2.10.2008 | 10:17
Stríðsglæpur
Það er mikill munur á 135.000 manns og 25.000 manns en það er rétt hjá þjóðverjanum að burtséð frá því hve margir fórust var þessi loftárás mikill harmleikur... eins og alltaf þegar mannslífum er fórnað og verðmæti eyðilögð.
Það hvort loftárásin á Dresden hafi verið stríðsglæpur fer hins vegar varla milli mála. Í stríði verða hernaðarlega mikilvægir staðir og mannvirki óneitanlega skotmörk. Að gera Dresden að skotmarki átti ekki við nokkur rök að styðjast. Það eina sem var óvanalegt að finna í Dresden á þessum tíma og minnti óneitanlega á styrjöldina var sægur flóttamanna.
![]() |
Segja mun færri hafa fallið í árásinni á Dresden 1945 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2008 | 15:37
Málfarshornið-Svona lagað ætti að varða við lög
Alveg er það með eindæmum hvað fólk kemst upp með forðast fallbeyingar. Þetta á alveg sérstaklega við um ýmis firmanöfn.
Eitt þeirra fyrirtækja sem auglýsa mikið þessa dagana er verzlun sem kallast "Betra bak". Ekki man ég nú hvernig slagorðin eru en það sama hvert þeirra er notað, alltaf er nafn verzlunarinnar í nefnifalli. Þetta ætti að varða við lög.
"Fáðu þér rúm hjá Betra bak", "líttu við í Betra bak" er sagt þegar að sjálfsögðu á að segja "fáðu þér rúm hjá Betra baki" og "líttu við í Betra baki".
Fleiri fyrirtæki sem má nefna í þessum flokki eru t.d. Séð & heyrt, Byggt og búið, Eymundsson og Maður lifandi. Ég tek hins vegar ofan fyrir þeim sem stjórna hjá Skjá einum. Þó nafnið sem slíkt sé ekki mikið til að hrópa húrra fyrir þá hafa þeir alla vega metnað til fallbeygja það rétt.
Ef menn (karlar og konur) eru svona viðkvæmir fyrir fallbeygingum þá væri þeim nær að finna sér nöfn sem hafa þjálli beygingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 17:20
Dramadrottningar!
Þvílík dramatík. Ég held að þetta fólk ætti að snúa sér að einhverju öðru en bankarekstri. Ritun spennusagna og leikþátta held ég henti þeim betur.
"Stilla upp við vegg í skjóli nætur". Það er eins það hafi verið framinn glæpur en ekki að hið opinbera hafi hlaupið til og þrifið upp skítinn eftir ofurlaunaliðið og útrásarbarónana. Sem betur fer bera þeir sem stjórna hag sparifjáreigenda fyrir brjósti.
Auðvitað væri réttast að láta þetta lið bara rúlla á hausinn ef ekki væri fyrir að slíkt myndi bitna verst á þeim er sízt skyldi.
Það er aumur rakki sem bítur hönd þess er fóðrar hann.
![]() |
Ekki eining í stjórn Stoða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2008 | 14:42
Er aumingja karlinn leiður???
Ósköp er að vita að karlinn skuli vera svona leiður.... og maður lifandi hvað sumir geta verið sjálfhverfir.
Já, já, Jón Ásgeir, þetta er allt saman samsæri gegn þér. Þú er náttúrulega alltaf í miðju atburðanna og allir skynsamir menn (karlar og konur) sjá náttúrulega að hér hefur verið spunnin mikil flétta, bara svo Davíð geti komið höggi á þig. Hamingjan sanna hvað þú hlýtur að vera merkilegur.
Ég verð ekki oft orðlaus en nú liggur nærri. Hvernig voga menn sér að bera svona bull á borð? Jón Ásgeir er rétt eins og aðrir nýríkir Nonnar bara búinn að fara óvarlega með fé, búinn að sukka og bruðla og festa pening í vonlausum fyrirtækjum í útlöndum. Rétt eins og allir hinir "spúttnikkarnir" hefur honum ekki sést fyrir í neyzlufylleríinu og nú er svo komið að sparifé... jafnfel lífeyrir fólks, sem hefur unnið fyrir sínum tekjum í sveita síns andlitis, er nú kominn í uppnám.
Svo þegar reynt er að bjarga hlutunum fyrir horn með því að ríkið, s.s. almenningur í landinu, borgi fyrir sukkið og svínaríið þá verða menn bara voða "leiðir" og halda að þetta sé allt til að koma höggi á þá.
Væri ekki nær að fullorðnast og læra af reynzlunni? Væri ekki nær að menn gerðu sér grein fyrir því að þeir hafa eytt um efni fram og þeim væri nær að læra að fara betur með það fé sem þeir bera ábyrgð á?
![]() |
Telur Stoðir ekki fara í þrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.9.2008 | 16:07
Ekki frétt
Í þessum rituðu orðum er fréttin sem hér er skrifað um næst mest lesna fréttin á mbl.is.
Ég tel mig nokkuð víðlesinn en ég veit ekkert hver Natalie Portman er og ég hef aldrei heyrt Devendra Banhart nefndan. Það fyrir utan, eða jafnvel einmitt þess vegna, gæti mér ekki verið meira sama um efni fréttarinnar.
Auk þess finnst mér það harla þunnt fréttaefni að einhver stúlka að vestan sé hætt með einhverjum dreng sem hún hitti í mars. Ég er ekki að lá mbl.is að birta slíka frétt en spyr: Hvernig má það vera að þessi frétt sem sú næst mest lesna á þessum líklega mest lesna fréttavef landsins?
Er það ekki umhugsunarvert?
![]() |
Hætt með kærastanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 17:40
Gat nú verið
Það mátti svo sem búast við þessu. Fólk lætur nefnilega aldrei stjórnast af skynsemi... alla vega ekki þegar kemur að eigin hagsmunum.
Hvaða rök eru fyrir því að fara fram á sömu hækkun og ljósmæður? Ég sé ekki að það séu færð nein rök fyrir því önnur en bara vegna þess.
Lá það ekki alltaf ljóst fyrir að hækkun ljósmæðra var að stórum hluta launaleiðrétting? Það er ekki það sama og launahækkun. Ef forkólfarnir hjá Verkalýðsfélagi Akraness kæmu því inn í hausinn á sér þá dytti þeim ekki að bera svona firru á borð. Vandamálið er bara að stundum kjósa menn (karlar og konur) að líta fram hjá staðreyndum. Kjósa að skoða málið vísvitandi í röngu ljósi.
Svona röksemdafærsla dæmir sig sjálf og þá sem bera hana á borð.
![]() |
Fara fram á sömu hækkun og ljósmæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2008 | 11:42
Vönun þarf ekki að vera það sama og vönun
Svona fréttir vekja alltaf hörð viðbrögð og menn (karlar og konur) skiptast í tvær fylkingar með og á móti.
Það er ekki laust við að þessi umræða hafi komið upp, og það nokkrum sinnum, hér á Íslandi. Þ.e. hvort vana skuli kynferðisglæpamenn. Þá hafa menn í annari fylkingunni lokið upp einum munni og sagt að þetta sé það eina sem dugi til að fólk sé óhult fyrir slíkum svíðingum. Hin fylkingin svarar á móti, á engu lægri nótum, að slíkt sé rakið ofbeldi og að líkamlegar refsingar séu löngu aflagðar og eigi aldrei að taka aftur í lög.
Reyndar hafa báðir nokkuð til síns máls. Það væri vissulega svakalegt afturhvarf ef líkamlegar refsingar væru aftur lögleiddar en hins vegar þá á fólk kröfu á því að hið opinbera verndi það gegn ofbeldismönnum eins og kostur er. Reyndar mætti hið opinbera standa sig mun betur hvað það varðar.
í þessari umfjöllun allri vantar samt að skilgreina vönun. Vönun er ekkert endilega það sama og vönun. Það er hægt að vana menn á þann hátt að þeir geti ekki getið börn en kynhvöt þeirra breytist ekki að öðru leyti. Hins vegar held ég að hér sé ætlunin að stemma á einhvern hátt kynhvöt þessara manna.
Sé takmarkið einhver sú aðferð eða meðferð sem heftir eða dregur út kynhvöt þeirra á einhvern hátt án þvingunar þá mætti hugsa sér að bjóða hana til styttingar refsidvalar. Þar með væri það mannanna sjálfra að taka ákvörðun og ekki væri hægt að halda öðru fram en að mannréttindi þeirra væru óskert. Þetta ættu jafnvel þeir sem telja slíka menn sjúklinga að geta samþykkt því sjúkdóma þarf að meðhöndla, ekki satt?
Það sem ég gat þó lesið sem gleðiefni út úr þessari frétt var að hvað sem fulltrúum á Evrópuþinginu finnst um þessa hugsanlegu lagasetningu þá hafa þeir ekki vald yfir pólska löggjafarþinginu. Það þýðir að Evrópuþingið og þar með Evrópusambandið er ekki jafn almáttugt og oft er látið í veðri vaka...og ekki jafn almáttugt og það kýs að telja sig jafnvel. ATH.: Þessi síðasta athugasemd mín er almenn og algerlega óháð efni og tilgangi umræddrar og hugsanlegrar lagasetningar í Póllandi.
![]() |
Vill láta vana barnaníðinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.9.2008 | 16:44
Er ekki allt í lagi?
Hvað er eiginlega að fólki?
Látum vera þó fólk fari til læknis og gangist undir "plastískar" skurðaðgerðir á kynfærum þegar eitthvað er að. S.s. óeðlilega stórir skapabarmar, þröng forhúð o.sv.fr.
En að gangast undir skurðaðgerð til að "gera kynfærin meira aðlaðandi"! Ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Stendur fólk úti á götu, inni á skemmtisöðum eða á mannamótum og berar á sér kynfærin fyrir hvort öðru? Eða er það kannske nýjasta nýtt hjá hjónum/pörum að sitja og skoða kynfæri hvors annars og dáðst að því hve "aðlaðandi" þau eru?
Hversu firrt er veröldin sem við lifum í ef fólk leggur á sig erfiði, sársauka og rándýrar skurðaðgerðir til að "gera kynfærin meira aðlaðandi"?
Og hvað er að þeim læknum sem telja fólk á svona vitleysu? Ég sá leikrit á síðasta vetri þar sem 2 lýtalæknar voru meðal persóna. Annar þeirra fór sjálfur í lýtaaðgerð og leit hræðilega út á eftir. Þegar fólk hafði orð á því hve illa hann liti út þá voru lýtalæknarnir fljótir til svars og sögðu þeim sem tjáðu sig þeir hefðu sko ekkert vit á lýtalækningum.
Eru ekki læknavísindin bara komin út í bölvaða vitleysu? Farin að búa til einhverjar ímyndaðar þarfir fyrir fólk?
Allt fólk sem er snyrtilegt, sjálfsöruggt og sátt við lífið er fallegt. Það þarf ekki skurðaðgerð til.
![]() |
Kynfæraaðgerðir vafasamar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2008 | 12:44
Siðlaus viðskipti
Já, nú er ég sammála talsmanni neytenda, þó það sé alls ekki alltaf. Það er í raun mesta furða að fyrirtæki sem stundar svona vinnubrögð skuli hafa fengið aðstöðu í skólum borgarinnar.
Finnst skólastjórnendum og yfirmönnum (körlum og konum) menntamála ekkert athugavert við svona lagað.
Maður gæti allt eins skrifað eins og eina stutta bók, sent öllum borgarbúum afþökkunarblað fyrir bókinni og þeim sem ekki senda það til baka myndi maður svo senda bókina ásamt reikningi. Færu einhverjir að mögla yfir þeirri sendingu þá benti maður þeim bara á að þeir hefðu aldrei afþakkað. Svo mætti bæta við hótum um lögfræðinga og innheimtu o.þ.h. ... rakin viðskiptahugmynd.
Í alvöru, svona viðskiptahættir geta varla ekki staðist lög. Geri þeir það hins vegar þá standast þeir engan veginn lágmarks viðskiptasiðgæði.
![]() |
Talsmaður neytenda ávítar ljósmyndastofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 17:19
Gott hjá þeim
Hér einu sinni hóf göngu sína íslenzkt tímarit sem hét Tízkublaðið Líf. Útgefendur ameríska tímaritsins Life fóru þá í mál og Líf neyddist til að breyta nafni sínu í Nýtt líf.
Þetta þótti mér og þykir enn mesta frekja og yfirgangur af aðstandendum Life, þó Nýtt líf hafi reyndar átt farsælu lífi að fagna þrátt fyrir nafnabreytinguna.
Nú brosir maður í annað og gleðst, í ljósi fortíðar, yfir þessum sigri Indverja.
![]() |
Hari Puttar hafði sigur á Harry Potter |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar