4.5.2009 | 13:54
Konungsríkið Ísland
Ég óska Jóakim, Maríu og allri dönsku þjóðinni innilega til hamingju með litla prinsinn.
Sjálfur er ég konungssinni og er viss um að það væri friðsælla um embætti þjóðhöfðingjans ef hér væri enn konungsríki. Já, enn, því Ísland var jú sjáfstætt konungsríki á árunum 1918 til 1944 og deildi konungi með Dönum. Rétt eins og Kanadamenn, Bretar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir deila konungi með Áströlum.
Hefði ekki verið lýst yfir lýðveldi á Íslandi 1944 þá ríkti hér í dag réttborinn þjóðhöfðingi okkar Margrét Alexandrína Þórhildur Ingiríður.
Ég legg því til að við væntanlega endurskoðun stjórnarskrárinnar verði lýðveldisstofnunin 1944 lýst ógild, Lukkuborgarættinni og þar með Margréti boðin krúna konungsríkisins Íslands á ný og síðan gengið til samninga við danska ríkið um að deila kostnaði við þjóðhöfðingjaembættið... hlutfallslega miðað við höfðatölu.
Nýr danskur prins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2009 | 16:31
Góð hugmynd???
Hugmyndin er að mörgu leyti góð og reyndar alls ekki ný heldur. Hún virðist líka ganga að nokkru leyti upp með þeim formerkjum sem henni eru sett í dag.
Að útfæra hana eins og Lilja er að tala um held ég að sé bæði hættulegt og ósanngjarnt. Hvers vegna ætti hið opinbera að taka þátt í launakostnaði sumra fyrirtækja en ekki allra? Hvernig blasir þetta við fyrirtækjum, sem sjá fram á erfiðleika en eru að streða við að eiga fyrir launum starfsmanna sinna, þó ekki væri annað, þegar opinberir sjóðir fjármagna svo að stórum hluta launagreiðslur einhvers samkeppnisaðilans?
Hversu freistandi er það þá ekki að segja starfsfólki sínu einfaldlega upp og endurráða það síðan og fá greitt með þeim?
Hversu freistandi væri það ekki fyrir starfsfólk að láta einfaldlega segja sér upp og gera samkomulag um endurráðningu. Ég gæti t.a.m. stungið upp á samkomulagi við vinnuveitendur mína þess efnis að mér yrði sagt upp, ég síðan endurráðinn með atvinnuleysisbætur og á 30% lægri launum. Og þá væru báðir aðilar farnir að græða.
Það held ég að myndi ganga fljótt á það fé sem hið opinbera ætlar til atvinnuleysisbóta. Og hvernig yrði þess þá aflað? Með skattheimtu?
Fleiri fái að ráða í bótavinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.5.2009 | 13:30
Kveðist á
Vísan í dag er ekki eftir ykkar einlægan og ég vona að einum félaga mínum mislíki ekki þó ég deili með ykkur vísu sem fæddist eitt sinn er við kváðumst á. Endaði ég mína vísu (sem var svo sem ekkert sérstök) á orðinu hrár og þá fæddist þessi snilldarvísa hjá honum:
Hráslagalegt er á Hríseyjarsundi,
hrollur um æðar mér nístandi fer.
Í skyndingu þaðan fór ég af fundi,
ferjan var biluð, því synti ég ber.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2009 | 11:32
Slæmt fordæmi
Það var hræðilegt að heyra fréttir af því hvernig nokkrar unglingsstúlkur réðust af heift á jafnöldru og misþyrmdu henni og hótuðu. Það ber vott um hugrekki fórnarlambsins að láta ekki hótanir buga sig en kæra glæpinn.
Það verður henni hins vegar ekki til hugarhægðar að árásarmennirnir skulu fá það væga dóma að það eru næstum skilaboð um að þetta sé nú ekki litið alvarlegum augum af dómsvaldinu.
Ég er ekki talsmaður harðra refsinga. En refsing fyrir svona glæpi verður að vera til staðar og henni verður að beita þó ekki sé nema til að fæla fólk frá því að gera svona lagað. Að þessar ungu stúlkur sleppi með skrekkinn er slæmt fordæmi.
Fá vægan dóm þrátt fyrir hrottalega líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2009 | 10:20
Neyðarástand
Það er morgunljóst að neyðarástand er að myndast. Það er algert neyðarúrræði að fara í greiðsluverkfall því ef einhversstaðar stöðvast greiðslur þá er hætt við að all fjármálaferlið stöðvist. Og þá er ekki langt í ekki verði heldur hægt að greiða laun. Þetta er ekki ólíkt því að eitt tannhjól í vél hætti að snúast, þá er ekki langt í að vélin stöðvist.
En það er aumkunarvert að lesa orð Ástu Ragnheiðar um að unnið sé öllum stundum að brýnum málum. Bæði Steingrímur og Jóhanna hafa lýst því yfir að ekkert liggi á í stjórnarmyndun og meðan hugarfarið er svona á stjórnaheimilinu þá er ekki von á vandamálin leysist. Ég held að fólki væri nær að drífa sig og fara að vinna og hætta þessum endalausu kaffifundum.
Það var vitað mál að hvernig sem kosningar færu þá lægi á að mynda starfhæfa stórn og taka á vandamálunum. Það er helzt að sjá að VG og Samfó séu komin í afslappelsi og hvíld eftir erfiða törn. Törnin er rétt að byrja.
Skjaldborg hvað?
Margir íhuga greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 19:52
"Súpergrúppa"
Já, sannkölluð "súpergrúppa", þó mér þyki það nokkuð útlezkt orð. Færi ekki betur að segja "ofursveit"?
Hvað um það. Trúbrot var eitthvað alveg sérstakt og nýtt.
Trúbrot í fjörutíu ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 17:41
Hér þarf eitthvað að koma til
Þetta er náttúrulega alveg hárrétt hjá Stefáni Rafni. Þegar kreppir að þá eru nemarnir þeir fyrstu sem eru látnir fara.
Iðnám, sem gerir ráð fyrir því að nemar séu í vinnu hjá meistara tiltekinn tíma áður en þeir útskrifast, er gott í sjálfu sér og skilar fólki reyndara og víðsýnna út á vinnumarkaðinn. Reynar væri ekki verra ef slíkt tíðkaðist víðar í námi. En þetta kerfi er um leið arfleifð frá fyrri tíma þegar iðngildin stjórnuðu því hve margir gátu lokið námi á hverjum tíma og komu þannig í veg fyrir of mikla samkeppni.
Hins vegar þá skapar þetta vandræðaástand í dag og brýnt að finna lausn. Það er slæmt ef stór hópur ungmenna nær ekki að ljúka námi, hvort sem fólk ætlar sér að vinna við þá iðn sem það hefur lært eða ekki.
Það eitt að hafa útskrifast úr framhaldsskóla og lokið þar með mikilvægum áfanga í lífinu er ómetanlegt. Bæði fyrir fólk persónulega og einnig þegar sótt er um starf... hvaða starf sem er, ekki endilega það sem menn (karlar og konur) hafa lært til.
Iðnnemar í sjálfheldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2009 | 15:11
Er Gylfi þver eða firrtur?
Eru þetta meðvitaðir einræðistilburðir hjá forseta Alþýðusambandsins eða er hann bara svona firrtur?
Hann er fulltrúi launafólks og á að gæta hagsmuna þess. Það er ekki hans að tjá sig opinberlega sem forseti launþegasamtaka um jafn umdeilt, viðkvæmt og hápólitískt mál og EB-aðild. Hver svo sem hans persónulega skoðun er og hvað sem hann annars kann að vilja segja í sínum einkasamtölum.
Svo finnst mér nú koma úr hörðustu átt að umræddur maður tjái sig um réttlátt samfélag og virðingu eftir það sem á undan er gengið. Eða treystir hann því að fólk sé búið gleyma því þegar hann rak einn starfsmann samtakanna fyrir að ætla í framboð fyrir flokk sem forsetanum hugnaðist ekki?
Ég held að Gylfi Arnbjörnsson ætti að fá sér aðra vinnu.
Nýjan sáttmála um stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2009 | 08:38
Sléttuband
Datt í hug að deila með ykkur sléttubandi. Slíkar vísur eru þannig gerðar að þær má lesa jafnt afturábak sem áfram:
Sléttuböndin kveða kenn
krafta-skáldið góða.
Fléttu getur ofið enn
undrabarnið fróða.
Fróða barnið undra enn
ofið getur fléttu.
Góða skáldið krafta kenn
kveða böndin sléttu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.5.2009 | 08:14
Og karlarnir í samúðarverkfall
Er sem sagt litið svo á að kynlífið sé bara í eina átt? Konan gefur og karlinn þiggur? Ég hélt að það ætti að vera gagnkvæmt að gefa og þiggja.
Annars held ég að sjálfur myndi ég tóra vikuna án verulegra erfiðleika. Og ætti ég heima í Kenýa færi ég líklega í samúðarverkfall með konu minni og hennar kynsystrum.
Konur í Kenýa hóta kynlífsverkfalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar