10.7.2008 | 11:15
Lofsvert framtak
Mér lízt vel á þessa hugmynd. Götumyndin og útlit húsanna fær að njóta sín en útfærzlan býður upp á ýmsa nýtingarmöguleika.
Það var gæfa Reykvíkinga að borgaryfirvöld tóku þá ákvörðun að kaupa þessa húsalengju. Við borgararnir viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig miðbærinn okkar er skipulagður og hvernig hann á að líta út.
Vissulega þurfti að fórna töluverðum peningum til þessa að þess enda var "Tjarnarkvartettinn" búinn að gefa peningamaskínunni veiðileyfi á Laugaveginn.
Borgaryfirvöld hafa því orðið fyrir óverðskuldaðri gagnrýni frá þeim sem sízt skyldi þegar þau björgðu þessum hluta Laugavegar frá því að drukkna í steinkassahrúgu.
![]() |
Nýtt deiliskipulag fyrir Laugaveg 4 og 6 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2008 | 10:54
Ofmetnir sálfræðingar
Sálfræðingur: Maður (karl eða kona), sem eytt hefur einhverjum árum í atferlisskoðanir og hugsanlega skrifað um það lærðar greinar.
Ætlar svoleiðis fólk nú að fara að segja dómstólum til um hvernig kveða skuli úr um sekt eða sakleysi?
Það er ekki eðlilegt hvað samtímafólk mitt er blindað af öllu því sem sálfræðingar segja. Það er helzt að heyra að þeir séu alvitrir "móralskir" meistarar hverra orð eru yfir allan vafa hafin.
Verst að sálfræðingar sjálfir eru farnir að trúa þessari goðsögn um sjálfa sig.
![]() |
Mikilvæg tól í dómsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.7.2008 | 10:14
Það er víðar Magasin en í Kaupmannahöfn.
Það er spurning hvernig honum tekst að leysa ætlunarverk sitt af hendi er hann er jafn áttavilltur og blaðamaðurinn, sem ritaði þessa frétt.
Myndin með fréttinni er ekki frá Kaupmannahöfn, þrátt fyrir fullyrðingu í myndatexta. Hún er frá Árósum.
![]() |
Krónprins biður um eyðileggingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 10:30
Endurtekið efni
Þar sem þessi heimasíða mín hefur orðið mun tíðlesnari á síðustu dögum leyfi ég mér að endurbirta 2ja vikna gamla grein til að hnykkja enn frekar á málefninu, enda mikið hjartans mál:
Alveg er það með ólíkindum hvað mörgum löndum mínum þykir að öll útlenzka hljóti að vera enska... og það ekki einu sinni alltaf góð enska.Nú hafa ýmsir viljað íslenzka orðið at þegar það er ritað @. Hafa þá flestir orðið til þess að taka upp forsetninguna hjá.
Það er alveg einstakur skortur á ímyndunarafli að geta ekki fundið neitt betra. Enska forsetningin at þýðir vissulega hjá en táknið @ stendur upphaflega fyrir á í viðskiptum, eins og í setningunni: Fimm stykki á 70 krónur hvert, sem væri þá rituð 5 stk. @ 70 kr.Það er því í bezta falli leiðinda þýðingarvilla að taka upp orðið hjá. Hitt er verra, sem kemur upp um lélega málvitund, er að hjá er forsetning sem stýrir falli (rétt eins og allar forsetningar) og því gersamlega ónothæf í þetta hlutverk. Ímyndum okkur að maður héti Jón og ynni hjá Nýherja. Netfangið hans væri þá annað hvort jon[hjá]nyherja.is, sem myndi einfaldlega ekki komast til skila, eða jon[hjá]nyherji.is", sem er bara rangt mál.
Það eru aðeins tvennskonar orð sem kæmu til greina í stað hinshvimleiða at. Annað hvort væri það áhrifslaus sögn eða nafnorð.Sem dæmi um áhrifslausar sagnir í þessu hlutverki mætti nefna jon[er]nyherji.is, jon[heitir]nyherji.is eða jon[þykir]nyherji.is.
Ég held þó að slíkt færi kjánalega í munni og betur færi að finna gott nafn á @-táknið. Ýmsar aðrar þjóðir hafa nefnilega borið gæfu til þess að finna skondin nöfn á þetta tákn, sem hafa svo orðið töm. Ég nefni sem dæmi að Danir og Svíar tala um snabel-a (rana-a), Færeyingar um kurl-a á ungversku heitir það maðkur, hjá þýzkumælandi Svisslendingum apaskott og svo mætti lengi telja.
Ég legg til að annað hvort verði tekið upp orðið snúður eða skott-a fyrir @-táknið. Sjálfur hallast ég að orðinu skott-a en ætla að leyfa áhugasömum lesendum að tjá sig um hvort þeim þykir léttara í notkun. S.s. jon[snúður]nyherji.is eða jon[skotta]nyherji.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.7.2008 | 12:36
Dansið meðan tónlistin ómar.
ABBA: Ungt og fallegt hæfileikafólk í bullandi stuði, sem ruddi frá sér tónlist sem var full af fjöri og lífsgleði. Þannig man ég eftir þeim og þannig vil ég líka muna eftir þeim. Því hryggir það mig ekki að þau ætli sér ekki að koma saman aftur sem hljómsveit.
Ég er hins vegar búinn að sjá söngleikinn Mamma Mia í Lundúnum og ég ætla svo sannarlega ekki missa af kvikmyndinni. Ólíkt því sem S. Stormsker heldur fram finnst mér í góðu lagi að góð tónlist sé útsett og leikin af öðrum en frumflytjendunum.
Svo er ég rétt byrjaður að draga til stafs með tónlistina sem ég vil að verði leikin í jarðarförinni minni og ég er að velta fyrir mér að hafa ABBA- lagið "Dance While the Music Still Goes on" sem forspil.
![]() |
Aldrei saman á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2008 | 10:34
Sannleikurinn getur sviðið.
Ósköp hefur starfsmaður REI orðið sár að heyra sannleikann. Það er nefnilega alveg hárrétt hjá Hönnu Birnu að stjórnmálamenn eiga ekki að vera uppteknir við það að velta fyrir sér fjárfestingartækifærum í öðrum löndum. Hvað sem einhverjum starfsmönnum hjá REI finnst.
Stjórnmálamenn eru ekki fjárfestar og borgarfulltrúar Reykjavíkur eiga að einbeita sér að því að gera borgina okkar að mannvænum og góðum stað að búa á. Þeir eiga einbeita sér að því að reka skóla og leikskóla, sklökkvilið og almenningssamgangnakerfi. Þeir eiga að sinna skipulagsmálum, velferðarmálum, umhverfismálum o.sv.fr..
Verkefni borgarinnar eru æði mörg. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna að þau séu leyst vel af hendi og sem betur fer eru þau í góðum höndum hér í höfuðborginni.
Það er líka á ábyrgð stjórnmálamanna að fara vel með almannafé en ekki stunda spákaupmennsku og áhættufjárfestingar. Þeir eru ekki kosnir til slíkra starfa.
Hanna Birna, væri ég með hatt, tæki ég ofan fyrir þér.
![]() |
Verkefni REI í lausu lofti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.7.2008 | 11:55
Og hvað?
Þrjú blöð duttu inn um lúguna hjá mér í morgun og öll lögðu þau forsíðuna undir sömu fréttina: "Fjórir starfsmenn segja upp hjá dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur"... og blöðin láta eins það hafi verið framið fjöldamorð eða eldgos sé hafið í Keili.
Hvað með það þó einhverjir ofurlaunaðir starfsmenn detti út af launaskrá fyrirtækis í eigu Reykjavíkur? Hvað með það þó ekkert verði af fjárfestingum í Djíbútí? Ég segi: Þó fyrr hefði verið.
Í fyrsta lagi þá er það hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur að sjá okkur Reykvíkingum fyrir vatni og rafmagni en ekki standa í áhættufjárfestingum út í heimi.
Í öðru lagi er það óðs manns æði að fjárfesta í Djibútí. Það hlýtur að vera alvarlega veruleikafirrt fólk sem í heldur í alvöru að peningum okkar sé borgið í einhverju fátækasta og spilltasta ríki í Afríku... og er þó af mörgum þar að taka.
Nú þegar fer að renna af mönnum eftir fjárfestingarfyllerí síðustu ára hljóta þeir að átta sig á því að sem betur fer varð þeim ekki af ætlun sinni í Djibútí. Með fullri virðingu fyrir Djibútum (sem reyndar eru 2 þjóðarbrot; Afar og Issar) þá eru þeir ekki fólkið sem á eftir að ávaxta peningana okkar.
Orkuveita Reykjavíkur er heldur ekki fjáfestingafyrirtæki og á ekkert með að reka einhver dótturfyrirtæki þar sem fólk á ofurlaunum er að leika sér að almannafé.
Svo held ég að fjölmiðlar ættu nú aðeins að endurskoða forgangsröðun sína á fréttaefni. Ef þessi frétt er efni í þrjár forsíður þá er ekki mikið að gerast í veröldinni.
![]() |
Fjórir segja upp hjá REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2008 | 10:10
Það er gott að búa í Grafarvogi - Til varnar úthverfavæðingunni
Ég álpaðist einu sinni á opinn fund í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar þar sem til umræðu var væntanleg Sundabraut, færzla Hringbrautar og fleira. Þarna tóku til máls ýmsir þeir sem eitthvað höfðu fram að færa um framtíðarskipulag borgarinnar. Meðal þeirra voru talsmaður Betri byggðar, formenn Íbúasamtaka Vesturbæjar og Íbúasamtaka Grafarvogs og fleiri. Mér þótti merkilegt að heyra hvað mörgum virtist illa við úthverfin og menn töluðu grafalvarlegir um að sporna þyrfti við úthverfavæðingu borgarinnar.
Þá rifjaðist upp fyrir mér að eitt sinn rataði til mín bók sem heitir Á lífsins leið VI, sem gefin er út af útgáfufélaginu Stoð og styrk og rennur ágóði sölunnar til góðgerðarmála. Þarna skrifa ýmsir þjóðkunnir menn (karlar og konur) og segja frá atvikum í lífi sínu. Ein þeirra sem skrifar í umrætt sjötta bindi er sjónvarpskona sem um tíma var þekkt er fyrir spjallþætti á einni sjónvarpsstöðinni okkar og gerir hún meðal annars að umræðuefni gönguferðir um borgina. Í umfjöllun sinni lætur þessi ágæta sjónvarpskona meðal annars þessi orð falla: Í fínu úthverfi (er) langt á milli húsa og myndarlegar víggirðingar og skjólveggir vernda íbúana fyrir ....... öðru fólki......... Íbúarnir lifðu bak við sínar girðingar.......Maður gat ímyndað sér að fólk þekktist ekki mikið í götunni. Áfram heldur sjónvarpskonan og tekur nú að fjalla um Þingholtin og Skuggahverfið: Maður skynjaði þar ólíkan byggingastíl, ólíkan efnahag og ólíka lykt...... Maður andaði að sér lífinu í hverfinu og sögum af ólíku fólki við hvert fótmál Síðan lýkur höfundur umfjöllun sinni með eftirfarandi orðum: Ég vil skynja sögur af fólki en ekki bara það nýjasta í landslagsarkitektúr og nýjustu girðingarlínu Húsasmiðjunnar í kringum mig.
Þegar ég rifja upp þennan lestur og fundinn í Ráðhúsinu þá er mér fyrirmunað að skilja þann hroka og þá fordóma sem sem maður verður svo oft var við í garð úthverfanna og íbúa þeirra. Af orðum sjónvarpskonunnar mætti halda að þeir sem byggju í úhverfum væru helst ofsóknarhræddir mannhatarar og af orðum svo margra annara er helst að ráða að við sem búum í úthverfum höfum annað tveggja ekki átt völ á íbúðarhúsnæði í miðborginni eða við einfaldlega þekkjum ekkert betra.
Sjálfur er ég nú búinn að búa tæp 14 ár í Grafarvogshvefi, nánar tiltekið í Rimunum. Þar á undan átti ég heima í 105-Reykjavík, í Hlíðunum og fyrstu búskapar ár okkar áttum við hjónin heima í 101-Reykjavík við Ránargötu. Okkur leið ákaflega vel, bæði í Vestubænum og í Hlíðunum en sízt þykir okkur verra að búa hér í 112-Reykjavík. Fókið í götunni hittist og gerir sér glaðan dag saman, á góðviðrisdögum leika börnin í götunni sér saman og fólk kallast á milli garðanna sinna.
Það er gæfa okkar sem byggjum þessa borg að hér eigum við kost á að búa í þéttri byggð eða dreifðri, í háreistri byggð eða lágreistri, með fjalla-, sjávar- eða götusýn, allt eftir því hvað smekkurinn býður. Það er líka sjálfsagt að skipulagsyfirvöld virði val íbúa og breyti ekki búsetuforsendum þeirra með því að keyra þétt háhýsahverfi ofan í dreifðari byggðir úthverfanna eða leggi hraðbrautir í gegnum friðsæl íbúðahverfi.
Úthverfi eins og Grafarvogshverfi er fjölbreytt og skemmtilegt, þar þrífst frísklegt og litríkt mannlíf sem ýmsir þeir sem hæzt mæla þekkja minnst. Það er gott að búa í Grafarvogi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2008 | 10:56
Opið bréf til valdaræningjans á Fjárvíkurhólma.
Eftir að hafa ritað athugsemd um áhugaverða frétt í fyrradag (sjá hér að neðan) hef ég kynnt mér málið frekar og í framhaldi af því sent téðum Stuart Hill bréf á heimasíðu hans.
Þar sem málið kann að hafa vakið athygli annara en mín birti ég nefnt bréf hér í heild sinni. Beðist er velvirðingar á því að bréf þetta er útlenzku en þar sem Stuart þessi Hill er útlendingur er vafasamt að hann skilji það annars:
"Dear Sir
I believe the basis for your declaration can not apply to Forvik alone. It has to apply to Shetland as a whole. Since it was Shetland that was declared a crown dependency in 1669 but not each island as such.
Furthermore king Charles' declaration has to be considered void as it contradicts the original contract between Christian I. king of Denmark-Norway and James III. king of Scotland. The contract does indeed contain a clause giving the Danish-Norwegian king the right to purchase the islands back.
The only two things that could alter the present state of Shetland is either the reigning Danish monarch purchasing the pawn back or the Shetlanders doing so themselves and thereby buying themselves from British rule and back under the Danish crown. Probably and eventually gaining a similar status as the Faeroe Islands have within the Danish kingdom.
To avoid all misunderstanding, please note that Shetland was indeed a Norwegian crown dependecy, but when Norway came under the same king as Denmark in 1380 the Norwegian dependencies like Iceland, Faeroes, Shetland and Orkney followed. When Norway was forced into a union with Sweden in 1815 old dependencies like Iceland and the Faeroes remained under the Danish king. The present king of Norway therefore has no right to purchasing this pawn back as he belongs to a new royal house created when Norway gained its independence from Sweden in 1905.
Best regards
Emil"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 16:44
Enn og aftur við málfarshornið.
Alveg er það með ólíkindum hvað mörgum löndum mínum þykir að öll útlenzka hljóti að vera enska... og það ekki einu sinni alltaf góð enska.Nú hafa ýmsir viljað íslenzka orðið at þegar það er ritað @. Hafa þá flestir orðið til þess að taka upp forsetninguna hjá.
Það er alveg einstakur skortur á ímyndunarafli að geta ekki fundið neitt betra. Enska forsetningin at þýðir vissulega hjá en táknið @ stendur upphaflega fyrir á í viðskiptum, eins og í setningunni: Fimm stykki á 70 krónur hvert, sem væri þá rituð 5 stk. @ 70 kr.Það er því í bezta falli leiðinda þýðingarvilla að taka upp orðið hjá. Hitt er verra, sem kemur upp um lélega málvitund, er að hjá er forsetning sem stýrir falli (rétt eins og allar forsetningar) og því gersamlega ónothæf í þetta hlutverk. Ímyndum okkur að maður héti Jón og ynni hjá Nýherja. Netfangið hans væri þá annað hvort jon[hjá]nyherja.is, sem myndi einfaldlega ekki komast til skila, eða jon[hjá]nyherji.is, sem er bara ekki rétt mál.
Það eru aðeins tvennskonar orð sem kæmu til greina í stað hinshvimleiða at. Annað hvort væri það áhrifslaus sögn eða nafnorð.Sem dæmi um áhrifslausar sagnir í þessu hlutverki mætti nefna jon[er]nyherji.is, jon[heitir]nyherji.is eða jon[þykir]nyherji.is.
Ég held þó að slíkt færi kjánalega í munni og betur færi að finna gott nafn á @-táknið. Ýmsar aðrar þjóðir hafa nefnilega borið gæfu til þess að finna skondin nöfn á þetta tákn, sem hafa svo orðið töm. Ég nefni sem dæmi að Danir og Svíar tala um snabel-a (rana-a), Færeyingar um kurl-a á ungversku heitir það maðkur, hjá þýzkumælandi Svisslendingum apaskott og svo mætti lengi telja.
Ég legg til að annað hvort verði tekið upp orðið snúður eða skott-a fyrir @-táknið. Sjálfur hallast ég að orðinu skott-a en ætla að leyfa áhugasömum lesendum að tjá sig um hvort þeim þykir léttara í notkun. S.s. jon[snúður]nyherji.is eða jon[skotta]nyherji.is.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar