Stórt er spurt!

Og hvað er svo unnið við þessa tilraun? Vex fólk aldrei upp úr þeirri áráttu að vera alltaf að fikta í einhverju, sem það veit ekkert um og hefur ekkert vit á?

Má ekki sumum spurningum bara vera ósvarað? Er okkur ætlað að skilja alla hluti? Hefði ekki verið betra að verja þessu fé í þarfari hluti?

Að lokum: Skyldi mannkynið ekki að lokum brenna illa og endanlega sig á þessu sífellda fikti, jafnvel í síðasta sinn með þessari óskiljanlegu tilraun?


mbl.is Merkisdagur í vísindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Hverjum ætti líka ekki að vera sama hvernig "Hvellurinn" var?  Metta mætti marga maga og lina þjáningar þúsunda fyrir hluta fjárins sem varið (eytt) er í þessa gríðarlegu aðgerð. Dixi

Beturvitringur, 8.9.2008 kl. 18:11

2 identicon

You, sir, are and idiot.

Bjarni Rafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Neeeei....fólk lærir aldrei....það  fiktar bara endalaust, sama hvað það kostar.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.9.2008 kl. 11:09

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég þakka bæði Beturvitringi og Sóldísi Fjólu athugasemdir við þessa færslu mína.

Það vill til, Bjarni Rafn, að ég skil svolítið í útlenzku og viðkvæmari mönnum en ég er myndi sumum sárna slík athugasemd. Sérstaklega þar sem engin rök eru færð fyrir því að þessi fullyrðing eigi við færslu mína. Ég lít svo á þessi yfirlýsing eigi því frekar við þann sem hana ritar en vefritarann ("bloggarann") sjálfan.

Emil Örn Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 11:30

5 Smámynd: Beturvitringur

Bjarni Rafn gæti verið að gera athugasemd við e-a aðra færslu, farið síðuvillt.  Þá er ekki loku fyrir það skotið að hann sé að yrða á Beturvitring, hvað veit maður um greyið?

Beturvitringur, 9.9.2008 kl. 13:14

6 identicon

Ég trúi þessu ekki, hvernig í fjandanum væri komið fyrir mannkyninu er þetta hefði alltaf verið viðhorfið, "ekki fikta í því sem þú ekki skilur", þá sætum við bara í myrkri og skít og segðum hvort öðru að hætta að fikta, þekking skilar alltaf einhverju. Ég bara skil ekki hvernig hægt er að segja svona, ég er bara algerlega orðlaus................

Ættli þetta hafi ekki verið sagt við eða um flesta þá sem hafa gert hvað merkustu uppgötvanir mannkyns bæði í tækin og vísindum, þið viljið kannski að vísinda menn veði kallaðir kukklarar og gullgerðarmenn og sitja í myrkri kulda og skít, verði ykkur að góðu.

Og hver veit nema það að skilja e-ð um upphaf heimsins geti hjálpað læknum við að finna lækningu við því sem þið viljið að þessir peningar fari frekar í.

Einmitt af því að þú skilur ekki e-ð áttu að fikta í því til að skilja það.

Edison minn hættu nú þessu fikti í þessu sem þú ekki skilur...............

Gaui. (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 20:19

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það hefur nú oft verið sagt við mann: Viltu þú kannske ennþá hírast í moldarkofa við grútartýru? Því er til að svara að það má nú milli vera.

Vissulega hefur mannkynið komið langa leið út úr hellunum og skinnklæðunum inn í húsakost og klæði nútímans. Höfum þó í huga að það er nú bara hluti mannkyns sem býr við þær aðstæður sem okkur þykja sjálfsagðar og sumir búa enn í hellunum og klæðast skinnklæðunum sama hvað líður hátæknitilraunum í iðrum jarðar.

Auðvitað er það þekkingarleit og framförum að þakka að við kunnum að nýta rafmagnið, að við eigum til sýklalyf, við kunnum betur að varðveita matvæli og svo mætti lengi telja.

Höfum líka í huga að það er sömu þekkingarleit og framförum að "þakka" að við eigum kjarnorkuvopn sem gætu grandað jörðinni mörgum sinnum, að við getum klónað lífverur og erfðabreytt, að himinhvolfið er fullt af "geimdrasli", að fjöldi dýra- og plöntutegunda er útdauður bæði vegna ofveiði og ofnýtingar að við höfum skapað mengunarvanda sem við líklega ráðum ekki við og svo framvegis og svo framvegis.

Maðurinn kann sér nefnilega ekki hóf og kann ekki draga mörk, því miður. Ég get ekki séð að þessi rándýra og vafasama tilraun eigi eftir að skila okkur nokkuð fram á veg.

Emil Örn Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 23:26

8 identicon

Og ættlar þú að fara að draga mörkin, ég leyfi mér að efast um að þú eða ég höfum þekkingu og skilning til að efast um þessi störf þarna í Sviss.

Og á ég að fara að hafa samviskubit vegna þess að einhverjir aðrir hafa það verr en ég, ég get alveg sýnt samhug og þess háttar, en það kemur bara þessu máli ekkert við, með sömu rökum má segja, vertu bara feginn að þessir peningar fóru ekki hernaðarbrölt.

Öll mannana verk má nota bæði í góðum og slæmum tilgangi, og ekki held ég að það vilji margir fórna því sem þeir kalla lífsgæði bara til að koma í veg fyrir mögulega misnotkun á einhverri tækni eða þekkingu.

Að lokum þá held ég að það sé hvorki þitt né mitt að sjá tilgangin með þessari tilraun heldur þeirra sem að henn starfa.

Gaui. (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:34

9 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Gamalt máltæki segir "Skóari haltu þig við leistann þinn". Með öðrum orðum: Skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við. Hvar værum við í margrómaðri þekkingarleit okkar ef þetta væri alltaf viðhorfið.

Stórt er spurt: Á ég að draga mörkin? Hef ég þekkingu og skilning til að efast um þessi störf þarna í Sviss?

Ég þarf svo sem ekki að vera kokkur til segja hvort mér finnst maturinn góður, ég þarf ekki að vera húsasmiður til að kunna að meta byggingarlist, ég þarf ekki að vera rithöfundur til að geta notið góðrar bókar... eða hætta í miðju kafi að lesa lélega bók og ég þarf ekki að vera leiðsögumaður til að finna skoðunarverða staði á ferðalögum mínum.

Ég tel mig, og reyndar okkur báða, þess fullkomlega umkomna að taka þátt siðferðislegri umræðu um slíkt risaverkefni sem þetta. Ég tel okkur einnig þess umkomna að meta það hvort þessu fé mætti vera betur varið. Mér þykja það ekki rök að maður megi bara sáttur una fyrst það fór ekki í hernaðarbrölt. Það er til margt annað en risavaxnar eðlisfræðitilraunir og hernaður sem hægt að verja fé til.

Ég leyfi mér líka að halda því fram að við eigum báðir ákveðna kröfu á að vita tilganginn með þessu verkefni.

Hvað varðar spurninguna um samvizkubitið, þá skil ég ekki hvernig hún er komin inn í umræðuna. Annað hvort hlýt ég að hugsa mjög ólíkt svo mörgum sem lesa þetta vefrit mitt eða ég tjái mig ekki nógu skýrt. Ég vildi aðeins benda á að þrátt fyrir allar þær framfarir sem hafa átt sér stað í heiminum þá eru þær ekki jafn útbreiddar og maður skyldi ætla, fjöldi manns er enn á steinaldarstigi. Þetta er bara athyglisverð staðreynd sem sýnir okkur að mannkynið lifir í raun á ýmsum tímum á sama tíma. Ég tel mig hins vegar þess ekki umkominn að leggja mat á lífshamingju þessa fólks og er þess nokkuð viss að getur notið lífsins í jafn ríkum mæli og hver annar svo farmalega sem það býr við góða heilsu og öryggi og hefur nót að eta.

Emil Örn Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 22:21

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Afsakið. Síðasta lína lesist að sjálfsögðu svo:

... svo framarlega sem það býr við góða heilsu og öryggi og hefur nóg að eta.

Þarna voru tvær meinlegar innsláttarvillur.

Emil Örn Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 4649

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband