Rólegan æsing

Hvað gengur eiginlega að fólki? Þetta er ekkert annað en múgæsing.

Það er búið að biðja fólk um að standa saman. Það er búið að fullvissa fólk um að sparifé þess skerðist ekki. Svo rjúka menn til um leið og bankar opna og ætla að tæma sparisjóðsbækur sínar. Til hvers? Ætla menn að sofa með seðlabúntin undir koddanum?

Nei, það verður að gefa björgunarliðinu vinnufrið. Öðruvísi fær það engu áorkað. Við vitum að það er lausafjárskortur og ef fólk ætti að geta tæmt reikninga sína þá væru það aðeins þeir fyrstu sem mæta á svæðið sem gætu það.

Þetta fólk minnir á þá sem klifra upp eftir bakinu á næsta manni til að bjarga sér úr sökkvandi skipi.

Tökum hlutunum með ró og látum björgunarferlið hafa sinn gang. Æsingur og ofsahræðsla bjarga engu en spilla bara aðgerðum. Það er verið að reyna að bjarga þjóðarbúinu og engu minna. Það verða allir að leggjast á eitt og hugsa um meira en bara eigin rass.

Auk þess er hætt við að seðlabúntin undir koddanum verði ósköp lítils virði ef ekki tekst að bjarga skútunni vegna svona óláta.


mbl.is Reiðir viðskiptavinir Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Líney

sammála,skil ekki  þessi læti í fólki gefum  fólkinu vinnufrið...

Líney, 7.10.2008 kl. 17:55

2 identicon

Já einmitt, treystum köllunum í ríkisstjórini bara fyrir þessu, það hefur einmitt skilað okkur svo vel hingað til. Ég skil fólk vel, það er ekki langt síðan að þetta lið sem á að stjórna sagði að allt væri í lagi, þeir sem stjórna bönkunum eru svo klárir, svo kom smá bakslag og þá var sagt "Botninum er náð" hvað gerðist svo, þetta var bara helvítis falskur botn. Niður með valdhafana.

Gaui (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 19:30

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Tek undir þetta með þér.

Þetta raus niður með þennan og niður með hinn í þessu ati þjónar engum tilgangi.

Einar Örn Einarsson, 7.10.2008 kl. 20:14

4 identicon

Margir ætluðu ekki að tæma sparibækur sínar, hvernig lestu það út úr fréttinni. Fólk ætlaði margt eftir því sem ég veit að flytja sparipeninga á milli reikninga ættingja sinna því ríkið hefur sagst tryggja 3 milljónir á eina kennitölu, ekki meira. Sumt fólk á sparifé sem er meira en 3 milljónir og vill flytja það á ættingja sinn sem er ekki með 3 milljónir.

Ari (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 00:55

5 Smámynd: Beturvitringur

Þeir sem höfðu meira vit og fyrirhyggju tæmdu SJÓÐI bankanna og settu á almenna reikninga. Þeir eiga að vera öruggir en enginn segir neitt um sjóðina, enda lokaðir eftir helgi. Þar á ég allt mitt og veit ekki neitt. Grunar að 104þús á mánuði dugi illa ef laumupakkinn minn er útbrunninn.

Getur annars einhver frætt mig um þetta? 

Beturvitringur, 8.10.2008 kl. 02:09

6 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ari, þessi frétt er mjög stutt og skýr. Þar kemur fram að fólk hafi ætlað að taka sparifé sitt út. Það kemur ekki fram að það hafi ætlað að millifæra milli reikninga, enda getur slíkt varla verið mikið mál.

Þannig les ég út út fréttinni að það hafi ætlað að tæma sparibækur sínar og ég skil ekki hvernig þú lest út úr henni þessa langloku þína um millifærslur.

Emil Örn Kristjánsson, 8.10.2008 kl. 10:18

7 identicon

Það að "fólk hafi verið reitt" var fullyrðing fjölmiðla, fólk var meira vonsvikið með stöðu mála en reitt. "Reiðin" var sköpuð af fjölmiðlinum til að selja frétt og skapa sensasjon. Fólk eins og þú gleypir þetta upp og segir það vera algjöra sensasjón að skapa svona sensasjón sem er því miður líka sensasjón.

 Trúir þú öllu sem fjölmiðlar segja þér? Geta þeir bara fullyrt e-ð um fólk og þú trúir því? Ég þekki manneskju þarna í viðtalinu og hún var ekki að taka út peninga sína heldur ætlaði að reyna að flytja þá milli reikninga.(sem kemur fram í mínu fyrri "langloku"svari sem var 4 línur, ef þú átt erfitt með lestur emil þá ég mæli með að byrja á litlu gulu hænunni til að yfirstíga þetta langlokukomplex í textaskrifum)

Fjölmiðlakonan veit ekkert hvað fólk var að gera í bankanum og getur ekki fullyrt neitt um það. Ég veit ekki einu sinni að hún hafi  nokkuð spurt í viðtölunum sjálfum um hvort allir væru að taka út peninga af reikningi sínum (þú lest það sjálfur með þínum sensasjónhug). Hún spurði aldrei um það í viðtölunum(tókstu e. því?) heldur fullyrti það bara í fréttinni. Þetta eru léleg vinnubrögð. Hætt þú emil að lesa aðstæður út úr öðrum aðstæðum sem þú getur ekkert fullyrt um að hafi gerst. 

Ari (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 13:41

8 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Rólegan mysing, Ari.

Þegar ritað er um frétt verður sú sama frétt að liggja til grundvallar. Ég hef ekki forsendur til þess að ætla að hún sé röng og get ekki lesið neinar aðrar aðstæður út úr henni.

Langlokusvar þitt kalla ég svo því þú virðist lesa mjög miklar upplýsingar, sem fóru algerlega fram hjá mér, út úr mjög stuttri frétt. Hins vegar þætti mér áhugavert að heyra nánari rök fyrir meintu "langlokukomplexi í textaskrifum" mínum. Finnst þér stíll minn of knappur?

Ég er að sjálfsögðu fullur samúðar með manneskjunni sem þú þekkir. Spyr samt: Megum við þá ætla að allir þessir reiðu... fyrirgefðu, vonsviknu viðskiptavinir hafi verið í sömu erindum og téð manneskja?

Hvað varðar Litlu gulu hænuna, þá læra menn nú fljótt á lestri hennar og skyldra bókmennta hvar rita skal stóran staf. Mæli ég því með að þú takir eigin ráðleggingum og lesir um hænuna gulu.

Emil Örn Kristjánsson, 8.10.2008 kl. 14:19

9 Smámynd: Beturvitringur

Æi, ættum við ekki frekar að "spjalla" frá okkur reiði, pirring og áhyggjur, heldur en að naga hælana hver af öðrum. Viljum við gerast hælbítar, virðast vera "20-30" manneskjur sem við ættum að japla á :)

Auðvitað var fólk í ýmsum erindum í bönkum; flytja úr sjóðum í ríkistryggða innstæðu, kaupa erlenda mynt og jú, margir ku hafa tekið út af tryggðum forystumannastaðfestum reikningum. Þeir gætu svo allaf hafa ætlað að kaupa/borga eitthvað, bíl eða eitthvað, nú borga upp/inná skuld, og hugsað mér sér að betra væri að gera það nú þegar meðan eitthvað fengist fyrir aurinn.

Beturvitringur, 8.10.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 4570

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband