ég leyfi mér að meta það svo að ISG sé ekkert sérstaklega áreiðanleg heimild um það hvaða upplýsingar eða viðvaranir frá Seðlabankanum rötuðu til ríkisstjórnar og hverjar ekki.

Tek jafnframt fram að með þessum línum er ég ekki að tjá mig um Seðlabankann, hugsanlegar skýrslur og viðvaranir þaðan eða seðlabankastjóra, hvorki einn eða fleiri.


mbl.is Ingibjörg Sólrún fékk ekki upplýsingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú syndum við fiskarnir, sögðu hornsílin

Svo Birki Jóni finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera óstjórntækur. Vel kann honum að sýnast svo og hann hefur fullan rétt á þeirri skoðun sinni.

Gætum samt að því út um hvaða glugga Birkir Jón skoðar útsýnið. Hann er að horfa út um glugga Framsóknarflokksins og sá gluggi getur ekki verið stór, ef hann er í einhverju hlutfalli við stærð (eða öllu heldur smæð) flokksins.

Það hlýtur að leiða af sjálfu sér að ekki háir víðsýnin þeim er búa í slíkum örflokki, sem Framsóknarflokkurinn er.

Fyrir utan það að vera slíkur dvergur á vettvangi íslenzkra stjórnmálamanna þá hefur þessi flokkur verið í þvílíkri tilvistarkreppu að flokksmenn sáu sér þann kost vænstan að kjósa til foryztu mann sem gengið hafði í flokkinn korteri fyrir formannskjör. Og er ég ekki á nokkurn hátt að kasta rýrð á þann örugglega ágæta mann með þessari athugasemd minni... svo því sé haldið til haga.

Ég leyfi mér því að halda fram að Framsóknarflokkurinn sé óstjórntækur, óáreiðanlegur og að flestu leyti til trafala í íslenzkum stjórnmálum

Framsóknarmenn geta samt haldið áfram að tala digurbarklega og sagt eins og hornsílin: Nú syndum við fiskarnir.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þó ekki væri annað... og dugir ekki til

Auðvitað á að vera refsivert að kaupa vændi. Það er bara ekki nóg. Það á líka að vera refsivert að selja vændi (ætli þetta sé rétt til orða tekið?).

Það er einfaldlega ekki rétt, sem sumir hafa haldið fram, að fólk leiðist aðeins út í það af neyð að falbjóða sig. Það er til siðblint fólk sem gerir slíkt eingöngu í hagnaðarskyni.

Þar fyrir utan leiðast ýmsir út í það af neyð að selja fíkniefni. Engum dettur samt í hug að gera það eingöngu refsivert að kaupa fíkniefni en ekki að selja þau.


mbl.is Refsivert að kaupa vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of sein...

Ætli maður hefði ekki drifið í að greiða upp Íbúðasjóðslánið, þó ekki væri annað.
mbl.is Milljarðar birtust á reikningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjar-kyssið á vöndinn og þakkið fyrir að mega það!

Þvílíkur aumingjaskapur.

Það á að sjálfsögðu ekki að láta breta, með þá Jarp (lesist Brown) og Ástmögur (lesist Darling) í broddi fylkingar, komast upp með þessa lögleysu að beita heila þjóð hryðjuverkalögum. Komist menn upp með það óátalið einu sinni er eins víst að þeir geri það aftur og aftur og aftur. Og að fleiri lítilmannleg stórveldi fari að taka up sömu aðferðir. Guð hjálpi okkur þá.

Stjórnvöld eru ekkert nema aumingjar að kyssa svona á vöndinn fyrir hönd allrar þjóðarinnar og þakka fyrir að mega það.

Og fyrst menn (karlar og konur) treysta sér ekki til að fara með málið fyrir Mannréttindadómstólinn þá skora ég á framtaksamt og löglært fólk að kæra einfaldlega herra Jarp fyrir íslenzkum dómstólum fyrir að hafa beitt þjóðina alla órétti. Honum yrði þá væntanlega í framhaldinu birt stefna og honum í sjálfsvald sett hvort hann mætir fyrir rétti eður ei. Hvort heldur yrði þá yrði réttað yfir honum hér, hann væntanlega dæmdur samkvæmt íslenzkum lögum vonandi fundinn sekur um misbeitingu valds. Eða hvernig svo sem löglært fólk myndi nú orða það.

Það væri þó ekki til annars en að sýna umheiminum að við látum ekki kúga okkur mótþróalaust auk þess að vera svolítill plástur á sært þjóðarstoltið.

Einhverjir kunna að hafa rekið augun í að ég rita orðið "bretar" með litlum staf. Það er gert af ásettu ráði enda tel ég rétt að íslenzkum stafsetningareglum verði breytt á þann veg að bretland og bretar verði eftirleiðis ritað með litlum staf... og helzt bæði litlum og ljótum.


mbl.is Hætt við málssókn gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Capacent Gallup... af hverju?

Ég óska Huld Magnúsdóttur til hamingju með stöðuna. Ég þekki Huld reyndar ekki neitt en ég er viss um að hún er vel að henni komin.

Ég velti hins vegar fyrir mér, í ljósi umræðunnar, hvort einhver hjá Capacent Gallup sé flokksbundinn samfylkingarmaður (karl eða kona), hvort Capacent Gallup hefur unnið einhver verk fyrir Samfylkinguna og hvort núverandi félags- og tryggingarmálaráðherra hefur einhvern tíma látið Capacent Gallup vinna einhver verk fyrir sig persónulega. Einnig hvort einhver starfsmanna þessa fyrirtækis er á einhvern hátt tengdur eða skyldur félags- og tryggingarmálaráðherra í 3ja lið eða nánar eða var á sínum tíma viðriðinn Framboðsflokkinn.

Svo geri ég náttúrulega ráð fyrir því að félags- og tryggingamálaráðherra muni leggja fram alla reikninga vegna þessarar vinnu hið fyrsta og færi rök fyrir því hví hann treystir sér ekki til að vinna verkið sjálfur, eins og núverandi heilbrigðisráðherra virðist telja eðlilegt.

Ég vil taka fram að ég er ekki á nokkurn hátt að draga í efa hæfni og heilindi starfsfólks og eigenda Capacent Gallup. Það eina sem ég hef fundið því fyrirtæki til vanza er nafnið.


mbl.is Ráðin forstjóri þjónustumiðstöðvar fyrir blinda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband