Rakadrægar bleyjur

Maður lifandi hvað bleyjur samfylkingarmanna (karla og kvenna) hljóta að vera rakadrægar. Það er löngu kominn tími til rifja upp þeirra málflutning í tengslum við einkavæðingu bankanna. Það væri rétt að minna á hvernig þeir brugðust við þegar kanna átti fjárreiður auðhringanna. Og hvernig væri að einhver fjallaði hlutlaust um tilurð og afdrif fjölmiðlafrumvarpsins fræga.

Annars finnst mér sláandi hvernig fólk talar um 18 ár undir stjórn Sjálfstæðisflokksins sem eitthvað hörmungartímabil. Reyndar var þetta eitt mesta framfaratímabil þjóðarinnar á síðustu áratugum. Hrunið í lokin er að mestu um að kenna heimskreppu, græðgi sk. auðmanna og nákvæmlega engri fagmennsku hinna ýmsu hag- og viðskiptafræðinga, sem unnu hjá stórfyrirtækjum og bönkum.

Auðvitað viðurkenni ég að eftirlitið hefði mátt vera í betra lagi og virkara. Auðvitað gerðu stjórnvöld mistök. Auðvitað er Sjálfstæðisflokkurinn ekki hvítþveginn. Og auðvitað er hann tilbúinn til þess að axla sína ábyrgð.

En fyrst ég minntist á hag- og viðskiptafræðinga þá verð ég nú að setja spurningarmerki við viðskipta- og hagfræðideildir íslenzku háskólanna. Hvers konar fólk hafa þær verið að útskrifa? Eiga það ekki að vera fagmenn sem sjá til þess að fyrirtækin sem þeir vinna hjá vaði ekki í óskynsamlegar og rakalausar fjárfestingar? Þegar fólkið á götunni spurði sjálft sig hvernig svona væri eiginlega hægt var svarið að almenningur hefði ekki vit á þessu. Þetta væri hin nýja hagfræði. Og þegar viðvaranir og vantrúarraddir heyrðust frá erlendum starfsbræðrum og systrum var sagt að þær stöfuðu af annarlegum hvötum.

Svei mér þá. Ég er farinn að efast um að það sé eitthvað fagnaðarefni að Viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands ætli að halda úti kennslu í sumar. Ég held við höfum ekkert að gera við meira af svona fólki.


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: B Ewing

,,Og þegar viðvaranir og vantrúarraddir heyrðust frá erlendum starfsbræðrum og systrum var sagt að þær stöfuðu af annarlegum hvötum".

Í guðana bænum ekki kenna nýútskrifuðu, háskólamenntuðu viðskipta- og/eða lögfræðingunum sem komu blautir á bakvið eyrun inn í bankana og lærðu "nýju hagfræðina" þar að mestu leyti.  Þeir sem göluðu hæst um annarlegar hvatir / Baugsmiðlar þegar gagnrýnisraddir komu utan frá voru þínir menn, Sjálfstæðismenn.  Þeirri sögustaðreynd getur þú ekki breytt sama hversu oft þú berð hausnum við steininn, (líkt og svo margir kollegar þínir hafa gert undanfarin ár), og hrópað ,,Nei ! Hér er efnhagurinn í fína og traust er undirstaða bankana! Góðærið er okkur einum að þakka".

Að lokum tek ég undir með honum Halli hérna að ofan...

B Ewing, 10.4.2009 kl. 18:24

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, ég tek undir með Halli að Hag- og viðskiptafræðingar eru allt of margir hér á landi.

Bjúing, það er ýmislegt í texta þínum sem ég erfitt með að skilja. Það þykir mér miður því alla jafna ertu lipur penni. Eitt skil ég þó og er þar algerlega ósammála. Það er ekki hægt að hvítþvo fræðingana á þeirri forsendu að þeir hafi verið blautir á bak við eyrun. Eitthvað hljóta menn að læra í háskólunum og reyndar er öll þessi vitleysa ekki sízt áfellisdómur yfir kennurum viðskipta- og hagfræðideilda háskólanna. 

Hvað varðar rök þín, Hallur, fyrir því að sumarkennsla í Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands skapi vinnu og minnki atvinnuleysi meðal námsmanna, þá segi ég: Væri ekki nær að bjóða frekar upp á sumarkennslu í hugvísindum. Líklega myndi andlegt heilbrigði og gildismat þjóðarinnar batna.

Emil Örn Kristjánsson, 11.4.2009 kl. 00:18

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Annars vildi ég bæta við að það er gaman að hitta ykkur á þessum vettvangi, félagar.

Emil Örn Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 15:58

4 Smámynd: B Ewing

Sömuleiðis Emil minn og afsakaðu vonda textann.  Ég er búinn að karpa við afneitunarsinnaða hægri menn í nokkra daga og orðinn frekar leiður á rangfærsum, útúrsnúningi og skáldskap nokkurra þeirra.  Sömuleiðis hefur mér blöskrað vanvirðing sumra þingmanna við Alþingi og þjóðina undanfarnar vikur (mætti halda að sumir kunni ekki að vera sterkt aðhald án þess að breytast í einhvers konar grenjuskjóður ).  Fann ljósa punkta í myrkrinu þegar ég las bloggin hennar Ragnheiðar Ríkharðs í gær og þar áður bloggið hans Ingólfs, formanns KFÍ á Ísafirði.

Fyrst Hallur er fjarverandi þá leyfi ég mér fyrir hönd okkar beggja að óska þér gleðilega páska.  Hlökkum til að lesa frá þér fleiri gamansögur.

B Ewing, 12.4.2009 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 4551

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband