Dramadrottningar

Eins og sumir svokallaðra mótmælenda hafa talað undanfarna dag mætti halda að við byggjum við einræði og skoðanakúgun. Eins og sumir hafa klappað sjálfum sér á bakið fyrir eigin frammistöðu mætti halda að hér væri herforingjastjórn og einræði. Meðal mótmælenda er fólk telur sjálfu sér trú um að það sé koma harðstjórn frá völdum og hefur þannig réttlæt fyrir sér eignaspjöll og ofbeldi.

Þvílíkar dramadrottningar!

Við skulum bara gera okkur grein fyrir því að við búum í réttarríki og við búum við lýðræði. Hér eru reglubundnar kosningar, sem enginn hefur eða getur haldið fram að séu ekki lýðræðislegar, og hér situr stjórn studd meirihluta löggjafarþings eins og reglur þingræðisins gera ráð fyrir.

Allt tal um lögregluríki, harðstjórn og ólýðræðislega stjórnarhætti er bara móðursýkisraus. Fólk hefur allan rétt á því að hafa skoðun á stjórnvöldum, láta hana í ljós og fólk hefur skilyrðislausan rétt á að mótmæla... og ólíkt því sem gerist hjá stórum hluta mannkyns veljum við okkur stjórnvöld.

Þeir sem hafa staðið fyrir mótmælum síðustu vikur hafa sagst vera á móti ástandinu. Það álíka gáfulegt að mótmæla ástandinu eins og að mótmæla myrkrinu. Ætli menn (karlar og konur) að mótmæla verða þeir að setja sér markmið sem mótmælin eiga að leiða til. Að koma ríkisstjórn frá völdum til að laga ástandið getur ekki verið markmið í sjálfu sér heldur, í bezta falli, leið að markmiði. Það sem skipuleggjendur mótmæla hefur skort eru skýr markmið, markmið sem gætu þá verið umræðugrundvöllur við stjórnvöld, núverandi og/eða þau sem munu taka við eftir komandi kosningar.

Slys á fólki og eignaspjöll eru á ábyrgð þeirra sem alið hafa á reiði fólks til þess eins að vera á móti án þess að gera sér nokkra grein fyrir því hvað þeir vilja í staðinn.

Lýðræðið getur vissulega verið stirt í meðförum og stundum svolítið seinvirkt en ef við viljum búa í lýðræðisríki þá verðum við að fara eftir leikreglum þess.


Verum skynsöm

Hvað er eiginlega að fólki? Auðvitað er engin ástæða til að breyta breytinganna vegna, en þegar aðstæður hafa gerbreyzt í þjóðfélaginu þá er sjáfsagt að breyta ef það verður til hagsbóta.

Við eigum frábært heilbriðiskerfi, en aðstæður hafa breyzt mikið síðan það var þróað og löngu kominn tími til að laga það að breyttum og betri aðstæðum.

Það er allsstaðar verið að spara, með niðurskurði, hagræðingu o.sv.fr. Heilbrigðisþjónustan er mikil peningahít og löngu kominn tími til að hagræða þar. Vandamálið er bara að ef það er reynt þá rísa upp einhverjar hagsmunaklíkur, sem spila á tilfinningasemi og fávizku og fá stóran hluta almennings í lið með sér.

Ég sé ekki hvað er að því að sameina sjúkrastofnanir og flytja verkfni til, ef það má vera til hagsbóta. Hvaða vit er í því að vera með fullkomna skurðstofu á Suðurnesjum sem ekki nýtt nema að litlu leyti? Hvað er að því að nýta hana betur og fækka frekar aðgerðum þar sem álag er meira og tækjakostur eldri? Leggja jafnvel af þær sem eru úr sér gengnar.

Það er heldur ekkert að því að einkavæða eitthvað af heilbrigðisþjónustunni meðan hér er öflugt og opinbert sjúkratryggingarkerfi.

Það er ekkert annað en hræðsluáróður að heilbrigðiskerfi sem sé að einhverju leyti einkavætt sé eingöngu fyrir "ríka" fólkið.

Það getur skapast mikill sparnaður ef hið opinbera greiðir læknum fyrir hvert unnið verk og þeir reki sínar stofur sjálfir heldur en að þeir séu á launaskrá ríkisins auk þess sem ríkið haldi úti fullbúinni aðstöðu.

Sjálfur hef ég notað einkarekna heilbrigðisþjónustu í áratugi... heimilislækninn minn. Ég tel mig ekki fá síðri þjónustu hjá honum heldur en í heilsugæzlunni í mínu heimahverfi og ég greiði honum heldur ekkert meira en þeir sem leita til heilsugæzlunnar.


mbl.is Ógnar ekki öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það "nístir í hjarta".

Það "nístir" greinilega "í hjarta" í hvert sinn þarf að hagræða í eigin ranni. Allir vita að það þarf að spara, það þarf að hagræða, hverjum sem er um að kenna. Ef einn fjölskyldumeðlimur eyðir orlofspeningum fjölskyldunnar í vitleysu þá kemst fjölskyldan ekki í frí... ekki heldur þeir sem vildu vera aðsjálir og tóku engan þátt í vitleysunni.

Það er sama með þjóðfélagið. Það þurfa allir að leggjast á eitt að spara en ekki hrópa í hvert sinn hvað það sé ósanngjarnt... og þetta sé ekki þeim að kenna... og að það hljóti að mega gera þetta öðruvísi.

Ef menn vildu virkilega hagræða án nokkurrar tillitssemi en með bezta árangri þá væri einfaldast að flytja nokkur byggðalög utan af landi upp í Úlfarsfell.


mbl.is Vinnubrögðin nísta inn að hjarta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfarshornið - Mér ofbýður

Mér má svo sem vera slétt sama hverjir töpuðu eða unnu í handknattleik í Austurríki.

Mér blöskrar hins vegar setningin "Lærisveinar Dags Sigurðsson í austurríska landsliðinu..." Er þetta ekki öfgakennt dæmi um fallbeyingaflótta?

Fréttamenn, ekki sízt íþróttafréttamenn, vandið mál ykkar.


mbl.is Lærisveinar Dags töpuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfarshornið - Fréttamenn, vandið vinnubrögð.

"Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustunni og öðrum atburðum í kirkjunni og á Manger-torginu..."

Ósköp þykja mér þetta óvönduð vinnubrögð. Það er allt of oft sem sk. "féttamenn" eru lítið meira en illa upplýstir þýðendur og hafa ekkert fyrir því að kynna sér efni þess sem þeir þýða.

Hér hefur greinilega verið þýtt úr ensku, enda þýðir orðið "manger" jata á því máli og hér er verið að fjalla um Jötutorg. Það þarf ekki ýkja mikið af almennri þekkingu til að skilja að það er svo nefnt eftir jötunni sem nýfæddur Jesú var lagður í á sínum tíma.


mbl.is Guðsþjónusta í Betlehem á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna er minn maður

Þetta eru bara góðar fréttir... og ekki veitti okkur af góðum fréttum.

Borgarsjóður hallalaus, grunnþjónusta óskert og allir sammála. Hver hefði getað séð þetta fyrir?

Nú þegar mest reynir á samheldni og samvinnu hafa ýmsir á vettvangi landsmálanna því miður freistast til hins gagnstæða. Sumir hafa beinlínis nýtt sér það að ráðamenn eru tilneyddir í óvinsælar aðgerðir og látið sem þeir væru hinir einu sönnu vinir fólksins... menn (karlar og konur) sem hafa hisvegar ekkert betra fram að færa. Og því miður eru alltof margir landsmenn sem falla fyrir þessu óþokkabragði.

Á vettvangi bogarmálanna er annað uppi á teningnum. Þar hefur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra tekist að fá fulltrúa allra flokka til vinna saman. Vinna saman að því koma borginni upp úr þessum öldudal, sem við stefnum í, með sem minnstum skaða

Og það eru einnig góðar fréttir að borgin ætlar sér nú að fara í mannaflsfrekar framkvædir sem aldrei fyrr. Auðvitað er um að gera að nýta þann mannafla, sem annars sæti heima á atvinnuleysisbótum, til að skapa einhver verðmæti og um að gera fyrir borgina að gerast sá vinnuveitandi sem vantar.

Maður skilur því ekki rök Svandísar Svavarsdóttur gegn því að verktökum verði gert auðveldara með að halda áfram framkvæmdum á vegum borgarinnar. Þetta er skuggblettur á annars aðdáunarverðri samvinnu allra borgarfulltrúa. Vill hún frekar sjá stórfelldar uppsagnir og verkefna- og atvinnuleysi? Nei, Svandís, ekki vera með þennan fyrirslátt. Ekki vera á móti góðum málum. Ekki segja að það sé verið að hunza "þá sem minnst mega sín". Ef við höldum ekki hjólum atvinnulífsins gangandi þá kemur að því að við munum öll verða "þau sem minnst mega sín".


mbl.is Borgarsjóður verði rekinn hallalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að frétta úr höfuðborginni

Þetta var þarft framtak og sannarlega ástæða til að fagna. Auðvitað eru þessar reglur búnar að vera einhvern tíma í undirbúningi en það mátti svo sem eiga von á því að Hanna Birna myndi klára dæmið og það í fullri sátt.

Reyndar verður að segjast eins og er að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sýnt og sannað í starfi sínu sem borgarstjóri að hún er bæði sterkur og hæfur leiðtogi. Ekki sízt á þessum erfiðu tímum kreppu og ósamlyndis. Undir hennar stjórn hefur Reykjavíkurborg komið sér upp umfangsmikilli aðgerðaráætlu, sem þverpólitísk samstaða hefur náðst um.

Slíkt geta ekki nema hæfir foringjar. Hanna Birna, ég er stoltur af þér.


mbl.is Tillögur að siðareglum fyrir borgarfulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa heldur ekki mikið að segja

Kom að því að vitgrannir... ég meina vinstri grænir urðu uppiskroppa með ræðumenn? Eða gerðu þeir sér kannske grein fyrir því hvað úrval ræðumanna á undangengnum "mótmælafundum" hefur ýmist verið einstaklega óspennandi eða óheppilegt, nema hvort tveggja sé?

Já, þeir taka stórt upp í sig hjá sk. "Röddum fólksins" þegar tekið er fram að mótmælin og allar aðgerðir á þeirra vegum séu alltaf friðsamlegar. Við skulum bara vona að H.T. segi líka sem minnst.

Það eru ekki mótmæli að ala á reiði fólks og vonleysi og það er ekki til eftirbreytni að hvetja til ofbeldis og óláta.


mbl.is Þögul mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert endilega tónlistarhús... bara eitthvað

Ég ímynda mér að það sé nú ekki hundrað í hættunni þó það tefjist eitthvað að byggja yfir fleiri tóm sæti. Hins vegar verður að gæta þess að bæði ríki og borg (og að sjálfsögðu bæir og sveitir) haldi ótrauð áfram framkvæmdum og pumpi í þær fé.

Það er betra að borga fólki svolítið meira fyrir að skapa einhver verðmæti, s.s. tónlistarhús, vegi, hafnir, skóla o.fl., en að borga því bætur meðan það situr aðgerðarlaust heima.

Núna á hið opinbera á einmitt að framkvæma sem aldrei fyrr.


mbl.is Tónlistarhús gæti tafist um ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenzka er okkar mál

Já, þetta er nú bara sorglegt. Kannske við lærum að meta eigin tungu betur núna. Voru það ekki útrásarvíkingarnir sem sumir hverjir vildu bara taka upp ensku í sínum fyrirtækum... sumir hverjir sem voru vart mælandi á því tungumáli.

Annars veltir maður því fyrir sér, í ljósi þess hvernig sumar enskumælandi þjóðir hafa komið fram við okkur, hvort ekki væri réttast að taka ensku út sem skyldunámsgrein í grunnskólum og setja bara færeysku inn í staðinn.


mbl.is Innan við fimmtungur velur íslensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband