17.3.2009 | 10:47
Þar kom að því
Það hlaut að skila sér. Við erum búin að ala upp kröfuhart, mér liggur við að segja frekt, þjóðfélag. Þar sem þegnarnir telja sig eiga heimtingu á hverju sem er án þess að þeim finnist þeir þurfa leggja nokkuð á móti.
Það er algjör óþarfi fyrir lesendur að taka þetta persónulega. Auðvitað á þessi lýsing ekki við hvern og einn einstakling, en þetta er orðið nokkuð einkennandi fyrir samfélagið okkar.
Það vill til að það á enginn kröfu á hrósi, nema að hafa unnið til þess og umbun og refsing þarf að fara saman. Það er ekki rétt að innræta börnum að allt sem þau geri sé rétt. Skólinn og uppeldið á heimilunum á að gera þau að hæfum einstaklingum í því samfélagi sem við búum í. Þannig að þau séu undirbúin að takast á við lífið með öllum þeim tækifærum sem það hefur að bjóða en einnig tilbúin til þess að leggja sitt af mörkum til að skapa gott samfélag.
Ætli ýmsir uppeldis- og sálfræðingar hafi ekki gert okkur meiri óleik en okkur órar fyrir.
![]() |
Varar við sjálfsdýrkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2009 | 09:23
Smá misskilningur...
Svo þetta var þá bara frétt um Kim Jong Il.
Ég sem hélt að söngfuglinn góði Kim Larsen ætti í einhverju flatbökustríði.
![]() |
Kim vill fá sínar pítsur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2009 | 22:33
Sjálfsagt mál
Þar kom að því... og ekki degi of snemma.
Auðvitað verður alltaf að taka tillit til aðstæðna, en hefði það verið gert hefðum við verið fullgildir aðilar að EB?
Spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Fallist á undanþágu frá hvíldartíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 17:22
Hvenær verður maður skrímsli?
Verjandinn biður fólk að hafa í huga að Jósef Fritzl sé maður en ekki skrímsli. Ég lýsi eftir skilgreiningu á "skrímsli". Geta menn ekki verið skrímsli? Ég hefði haldið það.
Maðurinn framdi viðbjóðslega glæpi og það er ekki hægt að afsaka slíkt. Að hann hafi sjáfur átt bágt í æsku réttlætir ekki svona verk.
En Jósef Fritzl á samt rétt á því að mál hans sé tekið fyrir og fái meðferð fyrir dómi. Þannig gengur það fyrir sig í réttarríki og eftir leikreglum réttarríkissins verðum við að fara. Það er ekki hægt að láta reglurnar bara gilda fyrir suma en ekki aðra. Slíkt er villimennska.
Mig óar við því að sjá hvernig sumir hafa tjáð sig um þetta mál. Vefritarar vaða með gýfuryrðum og krefjast sumir annað hvort tafarlausrar aftöku eða aftöku að undangengnum pyntingum.
Mér finnst fólk vera að draga sig sjálft niður á sama plan og "skrímslið".
![]() |
Notaði hana eins og leikfang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2009 | 13:33
Þú skalt ekki stela... og ekki heldur svíkja.
Það vill til að líklega eiga tryggingarfélög minnsta samúð allra hjá almenningi. Í samanburði við tryggingarfélögin er Ríkisskattstjóri elskaður af þjóðinni. Hversvegna skyldi það vera?
Svarið er einfalt. Fólk greiðir tryggingariðgjöld sín í þeirri trú að þar með sé það, eðli málsins samkvæmt, tryggt fyrir áföllum. Svo þegar til þarf að taka, þegar fólk verður fyrir tjóni og prísar sig sælt að hafa sitt á þurru þá tekur oft við slagur við þann aðila sem það taldi sig eiga skjól hjá.
Nú ætla ég engan veginn að leggja öll tryggingafélög undir sama hatt og alls ekki alla starfsmenn tryggingarfélaga. Þar er að finna, merkilegt nokk, samvizkusamt og réttsýnt fólk og oft hefur maður vorkennt starfmönnum tryggingafélaga á mannamótum þegar upp kemst um atvinnu þeirra.
Samt kemst maður ekki hjá því að upplifa sum tryggingarfélög sem fyrirtæki með yfirlýst markmið að svindla á viðskiptavinum sínum og starfsfólk þar að stórum hluta samvizkulausa þrjóta.
Sjálfur hef ég lent í því að þurfa að leggja á mig ómælda vinnu, erfiði og fé til þess eins að fá rétta málsmeðferð. Ég hef lent í því að starfsmenn tryggingarfélaga neita að lesa lögregluskýrslur og önnur gögn sem eru máli viðkomandi og gætu orðið til þess að bótaþegi fái það sem honum ber. Og af hverju koma tryggingarfélögin oft og ítrekað með staðlausar mótbárur til að komast hjá því að standa við sínar skuldbindingar? Ætli það sé ekki vegna þess að flestir einfaldlega gefast upp fyrir þeim?
En nú hefst sama vælið og barlómurinn eins og svo oft áður hjá blessuðum tryggingarfélögunum. Allir eru svo vondir við þau. Oftast er svona væl undanfari mikilla hækkana á iðgjöldum. Félögin eru að reyna að byggja upp samúð hjá almenningi, svo þau geti hækkað álögurnar. Og oft láta þau eins og það sé ekkert nema eymd og tap að hafa upp úr slíkum rekstri. Halló, það telur mér enginn trú um að menn séu að reka tryggingarfélgög í einhverju góðgerðarskyni.
Hvernig væri að þau væru bara hreinskiptari í sínum viðskiptum og kæmu heiðarlega fram við viðskiptavini sína? Þá þætti víst flestum í lagi að greiða iðgjöldin sín.
Ég er ekki að mæla því bót að fólk svindli og svíki út úr tryggingum, þó tryggingarfélögin séu oft að uppskera eins og þau hafa sáð. Það á ekki að brjóta lög, það á ekki að stela eða svíkja. Og þó maður svíki þann sem sveik þá er maður bara búinn að koma sér niður á sama lága planið og sá hinn sami er á.
Höfundur vill taka fram að hann hefur ekkert upp núverandi tryggingarfélag sitt að klaga. Hann hefur hins vegar ljótar sögur að segja af öðrum tryggingafélögum.
![]() |
Fjórðungur vissi um svik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2009 | 10:46
Málfarshornið - Mér er nóg boðið!
Ég tel mig bæði víðlesinn og fjölfróðan mann. Þó kem ég engum botni í þessa stuttu grein. Það er eins og hér hafi verið eytt miklu rými í að segja ekki neitt.
Á ég að skilja það svo að "Smettið" (Facebook) sé miðill fyrir auglýsingar eða eru auglýsingar látnar leka inn á netið og sé svo er það í þökk eða óþökk auglýsenda?
Eina sem ég skil, eftir þennan lestur, er að símafyrirtækið Vodafone er annað tveggja að gera auglýsingu eða hefur lokið við að gera auglýsingu þar sem sviðið er Himnaríki.
Svo skil ég það einnig að greinarhöfundur fullyrðir eitthvað um viðbrögð kirkjunnar, þó ég skilji engan veginn hver þau muni verða. Hér tekur nefnilega steininn úr. Hvað þýðir orðið "eipa"? Ég leyfi mér að draga stórlega í efa að það sé íslenzkt.
Réttast þætti mér að sá sem ritaði þessa frétt væri hýrudreginn og fengi að auki alvarlega áminningu fyrir sóðaskap.
Ég er viss um að í núverandi árferði er hægt að ráða fjölda vel upplýstra manna (karla og kvenna) sem kunna að koma frá sér þokkalegum texta á íslenzku máli og hafa metnað til vandaðra vinnubragaða.
![]() |
Fyrirtækin nýta sér Facebook til auglýsinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2009 | 17:45
Sterkur leiðtogi
Í dag og á morgun fer fram prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir.
Einn frambjóðenda er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Og sækist hann eftir 1. sæti á lista flokksins.
Guðlaugur Þór hefur sýnt og sannað að hann er maður sem þorir og maður sem má treysta. Heilbrigðisráðherraembættið er vafalaust óvinsælasta ráðherrastaðan. Ýmsir, sem hafa orðið til að gegna því embætti, hafa náð að gera lítið annað en að halda sjó.
Þannig var því ekki farið með Guðlaug Þór. Hann bauð öldunni birginn og náði áður óþekktum árangri í ráðuneyti sínu. Til dæmis með því að koma í veg fyrir sumarlokanir á sjúkrastofnunum, ná niður lyfjakostnaði, koma sjúklingum af göngum spítalanna... í stuttu máli koma betra lagi á heilbrigðiskerfið með löngu tímabærum ráðstöfunum, sem aðrir þorðu ekki að gera.
Fyrir vikið varð hann fyrir rætinni ófræingarherferð ofurlaunalækna og annara sem báru fyrir sig að þeir væru að gæta hagsmuna sjúklinga þegar þeir voru í raun að gæta sinna eigin.
Auðvitað eru svona aðgerðir aldrei sársaukalausar en þegar lækna á mein þarf oft að skera. Þá flýtur blóð en sjúklingurinn er heilbrigðari á eftir.
Ég þekki Guðlaug Þór persónulega og ég veit að þar fer maður, sem er trúr sinni sannfæringu. Ég hef aldrei reynt hann að ósannsögli og hann er tilbúinn að leggja á sig aukið erfiði megi það verða öðrum til góðs. Hann er líka maður sem þorir að taka erfiðar ákvarðanir og standa við þær.
Þess vegna vel ég Guðlaug Þór til foryztu í Reykjavík. Þess vegna kýs ég Guðlaug Þór í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna.
Ég hvet alla þá, sem tök hafa á, að gera slíkt hið sama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2009 | 15:32
Kaldastríðshetja...
Stan Lee, sem skapaði ýmsar ofurhetjur á ferli sínum, s.s. Köngulóarmanninn, Ofurhugann (Daredevil), Jötuninn ógurlega (Hulk), Járnkarlinn (Iron Man) og Fjögur fræknu (Fantastic Four) var einmitt virkur á dögum Kalda stríðsins.
Hann lét nú eftir sér að skapa sovézka ofurhetju: Rauða varðliðann (Red Guardian).
![]() |
Kaldastríðshetjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 12:59
Keisarans hvað?
Svo varð það maðurinn var í nýju fötum keisarans án þess að vita af því...
Hversvega annars að vonast eftir auðmanni til að kaupa settið? Eru þau orðin þreytt á gamla sófasettinu og þurfa að losna við það? Eru einhverjir auðmenn eftir til að standa í svona löguðu? Væri svo myndi ekki viðkomandi auðmaður vera grunaður um að þvo fé á slíkum kaupum? Ættu flestir auðmenn ekki frekar að gera hreint fyrir sínum dyrum áður en þeir fara að standa í stórgjöfum? Myndi maður ekki sjálfur bara vilja eiga keisarastólana áfram? Og ef ekki myndi maður ekki bara sjálfur gefa Vetrarhölinni notaða sófasettið og öðlast frægð og þakklæti?
Stórt er spurt.
Höfum í huga að fyrir þessari fjölskyldu hefur þetta í ein 90 ár bara verið gamalt sófasett, sem var keypt notað frá Rússlandi. Svo sézt áletrun og þá er vonast eftir auðmanni. Hvað kallast svona?
![]() |
Sátu á stólum keisarans í tugi ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 12:37
Er það fagnaðarefni?
Ég minnist þess ekki að hafa heyrt Amy Winehouse syngja og veit því ekki hversu mikið eða lítið fagnaðarefni það er að hún hætti að syngja fyrir fullt og allt.
Telji hún hins vegar að það megi verða til þess að hún nái að vinna hjarta eiginmanns síns aftur má leiða líkum að því að hann sé ekki ýkja hrifinn af söng hennar.
Þó ég þekki lítið sem ekkert til téðrar Amy Winehouse gleðst ég samt fyrir hennar hönd og vandamanna að hún er farin að borða "almennilegan mat í stað áfengis og eiturlyfja".
Að því tilefni rifjast upp fyrir mér gömul vísa sem mun hafa verið kveðin fyrir munn ákveðins brennivínsberserks. Þó ekki Amy Winehouse:
Brennivín er bezti matur / bragðið góða svíkur eigi. / Eins og hundur fell ég flatur / fyrir því á hverjum degi.
![]() |
Myndi hætta að syngja fyrir fullt og allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
altice
-
athena
-
bassinn
-
benediktae
-
bjarnimax
-
carlgranz
-
ea
-
fhg
-
fullvalda
-
gattin
-
gauisig
-
gunnargunn
-
h2o
-
heimssyn
-
helgi-sigmunds
-
himmalingur
-
hlynurs
-
holmarinn
-
hordurhalldorsson
-
hrenni
-
iceberg
-
jaherna
-
jakobk
-
jonhalldor
-
jonlindal
-
jonvalurjensson
-
jorunnfrimannsdottir
-
kje
-
krist
-
kristinm
-
kruttina
-
ksh
-
lifsrettur
-
minos
-
nr123minskodun
-
rabbabara
-
rocksock
-
runirokk
-
rynir
-
saemi7
-
samstada-thjodar
-
shv
-
skjalfandi
-
sumri
-
texi
-
tharfagreinir
-
theodor
-
thjodarheidur
-
tibsen
-
tilveran-i-esb
-
tomasha
-
valdimarjohannesson
-
vig
-
zeriaph
-
zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar