27.4.2009 | 16:12
Éttu sk*t!
Alveg er ég viss um að viðkomandi finnst hann voðalega sniðugur... jafnvel listrænn.
Fyrir mér er þetta bara viðbjóður og vanvirðing við kosningaréttinn. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að fá að kjósa. Menn hafa barizt og jafnvel fórnað lífi sínu til þess að öðlast kosningarétt fyrir sig og/eða afkomendur sína.
Víða um heim hefur fólk ekki enn öðlast þann kosningarétt sem okkur þykir svo sjálfsagður að við hugsum ekki einu sinni þess við hvaða forréttindi við búum.
Sé fólk svona óskaplega óánægt með valkostina þá á það þann kost að skila auðu. Margir auðir kjörseðlar eru mjög sterk og ákveðin skilboð um óánægju kjósenda. Að mæta ekki á kjörstað gefur hins vegar tilefni til þeirrar niðurstöðu að fólk kæri sig ekki um að eiga kost á því að kjósa. Og að fara með kjörseðilinn sinn eins og hér er frá sagt eða eyðileggja hann á annan hátt gefur tilefni til að ætla að sumt fólk hafi ekki þroska til að vera fullgildir þegar þjóðfélagsins og taka þátt í mótun þess.
Ég hef ákveðnar skoðanir í sjórnmálum og það er ekkert leyndarmál að hvaða flokkur fær mitt atkvæði. En ég leyfi mér samt að segja við börnin mín, ef þau ætla að sitja heima á kjördag, að ég vil miklu frekar að þau nýti kosningarétt sinn og kjósi þess vegna allt annað en "flokkinn minn" eða jafnvel skili auðu frekar en að hunza þennan rétt sem aðrir eru enn að berjast fyrir.
Hvað varðar manninn (karlinn eða konuna) sem skeindi sig á kjörseðlinum þá vona ég bara að hann sé sá sami og beit í sinn kjörseðil. Svona fólk má nefnilega éta skít mín vegna.
Skeindi sig með kjörseðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.4.2009 | 18:38
Er hörmungarvetur í lofti?
Jóhanna sagði sumar í lofti og sigur síns fólks í augsýn. Mig flökrar. Það er víst að ef sóðasuðan Samfylking sigrar í þessum kosningum þá mun ekki vera lengi sumar í lofti. Þá mun hellast yfir okkur þvílíkur hörmungarvetur að annað eins hefur ekki þekkst í manna minnum.
Jóhanna baðar sig í sviðsljósi fjölmiðla. Áttar hún sig ekki á því að hennar tími er löngu kominn? Tími til að draga sig í hlé.
Ég hvet alla sem eiga það eftir að drífa sig nú á kjörstað og kjósa... kjósa eitthvað allt annað en þá pólitísku meinsemd sem kallast Samfylking. Samfylkingin er ómerkilegur spunaflokkur, sem skreytir sig óvönduðum pótemkintjöldum og þefar ofan í hvers manns brók í leið að sóðaskap þó subbuskapur þeirra sjáfra sé með þvílíkum eindæmum að það er leitun að öðru eins í okkar heimshluta.
Sumar og sigur í lofti segir Jóhanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2009 | 17:40
Íslands óhamingju verður allt að vopni
Það verður ekki björt framtíð íslenzku þjóðarinnar nái þessi spá fram að ganga. Samfylkingin með engar lausnir en hengir sig á þá "trúarjátningu" að allt muni leysast við inngöngu í ESB. Þó allt sé á hausnum í Lettlandi, Póllandi, Ungverjalandi, Spáni, Írlandi... hvarvetna í þessu óheilbrigða bandalagi. VG ætlar að bygga upp atvinnulífið með girðingavinnu og trjárækt.
Svo vaða þessar mannvitsbrekkur um allt land með einhverjar dúsur til handa hinum ýmsu sveitarfélögum til kaupa sér atkvæði.
Íslands óhamingju verður allt að vopni.
Stjórnin heldur enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 12:56
Nokkrar góðar ástæður til að kjósa ekki Samfylkinguna
1) Róbert Marshall var formaður Blaðamannafélags Íslands, hann var forstöðumaður 365 miðla, hann er frambjóðandi Samfylkingarinnar. Halló, halló, heimur, hringja engar bjöllur?
Svo þegar Samfylkingin sló skjaldborg um fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs, sem reyndar felldi niður tugmilljóna skuldir flokksins, þá gagnrýndi téður Róbert fjölmiðlafrumvarpið sáluga undir því yfirskini að hann væri að gæta hagsmuna blaðamanna. AUMKUNARVERT!!!
2) Samfylkingin hreykir sér af því að formaðurinn hafi talað fyrir opnu bókhaldi stjórnmálaflokka í 14 ár. Opnaði Samfylkingin bókhaldi sitt? Ó, nei, ekki fyrr en tilneyddir. Dettur einhverjum í hug að það fylgi hugur máli hjá þessu liði?
3) Samfylkingin segist hafa opnað styrkjabókhald sitt. Þeir hafa ekki gefið upp neinar greiðslur til aðildarfélaga eða annara ráða og hópa innan flokksins. Þvílíkt yfirklór.
4) Samfylkingin segir allt uppi á borðinu. Þeir fengu felldar niður skuldir við fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs upp á tugi milljóna, sem hvergi hefur komið fram.
5) Samfylkingin gefur upp að hún sé stórskuldug. Hins vegar eiga Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Kvennalistinn og örugglega fleiri aðilar sem að henni standa stórar eignir. Hvaða leikaraskapur er þetta?
6) Ákveðinn athafnamaður greiddi allar skuldir R-listans. Að honum stóðu Samfylkingin, VG og Framsókn. Hefur nokkur séð þetta bókfært hjá téðum flokkum? Ætla þeir enn að telja okkur trú um að þeir séu hvítþvegnir sakleysingjar?
Hjónaband 365 miðla og Samfylkingarinnar er auðsýnt. Rætinn áróður þessa stefnulausa spunaflokks er með eindæmum. Fylgi hans er ber vott gagnrýnislausri hugsun hjá stórum hluta kjósenda. Verði Samfylkingin við stjórn eftir næstu kosningar spyr maður hvort við eigum þetta virkilega skilið.
S- og V-listar bæta heldur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.4.2009 | 12:15
Glöggt er gests augað
Ég veit ekkert hvernig tungumálakunnáttu Jóhönnu er háttað og ég efast satt að segja að það sé skýringin.
Ætli það sé ekki líklegra að samfylkingarmenn (karlar og konur) vita sem er að það er ekki nokkur leið að útskýra fyrir erlendum aðilum hvers konar sóðasuða Samfylkingin er? Það er vonlaust að ræða af nokkru viti um gjörðir þeirra, ætlanir og stefnumál. Hætt væri við að sæju kjósendur mat heimsbyggðarinnar á þessu fyrirbrigði þá opnuðust augu þeirra... því glöggt er gests augað.
Þar liggur ótti Jóhönnu og hennar fólks.
Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 00:25
Hversu lágt geta menn lagst?
Þetta er bara ómerkilegt. Hvernig geta menn verið svona óforskammaðir?
Dreifandi peningum í allar áttir 4 dögum fyrir kosningar. Hversu siðblindur getur einn stjórnmálamaður verið?
Ég geri hins vegar ráð fyrir því að Héraðsbúar sjái í gegnum slepjuna.
Fljótsdalshérað fær 100 milljónir í viðbótarframlag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2009 | 23:59
Fjölmiðlaspilling
Stöð 2, er það ekki stöðin sem felldi niður himinháar auglýsingaskuldir Samfylkingarinnar? Upphæðir sem aldrei virðast hafa ratað í bókhald flokksins.
Er þetta ekki stöðin sem Samfó stóð svo traustan vörð um þegar fjölmiðlafrumvarpið fræga var til umfjöllunar?
Muna menn hversu einstaklega ömurlegt það var þá að horfa upp á formann Blaðamannafélags Íslands, Róbert Marshall, finna því frumvarpi allt til foráttu undir því yfirskini að hann væri að gæta hagsmuna félagsmanna þegar hann gekk í raun erinda yfirboðara sinna... já, bíðum við, er það ekki einmitt sá sami Róbert Marshall sem er í framboði fyrir Samfylkinguna og starfaði einnig sem forstöðumaður 365 miðla?
Var það ekki Nixon, sem sagði: "Let them deny it" (látum þá neita því). Og átti þá við að bera mætti allskonar ýktar og upplognar sakir á andstæðinginn og láta hann síðan eyða tíma í hreinsa sig.
Vá, sem betur fer er ég ekki tortrygginn að eðlisfari. Annars gæti maður haldið að hér væri samsæri á ferðinni.
Háir styrkir frá Baugi og FL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2009 | 12:57
Sjaldan veldur einn þá tveir deila
Ég get að mörgu leyti tekið undir sjónarmið Torfusamtakanna. Ég hef gaman af því að sjá fegurð í gömlum húsum og geta lesið byggingar og þróunarsögu samfélagsins í þeim.
Þess vegna finnst mér rétt að umgangast gömul hús með virðingu og mér finnst einnig að það sé kominn tími til að spyrna við hælum í byggingargleðinni. Það er búið að byggja miklu meira af íbúðar-, verzlana-, og skrifstofufermetrum en við höfum þörf fyrir.
Mér þykir þó gagnrýni Torfusamtakanna nokkuð mikið á einn veg. Við skulum ekki gleyma því að þarna myndaðist umsátursástand sem ekki var lögreglunni einni um að kenna. Hústökufólk virtist staðráðið í að beita valdi og húsið liggur eftir mun verr farið en hefði fólk yfirgefið það friðsamlega.
Sjaldan veldur einn þá tveir deila og í raun er deilan milli hústökumanna (karla og kvenna) og eigenda hússins. Lögreglan er aðeins að sinna vinnu sinni, hversu ljúft eða óljúft henni má vera það.
Til að gæta alls hlutleysis hefðu Torfusamtökin því átt að beina því til allra málsaðila að leysa deilur sínar friðsamlega og gæta þess að skemma ekki verðmæti.
Torfusamtökin gagnrýna hörku lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2009 | 17:21
Batnandi þjóð er bezt að lifa
Það kemur að því að fólk vitkast. Valið stendur í raun um 3 stóra flokka. Samfylkingin, sem er hópur ómerkilegra lýðskrumara, sem hafa selt sig hæstbjóðanda, VG sem á engar raunhæfar lausnir og leggur til að lækka laun, hækka skatta og setja fólk í giriðingarvinnu og svo Sjálfstæðisflokkurinn, sem er samkvæmur sjálfum sér og þorir að taka erfiðar ákvarðanir og standa við þær.
Valið ætti ekki að vera erfitt. Gerum okkur þó grein fyrir því að þetta er skoðanakönnum og ber að skoðast sem slík.
D og S listi stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.4.2009 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
17.4.2009 | 16:13
Ómerkilegheit
Ég hef nú stundum sagt að af tveimur vinstri flokkum á Alþingi sé annar sýnu heilli í afstöðu sinni. Og þar er ég að tala um VG.
Samfylkingin er lítið annað en spunaflokkur, sem siglir eins og byrinn blæs hverju sinni. Þar á bæ eru menn óvandir að meðulum og sannleikurinn flækist sjaldan fyrir þeim.
Þó ég sé alla jafna algjörlega ósammála VG í flestum málum þá hef ég þó alltaf virt þá fyrir heilindi og heiðarleika. En nú þykir mér bregða öðruvísi við.
Þeir eru greinilega að læra að af samstarfsflokki sínum í ríkisstjórn. Ómerkilegheitin og undirferlið er að koma í ljós.
Gættu þín Steingrímur. Rógburður og óheilindi geta komið manni í koll.
Segir Steingrím búa í glerhúsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar