15.9.2008 | 14:29
Finnst ykkur þetta hægt?
Ég eyddi helginni ásamt hluta fjölskyldunnar í sumarbústað í Skorradal. Lítið annað var gert en að slappa af og dunda sér við át og hvíld.
Þegar að brottfarardegi kom var aldursforsetinn (ég sjálfur) sendur út með það rusl og sorp, sem safnast hafði upp þessa daga, í ruslagám skammt frá. Ruslagámar þessir er með nokkru millibili þarna inn eftir dalnum og mikil þarfaþing. Þeir eru merktir og kemur fram á merkingu að þeir séu fyrir heimilissorp og að ekki sé ætlast til að þar sé hent ýmsu öðru s.s. málmum, gleri o.fl.
Mér brá því svolítið þegar ég opnaði gáminn og kom þar auga á heilt gasgrill, greinilega komið til ára sinna, sem þarna tók líklega um fimmtung rýmisins þrátt fyrir að tekið væri fram að ekki ætti að farga svona hlutum þar. Ég spyr: Finnst ykkur þetta ekki vítaverð misnotkun á þjónustu?Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 15:49
Litla stúlkan og sígaunarnir
Það væri nú aldeilis gott ef litla stúlkan sem týndist er nú fundin. Maður getur nú bara samglaðst fjölskyldunni ef satt reynist.
Verra er ef þetta á eftir að verða til þess að enn aukist fordómar og illska í garð sígauna. Sígaunar eða roma, eins og þeir kjósa að kalla sig, hafa löngum orðið fyrir ofsóknum eins og ýmsir aðrir minnihlutahópar. Lífsmáti þeirra og viðhorf er mjög miklu öðruvísi en flestir vesturlandabúar telja eðlilegt og því skera þeir sig úr og eru ákjósanlegir blórabögglar. Sérstaklega þar sem þeir eiga sér fáa málsvara.
Búast má við að í kjölfar þessa glæps, ef rétt reynist, muni allir sígaunar verða fordæmdir. Þess hefur nú þegar sést merki hér í vefritum mbl.is.
Þau þjóðfélög, þar sem sígaunar eru fjölmennir hafa ítrekað reynt að þröngva lífsháttum sínum upp á sígauna. Það hefur skilað litlum árangi en skapað spennu og vandamál. Við þurfum að hugsa mat okkar á sígaunum upp á nýtt og gefa þeim tækifæri til að nálgast nútímann, alla vega að einhverju leiti, á sínum eigin forsendum.
Mér þótti reyndar fyrirsögn þessarar fréttar nokkuð fyndin. Hvernig getur stúlka fundist nema hún hafi verið týnd?
Svo skil hvorki upp né niður í lokasetningu fréttarinnar.
![]() |
Týnd stúlka hugsanlega fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 15.9.2008 kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2008 | 13:41
Forsjárhyggja eða velferð?
Þetta er ekki spurning um það hvernig trú og skóli fara saman; alls ekki.
Þetta er spurningin um það hversu mikil á og má forsjárhyggja hins opinbera vera.
Ég er ekki, alls ekki, að mæla með því að múslimskir siðir og áherzlur finni leið inn í skóla og aðrar stofnanir Vesturlanda. Höfum samt í huga að þó hinn almenni múslimi fasti þá sveltur hann ekki.
Okkur veitir ekki af að staldra við og spyrja okkur hvort "kerfið" sé að fara aðeins fram úr sjálfum sér í umhyggju sinni fyrir borgurunum. Svo mjög að fólk hættir að hugsa og lætur "kerfinu" allt eftir um leið og "kerfið" ætlast til þess að allir geri eins, með góðu eða illu.
Mér var eitt sinn sagt frá móður, sem sótti barnið sitt í leikskóla og spurði hvort þeir böðuðu aldrei börnin eða klipptu á þeim neglurnar. Það gæti verið stutt í "kerfið" taki börnin okkar á mánudagsmorgnum og skili þeim svo aftur á föstudagskvöldum, nýböðuðum og með klipptar neglur. Svo getur við leikið okkur við þau um helgar... allt eftir hinnu opinberu forskrift, að sjálfsögðu.
![]() |
Deilt um föstu barna í Danmörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2008 | 10:38
Málfarshornið-Orðskrípi
Þetta ærir óstöðugan. Ég verð að fá að tjá mig enn eina ferðina um þetta vandamál.
Þekkir virkilega enginn orðin "reyndur" og "óreyndur" lengur? Orðskrípin "reynzlumikill" og "reynzlulítill" hreinlega skera bæði í eyru og augu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2008 | 23:37
Málfarshornið-Meinleg þýðingarvilla
Fyrr í kvöld horfði ég á þáttinn "Afríka heillar" í sjónvarpinu. Þessi þáttur var, eins þeir eru flestir, ósköp hlýr og notalegur og hélt mér uppteknum þann tíma sem hann tók.
Eitt þeirra villidýra sem var í hlutverki í þessum tiltekna þætti var dýr sem heitir á ensku "cheetah" og acinonyx jubatus á latínu. Það skemmdi svolítið fyrir mér ánægjuna að nafn þessarar dýrategundar var þýtt fjallaljón á íslenzku, sem er alrangt.
Fjallaljón gæti átt við kattardýrið púmu (puma concolor) enda er það oft kallað "mountain lion" á ensku.
Púman er vesturheimsk skepna en þessi þáttur gerist í Afríku, eins og nafnið bendir til, og þar er engar púmur (fjallaljón) að finna í náttúrunni. Dýrið "Cheetah " heitir nefnilega á íslenzku blettatígur og hefði það því verið rétt þýðing.
Mér þykir það óvönduð vinnubrögð af þýðanda, sem tekur að sér að þýða þætti sem fjalla að stórum hluta um dýrin í Afríku, að vera ekki betur upplýstur en þetta.Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2008 | 16:16
Er þetta hægt?
Líklega hafa margir borgarbúar bara verið fegnir að fá ekki gluggapóstinn. Skrýtið samt að þeim skyldi ekki bregða í brún þegar lokaðavörunin kom svo með ábyrgðarpósti.
Í fúlustu alvöru þá er það samt mjög einkennilegt að blessaður maðurinn (karlinn eða konan) skyldi komast upp með þetta svona lengi og að sá sem kom upp um hann var nágranninn. Var fólk virkilega ekki farið að kvarta undan þjónustunni?
Þetta er nefnilega ekkert einsdæmi. Ég lenti eitt sinn í því að fá ekki þau bréf sem ég átti von á og kvartaði við Póstinn. Þeir tóku vel í að athuga málið og nokkrum dögum síðar fékk ég bréf þar sem ég var fullvissaður um að öll mín bréf væru borin út með skilum. Rætt hefði verið við bréfberann og hann fullyrt að all væri borið rétt og á tíma.
Aðeins tveimur dögum síðar datt inn um lúguna hjá mér bréfabunki, sum allt að þriggja vikna gömul ásamt afsökunarbréfi frá Póstinum. Þar var mér tjáð að í ljós hefði komið stórfelld vanræksla á útburði bréfa í mínu hverfi og þeir hefðu fundið allt að þriggja vikna gömul bréf hjá bréfberanum sem hann hefði trassað að bera út.
Gott og vel, málið upplýstist um síðir, en maður lifandi þetta voru bara 3 vikur. Hvernig er hægt að komast upp með svona lagað í heilt ár?
![]() |
Pósturinn sem aldrei skilaði sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 16:48
Dæmigert!
Er þetta ekki dæmigert viðhorf? "Það er ekki okkur að kenna. Það er hið opinbera sem stendur sig ekki".
Það er gott að geta kennt einhverjum öðrum um, frekar en að taka til í eigin garði.
Þetta minnir mig á foreldrafund, sem ég sat fyrir mörgum árum. Þá var rætt um skemmdarverk, óæskilega hópamyndun í hverfinu og afbrot unglinga. Einn faðirinn stóð upp og lýsti því yfir að þetta væri allt saman borginni að kenna: Það vantaði fleiri félagsmiðstöðvar.
Ég hélt að uppeldið byrjaði á heimilunum.
![]() |
Fordæma akstur utan vega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.9.2008 | 16:22
"Úlfur, úlfur" og málfarshornið
Eldur, eldur.... úlfur, úlfur! Alltaf eru einhverjir tilbúnir til þess að rjúka upp til handa og fóta og hneykslast og fordæma. Fólk sem er bara að fara að lögum og vinna vinnuna sína.
Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að Mark Cumara sé sómamaður og bæði kær- og velkominn í okkar ágæta þjóðfélag.
Það er samt eftirtektarvert og beinlínis hryggilegt hvað ýmsir eru fljótir að dæma "kerfið" og "samfélagið" án minnsta tilefnis og fara í einhverskonar krossferð til að verja meint fórnarlömb. Það þurfa allir að fara að lögum.
Svo vil ég benda á að sögnin að "brottvísa" er vart rithæf. Betra er að segja "vísa á brott". Nafnorðið bottvísum er hins vegar gott og gilt. Það rifjast líka upp fyrir mér þegar ónefndur sýslumaður talaði um að "framkvæma leit" þegar flestir myndu nú bara segja "leita".
![]() |
Brottvísun aldrei staðið til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2008 | 18:02
Stórt er spurt!
Og hvað er svo unnið við þessa tilraun? Vex fólk aldrei upp úr þeirri áráttu að vera alltaf að fikta í einhverju, sem það veit ekkert um og hefur ekkert vit á?
Má ekki sumum spurningum bara vera ósvarað? Er okkur ætlað að skilja alla hluti? Hefði ekki verið betra að verja þessu fé í þarfari hluti?
Að lokum: Skyldi mannkynið ekki að lokum brenna illa og endanlega sig á þessu sífellda fikti, jafnvel í síðasta sinn með þessari óskiljanlegu tilraun?
![]() |
Merkisdagur í vísindunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.9.2008 | 17:48
Lélegt!
Mikið ofboðslega var þetta eitthvað áhugaverð frétt... eða þannig.
Hver er þessi Freud og hvernig lítur hann út? Mættum við fá að sjá mynd af kappanum? Þessi frétt segir nákvæmlega ekki neitt eins og hún birtist hér. Þetta þykir mér léleg frammistað hjá mbl.is.
![]() |
Elísabet önnur eins og Freud? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar