Er allt komið fram?

Já, við skulum vona að allt sé komið fram... alla vega hjá Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin hefur einnig birt yfirlit yfir sína styrki en gætum vel að því að þeirra yfirliti fylgir fyrirvari þar sem segir: "Ofangreint yfirlit nær til Samfylkingarinnar sem landsflokks, einstök félög og kjördæmisráð eru með sjálfstæðan fjárhag. Upplýsingum um fjárhag þeirra var ekki safnað saman miðlægt fyrr en með nýjum lögum árið 2007. Nú er verið að safna upplýsingum frá þessum aðilum og verða þær upplýsingar birtar um leið og þær liggja fyrir."

Þannig að þar á bæ hefur einfaldlega ekki allt komið fram.

Mér þykir það líka kátlegt að sjá framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar hæla sér af málflutiningi Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir opnu bókhaldi stjórnmálaflokka. Alla vega fylgdi ekki meiri hugur máli þar á bæ að bókhaldið var ekki opnað fyrr en menn neyddust til til að fylgja fordæmi Sálfstæðisflokksins.

Reyndar hefur komið í ljós að flokkarnir voru á fullu að róa á styrkjamiðin áður en "kvótinn" var settur á. Upphæðirnar eru með eindæmum og vilji fólk kalla þetta mútur þá er Sjálfstæðisflokkurinn ekki einn sekur... þó það út af fyrir sig réttlæti ekki neitt.

Það er heldur ekki annað að sjá að Baugur/FL hafi verið búnir að styrkja Samfó um nokkrar feitar milljónir áður en þeir ákváðu að veita Sjálfstæðisflokknum svolítið miklu meira. Guð hjálpi Samfylkingunni ef það hefði nú komist upp og Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki fengið neitt.

Höfum þó í huga, hversu siðlausir sem manni kann að finnast slíkir styrkir að það voru engin lög brotin.

Vonum bara að eftir þessar síðustu uppákomur og uppgjör megum við búa við heilbrigðari stjórnmál og minni tortryggni en áður


mbl.is Allt komið fram sem máli skiptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Blessaður, Steingrímur og afsakaðu hvað ég er seinn til svars.

Út af fyrir sig bendir ekkert til þess að smærri samfylkingarfélög hafi fengið einhverja ofurstyrki. Fyrirvarinn er þó til staðar og nú hefur einnig komið upp í umræðunni að allar skuldir R-listans voru greiddar af þekktum athafnamanni. Hvernig skyldi Samfylkingin bókfæra sinn part? Eða niðurfellingu auglýsinga hjá 365 og Fréttablaðinu? Málið er bara að, eins og ég hef sagt áður, það eru allir í skítnum og eins og einn vefritari sagði "hóra er alltaf hóra hvort sem hún tekur mikið eða lítið fyrir dráttinn" (afsakið orðbragðið). Það virðist hreinlega hafa gripið um sig "panik" á sumum bæjum þegar taka átti fyrir leynilega stórstyrki og það sést bezt á samanburði styrktargjafa áranna 2005, 2006 og 2007. Sjálfstæðismenn gerðu mistök, en það gerði Samfó líka og þeir eru ekki þess maklegir að gagnrýna styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins. Ég leyfi mér að efa það stórlega að Samfylkigin hefði slegið hendinni á móti 30milljón króna eingreiðslu hefði þeim staðið hún til boða.

Hvað varðar 4ra hæða hús Sjálfstæðisflokksins þá gefur það í sjálfu sér ekki tilefni til einhverra bollalegginga. Fjöldi félagasamtaka á sín hús og fjöldi félagasamtaka nær að reka þau með því að leigja einhvern hluta þess til annarrar starfsemi. Þú gæti á sömu forsendum dregið í efa heiðarleika Karlakórsins Fóstbræðra, Eflingar stéttarfélags eða Kvenréttindafélags Íslands.

Emil Örn Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 4521

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband