Er Gylfi þver eða firrtur?

Eru þetta meðvitaðir einræðistilburðir hjá forseta Alþýðusambandsins eða er hann bara svona firrtur?

Hann er fulltrúi launafólks og á að gæta hagsmuna þess. Það er ekki hans að tjá sig opinberlega sem forseti launþegasamtaka um jafn umdeilt, viðkvæmt og hápólitískt mál og EB-aðild. Hver svo sem hans persónulega skoðun er og hvað sem hann annars kann að vilja segja í sínum einkasamtölum.

Svo finnst mér nú koma úr hörðustu átt að umræddur maður tjái sig um réttlátt samfélag og virðingu eftir það sem á undan er gengið. Eða treystir hann því að fólk sé búið gleyma því þegar hann rak einn starfsmann samtakanna fyrir að ætla í framboð fyrir flokk sem forsetanum hugnaðist ekki?

Ég held að Gylfi Arnbjörnsson ætti að fá sér aðra vinnu.


mbl.is Nýjan sáttmála um stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hann er nú ekkert að gera af sér varðandi ESB. Því eftirfarandi var samþykkt á ársfundi ASÍ:

. Það er skoðun ASÍ að yfirlýsing um að sótt verði um aðild Íslands að ESB og upptöku evru sé eina færa leiðin. Þannig verði látið á það reyna í aðildarviðræðum hvaða samningur Íslandi standi til boða og hann lagður fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu. ASÍ telur að yfirlýsing um að stefnt verði að aðild að evrópska myntsamstarfinu (ERM II) á næstu 2 árum myndi leggja mikilvægan grunn að því að hægt yrði í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skapa nauðsynlegan trúverðugleika fyrir meiri festu í skráningu krónunnar á næstu árum þangað til full aðild að Evrópska peningamálasamstarfinu (EMU) og upptaka evrunnar næðist.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.5.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gylfi Arnbjörnsson er í fullu umboði sinna samtaka að túlka það sem samþykkt var á Ársfundi ASÍ.

Vil benda þér Emil Örn á vef ASÍ www.asi.is

Þar er að finna allar samþykktir frá Ársfundi 2008 og margt annað sem vert væri fyrir þig að kynna þér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.5.2009 kl. 16:49

3 Smámynd: Svavar Guðnason

Eins og talað út úr mínu hjarta.

Svavar Guðnason, 1.5.2009 kl. 16:49

4 identicon

Hann Magnús Helgi hér fyrir ofan er í gífurlegri afneitun varðandi þetta. 

Það sér hver meðalgreindur mannapi, að Gylfi Arnbjörns er í bullandi pólitík á vegum Samfylkingarinnar.  ASÍ undir hans stjórn er orðin að pólitísku verkfæri Samfylkingarinnar og hvetur til ESB aðildar f.h. Samfylkingarinnar.

Ég er ekki viss um að ályktuni hér að ofan sé samhljómur alls verkafólks í landinu.

Hvernig ætlar Gylfi að réttlæta það verkafólk verði efnahagslegt sveiflujöfnunartæki ef við göngum í ESB líkt og í öðrum ESB löndum.  Þannig yrði verkafólk skiptimynt fyrir ESB-aðild. 

Og ef skiptigengi krónur verður óhagstætt upp í Evruna, þá verður launafólk hér á landi, langt undir í launum miðað við verkafólk í öðrum ESB-ríkjum.  Hvernig ætlar Gylfi og co að réttlæta það?

Sigþór M. Björgvinsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Takk vinur, það var gaman að heyra baulið á Austurvelli, við erum að verða minna og minna húsbóndaholl......hann átti að halda kjafti og það sérstaklega um ESB.    Virkilega ósmekklegt.....

Einhver Ágúst, 1.5.2009 kl. 20:25

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég fékk þetta af bloggsíðu Halldóru Hjaltadóttir

Heillar mig Eistland?

Eistland er lítið land í N-Evrópu sem margir kannast eflaust við úr umræðunni um Evrópumál. Mikill fjöldi Íslendinga hefur einnig sótt landið heim, jafnvel í árshátíðarferðum.

Þá er förinni yfirleitt heitið til Tallinn höfuðborgar Eistlands, gist á fínum hótelum, farið í skoðunar og verslunarferðir og almennt njóta Íslendingar þess að skoða athyglisverðar byggingar í fallegu veðri.

Aðal atvinnugrein Eista er einmitt ferðaþjónusta en fast á hæla hennar koma vændi og dópsala. Landbúnaðurinn á undir högg að sækja.

Eistland gekk í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið árið 2004 og höfðu íbúar landsins ákveðnar væntingar og vissu um jákvæðar breytingar í kjölfar aðildar. Menn bundu vonir sínar á að skipaflotinn myndi endurnýjast og fiskveiðar aukast.

Mörgum manninum var brugðið þegar ekkert gerðist, engin endurnýjun varð í skipaflotanum og fiskveiðar lögðust að mestu af.

Atvinnuleysi jókst í kjölfarið, vændi varð umfangsmeira, fíkniefnasala blómstraði og svartamarkaðsbrask er mjög algengt. 

Sumir hverjir sem ekki njóta þess að vera á meðal 40% þjóðarinnar sem rétt hefur ofan í sig og á, ganga svo langt að óska þess að vera ennþá undir oki Sovétríkjanna sálugu en Þá gátu Eistar selt sinn fisk til Rússlands og haft út úr því a.m.k. einhverjar tekjur.

Atvinnuleysi í Eistlandi var 9% árið 2004, en sú prósenta hefur undið upp á sig á síðustu misserum og þrátt fyrir alla uppsveifluna í efnahag þjóðanna.

Hagstofa Evrópu EUROSTAT getur birt tölur um atvinnuleysi sem ekki standast ,til að mynda mældist atvinnuleysi í Eistlandi 5,9% árið 2006 og 4,7% árið 2007.

Nú er atvinnuleysi komið upp í 15 % og er mikið áhyggjuefni af þróun atvinnumála.

Það má með sanni taka það skýrt fram að þessar tölur eru langt frá raunveruleikanum, þar sem kerfið er meingallað. Maður sem missir vinnuna sína getur farið á atvinnuleysisbætur sem eru yfirleitt 50% af fyrri launum í 6 mánuði, en eftir þann tíma dettur sá hinn sami maður af bótum og af skrá. Raunverulegt atvinnuleysi gæti því verið nærri 30% í Eistlandi.

Skólakerfið er einnig gallað, þar sem 70 % nema þurfa að greiða að fullu sinn námskostnað, en um 30 % fær fullan styrk frá ríkinu. Unga fólkið leggur mikið að sjálfsögðu mikið á sig til þess að vera hluti af þeim sem fá nám sitt ríkisstyrkt.

Unga fólkið sem nær ekki settu marki varðandi námið, nýtur ekki tækifæris til þess að mennta sig, fær ekki vinnu og hefur ekki hug á að selja líkama sinn eða fíkniefni flyst úr landi.

Ungur maður býr hér á Íslandi. Hann telur að Íslendingar hafi ekki hugmynd um hvernig ástandið er almennt í Eystrasalts löndunum.

Að hans sögn er gott að búa á Íslandi, þrátt fyrir mikla erfiðleika sem fylgja hruni bankanna.

Hann getur núna kostað mjólkina sem amma hans vill fá á hjúkrunarheimilinu í Eistlandi, en öll umfram mjólk getur kostað aukalega þar í landi.

Hann elskar landið sitt og óskar þess að geta búið þar, en hann hefur enga vinnu og engin tækifæri.

,,Þið vitið ekki hvað þið hafið það gott " Sagði hann af mikilli einlægni.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 1.5.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 4576

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband