ISG, ekki áreiðanleg heimild...

Svo ISG segist ekki að hafa fengið téðar upplýsingar.

Nú, jæja, ISG hefur nú ekki alltaf sagt satt og svo er heldur ekki víst að athyglin hafi verið alveg í lagi. Sérstaklega þegar upplýsingar frá fráfarandi seðlabankastjóra DO voru til umfjöllunar. Þá gæti hún líka hafa verið annars hugar vegna framboðs til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, eins og einn vefritari benti á.

Hvað um það. Ég leyfi mér að meta það svo að ISG sé ekkert sérstaklega áreiðanleg heimild um það hvaða upplýsingar eða viðvaranir frá Seðlabankanum rötuðu til ríkisstjórnar og hverjar ekki.

Tek jafnframt fram að með þessum línum er ég ekki að tjá mig um Seðlabankann, hugsanlegar skýrslur og viðvaranir þaðan eða seðlabankastjóra, hvorki einn eða fleiri.


mbl.is Ingibjörg Sólrún fékk ekki upplýsingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hverju hægt er að treysta þegar orð Ingibjargar Sólrúnar eru þau sömu og Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Henni ber líka saman við Árna Matt, Össur, Þorgerði Katrínu og Björgvin G.

Arnar (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég ætla ekki tjá mig um það. Mér þykir það, í fyrsta lagi, vera stór orð að fullyrða í fyrirsögn að ISG hafi ekki fengið téðar upplýsingar þegar ekki eru fyrir því aðrar heimildir en hennar eigin orð. Í öðru lagi þykja mér fullyrðingar ISG ekki sérstaklega fréttnæmar, af ástæðum sem ég hef þegar tilgreint.

Emil Örn Kristjánsson, 27.2.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband