Málfarshornið: "Veraldlegir Tyrkir"

Maður veit ekki hvort maður á að brosa eða hneykslast: "Veraldlegir Tyrkir", herra minn trúr.

Á ekki metnaðarfullur miðill eins og Mbl.is völ á vandaðari fréttamennsku? "Veraldlegur Tyrki" er ekki til á íslenzku.

Líklega hefur blaðamaðurinn (karlinn eða konan) verið að reyna að þýða orðið "secular" og ekki tekist betur til en þetta. "Secular" mætti reyndar þýða sem "veraldlegur" en í þessu samhengi segir það nákvæmlega ekki neitt.

Að öllum líkindum er hér verið að fjalla um stjórnmálamenn sem ekki hafa trúarbrögð að leiðarljósi í sinni stjórnmálastefnu. Andstætt mörgum, sérstaklega í þessum heimshluta, sem vilja að pólitísk stjórnvöld taki mið af trúarbrögðum við stjórn landsins.

Í ensku verður því orðið "secular" andstæða orðsins "religious". Þetta er einnig notað t.d. um skóla sem ýmist eru þá reknir af einhverri kirkjudeild eða trúarsöfnuði og eru þá "religious" eða þeir eru óháðir trúarbrögðum eru þá "secular".

Menn geta svo velt því fyrri sér hvort íslenzk stjórnvöld séu "secular" eða "religious" samanber 62. grein stjórnarskráarinnar.


mbl.is Ákærðir vegna valdaráns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Þakka þér fyrir Emil. Þetta er líklega það sem "blaðamaður" hefur verið að reyna en misheppnast svo hrapalega. Mogginn er fullur af svona ambögum þessa dagana. Sumarfrí? Hvað veit ég.

Bergur Thorberg, 15.7.2008 kl. 11:45

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Veraldlega þenkjandi" gæti verið ein þýðingin á 'secular' í þessu sambandi, einnig "veraldlega sinnaðir" eða "heimshyggju-"/"heimshyggjumenn". Secular getur haft bæði tilfinningalega hlutlausa merkingu (eins og í dæmi þínu hér ofar) og neikvæða (nánast þá í sömu merkingu og: 'efnishyggju-'), þótt það fyrrnefnda sé algengara; ein aukamerkingin er t.d. í hugtakinu 'secular priests', sem notað er um 'heimspresta' eða þá kaþólsku presta, sem eru ekki 'regular' (bundnir munka- eða prestareglu, t.d. dóminikana, Franziskana, Benediktína eða Jesúíta) eða 'religious'. Síðastnefnda orðið þýðir þá ekki bara trúarlega sinnaður / trúaður, heldur er það í því tilviki sérstaklega viðhaft um fólk í nunnu- og munkareglum. Kristnir kaþólikkar eru þannig oft taldir upp í heild sem "priests, religious and laity (leikmenn)." – No offense implied! þ.e. að leikmenn geti ekki verið trúaðir (religiously minded). 'Religion', að endingu, þýðir ekki aðeins 'trúarbrögð', heldur og: Guðsdýrkun, en frummerkingin talin: að tengjast [andlegum] böndum [við Guðdóminn]. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 15.7.2008 kl. 13:32

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þakka ykkur skemmtilegar athugsemdir.

Þú segir nokkuð, Lassi. Ég held að þetta verði ekki þýtt með einföldu orðasambandi. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þessir menn þurfa ekki endilega að vera trúlausir eða and-múslimskir. Þeir eru bara á móti því að trúarlegar áherzlur ráði hjá stjórn og löggjafarþingi landsins.

Jón Valur stingur upp á "veraldlega sinnaðir" eða "heimshyggjumenn" en ég held að það sé ekki nógu augljóst í þessu sambandi.

Ætli maður þyrfti ekki að orða það eitthvað á þessa leið: Tyrkneskir stjórnmálamenn sem eru andvígir trúarlegum áhrifum í lagasetningu.

Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 4650

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband