Dæmigert!

Er þetta ekki dæmigert viðhorf? "Það er ekki okkur að kenna. Það er hið opinbera sem stendur sig ekki".

Það er gott að geta kennt einhverjum öðrum um, frekar en að taka til í eigin garði.

Þetta minnir mig á foreldrafund, sem ég sat fyrir mörgum árum. Þá var rætt um skemmdarverk, óæskilega hópamyndun í hverfinu og afbrot unglinga. Einn faðirinn stóð upp og lýsti því yfir að þetta væri allt saman borginni að kenna: Það vantaði fleiri félagsmiðstöðvar.

Ég hélt að uppeldið byrjaði á heimilunum.


mbl.is Fordæma akstur utan vega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

já maður skyldi halda það, það kemur allavega frá mínu heimili upphafs uppeldið.

Aprílrós, 9.9.2008 kl. 16:57

2 identicon

Uppeldi byrjar kannski á heimilum en hættir ekki þar, foreldrar ala börn upp eftir bestu getu en síðan fer félagsskapurinn mikið inní framtíðar uppeldi.

Hvað varðar mótorcross á Íslandi, þá er ég sjálfur bæði í krossinu og götuhjólunum og það vantar mikið á fræðslu hvað varðar umgegni á hálendinu og hvað varðar keyrslu utanvegar þ.e.a.s hvað telst utanvegsakstur og svoleiðis. Það vantar fleirri brautir þar sem menn mega vera á sýnum hjólum að hjóla án nokkurar truflunar og án mikils kostnaðar.

Ef þú segir að fræðsla sé slæmt viðhorf, ættum við þá ekki að hætta fræðslu um nauðganir , akstur undir áhrifum og svo mætti halda áfram.

Ég gæti sagt það sama hér í þessari grein Dæmigert! En einn sem veit ekkert hvað hann er að segja og hefur enga reynslu úr þessu sporti, eða dæmigert en einn sem heldur að hann viti allt en veit síðan ekki neitt.

Kv. Hlynur H.

Hlynur H (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Valbjörn Júlíus Þorláksson

Þetta er jú ekkert nýtt, þetta er notað allsstaðar..  Þú t.d. berð væntanlega ábyrgð á hraðakstri þar sem þú átt bíl.. eða hvað?  Eru öll dauðsföllin á suðurlandsvegi ríkinu að kenna eins og flestir virðast halda fram eða okkur sjálfum sem ökumönnum?

Við erum að tala um að undir 5% hjólafólks myndi ég halda láti svona.  Ég er ekki hjólamaður en það eru ótrúlega miklir fordómar gagnvart mótorhjólamönnum, konum og börnum.  Nánast hver einn og einasti til fyrirmyndar en þú sérð bara rotnu eplin..

Valbjörn Júlíus Þorláksson, 9.9.2008 kl. 17:30

4 identicon

Mér fannst samlíkingin með hestamönnum góð, það er ekkert smá mokað undir þá hrokagikki, svo má ekki einu sinni vera á reiðhjóli nálægt þeim.

Mér finnst að þegar ríkið hirðir skatt ofaná skatt af svona tækjum ættu þeir að hafa vit á að skaffa mönnum aðstöðu.

Gaui. (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 19:57

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Jú, Valli minn, maður sér bara skemmdu eplin. Ég ætla mér nú að henda þessa líkingu þína á lofti og benda á að eitt skemmt epli getur skemmt út frá sér. Það vita allir í "ávaxtabransanum" að ekki má geyma skemmd epli meðal þeirra fersku. Á sama hátt verða ökuníðingarnir öðrum fyrirmynd.

Hlynur, það vantar nákvæmlega enga fræðslu. Það má einfaldlega ekki aka utan vega. Hvað er það við þessa einföldu reglu sem félagar þínir skilja ekki? Ég hef ekki lýst því yfir að mér þyki fræðsla slæm (get reyndar ekki séð hvernig fræðsla getur verið viðhorf). Samlíking þín við nauðganir og aðra glæpi kemur á nákvæmlega stað niður: Þú má ekki naugða, það má ekki aka undir áhrifur. Það sem ekki má á maður ekki að gera.

Vanti ykkur aksturbrautir, þá er það ykkar að sjá til þess að þær séu gerðar, ekki ríkisins. Fólk sem getur eytt stórfé í fjórhjól og sk. mótókross-hjól, sem ekki má aka á venjulegur akbrautum getur bara kostað sínar brautir sjálft. 

Kaupi ég mér veiðistöng get ég ekki ætlast til þess að ríkið sjái mér fyrir veiðistöðum. Kaupi ég mér grillkol og steik á ég ekki kröfu á því að ríkið kosti fyrir mig útigrillið. 

Það er alveg rétt að ég hef enga reynzlu af þessari "íþrótt", en ég veit nákvæmlega um hvað ég er að tala.

Emil Örn Kristjánsson, 9.9.2008 kl. 20:10

6 identicon

Við erum með torfæruhjól (öll fjölskyldan). Við (ásamt öðrum) erum búin að eyða ómældum tíma í sjálfboðavinnu og pening úr eigin vasa í það að byggja upp braut fyrir okkur og aðra í sportinu til að geta stundað okkar áhugamál. Við erum einnig í hestamennskunni og aldrei höfum við þurft að leggja út krónu til reiðvegagerða. Ef vélhjólaíþróttamenn eiga að borga gerð brauta (sem er sjálfsagt að þeir taki þátt í að gera) eiga þá ekki fótboltakappar að borga fótboltavellina og handbolta- og körfuboltaiðkendur að byggja íþróttahúsin?!! Það má heldur ekki gleyma því að vélhjólaíþróttin er nú loks orðin viðurkennd íþrótt innan ísí og ungmennafélaganna. Kannski er athugandi að sveitafélög og ríki komi eitthvað að gerð brauta til akstursíþrótta til að sporna við utanvegaakstri. Ekki er spilaður fótbolti í hrauninu við hliðina á vellinum!

Ég skal gjarnan lána þér grillið mitt, vinur! 

Siggi (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 23:01

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Mig minnir að það hafi verið á öðrum, frekar en fyrsta, aðalfundi Knattspyrnufélagsins Fram að samþykkt var að næsta starfsár skyldi formaðurinn taka að sér blása upp boltann og spara félaginu þannig pumpukaup. Svona var það í árdaga knattspyrnunnar á Íslandi... einhvers staðar og einhvern veginn hlýtur allt að byrja.

Gott hjá ykkur, Siggi, að eyða einhverjum tíma í sjálfboðavinnu fyrir íþróttina ykkar. Ég virði svoleiðis fólk en þannig gengur það einmitt fyrir sig í íþróttum. Það er líka gaman að heyra að þið hafið góðan tíma til að stunda tvær frekar tímafrekar íþróttagreinar... að ég tala ekki um fjárfrekar.

Mér finnst það samt einkennilegt viðhorf að fara strax að væla í hinu opinbera og gera það að blóraböggli ef félagar manns eða fjölskylda fer ekki að augljósum og einföldum reglum. Reynið bara að koma því inn í hausinn á þessum meðreiðarsveinum ykkar að utanvegaakstur er einfaldlega bannaður. Það þarf ekkert fræðsluátak til.

Mér finnst það líka einkennilegt viðhorf að um leið og einhverjum dettur í hug að flytja inn tæki, eins og hér um ræðir, í stórum stíl þá standi menn bara reiðir og hissa yfir því að ríkið skuli ekki vera löngu búið að leggja þeim brautir fyrir nýju leikföngin.

Þið þurfið bara að vinna skipulega í ykkar málum og umfram allt vera jákvæð. Öðruvísi vinnst ekki neitt. Ég spyr líka þá sem betur vita en ég: Hver kostar golfvellina? Eru það opinberir aðilar?

Svo þakka ég kærlega gott boð, en ég á ágætis grill.

Emil Örn Kristjánsson, 10.9.2008 kl. 00:15

8 identicon

Lítið get ég svarað fyrir golfið en sammála er ég þér um jákvæðnina. Hvað tímafrekar og fjárfrekar íþróttagreinar varðar þá snýst málið ekki um það í mínu tilfelli heldur er það forgangsröðun og forvarnir. Ég á tvo syni og hérna næ ég að sameina fjölskylduáhugamálin og byggja upp öflugt forvarnarstarf, því eins og flestir foreldrar þá vil ég að börnunum mínum farnist vel á lífsleiðinni.

Það er nú þannig að það eru svartir sauðir í öllu sporti.

Rétt eins og það er ekki í þínum verkahring að redda nágrönnunum kolum í grillin sín, tel ég það ekki í mínum verkahring að draga svarta sauði mótosportsins í dilka. Þrátt fyrir það hef ég gert mitt besta í mínu nánasta umhverfi og hvar svo sem umræðuna ber á góma að sporna við utanvegaakstri og var það m.a. þess vegna sem ég lagði vinnu mína í að koma á laggirnar mótokrossbraut. Í byrjun litu sumir sveitungar mínir á mig sem „utanvegalöggu“ og á tímabili bárust mér kvartanir héðan og þaðan á öllum tímum sólarhringsins. Venjulegur fjölskyldumaður stendur ekki til lengdar undir því og meira þarf til. Sjálfur get ég verið til fyrirmyndar fyrir mitt fólk og flestir sem ég þekki í þessu sporti eru heiðarlegir, heilsteyptir einstaklingar.

Ef það þarf ekkert fræðsluátak, þá væri þetta ekki vandamál! Akstur undir áhrifum er vandamál og því þarf fræðsluátak. Eiturlyf eru vandamál og því þarf fræðsluátak. Fræðsluátak er af hinu góða og jákvæð umræða og jákvæð samvinna þeirra sem hlut eiga að máli svo leysa megi vandamálin á farsælan hátt! Ég sé ekki betur en að ríki og sveitafélög beri hag af samstarfi og uppbyggingu í tengslum við mótosportið rétt eins og svo margt annað.

Að endingu langar mig að benda öllum svörtu sauðunum á að fá sér stóran sopa af jákvæðni og skipta sér svo að því sem þeim kemur við á uppbyggilegan hátt í stað þess að rífa niður og eyðileggja fyrir sjálfum sér og öðrum.

Siggi (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 4521

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband