17.7.2008 | 13:00
Afreksmenn
Við getum verið stolt þessum miklu íþróttamönnum. Ég vil óska Benedikt Hjartarsyni til hamingju með sinn frábæra árangur og óska Benedikt S. Lafleur góðs gengis á Drangeyjarsundi.
Það er gaman að vita til þess að slíkar kempur er ekki aðeins að finna í fornsögunum. Þær eru enn til og ég er stoltur af þessum löndum mínum og afrekum þeirra.
![]() |
Lafleur: Ákveðinni spennu aflétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2008 | 15:47
Ný tegund glæpa, ný kynslóð glæpona.
Það hefur sannast á þessu unga pari að glæpir borga sig ekki. Sorglegt að lesa hvernig þetta unga fólk hefur festst í neti græði, neyzlu og fíknar.
Það er samt enn sorglegra að þau komust upp með þetta svona lengi og hvernig þau báru sig að . Við lifum á viðsjárverðum tímum. Við treystum allskonar fyrirtækjum, s.s. bönkum, tryggingarfélögum og opinberum stofnunum fyrir öllum mögulegum upplýsingum um okkur. Allt er geymt á "rafrænu formi" eins og það er kallað og við höfum ekki hugmynd um hversu öruggt það er.
Það er aldrei of varlega farið og hin nýja kynslóð innbrotsþjófa og ræningja er ekki sú sem læðist um að nóttu með kúbein í hendi.
![]() |
Fóru í heimsreisur á kostnað nágrannanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2008 | 13:11
Málfarshornið: Hvað ætli hún Björk sé há?
Þegar ég smellti á þessa frétt átti ég reyndar von á einhverju allt öðru. Hélt jafnvel að indíáninn í skápnum (eða var hann kannske í skúffunni?) væri nú kominn í eðlilega líkamsstærð.
Öðru nær, hér er fjallað um útgáfufyrirtæki sem hefur meðal annars gefið út tónlist Sigur Rósar og annara hljómsveita.
Það væri nú orðhengilsháttur hjá mér að spyrja hvernig þessi "Feiti köttur", sem um ræðir, hefur farið að því að gefa út Sigur Rós og "gefa út sveitir". Menn geta gefið út blöð og bækur og tónlist... hljómdiska, hljómplötur o.sv.fr. Líklega er það tónlist þessara sveita sem hér er átt við og þetta munu ekki vera sveitir eins og Þingvallasveit, Mývatnssveit eða Hvítársíða.
Það sem hins vegar vakti sérstaka athygli mína var að hún Björk mun vera stærsti listamaðurinn "á mála" hjá Litla indíánanum. Nú hef ég aldrei velt því neitt fyrir mér hversu há hún Björk er í loftinu en mér hefur aldrei fundizt hún með hærri mönnum (körlum og konum). Ætli listamenn séu almennt frekar lágvaxnir eða hefur Litli indíáninn verið að safna um sig listamönnum sem hæfa hans eigin líkamshæð?
![]() |
Litli indíáninn stækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 16:59
Er ekki komið nóg?
Það er náttúrulega bezta mál að taka fyrir þetta þyrluflug í þjóðgarðinum og þakka skal Birni Bjarnasyni. En á að láta staðar numið?
Ég hef aldrei skilið hvernig það sé hægt að standa í endalausum byggingaframkvæmdum og lóðasölu í þjóðgarði. Það stríðir einfaldlega gegn hlutverki þjóðgarðsins.
Ég veit ekki betur en allir bændur sem bjuggu innan núverandi þjóðgarðs á sínum tíma hafi verið keyptir í burtu svo þjóðgarðurinn gæti staðið undir nafni.
Látum vera þó þeir sem áttu sumarhús innan þjóðgarðs þegar hann var stofnaður hafi fengið að halda þeim. Látum vera þó sumarhúsin verði áfram í eigu afkomenda þeirra. Gerum líka ráð fyrir því að fólk fái að halda við sínum húseignum og endurbæta.
Er ekki nóg landrými hér á Íslandi fyrir sumarhallirnar? Af hverju má ekki friða þjóðgarðinn?
Svo mætti fólk aðeins doka við og hugsa sinn gang. Þyrlur eru ekki bara dýrar í rekstri. Þær menga líka. Í Bretlandi hefur Vilhjálmi bretaprins verið legið á hálsi fyrir að hafa nota þyrlu til fljúga sér í alls konar óþarfa. Ekki aðeins er hann sagður bruðla með almannafé, heldur kæra sig kollóttan um mengunaráhrifin.
Hér þykja það flottir karlar sem nota þyrlur til að byggja sér einhvern óþarfa á friðhelgum stöðum eða sníkja sér pylsur í Baulunni.
![]() |
Þyrluflug bannað í þjóðgarði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 16.7.2008 kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2008 | 11:08
Málfarshornið: "Veraldlegir Tyrkir"
Maður veit ekki hvort maður á að brosa eða hneykslast: "Veraldlegir Tyrkir", herra minn trúr.
Á ekki metnaðarfullur miðill eins og Mbl.is völ á vandaðari fréttamennsku? "Veraldlegur Tyrki" er ekki til á íslenzku.
Líklega hefur blaðamaðurinn (karlinn eða konan) verið að reyna að þýða orðið "secular" og ekki tekist betur til en þetta. "Secular" mætti reyndar þýða sem "veraldlegur" en í þessu samhengi segir það nákvæmlega ekki neitt.
Að öllum líkindum er hér verið að fjalla um stjórnmálamenn sem ekki hafa trúarbrögð að leiðarljósi í sinni stjórnmálastefnu. Andstætt mörgum, sérstaklega í þessum heimshluta, sem vilja að pólitísk stjórnvöld taki mið af trúarbrögðum við stjórn landsins.
Í ensku verður því orðið "secular" andstæða orðsins "religious". Þetta er einnig notað t.d. um skóla sem ýmist eru þá reknir af einhverri kirkjudeild eða trúarsöfnuði og eru þá "religious" eða þeir eru óháðir trúarbrögðum eru þá "secular".
Menn geta svo velt því fyrri sér hvort íslenzk stjórnvöld séu "secular" eða "religious" samanber 62. grein stjórnarskráarinnar.
![]() |
Ákærðir vegna valdaráns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2008 | 16:01
Hvar er siðgæðið og almenn skynsemi?
Nei, hann átti ekki von á því að þurfa að standa í svona málum. Er það ekki umhugsunarvert hvernig Guðmundur Þóroddsson heldur að hann geti bara farið sínu fram hvað sem tautar og raular án þess að það komi nokkrum öðrum við?
Þessu máli er sko alls ekki lokið. Þetta verður að gera að prófmáli. Það verður að koma í ljós hvort menn geti einfaldlega gengið út með vinnutengd gögn þegar þeir láta af störfum. Komi í ljós að það sé í lagi samkvæmt laganna bókstaf, þá verður að fara huga að lagasetningu sem kemur í veg fyrir svona skrípalæti.
Svo er það bifreiðin. Líklega hefði nú bara verið þagað um hana hefði Guðmundur hagað sér skynsamlega og látið vinnugögnin eiga sig. Nú er hún komin í umræðuna og á því máli þarf líka að taka. Það þarf að setja reglur um það að forstjórar opiberra fyrirtækja einfaldlega geti ekki og megi ekki gera kröfur um hafa alltaf dýrasta mögulega bílinn undir rassinum á sér. Hugsa sér að í ráðningasamningi er ekki talað um hverskonar bifreið fylgi starfinu heldur er kveðið á um að hún megi ekki undir neinum kringumstæðum vera ódýrari en ákveðin upphæð! Hvaða flottræfilsdýrkun er þetta eiginlega?
Það sjálfsagt að gera samning um að bifreið fylgi starfi. Í flestum tilfellum myndi Skoda Octavia eða Ford Focus eða þessháttar henta ágætlega og þyrfti ekki einu sinni að vera nýr bíll. Það er bilun að gera þær kröfur sem maður sér hjá ýmsum opinberum fyrirtækjum og þeir sem samþykkja slíkar kröfur eru að fara vægast sagt óvarlega með opinbert fé. Réttast væri að víta þá sem samþykkja svona vitleysu.
Nú þegar Guðmundur Þóroddsson er svo hættur að vinna fyrir Orkuveituna þá á hann ekkert með að aka bifreið hennar áfram. Hvaða dæmalausa vitleysa er það að halda því fram að hann eigi að hafa afnot af bifreið fyrirtækis sem hann vinnur ekki lengur hjá, hvað þá nota síma sem fyrirtækið á líka?
Hvað sem Guðmundur heldur sig eiga inni er hann hvort sem er búinn að fyrirgera með framgöngu sinni og háttalagi.
Þetta er stórmál! Allt írafárið í kringum Guðmund Þóroddsson hefur opnað augu almennings fyrir því hversu mikil spilling ríkir innan opinberra fyrirtækja og opinberað þann hroka, tillitsleysi, eigingirni, valdníðslu og siðblindu sem þar viðgengst í æðstu stöðum.
Það þarf að hreinsa til. Hætta þessari endaleysu með einhverja ofurstarfslokasamninga og stöðva flottræfilsháttinn. Mér er slétt sama hvað viðgengst hjá einkafyrirtækjum en hér er verið sóa almannafé. Séu eftirsóttir menn ekki fáanlegir til starfa nema með einhverjum fáránlegum kröfum um hlunnindi og starfslokasamninga þá mega þeir bara eiga sig. Þá skortir þá alla vega tvo eftirsótta eginleika sem eru siðgæði og almenn skynsemi.
![]() |
Guðmundur skilaði gögnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2008 | 12:54
Að handleggsbrotna á fótunum-Málfarshornið.
Þessi ungi maður á alla mína samúð og mér er sízt í hug að gera lítið úr þessu slysi. Ég má samt til að spyrja hvort það sé líka hægt að handleggsbrotna á fótunum eða jafnvel fótbrotna á fingrunum?
Hefði ekki verið nær að segja einfaldlega "brotnaði á báðum fótum"? Svona orðalag er bara kjánalegt, það fer ekki milli mála að fótbrot er á fæti... eða fótum og ef fótur brotnar þá heitir það fótbrot.
![]() |
Fótbrotnaði á báðum fótum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.7.2008 | 15:25
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Það er nefnilega kjarni málsins: "Það læra börnin sem fyrir þeim er haft". Því miður alast börnin okkar upp í virðingarleysi fyrir almennu siðgæði, góðri umgengni og almannafé. Þeir þykja flottastir sem hugsa bara um eigin rass og skara eld að sinni köku.
Einhverntíma sat ég fund í mínu heimahverfi þar sem rætt var um óæskilega hópmyndun unglinga og afbrotahneigð. Þá sagði einn pabbinn: "Þetta er náttúrulega borginni að kenna. Það vantar félagsmiðstöð! Maður veit aldrei hvar börnin manns eru."
Fólk er alltaf tilbúið til þess að finna einhverja sökudólga en sjaldnast að líta í eigin barm. Taka til í eigin ranni.
Börn eru alltaf á ábyrgð foreldra sinna. Jafnvel löngu eftir að þau eru flogin að heiman.
Mér var sagt frá móður sem sótti barnið sitt í leikskóla og kvartaði þar við forstöðumann að neglur barnsins hennar væru aldrei klipptar. Það væri draumur sumra foreldra að gera farið með börnin sín í skólann eða leikskólann á mánudagsmorgni og sótt þau svo á föstudagskvöldi, nýböðuð og með klipptar neglur.
![]() |
Uppeldið á ábyrgð foreldra" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
11.7.2008 | 11:43
Spilling, hroki og valdafíkn!
Hvaða bull er þetta? Það eru engar upplýsingar sem stangast á! Guðmundur Þóroddson neitar bara að viðurkenna sig sekan.
Þetta er eins og að segja að upplýsingar stangist á þegar þegar afbrotamaður neitar að viðurkennabrot sitt eða reynir að verja sig með því að gera lítið úr glæpnum.
Ég hef aldrei heyrt annað eins og það að fráfarandi starfsmenn taki með sér fundargögn o.þ.h. þegar þeir láta af störfum. Afrit viðkomandi starfsmanns eru ekki hans persónulega eign heldur fær hann þau í hendur sem starfsmaður viðkomandi fyrirtækis og síðan þurfa þau að vera til staðar fyrir þann sem tekur við starfinu.
Að Guðmundur Þóroddsson neiti að afhenda umrædd gögn gerir hann bara enn grunsamlegri. Ef þetta er allt svona saklaust eins og hann lætur líta út fyrir hvað er þá að því að leyfa öðrum að gramsa í því?
Hvaða hik og viðkvæmni er það svo að láta ekki bara til skarar skríða gegn manninum? Af hverju er hann svona ósnertanlegur? Hvað er að því að láta loka símanum hjá honum svo skattborgararnir þurfi ekki að greiða tugþúsunda símreikninga hjá manni sem er búinn að vera á þvílíkum ofurlaunum að það er beinlínis hneykslanlegt?
Hvernig er yfirleitt hægt fyrir menn að pota sér í aðra eins stöðu og Guðmundur Þóroddsson hefur gert? Hvernig dettur nokkrum manni í hug að samþykkja önnur eins starfskjör? Varla hefur Guðmundur Þóroddsson verið eini maðurinn sem gat gengt starfinu. Og hvers konar menn eru það sem finnst í lagi að fara fram á önnur eins laun og hlunnindi og Guðmundur Þóroddsson gerði þegar hann réð sig til starfa? Gefur slíkt ekki einhverja vísbendingu um siðferðiskennd fólks?
Það segir kannske sitt að sá sem rís núna upp til verja Guðmund Þóroddsson er enginn annar en Alfreð Þorsteinsson. Það spillir málstað Guðmundar meira en nokkuð annað og gerir hann enn grunsamlegri.
Ég fletti upp orðasambandinu "spilltur stjórnmálamaður" í íslenzkri orðabók um daginn og viti menn... þar var mynd af Alfreð Þorsteinssyni.
![]() |
Upplýsingar stangast á um eðli gagna um OR í vörslu Guðmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2008 | 16:11
Þetta eru náttúrulega bara glæpamenn!
Þetta er náttúrulega bara bezta mál. Auðvitað á fólk ekki að leggja uppi á gangstétt og það er með eindæmum hvað sumir eru fótafúnir. Reyndar finnst manni stundum að fótafúinn sé í réttu hlutfalli við bílastærðina.
Annað sem mætti líka taka á, og það af hörku, er sá aragrúi bílstjóra sem kann ekki að leggja í stæði og tekur lágmark 2 stæði undir eina bifreið.
Þetta er sérstaklega áberandi á stöðum þar sem er mikill fjöldi bifreiða og takmarkað rými fyrir stæði, s.s. í Kringlunni, við Spöngina og víðar.
Svona fólk á bara að fá háar sektir fyrir stuld á plássi og helzt að svipta það ökuleyfi við ítrekuð brot. Ekki væri verra ef eitthvert dagblaðið tæki að sér myndbirtingar af svona glæpum, rétt eins og hérna um árið þegar birtar voru myndir af þeim sem lögðu í stæði fyrir fatlaða án heimildar.
Þegar þessir tillitslausu klunnar fara svo að malda í móinn og kvarta undan því að þeir séu á svo stórum bílum þá má bara benda þeim á að ef þeir kunna ekki á stóran bíl sé þeim bara hollast að halda sig við þá sem eru minni.
![]() |
Gangstéttir eru ekki ætlaðar fyrir bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar