Éttu sk*t!

Alveg er ég viss um að viðkomandi finnst hann voðalega sniðugur... jafnvel listrænn.

Fyrir mér er þetta bara viðbjóður og vanvirðing við kosningaréttinn. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að fá að kjósa. Menn hafa barizt og jafnvel fórnað lífi sínu til þess að öðlast kosningarétt fyrir sig og/eða afkomendur sína.

Víða um heim hefur fólk ekki enn öðlast þann kosningarétt sem okkur þykir svo sjálfsagður að við hugsum ekki einu sinni þess við hvaða forréttindi við búum.

Sé fólk svona óskaplega óánægt með valkostina þá á það þann kost að skila auðu. Margir auðir kjörseðlar eru mjög sterk og ákveðin skilboð um óánægju kjósenda. Að mæta ekki á kjörstað gefur hins vegar tilefni til þeirrar niðurstöðu að fólk kæri sig ekki um að eiga kost á því að kjósa. Og að fara með kjörseðilinn sinn eins og hér er frá sagt eða eyðileggja hann á annan hátt gefur tilefni til að ætla að sumt fólk hafi ekki þroska til að vera fullgildir þegar þjóðfélagsins og taka þátt í mótun þess.

Ég hef ákveðnar skoðanir í sjórnmálum og það er ekkert leyndarmál að hvaða flokkur fær mitt atkvæði. En ég leyfi mér samt að segja við börnin mín, ef þau ætla að sitja heima á kjördag, að ég vil miklu frekar að þau nýti kosningarétt sinn og kjósi þess vegna allt annað en "flokkinn minn" eða jafnvel skili auðu frekar en að hunza þennan rétt sem aðrir eru enn að berjast fyrir.

Hvað varðar manninn (karlinn eða konuna) sem skeindi sig á kjörseðlinum þá vona ég bara að hann sé sá sami og beit í sinn kjörseðil. Svona fólk má nefnilega éta skít mín vegna.


mbl.is Skeindi sig með kjörseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Hjartanlega sammála þér. Margir gera sér enga grein fyrir því að úti í heimi er fólk sem að lætur lífið bara til þess að landsmenn þeirra fá atkvæðisrétt. Þetta er alveg ólýsanleg vanvirðing. Kosningaréttur er eitthvað sem á að nýta. Ég er hjartanlega sammála þér að ef menn eru ekki ánægðir með það sem er í boði eiga menn frekar að skila auðu.

Ég gerði það allavegana.

Heimir Tómasson, 27.4.2009 kl. 17:08

2 identicon

Spurning um að hafa klósettpappír í kjörklefum fyrir litlu aktívistakrakkana sem þykjast hafa það skítt. Kúkaðu svo bara heima skjátan þín!

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 17:36

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Sumir eru bara veikir á geði.

Að halda að þetta sé einhverskonar mótmæli er fráleitt, þetta er bara sjúkleiki, ekkert annað.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 28.4.2009 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 4568

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband