30.4.2009 | 16:22
Góðir nágrannar og frændur
Já, Færeyingar eru einstaklega skemmtilegt og vingjarnlegt fólk og við erum heppin að eiga þá að nágrönnum og frændum. Ég er löngu búinn að tapa tölu á því hve oft ég heimsótt þessa heillandi þjóð og þessar fallegu eyjar en mér finnst alltaf jafn gaman að koma þangað aftur.
Reyndar er flaggdagurinn sjálfur þann 25. apríl. Það var síðastliðinn laugardag og þá var ég einmitt í Færeyjum átti þess kost að fagna með landsmönnum á þeirra heimaslóð. Það var ekki ónýtt.
Fjör á færeyskum fánadegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 12:21
Nú er lag
Það eina rétta í stöðunni væri að sjálfsögðu að borgin leysti lóðina til sín. Það var ljóta handvömmin á sínum tíma að Reykjavíkurborg undir stjórn R-listans glutraði þessari lóð til Glitinis.
Þetta er nefnilega rétti staðurinn fyrir vestari gangnaop væntanlegra Sundagangna. Einmitt þarna myndu göngin trufla minnst, liggja best við opnun og lenda beint á mótum tveggja stórra umferðaræða: Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Auk þess sem fjöldi stórra vinnustaða er við Borgartún.
Þá skaðar ekki að raunverð lóðarinnar ætti að vera öllu lægra en bókfært í ljósi aðstæðna.
Glitnis-lóðin til leigu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2009 | 10:44
Spyr sá sem ekki veit
Samúð mín er öll hjá Erlu og ég samgleðst henni að hún skuli nú vera laus við þetta mein.
Mig langar samt að gera tvær athugasemdir:
Í fyrsta lagi, hvað á fyrisögnin skylt við efni greinarinnar? Þar kemur fram að aðgerðin hefur verið gerð og heppnast, að hún kostaði 90.000,- krónur og að engar tryggingar hafi náð yfir þennan kostnað. Fyrirsögnin gefur hins vegar til kynna að einhversstaðar hafi komið til utanaðkomandi greiðsla, sem hvergi er minnst á í greininni.
Í öðru lagi furða ég mig á svari Sjúkratrygginga Íslands þar sem fram kemur að þær: "...taki aðeins þátt í kostnaði við tannlækningar sé tannvandi sannanlega afleiðing fæðingargalla, sjúkdóms eða slyss". Ég er ekki læknismenntaður maður en er æxli ekki sjúkdómur? Spyr sá sem ekki veit.
„Hefði aldrei getað greitt þetta“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2009 | 09:49
Óskalandið - EB-Ísland
Eins og ég hef alltaf sagt: Það eru fleiri kostir í stöðunni.
Samfylkingin virðist hins vegar hafa tryllt hálfa þjóðina í einhverskonar trúarofstæki, einhverskonar skilyrðislausri dýrkun á Evrópusambandinu.
Það mætti halda, samkvæmt áróðri þeirra, að öll vandamál leysist og himnaríkisvist sé okkur tryggð og afkomendum okkar um leið og við fleygjum okkur í faðm Evrópusambandsins. Og ekki bara það, heldur sé Evrópusambandið tilbúið að taka okkur í mildan faðm af náðarseminni einni saman og alfarið á okkar eigin forsendum.
Svo ef maður vogar sér að benda á fleiri kosti og einnig að ekki sé allt með felldu hjá sumum aðildarríkjum þá er maður bara fífl. Sama fíflið og manni var sagt maður væri þegar maður orðaði efasemdir um útrásina frægu á sínum tíma.
Gleymum því ekki að við inngöngu í ESB lokast okkur ýmsir markaðir sem við höfum verið að vinna. Einhliða samningar við lönd utan ESB líðast ekki hjá aðildarríkjum. ESB er í raun eingrunarsinnað bandalag. Íslendingar hafa verið að gera viðskiptasamninga við Austurlönd fjær, sem vissulega eru "baunir" í augum þarlendra en eru okkur mikilvægir. Við inngöngu í ESB eru slíkir samningar ekki leyfðir og vel að merkja þá hefur ESB ekki náð að gera sambærilega samninga fyrir sín aðildarríki. Enda allt miklu þyngra í vöfum.
Ísland þurfi að spila vel úr veikri stöðu gegn ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2009 | 08:10
Morgunvísa
Hjá mér eru óðbrögð rýr,
allir vöðvar slappir.
Upp er runninn dagur dýr,
dríf ég mig á lappir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 21:59
Skipulagt einelti?
Það er að sjálfsögðu réttur kjósenda að strika út nöfn af lista og breyta röðun. Það er líka sjálfsagt að kjósendur nýti þennan rétt sinn og fagnaðarefni að almenningur verður stöðugt meðvitaðri um hann.
Hvað varðar hins vegar þær útstrikanir sem Guðlaugur Þór fékk og í ljósi þeirra rætnu athugasemda sem ýmsir hafa orðið til gera við þessa frétt langar mig til að spyrja: Hvarflar það ekki að neinum að GÞÞ hafi orðið fyrir skipulagðri ófrægingu og einelti? Því það er varla nokkur stjórnmálamaður sem fékk aðra eins útreið og hann fyrir þessar kosningar og þó hefur hann fráleitt meira á samvizkunni en sumir aðrir og minna en margir.
Það er einnig athyglisvert hve lítið fer fyrir þeirri staðreynd að sitjandi ráðherra, sem jafnvel hefur verið orðaður við áframhaldandi setu á ráðherrastóli þótt hann hafi fallið út af þingi, fékk fleiri útstrikanir bæði hlutfallslega og að magni.
Ég efast hins vegar ekki um að Guðlaugur Þór á eftir að vinna vel úr sínum málum. Hann hefur alla burði til þess.
Guðlaugur Þór niður um sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 17:27
HR1SV1
Einmitt það já, svo bandarískir embættismenn segja það og fyrst þeir eru nú einu sinni bandarískir þá gleypir gervöll heimsbyggðin við þeirra rökum. Er það ekki annars?
Afsakið, ég skil þetta ekki alveg. Eru bandarískir embættismenn sem sagt þess megnugir að ákveða hvernig svínaflensa smitast og geta þeir ætlast til þess að hún verði bara kölluð það sem þeim hentar bezt?
Af hverju kalla þeir ekki téða flensu bara HR1SV1?
Flensan heitir nú 2009 H1N1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.4.2009 | 15:50
Afsakið orðbragðið...
Já, þetta hljómar nú frekar klaufalega.
Annars skildi ég aldrei lætin í kringum blessaðan hreinkálfinn. Því var slegið upp að bóndinn á Sléttu hefði fengið hótanir frá ráðuneytinu að aflífa skildi kálfinn og öll þjóðin hneykslaðist. Kolbrún Halldórsdóttir fór á staðinn með fjölmiðlafylgd og hét því að redda málunum... og baðaði sig sviðsljósi atkvæðaveiðanna um leið.
Hvað var annars málið? Bóndinn á Sléttu virðist hafa fengið ítrekaðar ábendingar um að sækja um leyfi fyrir blessaðri skepnunni, látið það hjá líða og svo voru þeir aðilar sem eiga fylgja því eftir að farið sé að lögum allt í einu orðnir vonda fólkið.
Afsakið en ég get ekki séð málið í þessu ljósi. Fyrir mér var það trassaskapur bóndans sem stefndi lífi kálfsins í hættu. Og hvað ætlaði Kolbrún sér? Ganga þvert á þær reglur sem undirmönnum hennar er gert að fara eftir? Það væri þá til fyrirmyndar.
Hér eitt sinn heyrðu reyndar málefni hreindýra undir menntamálaráðuneytið. Sú sérkennilega staðreynd var oft notuð í spurningakeppnum. Kannske það hefði verið gáfulegra að halda hreindýrunum þar.
Dagar Lífar taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 15:37
Málfarshornið - Hvað ertu eiginlega að reyna að segja?
Ég ætla ekki að tjá mig efnislega um umrædda auglýsingu, þó full ástæða megi vera til.
Mig langar að spyrja hvort einhver áttar sig á eftirfarandi setningu, sem er úr féttinni sem vitnað er til:
Að sögn hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, að höfðu samráði við sig, sett sig í samband við SI til að kvarta yfir auglýsingunni.
Ég veit hreinlega ekkert hvað blaðamaðurinn er að reyna að segja. Hafði framkvæmdastjórinn samráð við sjálfan sig? Er "sig" hugsanlega ekki fornafn heldur gælunafn einhverrar Sigrúnar, Sigurðar, Sigríðar eða Sighvats og ætti því að rita með hástaf? Spyr sá sem ekki veit og ekkert skilur.
Hugsanlega ætti setningin því að hljóða: Að sögn hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, að höfðu samráði við sjálfan sig, sett sig í samband við SI til að kvarta yfir auglýsingunni.
Eða jafnvel: Að sögn hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, að höfðu samráði við Sig(ríði), sett sig í samband við SI til að kvarta yfir auglýsingunni.
Og kannske: Að sögn hefur framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands, að höfðu samráði við Sig(ríði), sett Sig(urð) í samband við SI til að kvarta yfir auglýsingunni.
Fádæma sóðaleg auglýsing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.4.2009 | 18:13
Íhaldssemi til fyrirmyndar
Mér þykir þessi frétt og aðrar sem birzt hafa um sama mál vera nokkuð litaðar fordómum gagnvart íbúum Appenzell (Innerrhoden). Það er helzt að sjá að gefið sé í skyn að þeir séu hallærislegir og gamaldags að leyfa ekki röskum Þjóðverjum að spóka sig naktir úti í Guðs grænni náttúrunni.
Nekt er einkamál hvers og eins og persónulega þætti mér það ekkert sniðugt ef nágrannar mínir tækju upp á því að ganga naktir um göturnar dags daglega. Ekki þætti mér það heldur neitt betra ef aðkomufólk færi að venja komur sínar í hverfið til að spóka sig nakið.
Það eru til staðir fyrir nektardýrkendur þar sem þeir geta notið nektar sinna og annara og ekki sízt í Þýzkalandi er finna umtalsverðan fjölda þeirra.
Að bera sig fyrir þeim sem ekki kæra sig um slíkt er ekkert annað en dónaskapur.
Svo gætir svolítillar vankunnáttu í umfjöllun blaðamanns þegar hann kallar Appenzell hérað í Sviss. Sviss er nefnilega samandsríki og ríkin sem mynda það eru kölluð kantónur og hafa þær töluverða sjáfsstjórn í sínum eigin málum. Appenzell er því kantóna og reyndar eru þær tvær kantónurnar sem bera þetta nafn: Appenzell Innerrhoden og Appenzell Ausserrhoden. Það er sú fyrrnefnda sem er hér til umræðu og er hún fámennust svissnesku kantónanna.
Sjálfur er ég íhaldsmaður og mér þykir sem hér sé talað um Appenzell sem íhaldssama kantónu í neikvæðri merkingu. En þó Appenzellbúar séu íhaldssamir þá lít ég svo á að það sé á jákvæðan hátt. Fámennið í þessu fámennasta sambandsríki Sviss gerir það að verkum að þar geta menn enn haldið í forna stjórnarhætti. Árlega koma allri borgarar, sem áhuga hafa og vilja hafa áhrif á sjórn kantónunnar, saman á aðaltorgi höfuðborgarinnar, kjósa sér ríkisstjórn og greiða atkvæði um lagafrumvörp með handauppréttingu; sannkallað alþingi. Öllu virkara og beinna verður lýðræðið varla.
Það má reyndar nefna að þetta alþingi þeirra Appenzellbúa kemur saman síðustu helgi í apríl ár hvert. Því er þetta mál til umræðu nú eftir nokkurra vikna hlé því það var einmitt í gær sem íbúar greiddu atkvæði um og samþykktu umrædd lög.
Bannað að ganga ber | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar