15.6.2009 | 16:15
Hér er eitthvað ekki í lagi...
Bíðum nú við. Skil ég þetta rétt?
Menn tóku sem sagt lán, lögðu fram ábyrgðir, notuðu lánið í áhættufjárfestingu og svo þegar dæmið gekk ekki upp hjá þeim þá voru ábyrgðirnar felldar niður og þeir sluppu með skrekkinn?
Svona svipað og ef ég tæki milljón króna lán gegn veði í húsinu mínu, keypti mér lottómiða fyrir allan peninginn og svo þegar í ljós kemur að ég vinn ekki það sem ég ætlaði mér í lottóinu þá fæ ég veðið fellt niður og þarf ekki að standa skil á láninu?
Er þetta ekki rétt skilið hjá mér? Finnst einhverjum þetta vera í lagi? Hvað er að svona fólki... fólki sem leggur blessun sína yfir svona gjörninga og fólki sem finnst í lagi að þiggja svona fyrirgreiðslu?
Annars er ég nú kominn á þá skoðun að þungi kreppunnar hér á Íslandi (gætum að því að það er kreppa miklu víðar) er áfellisdómur yfir íslenzkum viðskipta- og hagfræðingum. Í öllum bönkum og fjárfestingarfyrirtækjum unnu hámenntaðir menn (karlar og konur) á sviði viðskipta- og hagfræði. Þetta fólk hefði mátt sjá þetta fyrir og hvar var þá faglegur metnaður þess? Hafði það hins vegar ekki séð hrunið fyrir þá spyr ég hvers virði var sú menntun sem það hafði aflað sér og fyrir hvaða launum var það að vinna?
Já, þessi kreppa er líka áfellisdómur yfir kennurum viðskipta- og hagfræðideilda háskólanna. Mig hryllir við því að Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands sé að halda úti sumarnámi til þess að geta útskrifað fleiri viðskipta- og hagfræðinga og hraðar. Við þurfum alls ekki á meira af svoleiðis fólki að halda.
Ekki hægt að snúa ákvörðun við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.5.2009 | 17:20
Þetta kallar á stríð
Jú, Össur, nú er tímabært að slíta stjórnmálasambandi við breta (viljandi ritað með litlum staf). Nú er tímabært að fara í "diplómatískt stríð" við þessa h*nda.
Hættið að sleikja ykkur upp þetta EB-lið, þú og restin af þínu liði í Samfylkingunni. Hvað haldið þið EB-aðild gagnist í samskiptum við þessa hrokagikki? Ekki nýttist okkur nato-aðildin í þorskastríðunum.
Lemdu nú smá skynsemi í kollinn á þér, Össur og rístu upp á afturlappirnar. Við eigum hvort sem er lítið annað en snefil af stolti eftir svo við skulum halda í hann. Sýnum Jarpi (lesist Brown) að hann kemst ekki upp með að sparka í okkur liggjandi lengur.
Köllum sendiherrann okkar heim og sendum þeirra til síns heima með skömm. Gerum stórmál úr þessu. Við höfum engu að tapa.
Svo legg ég enn og aftur til að íslenzkum stafsetningarreglum verði breytt og bretar og bretland verði eftirleiðis ritað með litlum staf... helzt ljótum líka.
Hafa fengið nóg af Bretum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.5.2009 | 16:30
Málfarshornið - smekkleysa
Á vefsíðunni mbl.is og hugsanlega víðar birtist manni þessa daga auglýsing frá heimasíðunni matarkarfan .is
Þar er yfirskriftin eftirfarandi: Kaubdu íj matin i budin (Pólska)
Ég verð að segja eins og er að mér finnst þetta ósmekklegt. Í fyrsta lagi er verið að nauðga móðurmálinu á grófan hátt og í öðru lagi er verið að hæðast að þeim útlendingum, sem hafa sezt hér að og eru að fóta sig á tungumálinu, ef svo má að orði komast.
Mér þykir það virðingarvert þegar erlendir borgarar, bæði þeir sem hér dvelja til lengri og skemmri tíma og einnig þeir sem ætla að setjast hér að til frambúðar, gera sitt bezta til að nota íslenzku í samskiptum sínum. Það er ekki alltaf auðvelt að tileinka sér nýtt tungumál og getur kostað nokkur bros, einstaka hlátur og vingjarnlegar ábendingar. En einmitt þannig þjálfast fólk og lærir að lokum að beita nýju máli á réttan hátt.
Að gera slíka viðleitni að aðhlátursefni og skotspæni er ekki hvetjandi. Því fer ég fram á, fyrir mína parta, að matarkarfan.is fjarlægi tafalaust umrædda auglýsingu og biðji pólska gesti og Íslendinga af pólskum uppruna afsökunar.
Auk þess er "pólska" ritað með litlum staf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2009 | 12:44
Sárreiður Ólafur
Ólafur F. Magnússon hefur verið furðu snjall að spinna upp alls konar samsæriskenningar og leyft sér að túlka mjög frjálslega orð, sem látin eru falla við hin margvíslegustu tilefni.
Ég ætla ekki að dæma meint orð Júlíusar Vífils en leyfi mér að ætla að þau hafi ekki verið meint á rætinn eða meinlegan hátt. Ég leyfi mér meira að segja að efast um að orðrétt sé haft eftir honum.
En jafnvel þó svo sé þá þætti mér áhugavert að heyra hvaða orð eða gjörðir Ólafs hafi kallað á slík viðbrögð.
Ólafur F. Magnússon hefur sjálfur ekki verið talinn með kurteisari mönnum. Jafnvel svo að manni hefur stundum blöskrað bersögli hans og aðdróttanir.
Sannnleikanum verður hver sárreiðastur og það kannske skýrir að einhverju leyti reiði Ólafs, sé rétt eftir Júlíusi haft. Og sé svo var Júlíus Vífill þá hugsanlega að segja upphátt það sem aðrir hugsuðu á umræddum fundi?
Segir af sér sem varamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2009 | 17:32
Klikkað partý...
Þetta var æðislegt partý, krakkar. Ég sat til borðs með Cindy Crawford og var nú aðallega að kjafta við hana allt kvöldið... ekki sízt til að forðast það að Madonna gæfi sig á tal við mig. Hún er svo rosalega eitthvað steikt.
Kiefer var vissulega svolítið æstur en það er tómur uppspuni að hann hafi skallað Jack. Kiefer skallar aldrei neinn. Hann er meira fyrir að sparka í sköflunginn á fólki. Annars var pabbi hans á staðnum, svo strákurinn tók því rólega.
Já og svo Brooke þarna líka og ég dansaði aðeins við hana en það var nú bara svo hún fengi smá frið fyrir Bruce Willis, sem var eitthvað að pirra hana.
Annars var þetta stórtíðindalaust. Ég vaknaði svo næsta morgun í sófanum heima hjá Marc Jacobs... Guð einn veit hvernig ég komst þangað. Klukkan var orðin hálf níu svo ég flýtti mér bara út og í vinnuna.
Umtalað partí á Metropolitan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2009 | 16:25
Gott mál
Þetta þykir mér skref í rétta átt. Ég vil bjóða alla þá velkomna hingað, sem vilja taka þátt í að byggja upp framsækið og mannvænt þjóðfélag og um leið taka þátt í varðveita þann arf sem menning okkar byggir á.
Ríkisborgararétturinn á ekki að vera nein útsöluvara og hér þykir mér vera stigið skref til þess að hann verði helzt veittur þeim, sem hafa hug á því að verða virkir borgarar í íslenzku samfélagi.
Þar fyrir utan mun það liðka fyrir öllum samskiptum og gera nýjum Íslendingum auðveldara að fóta sig á nýrri fósturjörð ef lágmarks tungumálakunnátta er tryggð.
Ásókn í íslenskupróf fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 15:21
Það mætti annað koma til
Styttan virðist vel heppnuð. Spurning hvort ekki þurfi að skafa svolítið utan af henni ef Boris verður eitthvað ágengt í ræktinni.
Annars virkar Boris ekki svo feitur á myndum og satt að segja sýnist mér honum væri nær að huga að annars konar útlitsbreytingu. Nema það finnist kannske engir góðir hárskerar í Lundúnum.
Í ræktina vegna feitrar vaxstyttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 12:43
Skammist ykkar!
Var það ekki eitt af fyrstu verkum Katrínar Jakobsdóttur í embætti menntamálaráðherra að skipta út allri stjórn Lánasjóðsins? Er það sem sagt svona sem hún vill að fólk gangi til verka?
Nú þegar ætlast er til að lánastofnanir fari mildari höndum en áður um skuldunauta sína þá gengu LÍN fram með slæmu fordæmi. Og þetta er opinber stofnun. Þá vitum við hug stjórnvalda.
Hvaða hagur er í því fyrir Lánasjóð íslenzkra námsmanna að keyra Ægi og aðra, sem svipað er ástatt um í gjaldþrot og neyð? Það er ekki eins og maðurinn hafi neitað greiða af lánunum sínum. Það er ekki eins og hann ætli sér í sk. greiðsluverkfall. Maðurinn er einfaldlega að biðja um gott veður meðan það versta gengur yfir.
Auðvitað á að koma til móts við fólk, sem á tímabundnum erfiðleikum en ætlar sér ekkert annað en að standa í skilum með sínar skuldbindingar. Þannig munu lánastofnanirnar fá sitt að lokum þó á lengri tíma verði. Að keyra fólk í þrot verður aðeins til þess að lánadrottnar fá aðeins hluta af sínum kröfum greiddan auk þess afleiðingarnar geta verið skelfilegar fyrir bæði einstaklinga og fjölskyldur.
Stjórn Lánasjóðs íslenzkra námsmanna ætti að skammast sín.
Hundeltur af LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 17:43
Það fer um Steingrím
Ég er ekki hissa þó það fari um Steingrím. Greiðsluverkfall myndi koma af stað ófyrirséðum "dómínó-áhrifum".
Er ekki kominn tími til að hætta þessu endalausa rabbi og spjalli og koma sér að verki? Mér skildist að VG og Samfó hefðu gengið til kosninga bundin samstarfi . Var ekkert búið að ákveða eða koma sér saman um í 3ja mánaða ríkisstjórnarsamstarfi?
Svo er einkennilegt að beina því til fjölmiðla að það sé þeirra að kynna úrræði fyrir fólki. Öllu heldur væri það ríkisstjórnarinnar að kynna þau og nota til þess fjölmiðla. Þetta er bara fyrirsláttur, Steingrímur. Það er ekki nóg að hafa skiling á ástandinu. Það þarf að leita lausna og hafir þú einhverjar ættir þú að vera löngu búinn að koma þeim á framfæri sjálfur í stað þess að skammast út í fjölmiðla.
Varar við örþrifaráðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.5.2009 | 17:00
Flótti
Það er sem sagt brostinn flótti í liðið. Einkennilegt að lesa orð lögmanns Magnúsar : "...telur að Magnús sé fær um að standa full skil á skuldbindingum sínum. Magnús sé ekki í persónulegum vanskilum og hafi staðið lánardrottnum sínum skil á þeim skuldbindingum sem hann hafi gengið í og hafi komið í gjalddaga og Magnús telji sig fullfæran um að standa skil á skuldbindingum sínum um fyrirsjáanlega framtíð."
Hvað í ósköpunum var maðurinn þá flytja lögheimili sitt til Rússlands, fyrst allt er í svona góðu standi og karlinn staðráðinn í að standa skil á sínu? Þetta hljómar nú meira eins og yfirklór og fyrirsláttur.
Fallist á gjaldþrotakröfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar