Því miður, vélin er á áætlun.

Frábært... "Ég missti ekkert af fluginu, ég lagði bara of seint af stað að heiman."

Annars bíða flugvélar á einum annasamasta flugvelli í Evrópu ekki eftir fólki... ekki einu sinni honum Pésa litla. Ef vélin fer ekki í loftið á réttum tíma má búast við langri bið eftir nýju "slotti", eins og þeir kalla það.

Hins vegar er það náttúrulega rakinn dónaskapur að rétta honum Pétri ekki hjálparhönd þegar hann missir hattinn sinn. Hann teygir sig ekki eftir eigin hatti eins og hver annar almúgamaður.

Þessi frétt minnti mig á tvö atvik sem ég hef upplifað. Það fyrra var maðurinn sem missti af vél og varð arfavitlaus þegar hún var farin í loftið á réttum tíma. Hann hafði nefnilega hringt og beðið um að beðið yrði eftir sér því hann ætti eftir að koma börnunum sínum í pössun. Hjá flugfélaginu var honum svarað því til að hann yrði að flýta sér því þó þeir væru tilbúnir til þess að leyfa honum að hlaupa um borð á síðustu stundu væri ekki hægt að láta fulla vél af fólki bíða von úr viti. Þegar vélin var svo farin fyrir nokkru og maðurinn lét loks sjá sig hafði hann stór orð um óliðlegheit og slaka þjónustu og hreytti út úr sér: Átti ég kannske að skilja börnin mín eftir í reiðileysi?

Hitt atvikið átti sér stað þegar það tíðkaðist, fyrir þó nokkrum árum, að setja sápu í Geysi til að kalla fram gos. Var slíkt auglýst með nokkrum fyrirvara og lögðu þá fjölmargir ferðamenn leið sína þangað. Komu menn ýmist með rútum eða einkabílum. Sápunni var hellt í hverinn og svo mátti fólk bíða mislengi eftir að gos hæfist. Í eitt skiptið var múgur manns mættur á svæðið, líklega hátt í tvö þúsund, og verið var að setja sápuna í hverinn þegar síminn hringdi í sjoppunni. Var það þjóðkunnur maður, sem kynnti sig og sagðist vera að leggja af stað úr Reykjavík. Hann fór fram á að beðið yrði með að setja sápuna í hverinn, hann væri nefnilega með fjóra útlendinga með sér sem mættu alls ekki missa af þessu.

Nei, ég held að hann Pétur verði bara að leggja fyrr af stað og gefa sér betri tíma næst. Rétt eins og barnakarlinn og  sá þjóðþekkti hefðu einnig átt að gera á sínum tíma.


mbl.is Grét er hann missti af fluginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 4612

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband