16.4.2009 | 17:34
Er þingheimur orðinn vitlaus?
Er þetta enn ein lausnin á vandanum úr smiðju Katrínar? Telur hún sig vera að skapa atvinnu með svona vitleysu?
Og hvað er þetta með listamanna"laun"? Er þetta ekki löngu úrelt fyrirbrigði? Og hvað er þetta með sérstakan flokk fyrir "tónlistarflytjendur"? Er verið að búa til peningna fyrir Hörð Torfason?
Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Það er ekkert að því að listamenn fái styrki. Það er ekkert að því að ungir og efnilegir listamenn fái styrk til að koma sér á framfæri. Verði hann til þess að listamaðurinn geti í kjölfarið lifað á list sinni að öllu eða nokkru leyti er tilganginum náð. Þar með hefur hann skapað sér starf, sem aflar honum tekna. Nái hann hins vegar ekki að lifa á list sinni þrátt fyrir að hafa fengið "startkapítal" í formi ríkisstyrks þá ætti hann bara að finna sér eitthvað annað að gera og sinna listinni hugsanlega sem tómstundagamni.
Í staðinn er mönnum (körlum og konum), sem almenningur hefur hafnað haldið uppi á kostnað skattborgara og um leið eru listamenn, sem eru vel sæmdir af list sinni og fyllilega matvinnungar einnig á opinberum launum. Það tróna 3 rithöfundar á toppnum á listamannalaunaskalanum í dag. Þeir heita Andri Snær, Einar Már og Þráinn Bertelsson. Og hugsi nú hver sitt. Getur einhver komið með staðgóð rök fyrir svona rugli?
Ekki svo að skilja að það er í góðu lagi að hið opinbera greiði listamönnum fyrir vinnu. Þ.e.a.s. greiði þeim sérstaklega fyrir verk sem þeir vinna og hið opinbera á síðan.
Að listamenn séu á launum hjá hinu opinbera einfaldlega vegna þess að þeir kjósa að kalla sig listamenn hef ég aldrei getað skilið. Fyrir utan það að það er kominn tími til að setja stórt ? við orðið list og listamenn þegar sú "virðulega" stofunum Listahálskóli Íslands er með fólk á launum við að láta nemendur bera sig og míga á hvort annað.
Það væri nær á þessum tímum að skera frekar niður í listamannalaunum. Þar væri hægt að spara. Verst að það myndi líklega skapa "atvinnulausa" listamenn, sem færu þá yfir á atvinnuleysisbætur.
Lög um listamannalaun samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.4.2009 | 08:21
Einkennileg hagfræði
Skemmtileg hagfræði hjá VG, eða þannig... Katrín hefur bara afhjúpað sig sem veruleikafirrtan komma. Getur það verið að þessi unga kona sé meðal þess bezta sem finna má í mannavali Vinstri grænna? Þá er þar ekki um auðugan garð að gresja. Og endurspegli fulltrúar á einhvern hátt kjósendur sína þá er illa komið fyrir þjóðinni.
Ég held að Katrín Jakobsdóttir ætti að finna sér eitthvað annað að gera en taka þátt í landsstjórn. Hana skortir mikið á til að vera hæf til verksins.
Hækka skatta og lækka laun... hamingjan sanna. Og hversu miklu meiri skatta fær Katrín þá í kassann ef launin hafa lækkað? Að hve miklu leyti skila launin sér í neyzlu þegar þau eru tvískert? Hvaða innkoma verður þá af neyzlusköttum og hvernig á halda atvinnulífinu gangandi?
Orð Katrínar falla í grýttan jarðveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
15.4.2009 | 14:26
Friður sé með yður
Ég veit lítið um aðdraganda þessa máls og ætti því jafnvel ekki að vera að tjá mig. Vissulega er Vatnsstígur 4 ekki síður verður þess að vera verndaður en mörg önnur gömul hús. Ég skal fúslega játa að byggingarmagn í Skuggahverfinu er langt umfram þörf og ekki langt í sumar hálfkláraðar byggingar á þessum reit eigi eftir að verða "draugablokkir" til lengri eða skemmri tíma. Og vissulega væri meiri sómi að því að lappa upp á umrætt hús en láta það drabbast niður.
Menn hafa reyndar mismunandi skoðanir á húsavernd og ýmsir sem vildu helzt senda jarðýtu á húsin neðst við Laugveg halda vart vatni yfir húsi við Vatnsstíg.
Það sem mér finnst þó mest sláandi við umsagnir ýmissa vefritara um umrædda "hústöku" er hneykslan þeirra á því að farið sé eftir lögum. Menn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að eingöngu skuli farið eftir lögum séu þau skynsamleg. Hver á að meta slíkt? Á útgerðarmaður að meta sjálfur hvort farið skuli að lögum um tímabundið bann við veiðum á nytjastofnum? Á ofbeldismaðurinn að hunza þær greinar hegningarlaga sem henta honum ekki?
Ég held að aldrei meir en nú þyrftum við að hafa í huga orð Þorgeirs ljósvetningagoða þegar hann ávarpaði þingheim sumarið 1000. Þá voru væringar í þjóðfélaginu og andrúmsloftið eldfimt.
En nú þykir mér það ráð, að vér látim og eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál á milli þeirra, að hvorirtveggju hafi nokkuð síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.
Friðarkveðja/EmilÍ vegi fyrir glæsihúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2009 | 00:08
Úps!
Óvarlega af stað farið hjá Björk. Stundum er betra að bíta í tunguna.
Samt... embættismenn borgarinnar eru alls ekki yfir alla gagnrýni hafnir.
Björk sat ekki fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2009 | 16:07
Gleðilega páska
Ég óska líka öllum gleðilegra páska. Ég tek undir með Benedikt að sættir eru forsenda öruggrar framtíðar. Það á við um okkur öll.
Einnig bendi ég blaðamanni mbl.is á að það fer betur að segja að messan hafi farið m.a. fram á latínu... ekki latnesku.
Fjallaði um jarðskjálftann og stríðsátök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2009 | 15:49
Er allt komið fram?
Já, við skulum vona að allt sé komið fram... alla vega hjá Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin hefur einnig birt yfirlit yfir sína styrki en gætum vel að því að þeirra yfirliti fylgir fyrirvari þar sem segir: "Ofangreint yfirlit nær til Samfylkingarinnar sem landsflokks, einstök félög og kjördæmisráð eru með sjálfstæðan fjárhag. Upplýsingum um fjárhag þeirra var ekki safnað saman miðlægt fyrr en með nýjum lögum árið 2007. Nú er verið að safna upplýsingum frá þessum aðilum og verða þær upplýsingar birtar um leið og þær liggja fyrir."
Þannig að þar á bæ hefur einfaldlega ekki allt komið fram.
Mér þykir það líka kátlegt að sjá framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar hæla sér af málflutiningi Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir opnu bókhaldi stjórnmálaflokka. Alla vega fylgdi ekki meiri hugur máli þar á bæ að bókhaldið var ekki opnað fyrr en menn neyddust til til að fylgja fordæmi Sálfstæðisflokksins.
Reyndar hefur komið í ljós að flokkarnir voru á fullu að róa á styrkjamiðin áður en "kvótinn" var settur á. Upphæðirnar eru með eindæmum og vilji fólk kalla þetta mútur þá er Sjálfstæðisflokkurinn ekki einn sekur... þó það út af fyrir sig réttlæti ekki neitt.
Það er heldur ekki annað að sjá að Baugur/FL hafi verið búnir að styrkja Samfó um nokkrar feitar milljónir áður en þeir ákváðu að veita Sjálfstæðisflokknum svolítið miklu meira. Guð hjálpi Samfylkingunni ef það hefði nú komist upp og Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki fengið neitt.
Höfum þó í huga, hversu siðlausir sem manni kann að finnast slíkir styrkir að það voru engin lög brotin.
Vonum bara að eftir þessar síðustu uppákomur og uppgjör megum við búa við heilbrigðari stjórnmál og minni tortryggni en áður
Allt komið fram sem máli skiptir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2009 | 00:53
Sársaukafull en tímabær umræða
Ég fagna því að Samfylkingin hefur nú fylgt í kjölfar Sjálfstæðisflokksins og birt yfirlit yfir sína hæstu styrki á því umdeilda ári 2006.
Reyndar kemur í ljós að þar sitja flokkarnir að mestu leyti við sama borð, að frádregnum fáránlegum ofurstyrkjunum frá FL og Landsbankanum sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk.
Eftir að hafa séð þessar tölur fagna ég því einnig að í ársbyrjun 2007 hafi verið sett lög til að koma í veg fyrir svona vinnubrögð. Það er greinilegt að stjórnmálaöflin hafa samt verið ákveðin í að veiða vel áður takmarkanir voru settar á. Þetta minnir svolítið á "skattlausa árið" á sínum tíma. Ég held ég hafi sjálfur aldrei unnið eins mikla yfirvinnu eins og einmitt þá.
Þrjátíu milljónir er einfaldlega fáránlega há upphæð... en það eru 300þúsund svo sem líka. Og upphæðir í bókhaldi beggja flokka upp á einhverjar 3 - 5 milljónir frá hinum ýmsu hagsmunaaðilum í skjóli nafnleyndar er ekki heilbrigt fyrir stjórnmálin í landinu.
Auðvitað getur maður velt sér upp úr því hví FL-Group og Baugur höfðu styrkt Samfó um einar 6millur, að því er virðist, áður en þeir tóku svo upp á því að senda Sjálfstæðisflokknum 30millur. Einnig af hverju Actavis sendi Samfó 3millur en Sjálfstæðisflokknum ekkert. En það skilar engu að vera að velta sér upp úr því. Bezt væri að Framsókn fylgdi nú góðu fordæmi.
Umræðan síðustu 3 daga hefur verið viðkvæm og kallað á sársaukafullar aðgerðir, sem enn er ekki séð fyrir endann á. En ég fagna því að nú hefur ýmislegt komið í ljós, sem áður var hulið, og því minna tilefni til að vera með órökstuddar vangaveltur.
Það er hins vegar morgunljóst að það er ekki allt í lagi á mínu eigin pólitíska heimili. Auðvitað er það áfall, eins og alltaf þegar í ljós kemur að einhver heimilismanna hefur verið staðinn að vafasömu athæfi. Þá þarf fjölskyldan að vinna úr vandanum, þola þann álitshnekki sem það veldur henni og taka svo til við að vinna aftur mannorð sitt og traust samfélagsins.
Einnig verður fjölskyldan og reyndar samfélagið allt að gæta sín að tapa sér ekki í leitinni að einhverjum blóraböggli og halda að allt verði gott ef einhver er flengdur opinberlega án þess að á hann hafi sannast neitt umfram aðra.
Samfylking opnar bókhaldið 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2009 | 00:14
Rakadrægar bleyjur
Maður lifandi hvað bleyjur samfylkingarmanna (karla og kvenna) hljóta að vera rakadrægar. Það er löngu kominn tími til rifja upp þeirra málflutning í tengslum við einkavæðingu bankanna. Það væri rétt að minna á hvernig þeir brugðust við þegar kanna átti fjárreiður auðhringanna. Og hvernig væri að einhver fjallaði hlutlaust um tilurð og afdrif fjölmiðlafrumvarpsins fræga.
Annars finnst mér sláandi hvernig fólk talar um 18 ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins sem eitthvað hörmungartímabil. Reyndar var þetta eitt mesta framfaratímabil þjóðarinnar á síðustu áratugum. Hrunið í lokin er að mestu um að kenna heimskreppu, græðgi sk. auðmanna og nákvæmlega engri fagmennsku hinna ýmsu hag- og viðskiptafræðinga, sem unnu hjá stórfyrirtækjum og bönkum.
Auðvitað viðurkenni ég að eftirlitið hefði mátt vera í betra lagi og virkara. Auðvitað gerðu stjórnvöld mistök. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki hvítþveginn. Og auðvitað er hann tilbúinn til þess að axla sína ábyrgð.
En fyrst ég minntist á hag- og viðskiptafræðinga þá verð ég nú að setja spurningarmerki við viðskipta- og hagfræðideildir íslenzku háskólanna. Hvers konar fólk hafa þær verið að útskrifa? Eiga það ekki að vera fagmenn sem sjá til þess að fyrirtækin sem þeir vinna hjá vaði ekki í óskynsamlegar og rakalausar fjárfestingar? Þegar fólkið á götunni spurði sjálft sig hvernig svona væri eiginlega hægt var svarið að almenningur hefði ekki vit á þessu. Þetta væri hin nýja hagfræði. Og þegar viðvaranir og vantrúarraddir heyrðust frá erlendum starfsbræðrum og systrum var sagt að þær stöfuðu af annarlegum hvötum.
Svei mér þá. Ég er farinn að efast um að það sé eitthvað fagnaðarefni að Viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands ætli að halda úti kennslu í sumar. Ég held við höfum ekkert að gera við meira af svona fólki.
Hvítþvegin bleyjubörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2009 | 13:44
Kom að því...
Ég fagna því að ákveðið hefur verið að opna bókhald Sjálfstæðisflokksins um styrkveitningar þetta umdeilda ár tvöþúsundogsex.
Hvað fleira á eftir að koma fram mun tíminn leiða í ljós og vonandi verður allt uppi á borðinu hið fyrsta. Í ljósi frétta gærdagsins eigum við sjálfstæðismenn og allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins rétt á vita hvernig þessi mál standa áður en við göngum til kosninga. Og einnig eigum við rétt á skýringum þar sem þeirra er þörf.
Öll leynd býður aðeins upp á vangaveltur og getgátur og slíkt er ekki heilbrigt.
Með réttu og í ljósi umræðunnar og þeirra skota sem gengið hafa á milli síðasta sólarhringinn eiga í raun allir kjósendur rétt á því að vita hvernig þessi mál standa hjá öllum stjórnmálaflokkum. Því fagna ég yfirlýsingu Jóhönnu Sigurðardóttur um að hún vilji létta leynd af fjárstyrkjum til Samfylkingarinnar. Vona ég að það séu ekki bara orðin tóm.
Skurðaðgerð er alltaf sársaukafull og þegar skera þarf mein þá flýtur blóð. En sá sjúki verður heilbrigðari á eftir.
Sjálfstæðisflokkurinn mun verða heilbrigðari eftir þessa "skurðaðgerð" og það gætu íslenzk stjórnmál orðið í heild sinni ef fleiri fylgdu í kjölfarið.
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2009 | 17:09
Allt upp á borðið
Þrjátíu milljónir eru miklir peningar og það er alvarlegt mál þegar svona miklir peningar skipta um hendur í þessu samhengi. Því væri hollast að fá allt upp á yfirborðið sé þess nokkur kostur.
Allt annað kallar á vangaveltur og órökstudda niðurstöðu.
Ekki þar fyrir að 300.000 er líka miklir peningar. En það er annað mál.
Tvennt finnst mér þó athyglisvert:
Í fyrsta lagi að þessar upplýsingar um meira en 2ja ára gamla greiðslu skyldu einmitt "leka" út í aðdraganda kosninga.
Í öðru lagi að Samfylkingin hefur hafnað því að gefa nokkuð upp um sína styrktaraðila frá þessum tíma. Enda gefa upphæðir, sem þeir þáðu á þessum tíma, tilefni til umhugsunar.
Sjáið til, Samfó fékk 45 millur árið 2006 og Sjálfstæðisflokkurinn 56 milljónir. Það þýðir að fyrir utan þessar 30 milljónir frá FL þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn 26 milljónir, sem ekki hefur verið gerð grein fyrir á móti 45 milljónum Samfylkingarinnar. Þar munar 19 milljónum. Maður gæti komist að þeirri rökréttu niðurstöðu að hjá Samfó leynist stórar greiðslur, sem ekki þola dagsins ljós.
Miðstjórn Sjálfstæðisflokks sat á fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 4917
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar