Þó ekki væri annað... og dugir ekki til

Auðvitað á að vera refsivert að kaupa vændi. Það er bara ekki nóg. Það á líka að vera refsivert að selja vændi (ætli þetta sé rétt til orða tekið?).

Það er einfaldlega ekki rétt, sem sumir hafa haldið fram, að fólk leiðist aðeins út í það af neyð að falbjóða sig. Það er til siðblint fólk sem gerir slíkt eingöngu í hagnaðarskyni.

Þar fyrir utan leiðast ýmsir út í það af neyð að selja fíkniefni. Engum dettur samt í hug að gera það eingöngu refsivert að kaupa fíkniefni en ekki að selja þau.


mbl.is Refsivert að kaupa vændi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur sannað sig í gegnum tíðina að ströng bönn við hlutum gera ávallt illt verra. Sem dæmi þá varð áfengisbannið í USA á þriðja áratugnum til þess að skipuleg glæpastarfsemi blómstraði og eru Bandaríkin enn að gjalda fyrir þau mistök.

Það sama gildir hér heima enda urðu Íslendingar snillingar í því að brugga landa á bannárunum og fyrir það gjöldum við enn, unglingar kaupa enn landa hér á landi og er það nánast sérdæmi að vestrænt ríki eigi við vandamál að stríða hvað varðar landasölu enda er slíkt yfirleitt tengt við þróunarríki.

Blóðug barátta gegn eiturlyfjum hefur síðan orðið til þess að skæruliðasamtök á vegum eiturlyfjabaróna halda heilu löndunum í Suður- og mið Ameríku í gíslingu. Dæmi um slík ríki eru Kólumbía, Brasília og Mexíkó. Í þessum ríkjum eiga yfir völd í blóðugu stríði við eiturlyfjabaróna sem harðnar með hverjum degi, í stríði þessu hika hvorki yfirvöld né skæruliðar við að þverbrjóta mannréttindi fólks, sbr. t.d. FARC skæruliðasamtökin í Kólumbíu og BOPE (sérsveit brasilísku lögreglunnar).

Hverju hefur stríðið gegn eiturlyfjum skilað, jú því sama og stríðið gegn alkahóli skilaði á sínum tíma, semsagt aukinni skipulagri glæpastarfsemi og nánast engri minnkun í sölu og neyslu eiturlyfja.

Varðandi vændi þá hafa Evrópuríki á seinustu árum komist að þeirri niðurstöðu að bann við vændi sé ekki jafn gagnlegt og margir halda. Í Hollandi og Þýskalandi hefur lögleiðing vændis meðal annars skilað því að vændiskonur og vændiskarlar eiga hafa fengið aðgang að stéttarfélögum sem vernda rétt þeirra líkt og annarra meðlima sinna.

Í Þýskalandi hefur reyndar verið gengið örlítið lengra en í Hollandi og tekur þýska ríkið nú virðisaukaskatt af vændi ásamt því að vændiskonur og karlar eiga rétt á því að fara reglulega í læknisskoðun á kostnað ríkisins.

Reynsla þessara ríkja hefur orðið til þess að önnur ríki Evrópu hafa tekið upp á því lögleiða vændi.

Dæmi um ríki Evrópu sem hafa lögleitt vændi: Holland, Þýskaland, Dannmörk, Finnland, Frakkland, Ungverjaland, Austurríki, Belgía, Búlgaría (engin lög til um vændi), Kýpur, Tékkalnd, Eistland, Grikkland, Ísland, Írland, Ítalía, Kazakhstan (á mörkum Evrópu og Asíu), Lettland, Lichtenstein (ólöglegt, en banni er ekki framfylgt af lögreglu), Lúxemborg, Pólland, Portúgal (engin löggjöf um vændi), Spánn, Sviss,  Tyrkland (vændiskonur þurfa að sækja um atvinnuleyfi hjá stjórnvöldum), Bretland.

Fyrir utan Noreg og Svíþjóð þá eru það aðeins fyrrum Sóvíet-ríki sem banna vændi í Evrópu. Líkt og með áfengi og eiturlyf þá mun þjónar bann við vændi engum tilgangi öðrum en að friða samvisku fólks, styrkja skipulagða glæpastarfsemi og neyða vændi í undirheimana þar sem næstum ómögulegt er fyrir hið opinbera að hafa eftirlit með því.

Er því ekki skárra að læra lexíu af áfengisbanninu gamla og halda vændi löglegu þannig að hægt sé að hafa opinbert eftirlit með því og tryggja þar með réttindi og velferð vændiskvenna (og karla).

Hafsteinn (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 21:40

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég veit ekki, Hafsteinn. Ég kannske gamaldags og ég er vissulega íhaldssamur og hvorugt þarf svo sem að vera neikvætt. En mér þætti lögleiðing vændis vera ákveðin siðferðisleg uppgjöf.

Emil Örn Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Segjum sem svo að þú hafir rétt fyrir þér þegar þú talar um siðblint fólk sem vill selja sig. Hvað er að því ef það fólk selur sig viljugum kúnnum?

Auðvitað á að banna barna- og unglingavændi, mansal og mangara, en ef fólk vill selja sig?

Villi Asgeirsson, 25.2.2009 kl. 21:57

4 identicon

Emil, ég skil hvað þú meinar umað þér þykji lögleiðing vændis vera ákveðin siðferðisleg uppgjöf. Ég er ekki að segja að vændi sé á nokkurn hátt siðferðislega rétt, það er eitthvað sem hver einstakingur þarf að  ákveða fyrir sjálfan sig hvort honum finnst slíkt brjóta gegn siðferði eða ekki.

Hinsvegar veit ég það að lög sem eru sett til þess að neyða siðferði eins yfir á annan, sbr. löggjöf um áfengisbann á sínum tím og að sjálfsögðu núverandi löggjöf um fíkniefni, eiga það til að gera lítið annað en að færa þjóðfélagsvandamál frá yfirborðinu og niður í undirheimana.

Mín siðferðiskennd segjir mér nefnilega að það sé heppilegra að setja skynsamlegar reglur um svona hluti og halda þeim á yfirborðinu þar sem yfirvöld og reyndar allir einstaklingar geta fylgst með þeim. Slíkt kemur í veg fyrir að hlutirnir færist í undirheimana þar sem skipulögð glæpastarfsemi ræður ríkjum.

Með því að lögleiða vændi er hægt að setja opinberar reglugerðir um það, auk þess sem að hægt væri að leyfa þeim aðilum sem stunda vændi sér til framfærslu að njóta verndar stéttarfélaga sem að mínu mati er mun betri verndarvængur en sá sem skipulögð glæpastarfsemi býður upp á. 

Af vændi mætti síðan taka virðisaukaskatt sem myndi auka tekjur ríkissjóðs ásamt því að auðvelda eftirlit með útbreiðslu vændis, svo myndi lögleiðing einnig gera það verkum að ríkið gæti boðið (og jafnvel fyrirskipað) þeim sem stunda vændi sér til framfærslu að fara í læknisskoðun (vegna m.a. kynsjúkdóma) á kostnað Tryggingastofnunar.

Allt það sem ég tel hér upp að ofan hefur verið gert í Þýskalandi og þá í þeim tilgangi að reyna að draga úr þeirri skömm sem fylgir því að stunda vændi sér til framfærslu og gera fólki sem neyðist til að gera slíkt, kleyft að  lifa því sem næst kemst "eðlilegu" lífi í stað þess að það þurfi að lifa í undirheimunum við stöðuga skömm og ótta.

Að mínu mati væri það því ekki bara siðferðislega rangt að banna vændi heldur bryti það gegn hugmyndum íslendinga um velferðarríki.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvað er vændi Emil Örn? Ungur maður fer á krá eða diskótek, hittir stelpu og þau fóru þangað í sömu erindagjörðum. Strákurinn borgar bjór, vín eð kampavín og leigubíl heim. Þau fara saman og borða og hann borgar matinn. Svo sundu þau kynlíf fram til morguns og eftir sólarhring og hann borgar leigubíl heim til hennar. Hann er oft á tíðum búin að leggja út fullt af peningum fyrir eina smá stund með stelpu. Er það þá ekki líka vændi? Alþjóðlegt fyrirbæri.

Í Svíþjóð er búið að banna að kaupa vændi, enn það er ekki bannað fyrir konur að selja vændi. Árangurinn er faraldur af að vændiskonum pressa fullt af körlum um peninga eða þeir kæri viðkomandi. Eru svona lög siðferðilega rétt?

Konur sem gifta sig til fjár? Er það ekki vændi?. Af hverju að framleiða glæpamenn með forsjárhyggjulögum eins og þessum? Má ekki banna Sjálfstæðisflokkinn sem skipulagða glæpastarfsemi?

Hann er bófaflokkur sem tekur peninga af fólki á skipulagðan hátt....og ALLIR topparnir vita ekki hvað siðferði þýðir einu sinni...

Óskar Arnórsson, 26.2.2009 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 4585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband