24.2.2009 | 13:26
Vinnur þetta fólk fyrir laununum sínum?
Er þetta ekki bara æpandi dæmi um menn sem vinna ekki fyrir laununum sínum? Eru menn ekki algjörlega úr takt við raunveruleikann? Hvernig í veröldinni er hægt að hafa menn á margföldum launum svona "venjulegs" fólks á sama tíma og þeir eru að tapa milljörðum? Er ekki eðlilegt að það sé einhver tenging milli þess sem menn (karlar og konur) í svona stöðum annars vegar afla fyrirtækinu, sem þeir vinna hjá, og þess sem þeir fá í laun? Eða hvað?
Sumt fólk virðist svo gersamlega firrt að því finnst bara eðlilegt að fá hátt í árslaun annara í mánaðarlaun án þess nokkurn tíma að vinna fyrir því.
Ég minnist þess að þegar ákveðinn maður hætti sem bankastjóri Glitinis lét hann hafa eftir sér að þetta væri allt annað líf. Hann hefði sko mátt búa við að fólk væri að hringja í sig vegna vinnunar bæði á kvöldin og um helgar. Ég get frætt þann sama mann á því að það þarf ekki að vera ofurlaunaður bankamógúll til þess þola slíkar truflanir.
Bíðum samt aðeins við. Tóku þeir eftir, sem lásu þessa frétt, að samanlögð forstjóra- og framkvæmdastjóralaun "Icelandair Group" gera ekki nema rétt að slefa yfir þá "þóknun" sem Lárus Welding... afsakið Lárus Snorrason... fékk fyrir það eitt að byrja að vinna hjá Glitini?
Tóku menn eftir því að forstjóri "Icelandair Group" er "bara" með svipuð laun, miðað við fulla vinnu, og afkastasamur skurðlæknir á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Samkvæmt frétt fyrir stuttu þá finnast þar læknar með um 24millur í árslaun fyrir 60% starf. Hvað er eiginlega að? Einn læknir í fullu starfi á St. Jósefs gæti staðið undir 22 atvinnulausum einstaklingum! Og þetta er hjá opinberu fyrirtæki!
Vel á minnst. Var það ekki einmitt þarna sem ákveðinn ráðherra vildi gera eitthvað í málinu og ofurlaunalæknarnir settu múgsefjun af stað til að slá á puttana á honum? Og var það ekki einmitt þarna sem verkalýðsforkólfurinn og og núverandi ráðherra sneri öllu til fyrra horfs svo læknarnir gætu haldið áfram að mala gull? Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Allt að tugir milljóna í laun hjá Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 17:39
Alltaf sami hrokinn í Kananum!
Mér þykir þetta nokkuð merkileg frétt.
Í fyrsta lagi þá er 97 ár sérkennilegur tími því það er morgunljóst að ef þeim tekst að hafa hendu í hári mannsins mun honum ekki endast ævin í sitja af sér dóminn. Hefði ekki verið nær að dæma hann í ævilangt fangelsi?
Í öðru lagi þykir mér Bandaríkjamenn fara mjög í manngreinaálit. Þeir ættu að líta sjálfum sér nær. Ætli ráðmenn þar þyki allir vera með hreinan skjöld? Hvað vilja þeir með að dæma Líberíumann (sem hugsanlega er vel að dómnum kominn, ég dæmi ekki um það) en láta þá óáreitta sem í þeirra eigin ranni sitja.
Í þriðja lagi þætti mér áhugavert að sjá upplitið á Kananum ef einhver önnur þjóð vogaði sér að setja sambærileg lög og tæki að sér að dæma bandaríkska ráðmenn, herforingja og aðra til mislangrar refsivistar... út frá eigin lögum og forsendum.
Það væri kannske reynandi að fá sett sambærileg lög hér á landi og taka til við að sakfella og dæma þessarar þjóðar menn (karla og konur) fyrir margvíslegustu glæpi. S.s. fyrir að halda mönnum við óboðlegar aðstæður og pyntingar án dóms og laga og sönnunar á sekt (Guantanamo-flói). Já, og fyrir að myrða menn (karla og konur) að boði hins opinbera... víða í Bandaríkjunum er fólk dæmt til dauða en samkvæmt íslenzkum lögum er manndráp refsivert.
Ætli hið auðsæranlega og útblásna þjóðarstolt Bandaríkjamanna myndi ekki verða fyrir einhverjum hnekki.
![]() |
Talyor dæmdur í 97 ára fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
20.2.2009 | 16:14
Skynsemi í fyrirrúmi
Einmitt. Skynsöm nýting auðlinda og ekkert tilfinningavæl. Hvorki á einn veginn eða annan.
Manni skilst að hrefnustofninn á hafsvæðinu við Ísland telji tugþúsundir dýra svo það getur varla verið mikið að því að veiða nokkur stykki. Tek þó fram að ég er ekki vísindamaður á þessu sviði.
Gætum samt að því um leið að hvalaskoðanir ferðfólks er mikilvæg tekjulind og skapar ótal störf. Hugsanlega fleiri en hvalveiðar. Því er sjálfsagt að halda þessu vel aðskildu og vera ekki að veiða einmitt þar sem hvalaskoðunarbátar eru á ferð. Hafsvæðið ætti að vera nógu stórt.
Það er óþarfi að skapa tilgangslausa árekstra. Þessar tvær atvinnugreinar geta alveg unað sáttar í einu landi ef rétt er á haldið.
![]() |
Danir styðja sjálfbærar hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 13:21
Hagsýni borgar sig
Já, það veitir ekki af að gá að verðinu... reyndar er það nokkuð sem undirritaður hefur sjálfur tamið sér í gegnum tíðina, löngu áður en margumrædd kreppa skall á.
Þannig hefur maður lært að leita ævinlega að kíló-, stykkja- eða lítraverði vörunnar áður en ákveðið er hvaða vörumerki verður fyrir valinu. Stundum þarf maður að deila í huganum og beita nálgunaraðferðinni nokkuð gróflega.
Fyrir kemur að verðmerkingar í hillum eru ákaflega ófullnægjandi. Stundum vantar verð og stundum er varan einfaldlega ekki á réttum stað í hillunni. Þá kemur fyrir að neytandinn skellir krukku af apríkrósumarmelaði í körfuna og telur sig hafa gert góð kaup þegar verðið átti í raun við niðursoðna tómata eða tælenzk hrísgrjón. Sá neytandi, sem þetta ritar hefur því oft gert athugsemdir við verzlunarstjóra þar sem slíkt á sér stað og er fyrir vikið ugglaust ekki í miklu uppáhaldi hjá starfsfólki ákveðinna stórmarkaða.
Svo kemur einnig fyrir að vara er auglýst með ákveðnum afslætti, kannske 20 eða 30 eða jafnvel 40%. Þegar að kassanum kemur þá vill stundum svo til að það er ekki búið að laga þetta hvað strikamerkislesarann varðar. Þá greiðir viðskiptavinurinn gamla "góða" verðið... oft án þess að átta sig á því.
Það getur því verið gott að reikna jafnóðum í huganum hvað maður setur í körfuna svo maður geri sér nokkra grein fyrir því hvað maður má eiga von á greiða við kassann. Auðvitað verður það sjaldnast upp á krónu en maður veit þá svona u.m.þ.b. hver upphæðin á eftir að vera. Ef miklu munar á maður að sjálfsögðu að fara yfir strimilinn áður en maður yfirgefur verzlunina og fá hugsanlega skekkju leiðrétta.
Svo getur líka verið sniðugt að fara yfir fimmtudagsblað Moggans. Þar eru tíunduð helgartilboð hinna ýmsu verzlana og sjálfsagt að miða innkaupin við þau. Stundum má líka gera góð kaup til lengri tíma, því flestir eiga víst frystikistur eða frystiskápa í dag.
Þá má að lokum nefna að það er hentugt að gera matseðil fyrir fjölskylduna viku eða jafnvel mánuð fram í tímann. Svo má kaupa alla þá þurr-, dósa-, frysti- o.s.fr.-vöru í einu þar sem hún er hagstæðust og tilboðin eru bezt. Það getur verið ótrúlega miklu óhagstæðara að kaupa frá degi dags á hraðferð á leið heim úr vinnu.
![]() |
348% verðmunur á matvöru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2009 | 16:29
Þarft og lofsvert framtak
Glæsilegt. Nú er nefnilega um að gera fyrir hið opinbera (lesist ríki og sveitarfélög) að fara í framkvæmdir sem aldrei fyrr. Það er betra að greiða fólki aðeins meira fyrir að skapa verðmæti en strípaðar atvinnuleysibætur fyrir að líða illa.
Persónulega er ég ekkert yfir mig hrifinn af tónlistarhúsinu, sem slíku og hefði gjarna viljað sjá það útfært á allt annan hátt. En þetta er gott framtak, því húsið á bara eftir að nýtast þegar það er einu sinni risið. Það eykur líka bjartsýni og um leið þrótt þjóðarinnar að sjá einhverja drift í gangi.
Mig langar í leiðinni að nefna hvernig ég hefði viljað sjá tónlistarhúsið útfært. Það háttar þannig til í Helsinki að þar átti að byggja kirkju á klettahæð einni í borginni. Það var búið að sprengja fyrir grunninum þegar það kom stríð og svo efnahagsþrengingar og gatið stóð tómt á klettinum. Svo þegar framkvædir hófust á ný var ákveðið að sprengja dýpra inn í klettinn og síðan var sett koparþak yfir með gluggum svo dagsljósið kemur ofan frá. Klettakirkjan er í dag fjölsótt af ferðamönnum og þykir hafa einstakan hljómburð. Fyrir ekki löngu var mikil efnistaka úr Geldinganesi og þar er nú komið stórt og ljótt klettagat. Þarna hefði ég viljað setja þak yfir, líkt og gert var í Helsinki og nota náttúrulegan klettavegginn. Þarna hefði getað orðið til tónlistar"hús", sem væri einstakt í veröldinni. Til að færa það nær miðbænum hefði svo verið hægt að byggja huggulega bátabryggju í Reykjavíkurhöfn og sigla með prúðbúna tónleikagesti út í Geldinganes þegar svo bæri undir.
En í ljósi nýkynntrar viljayfirlýsingar borgarstjóra og menntamálaráðherra: Hanna Birna og Katrín, væri ég með hatt tæki ég ofan fyrir ykkur.
![]() |
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2009 | 12:43
Smá misskilningur
Úps, ég sem hélt að það væri annars vegar verið að fjalla um:
http://en.wikipedia.org/wiki/File:Elektra_teaser.jpg
og hins vegar
http://www.althingi.is/cv.php4?nfaerslunr=287
![]() |
Elektra miklu vinsælli en Jóhanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 23:41
Bessastaðabóndinn
Er það ekki einkennilegt hvað Bessastaðabóndinn er oft og einatt miskilinn í seinni tíð?
Nú er þetta hálærður maður frá útlenzkum háskólum. Samt virðist hann ekki kunna nógu góða útlenzku.
Kannske er það þannig sem menn fá doktorsgráðuna... með því að vera óskiljanlegir.
![]() |
Óska skýringa á grein Eiðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2009 | 12:35
Nei, hættið nú alveg!
Ég þekki umrædda Elísabetu ekki neitt og veit ekkert fyrir hvað hún stendur... en fyrr má nú aldeilis fyrrvera.
Það er ekki eins hún hafi sjálf staðið fyrir dreifingunni. Hún vissi ekki einu sinni af þessari myndatöku og ætli henni sé ekki í sjáfsvald sett hvort hún sefur nakin eða í náttklæðum.
Í fyrsta lagi, og nú tala ég bara út frá mér sjálfum og eigin forsendum, ætti svona mál að vera algjört einkamál viðkomandi og aðrir að sýna sóma sinn í því að leiða það hjá sér. Í öðru lagi, og enn tala ég bara út frá eigin forsendum, ætti téð Elísabet einnig að leiða það hjá sér og ekki ljá máls á neinum afsögnum.
Svona rógburður segir mest um þá sem að honum standa og þá sem ljá honum eyra.
![]() |
Býðst til að segja af sér vegna nektarmynda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2009 | 16:14
Vantar einhvern græna eða bláa tunnu?
![]() |
Grænar sorptunnur uppseldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 01:15
Gangi þér vel, Geir Hilmar
![]() |
Geir með fullt starfsþrek |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar