Þarft og lofsvert framtak

Glæsilegt. Nú er nefnilega um að gera fyrir hið opinbera (lesist ríki og sveitarfélög) að fara í framkvæmdir sem aldrei fyrr. Það er betra að greiða fólki aðeins meira fyrir að skapa verðmæti en strípaðar atvinnuleysibætur fyrir að líða illa.

Persónulega er ég ekkert yfir mig hrifinn af tónlistarhúsinu, sem slíku og hefði gjarna viljað sjá það útfært á allt annan hátt. En þetta er gott framtak, því húsið á bara eftir að nýtast þegar það er einu sinni risið. Það eykur líka bjartsýni og um leið þrótt þjóðarinnar að sjá einhverja drift í gangi.

Mig langar í leiðinni að nefna hvernig ég hefði viljað sjá tónlistarhúsið útfært. Það háttar þannig til í Helsinki að þar átti að byggja kirkju á klettahæð einni í borginni. Það var búið að sprengja fyrir grunninum þegar það kom stríð og svo efnahagsþrengingar og gatið stóð tómt á klettinum. Svo þegar framkvædir hófust á ný var ákveðið að sprengja dýpra inn í klettinn og síðan var sett koparþak yfir með gluggum svo dagsljósið kemur ofan frá. Klettakirkjan er í dag fjölsótt af ferðamönnum og þykir hafa einstakan hljómburð. Fyrir ekki löngu var mikil efnistaka úr Geldinganesi og þar er nú komið stórt og ljótt klettagat. Þarna hefði ég viljað setja þak yfir, líkt og gert var í Helsinki og nota náttúrulegan klettavegginn. Þarna hefði getað orðið til tónlistar"hús", sem væri einstakt í veröldinni. Til að færa það nær miðbænum hefði svo verið hægt að byggja huggulega bátabryggju í Reykjavíkurhöfn og sigla með prúðbúna tónleikagesti út í Geldinganes þegar svo bæri undir.

En í ljósi nýkynntrar viljayfirlýsingar borgarstjóra og menntamálaráðherra: Hanna Birna og Katrín, væri ég með hatt tæki ég ofan fyrir ykkur.


mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta með gatið í Geldinganesi er lygilega skemmtileg hugmynd er því miður ekki raunhæf úr þessu. En manni hlýnar samt við hana og það er fyrir öllu.

Sigurbjörn Sveinsson, 19.2.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Eygló

EÖK: "...betra að greiða fólki aðeins meira fyrir að skapa verðmæti en strípaðar atvinnuleysibætur fyrir að líða illa".

Að öllu leyti samþykk ofanrituðu.

Undirrituð...

Eygló, 20.2.2009 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 4585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband