5.9.2008 | 15:43
Málfarshornið-Sjóváleg vísnagerð
Nú mun víst standa yfir bæjarhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ. Einn styrktaraðilanna, Tryggingafélagið Sjóvá, mun standa fyrir einhverskonar tröllaheimsókn í bæinn af þessu tilefni.
Í sérblaði sem fylgdi 24 stundum fyrr í vikunni auglýsti Sjóvá þessa uppákomu með eftirfarandi vísu:
Um ljósanótt þau lifna við
og leita inn í bæinn
að skoða skrítna mannfólkið
í skjólinu við sæinn.
Það er alltaf gaman að því þegar fólk leggur sig eftir því að tala eða rita í bundnu máli, sérstaklega í auglýsingum. En gefi fólk sig út fyrir að vera hagmælt og kunna að kveða eftir kúnstarinnar reglum þá er eins gott að þær vísur, sem birtar eru, séu rétt kveðnar. Annars er betra að sleppa því alfarið.
Það væri gaman að vita hvað Sjóvá hefur þurft að greiða aukalega fyrir það fá þessa vísu í auglýsinguna hjá sér því eins og bragfróðir menn (karlar og konur) hafa örugglega tekið eftir að þá er stuðlavilla í 3. línu. Það eru nefnilega tveir bragliðir milli seinni stuðuls og höfuðstafs.
Örugglega finnst ýmsum ég óþarflega smámunasamur, en rétt skal vera rétt. Svona væri líðandi í skólakveðskap og frumsömdum textum í fjölskylduboðum og stórafmælum o.þ.h. en ekki á þessum vettvangi.
Ég ítreka það sem áður var sagt að gefi menn sig út fyrir að kunna að yrkja samkvæmt reglum bragfræðinnar þá er betra að kveða rétt það sem menn birta eftir sig. Annars er betur heima setið en af stað farið.
Það er svo annað mál og óskylt að mér hefur aldrei þótt byggðirnar suður með sjó neitt sérstaklega skjólsælar og á því erfitt með að skilja innihald síðustu línunnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.9.2008 | 11:31
Sóun!
![]() |
Kínverjarnir farnir úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2008 | 17:21
Ég styð ljósmæður.
Það er náttúrulega ótækt að vinnudeila sem þessi sé komin í slíkan hnút. Sé vilji fyrir hendi er alltaf hægt að finna lausn.
Mér finnst maður samt ekki vita nóg um þessa deilu. Hvað eru ljósmæður í dag með í laun? Hvað eru þær að fara fram á mikið? Hvað eru sambærilegar stéttir í vinnu hjá ríkinu með í laun? Meðan þetta liggur ekki ljóst fyrir er erfitt að taka afstöðu.
Ljósmæður eiga auðvitað skilið að þeirra vinna sé metin til jafns við aðra. Að höfða til þeirrar ábyrgðar sem felst í starfinu, eins og kennurum er t.d. tamt að gera, er hins vegar alltaf vafasamt. Ábyrgð sem slík verður ekki metin til fjár og það er erfitt að skilgreina hver ber mesta ábyrgð. Strætisvagnastjórar bera t.a.m. ábyrgð á vagnfylli af farþegum og lögregluþjónar bera ábyrgð á öryggi borgaranna.
Einhver sagði mér að það hefði orðið útundan að reikna upp laun ljósmæðra þegar námstími þeirra var lengdur. Sé það rétt þá hefur foryzta Ljósmæðrafélagsins ekki staðið sig. Þó það sé í sjálfu sér engin afsökun fyrir því að ekki sé komið til móts við sanngjarnar launakröfur þeirra.
Hvað sem því líður þá styð ég ljósmæður í réttmætum kröfum þeirra. Ljósmæðrastéttin á bara það bezta skilið enda lengi vel eina fagmenntaða heilbrigðisstéttin sem almenningur í landinu hafði greiðan aðgang að.
![]() |
Árangurslaus sáttafundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2008 | 16:41
Enn evra...
Enn er verið að tala um evruna. Það má varla líta við hérna ráðamaður frá ESB-landi án þess að vera spurður um möguleika okkar á að taka upp evru. Jafnvel skynsamt og viti borið fólk er farið að boða upptöku evru sem hina endanlegu lausn og frelsun íslenzks efnahags.
Er ekki allt í lagi?
Evraupptaka kemur bara til með binda efnahag okkar enn sterkari böndum við ESB. Um leið mun allur sveigjanleiki takmarkast við ESB og efnahagslíf okkar verður komið í hjónaband sem býður ekki upp á skilnað og þar sem annar aðilinn er tvímælalaust sá sterkari... og sá aðili er ekki litla og fámenna Ísland.
Ég man að fyrir um 30 árum síðan gengu sumir um grenjandi á upptöku bandaríkjadals. Það myndi alveg bjarga efnahagslífinu hér og koma í veg fyrir verðbólgu, sem á þeim tíma var töluverð.
Ætli við vildum vera í þeim sporum núna sem slíkar aðgerðir hefðu skilað okkur? Heimsmyndin og viðskiptaumhverfið verulega breytt frá því sem þá var en íslenzkt efnahagslíf rígbundið því bandaríska. Ég held varla.
Evruupptaka er ekkert annað en vafasöm skyndilausn sem ekki nokkur ábyrgur maður (karl eða kona) ætti svo mikið sem velta fyrir sér.
Ég frábið mér svo að gjaldeyrismál í Liechtenstein og San Marínó séu notuð sem rök í þessari umræðu. Slíkt er bara kjánaskapur.
![]() |
ESB-aðild forsenda evruupptöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2008 | 11:54
Siðlaust!
![]() |
Braut ekki gegn siðareglum SÍA |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2008 | 23:48
Því miður, vélin er á áætlun.
Frábært... "Ég missti ekkert af fluginu, ég lagði bara of seint af stað að heiman."
Annars bíða flugvélar á einum annasamasta flugvelli í Evrópu ekki eftir fólki... ekki einu sinni honum Pésa litla. Ef vélin fer ekki í loftið á réttum tíma má búast við langri bið eftir nýju "slotti", eins og þeir kalla það.
Hins vegar er það náttúrulega rakinn dónaskapur að rétta honum Pétri ekki hjálparhönd þegar hann missir hattinn sinn. Hann teygir sig ekki eftir eigin hatti eins og hver annar almúgamaður.
Þessi frétt minnti mig á tvö atvik sem ég hef upplifað. Það fyrra var maðurinn sem missti af vél og varð arfavitlaus þegar hún var farin í loftið á réttum tíma. Hann hafði nefnilega hringt og beðið um að beðið yrði eftir sér því hann ætti eftir að koma börnunum sínum í pössun. Hjá flugfélaginu var honum svarað því til að hann yrði að flýta sér því þó þeir væru tilbúnir til þess að leyfa honum að hlaupa um borð á síðustu stundu væri ekki hægt að láta fulla vél af fólki bíða von úr viti. Þegar vélin var svo farin fyrir nokkru og maðurinn lét loks sjá sig hafði hann stór orð um óliðlegheit og slaka þjónustu og hreytti út úr sér: Átti ég kannske að skilja börnin mín eftir í reiðileysi?
Hitt atvikið átti sér stað þegar það tíðkaðist, fyrir þó nokkrum árum, að setja sápu í Geysi til að kalla fram gos. Var slíkt auglýst með nokkrum fyrirvara og lögðu þá fjölmargir ferðamenn leið sína þangað. Komu menn ýmist með rútum eða einkabílum. Sápunni var hellt í hverinn og svo mátti fólk bíða mislengi eftir að gos hæfist. Í eitt skiptið var múgur manns mættur á svæðið, líklega hátt í tvö þúsund, og verið var að setja sápuna í hverinn þegar síminn hringdi í sjoppunni. Var það þjóðkunnur maður, sem kynnti sig og sagðist vera að leggja af stað úr Reykjavík. Hann fór fram á að beðið yrði með að setja sápuna í hverinn, hann væri nefnilega með fjóra útlendinga með sér sem mættu alls ekki missa af þessu.
Nei, ég held að hann Pétur verði bara að leggja fyrr af stað og gefa sér betri tíma næst. Rétt eins og barnakarlinn og sá þjóðþekkti hefðu einnig átt að gera á sínum tíma.
![]() |
Grét er hann missti af fluginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 16:37
Farðu nú ekki fram úr sjálfum þér, Ólafur
Það vantar bara að telja baunirnar í mötuneytum borgarinnar og mæla slit á gólefnum hinna ýmsu stofnana.
Ólafur er greinilega kominn á flug... án þess að gera sér nokkra grein fyrir því hvar, hvenær og hvernig í ósköpunum hann ætlar að lenda.
Það væri líka gaman að vita hvað þessi greinargerð sem hann kallar á muni kosta.
Farðu nú að slaka á, Ólafur, þú ert ekki að vinna þér inn nein prik með svona offorsi.
![]() |
Vill láta birta tölur um kostnað vegna borgarfulltrúa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 17:32
Gott hjá henni
Ég er nú enginn sérstakur áhugamaður um stjórnmálin í lýðveldinu þarna fyrir vestan og enn síður um fjöskyldumál stjórnmálamannanna þar.
Samt langar mig bara til að lýsa því yfir að væri ég sporum Söru Palin væri ég örugglega ekki síður stoltur. Það verður erfitt fyrir svona unga stúlku að taka að sér móðurhlutverkið en Bristol blessunin virðist nógu þroskuð til að til að taka afleiðingum þessarar væntanlegu ótímabæru þungunar sinnar. Hún er maður að meiri fyrir vikið.
![]() |
17 ára dóttir Palin á von á barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.9.2008 | 12:15
Innantómar yfirlýsingar!
Það hefði nú kannske verið heppilegra að tala um námsmenn, frekar en nema og vísa ég þá í vefrit kaffilistamannsins Bergs Thorberg.
Annars er þetta nú dæmigert fyrir yfirlýsingagleði og skammsýni sk. vinstri-grænna. Emjandi um jafnræði án þess að hafa hugmynd um hvernig eigi að koma því á.
Borgarstjórn Reykjavíkur, með Gísla Martein í broddi fylkingar, gekkst fyrir því að námsmenn í borginni gætu ferðast með strætisvögnum án þess að greiða fyrir það. Það er hins vegar lýsandi fyrir barnaskapinn hjá vinstri-grænum að tala um að allir fái að ferðast "frítt". Það ferðast enginn frítt! Það kostar að reka almenningssamgangnakerfi og einhver verður að borga...nefnilega skattgreiðendur.
Það er eins og einfeldningarir og græningjarnir í VG geri sér enga grein fyrir því að það fæst ekkert frítt.
Ég er fyllilega sáttur við að Reykjavíkurborg greiði fyrir námsmenn sem eru heimilisfastir í Reykjavík. Satt að segja er hugmyndin "brilljant". Það er hins vegar frekja og tilætlunarsemi að ætlast til þess að útsvar mitt og annara borgarbúa fari í greiða niður ferðir fyrir fólk úr öðrum sveitarfélögum. Það verða þeirra eigin sveitarsjóðir að gera.
![]() |
Allir nemar fái frítt í strætó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.8.2008 | 17:01
Gúrkutíð?
Er gúrkutíð? Þetta eru nú bara ósköp eðlileg tilmæli í ljósi herts öryggiseftirlits á flugvöllum. Það hefur nefnilega tíðkast lengi að fólk sem heimsækir þennan kraftaverkastað taki með sér vatn í brúsa heim til sín.
Annars er einkennilegt að tala um vígt vatn í yfirskrift fréttarinnar þegar tekið er fram í féttinni sjálfri að vatnið sé ekki vígt. Samanburður við vatn í skírnarfonti er líka óttalega kjánalegur því hér erum mjög óskyldan hlut að ræða.
Lindin í Lourdes er "kraftaverkalind" vegna þess að þar hafa átt sér stað lækningar sem vísindin eiga erfitt með að útskýra. Reyndar er það stefna kaþólsku kirkjunnar að lýsa því ekki yfir að einstaka staðir séu kraftaverkastaðir, en neita heldur ekki tilvist þeirra. Reyndar töldu kirkjunnar menn upphaflega, þegar lækningarmáttur lindarinnar var uppgötvaður, að hér væri líklega um gabb að ræða.
Í Lourdes er starfandi hópur lækna og annara fulltrúa heilbrigðisstétta, sem heitir "Association Médicale Internationale de Lourdes". Er þar að finna fólk ýmissa kirkjudeilda og trúarbragða og einnig þá sem telja sig trúlausa. Kirkjan viðurkennir enga lækningu sem hugsanlegt kraftaverk nema þessi hópur hafi rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að lækningin verði ekki útskýrð útfrá læknisfræðilegu sjónarmiði. Hingað til hafa 67 tilfelli verið viðurkennd sem slík, þó að meðaltali komi 35 á ári til umfjöllunar.
Læknirinn og nóbelsverðlaunahafinn Alex Carell skrifaði fræga bók um för sína til Lourdes. Þangað fór hann sem ungur efahyggjumaður en varð vitni að kraftaverki og sannfærðist.
Svona í lokin langar mig til að rifja upp gamla gamansögu:
Gömul koma var að koma úr ferð til Frakklands. Þegar hún arkaði í gegnum tollinn spurði einn tollvarðanna hvort hún hefði eitthvað tollskylt meðferðis. Hún neitaði því og bað hann hana þá að opna tösku sína.
Eftir að hafa gramsað svolítið í töskunni dró tollvörðurinn fram brúsa með einhverjum vökva í og spurði konuna hvað hún væri með þarna. Hún svaraði því til að þetta væri kraftaverkavatn frá Lourdes. Hann opnaði þá brúsann, bragðaði á innihaldinu og sagði: "Mér sýnist þetta nú bara vera eðal-koníak, frú".
Þá hóf konan hendur sínar til himins og hrópaði: "KRAFTAVERK!"
![]() |
Varað við vígðu vatni í handfarangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 5108
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar