13.10.2008 | 17:54
Sönn ógn eða ýkt?
Ég er nú enginn hernaðarsérfræðingur en ber þessi frétt ekki svolítil merki æsingar og ótta?
Er kreppan þess valdandi að nú sjá menn (karlar og konur) djöful í hverju horni? Eru sumir kannske að reyna að leiða huga almennings frá keppunni með því að magna upp einhverja aðra ógn? Erum við að sigla inn í nýtt kalt stríð með rússagrýlu og fleiri fylgihlutum?
Það eru jafnvel einhverjir sem vilja mála Rússa sem ljótustum litum svo enginn freistist til að taka lán hjá þeim.
Ég endurtek að ég er enginn hernaðarsérfræðinur en heræfingar eiga sér stað hjá öllum hernaðarveldum og áhangendum þeirra. Er þessi heræfing eitthvað mikið öðruvísi en aðrar? Er eitthvað nýtt að koma í ljós?
![]() |
Rússar sagðir undirbúa kjarnorkustríð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2008 | 00:30
Ekki til eftirbreytni
Sér er nú hver skynsemin hjá téðum eldri hjónum.
Ef allir færu nú að ráði þeirra og tækju út allar sínar inneignir til að geyma undir koddanum þá er ekki von á góðu.
Þá fyrst yðri sjóðþurrðin algjör, þá færi landið endanlega á höfuðið og þá yrðu seðlarnir undir koddanum verðlausari er pappírinn sem þeir eru prentaðir á.
Ein aðferð til að koma í veg fyrir þetta og sjá til þess að peningarnir, seðlarnir, verði áfram í umferð væri sú að tilkynna að um leið og rétta fer úr kútnum verði tekin upp ný mynt, þ.e.a.s. ný gerð af seðlum. Fólk sem láti reikninga sína ósnerta nú í kreppufárinu fái síðan slíka seðla þegar það fer að taka út af reikningum sínum. Þeir sem hins vegar kæmu með gamla seðla í stórum stíl, segjum t.d. meira en hálfa millijón eða millijón, fengi því sem væri umfram skipt í nýja seðla með afföllum.
Þetta væri vissulega grimmt en þetta væri þó aðferð til þess að hvetja fólk til að geyma peningana sína áfram í bankakerfinu. Slíkt er bráðnauðsynlegt.
![]() |
Aleigan í 2 Bónuspokum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 17:50
Jarpur er vondur maður
Jarpur (lesist Brown) hagar sér eins og fíll í glervöruverzlun. Eða eins og einn vefritari sagði: Hann skaut mýflugu með haglabyssu og nú er íbúðin ónýt.
Hann gerir ekki aðeins Íslendingum stórskaða, heldur er hann að gera þeim enn verr um vik að standa við skuldbindingar sínar við brezka sparifjáreigendur.
Jarpur er ekkert annað en vondur maður... já, ég segi og skrifa vondur maður. Svona haga góðir menn sér ekki. Hann er búinn að lýsa því yfir að heil þjóð sé hryðjuverkamenn. Svona yfirlýsingar, fordómar og múgsefjunarhæfni fleytti vondum mönnum í valdastóla í Evrópu fyrir miðja síðustu öld.
Nú þegar sendinefnd frá þessum vonda manni er á leið hingað, ef hún er ekki þegar komin, þá ættum við með réttu að handtaka þá sem útsendara alþjóðlegra glæpamanna. Síðan er tvennt í stöðunni. Annað hvort framseljum við þá til alþjóðadómstólsins eða við leyfum Jarp að bragða á eigin meðali. Tökum þessa kauða í gíslingu og sleppum þeim ekki fyrr en Jarpur hefur beðið opinberlega afsökunar og bætt skaðann sem hann hefur valdið.
![]() |
Brown gekk allt of langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2008 | 17:29
Ekki versti kosturinn
Eins og fleiri hafa bent á, á vefsíðum sínum, þá yrði það fráleitt í fyrsta sinn sem Rússar og Íslendingar hafa átt viðskipti ef að þessu láni verður.
Þrátt fyrir pólitískan ágreining þess tíma þá veit ég ekki betur en að þau viðskipti hafi gengið vel og snuðrulaust fyrir sig og aldrei hafi legið neitt annað að baki en að viðskiptin gætu orðið báðum aðilum til hagsbóta.
Ég skil því ekki hvaða vænisýki er í gangi hjá sumum Íslendingum þó gengið verði til samninga við Rússa. Hins vegar dilla ég mér yfir ótta og angist Breta og annara áður "meintra vinaþjóða" yfir þessari stöðu.
Hver veit nema fyrri viðskipamáti með vöruskipti verði tekinn upp. Það sparar að þurfa ekki stöðugt að umbreyta vörum í peninga þegar viðskipti eiga sér stað. Það eru til verri og eyðslufrekari bifreiðar er Lada, rússnesk olía ætti sízt að gagnast okkur verr en önnur, vodka og kavíar kemur frá Rússlandi og þeir hafa hingað til ekki fúlsað við fiskinum okkar.
Svo mætti hugsa sér stóraukinn straum rússneskra ferðamanna til Íslands og hver veit nema Rússland verði framtíðaráfangastaður fjölda íslenzkra ferðamanna.
![]() |
Mestu mistökin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 17:00
Þetta er til háborinnar skammar!
Nú er ég hræddur um að þeir Jarpur og Ástmögur (lesist Brown og Darling) hafi farið heldur betur fram úr sjálfum sér.
Hugsanlegur misskilningur eða áherzlumunur í samtali (breytir ekki hvort er) og þeir félagar eru roknir af stað í herferð gegn "hryðjuverkamönnum". Hvað er að þessum hrokagikkjum?
Sagt er að vopn sé ekki hættulegt nema í höndum þess sem ekki kann með það að fara. Sjáið nú hvernig þessir félagar fara með lög sem eiga að þjóna allt öðrum tilgangi.
Nú ættu Íslendingar að kalla sendiherra sinn heim frá Bretlandi og gera heimsbyggðinni ljóst hverslags valdníðslu og meðvitaðri rangtúlkun neyðarlaga stórveldið hefur beitt smáþjóðina.
Þetta er til háborinnar skammar og mun verða Bretum til ævarandi hneisu á spjöldum sögunnar. Guð hjálpi okkur ef fleiri fara nú að fordæmi þeirra.
Bezt væri að brezk stjórnvöld yrðu vítt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir þetta smánarlega útspil sitt.
![]() |
Mjög óvinveitt aðgerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2008 | 16:43
Jarpur: Eitt-núll
Já, það var fallega gert af Jarpi (lesist Brown) að berja í borðið og hóta öllu illu þegar verst stóð á hjá okkur. Þetta er ekkert fallegra en að sparka í liggjandi mann.
Það hefði vel mátt nálgast vandamálið á varfærnari hátt en ætli þetta sé ekki plagsiður brezkra stjórnmálamanna. Þetta er náttúrulega himnasending fyrir Jarp. Nú þegar ríður á að efla eigið fylgi, mitt í alþjóðlegri fjármálakreppu, þá kúgar hann fjandsamlega smáþjóð til hlýðni með því einu að hnykla brýrnar. Já, mikill maður er Jarpur.
Auðvitað á ekki að hlaupa undan ábyrgð, auðvitað þarf að leysa málið. Það hefði bara mátt gera það með öðrum formerkjum.
Ætli Bretar séu svo tandurhreinir og heiðarlegir sjálfir? Spyrjum bara Indverja og Íra.
Gott hjá þér, Jarpur. Það er gott að vita hvar maður finnur vin fyrir, eða þannig.
![]() |
Formlegar viðræður teknar upp við bresk stjórnvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.10.2008 | 17:37
Rólegan æsing
Hvað gengur eiginlega að fólki? Þetta er ekkert annað en múgæsing.
Það er búið að biðja fólk um að standa saman. Það er búið að fullvissa fólk um að sparifé þess skerðist ekki. Svo rjúka menn til um leið og bankar opna og ætla að tæma sparisjóðsbækur sínar. Til hvers? Ætla menn að sofa með seðlabúntin undir koddanum?
Nei, það verður að gefa björgunarliðinu vinnufrið. Öðruvísi fær það engu áorkað. Við vitum að það er lausafjárskortur og ef fólk ætti að geta tæmt reikninga sína þá væru það aðeins þeir fyrstu sem mæta á svæðið sem gætu það.
Þetta fólk minnir á þá sem klifra upp eftir bakinu á næsta manni til að bjarga sér úr sökkvandi skipi.
Tökum hlutunum með ró og látum björgunarferlið hafa sinn gang. Æsingur og ofsahræðsla bjarga engu en spilla bara aðgerðum. Það er verið að reyna að bjarga þjóðarbúinu og engu minna. Það verða allir að leggjast á eitt og hugsa um meira en bara eigin rass.
Auk þess er hætt við að seðlabúntin undir koddanum verði ósköp lítils virði ef ekki tekst að bjarga skútunni vegna svona óláta.
![]() |
Reiðir viðskiptavinir Landsbankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.10.2008 | 17:32
Lengi lifi konungurinn
Það er náttúrulega bezta mál að uppfæra erfðalögin reglulega. Þau þurfa hins vegar að vera skýr og til staðar á hverjum tíma og eftir þeim farið. Það var öldin önnur hér á miðöldum þegar reglur voru ekki eins skýrar og aðalinn var með puttana í konungavali. Þá bárust menn á banastjótum t.d. í dönsku greifastríðunum og rósastríðunum á Englandi.
Annars vil af þessu tilefni taka fram, sem ég hef oft gert áður, að ég er konungssinni. Mér þykja það mikil mistök að Íslendingar skyldu hafa lýst yfir stofnun lýðveldis árið 1944 og lít á það sem hálfgert valdarán.
Það er almennur misskilningur, sem Íslendingum hefur ýmist meðvitað eða ómeðvitað verið talinn trú um, að Ísland hafi öðlast sjálfstæði 1944. Sjálfstæði öðluðumst við árið 1918, sem konungsríkið Ísland.
Staða okkar gagnvart Danmörku var þá ekki ólík því sem staða til dæmis Ástralíu, Nýja Sjálands, Kanada og fleiri landa er í dag gagnvart Bretlandi. Allt eru þetta sjálfstæð ríki en hafa þó sama þjóðhöfðingjann, nefnilega Elísabetu drottningu. Því margar brezkar ný- og hjálendur kusu að halda þjóðhöfðingjanum þegar þær öðluðust sjálfstæði frá gamla veldinu þó ekki væru það nærri allar eins og t.d. Indland, Kenía og Pakistan.
Ég leyfi mér því að líta svo á að okkar rétti arfakóngur hljóti að vera Margrét drottning bæði af Íslandi og Danmörku. Ég leyfi mér líka að halda því fram að það yrði ólík hagkvæmara fyrir okkur að reka þjóðhöfðingaembætti í félagi við Dani. Sérstaklega ef því væri komið svo fyrir að allur kostnaður yrði greiddur af báðum þjóðum, hlutfallslega miðað við höfðatölu.
Með réttu ættu Íslendingar að fá að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu, sem snertir erfðaröð okkar réttbornu þjóðhöfðingja.
Að lokum fer ég svo fram á að fjölmiðlar í erfðalöndum Lukkuborgarættarinnar hætti að kalla verðandi drottningu Mary og staðfæri nafn hennar, sem siður er um kóngafólk. Hún ætti því með réttu að kallast María hér á Íslandi.
![]() |
Kosið um erfðir dönsku konungsfjölskyldunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 14:25
Sóðalegt
Er þetta ekki hámark pólitísks subbuskapar? Eða er þetta kannske lýsandi fyrir pólitíkina þarna fyrir vestan?
Það er sama hver á hlut, svona lagað ætti einfaldlega ekki nokkrum manni að detta í hug. Það skyldi þó aldrei fara svo að ófrægingarherferðin snerist upp í andhverfu sína og Sara fengi jafnvel einhvern slatta að samúðaratkvæðum út þetta? En kannske hugsar fólk ekki svoleiðis þarna vestur frá.
Af gefnu tilefni vil ég taka fram að ég hef eftir sem áður ekkert sérstaklega mikinn áhuga á forsetakosningum í lýðveldinu þarna fyrir vestan. Mér finnst nú samt Sara Palin fallegri en Jósef Bidden.
![]() |
Subbuleg mynd með tvífara Palin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.10.2008 | 17:46
Menn þroskast.
Já, þetta þykir mér aldeilis viðsnúningur og þroskamerki. Já, það er vissulega þroskamerki að maðurinn skuli gera sér grein fyrir því að það betra að grípa í björgunarlínuna frekar en að fara í fýlu og drukkna. Þó þarf nú ekki nema meðalgreindan mann (karl eða konu) til að sjá það.
Auðvitað er þetta það eina rétta fyrir hluthafa. Ekki kemur til greina að Seðlabankinn láni Glitni eða ábyrgist lán fyrir þá. Nei takk, ekki með mínum skattpeningum.
Þá eru bara tveir kostir í stöðunni. Annað hvort að rúlla á höfuðið eða selja ríkinu hlut. Hálfur skaði hlýtur alltaf að vera betri en allur. Meira að segja Þorsteinn Már veit það.
Sem skattborgari þykir mér ekkert athugavert við kaup ríkisins á þessum 75% hlut í Glitni. Þó aðeins með þeim fyrirvara að ekkert þyki heldur athugavert við það að nýir hluthafar, þ.e.a.s. skattborgarar, geti hagnast á þessum kaupum eins hver annar fjárfestir.
Hins vegar skil ég ekki alveg eftirfarandi setningu: "Ég treysti því að ríkisvaldið muni koma til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni vegna þessarar ráðstöfunar og bjóði þeim sanngjarnt úrræði sem geti á komandi árum dregið úr þessu tjóni."
Hvað í veröldinni er maðurinn að meina? Ætlast hann til þess að ríkið hlaupi til og greiði tapið fyrir þá sem hafa tekið þátt í áhættufjárfestingum? Ég held að maðurinn misskilji alveg hvernig slík viðskipti ganga fyrir sig. Menn hafa ekki við nokkurn annan en sjálfan sig að sakast og innkoma ríkissjóðs er bara bjarga þeim frá algjöru hruni. Þorsteinn Már og hluthafar í Glitni verða, rétt eins og aðrir, að lúta lögmálum viðskiptanna.
![]() |
Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar