Þetta er til háborinnar skammar!

Nú er ég hræddur um að þeir Jarpur og Ástmögur (lesist Brown og Darling) hafi farið heldur betur fram úr sjálfum sér.

Hugsanlegur misskilningur eða áherzlumunur í samtali (breytir ekki hvort er) og þeir félagar eru roknir af stað í herferð gegn "hryðjuverkamönnum". Hvað er að þessum hrokagikkjum?

Sagt er að vopn sé ekki hættulegt nema í höndum þess sem ekki kann með það að fara. Sjáið nú hvernig þessir félagar fara með lög sem eiga að þjóna allt öðrum tilgangi.

Nú ættu Íslendingar að kalla sendiherra sinn heim frá Bretlandi og gera heimsbyggðinni ljóst hverslags valdníðslu og meðvitaðri rangtúlkun neyðarlaga stórveldið hefur beitt smáþjóðina.

Þetta er til háborinnar skammar og mun verða Bretum til ævarandi  hneisu á spjöldum sögunnar. Guð hjálpi okkur ef fleiri fara nú að fordæmi þeirra.

Bezt væri að brezk stjórnvöld yrðu vítt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir þetta smánarlega útspil sitt.


mbl.is Mjög óvinveitt aðgerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

Var búin að skrifa langt svar en það skilaði sér ekki,mikið álag á kerfinu greinilega. En já mér finnst þessi tíðindi skelfileg  og viðbrögð Breskra yfirvalda kasta   frekar  meiri olíu á eldinn og var slökkvistarfið þó nógu erfitt fyrir.

Já ég  reyni að halda bjartsýninni og halda í vonina  um að  nú  liggi leiðin uppá við, svartsýnin má ekki ná tökum á fólki, þá er voðin vís.

Sendi kærleiksknús á þig og vona að þú hafir það sem best

Líney, 9.10.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband