Er þetta í alvörunni svona?

Afsakið, kæru lesendur, en ég skil þetta ekki alveg.

Er það rétt að þegar heimsmarkaðsverð á olíu hækkar þá hækka olíufélögin hér samdægurs en þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá getum við bara beðið eftir næstu sendingu með að það lækki?

Sé svo þá eru olíufélögin að hækka birgðir sem keyptar eru inn á lægra verði. Er einhver sanngirni í því?

Ég get vel skilið að það þurfi að vera einhver vinnuregla með svona hluti. Eðlilegast væri að verð hækkaði þegar dýrari olían kæmi á markað og þá er jafnframt eðlilegt að það lækkaði þegar sú ódýrari er komin í tankana.

Ég get líka skilið að bensínverð fylgi heimsmarkaðsverði. En þá verður það bæði að hækka og lækka miðað við sömu forsendur. Við hljótum að gera kröfur um samræmi, þ.e. að olíufélögin séu sjálfum sér samkvæm í verðbreytingum.

Kannske er þetta bara misskilningur hjá mér. Leiðrétti mig sá sem betur veit.


mbl.is N1 hækkar bensínverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúverðugur Steingrímur

Ég held að Steingrímur ætti að segja sem minnst. Hann er kominn í þvílíkan hring að hann hefur náð að bíta í fastar í skottið á sér en dæmi eru um.

Að Steingrímur J. finni orðum Davíðs flest til foráttu gerir þau aðeins trúverðugri í mínum augum.

Sjálfur hef ég löngum haft nokkurt álit á Steingrími sem heiðvirðum manni og áreiðanlegum, þó ég fylgi honum ekki í pólitík. Nú hefur hann hins vegar hrapað í áliti hjá mér hraðar en nokkur annar hefur gert.

Ég held að Steingrímur J. ætti að finna sér eitthvað annað að gera. Það er ekkert lengur að marka það sem hann segir.


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó og verði þeim að góðu

Er það ekki einmitt það sem við viljum? Fara dómstólaleiðina. Nú höfnum við Æsseif samningnum, enda er hann ótækur, og látum dómstóla skera úr.

Hvað eru Hollendingar eiginlega að fjasa um mismunun. Meint mismunun er einfaldlega mjög skiljanleg. Lætur fólk sér ekki meira annt um fjölskyldu og nánasta skyldfólk en aðra? Er það ekki skylda hverrar ríkisstjórnar að tryggja hag sinna þegna sem bezt en ekki fólks í öðrum löndum?

Hvað ættu Hollengingar annars að vera að derra sig? Hafandi mergsogið Indónesíu, Súrínam og fleiri nýlendur á sínum tíma. Hver talaði þá um mismunum og átti samt að heita svo að þessi lönd væru undir vernd Hollendinga.

Og hvað þá með breta (viljandi með litlum staf)? Það þarf nú ekki annað en að líta Írlands til að sjá hvert innræti þeirra er. Þeir frömdu hreinlega þjóðarmorð á Írum sér til hagsbóta. Hver talaði þá um mismunun?

Þetta er bara fínt. Förum dómstólaleiðina og hættum að reyna að semja við þessa þverhausa.


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætlar Sviss að taka upp brezk pund?

Ákaflega áhugaverð hugmynd, sem lesa má meira um á heimasíðu umrædds hótels www.null-stern-hotel.ch

Það sem vakti þó mesta athygli mína var að samkvæmt þeirri frétt, sem ég vitna hér í, virtist búið að opna hótel í Sviss sem rukkaði gesti sína fyrir gistingu og anna greiða í brezkum pundum.

Einhvern veginn held ég að blaðamaður hafi hér einfaldlega dottið um brezka umfjöllun og þýtt hana án frekari athugana. Sé svo er ekki um blaðamennsku að ræða, heldur þýðingu. Reyndar væri það þá ekki í fyrsta sinn sem slíkt hendir... því miður. Það segir sig eiginlega sjálft að verðskrá hótelsins hlýtur að vera í gjaldmiðli landsins.

Ég hafði því fyrir því að lesa mér frekar til og komst að því að verðskrá hótelsins er í svissneskum frönkum og samkvæmt henni kostar gisting frá 25 CHF(svissneskum frönkum) á mann á nótt. Sé það umreiknað í íslenzkar krónur kostar nóttin því um 2.900 krónur. Séu 25 CHF umreiknaðir í brezk pund gerir það um 14 pund, svo ekki veit ég hvaðan 6 punda verðið kemur.

Þó skal það nefnt að í ýmsum fréttaumfjöllunum af opnun þessa hótels, sem var 5. júni sl., eru nefndar tölur um gistingu frá 10 CHF og 8 EUR sem liggja nálægt 6 pundum. Hvort hér er um eitthvert tilboðs- eða sérverð að ræða eða hvort einhverjir blaðamenn hafi misskilið eða misritað skal ósagt látið.

Ég komst alla vega að því að verðskrá hótelsins er í svissnesku frönkum en ekki brezkum pundum, sem staðfestir grun minn um þýðingarvinnu svonefnds blaðamanns.


mbl.is Núll stjörnu kreppubani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Kommonn", Sigurður!

Vá, Sigurður, þætti þér í lagi að maður (karl eða kona) brytist inn í hús, léti greipar sópa og bankaði síðan upp á hjá húsráðendum nokkrum dögum síðar og krefðist þess að fá meiri pening vegna þess að hann hefði ekki haft nógu mikið upp úr krafsinu?

Myndir þú kannske taka að þér að sækja málið fyrir slíkan mann?

Baldur var ekki ráðinn til þess að setja fyrirtækið á hausinn. Hann gerði það nú samt og það á mettíma og þáði ofurlaun fyrir.

Ætli hluthafar Eimskipa eigi ekki frekar kröfu á Baldur?


mbl.is Sigurður G: „Sérstakur dómur“ yfir Baldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja karlinn... eða þannig

Hversu siðblindir geta menn verið? Hversu gersneyddir allri sómatilfinningu? Hversu ómeðvitaðir um almenna réttlætiskennd?

Maðurinn sem tók ofurlaun fyrir að setja stöndugt fyrirtæki á hausinn á mettíma telur sig eiga kröfu til ofturlauna frá því sama fyrirtæki í tvö ár! Halló, hvar er þessi maður alinn upp?

Maður á varla orð yfir svona hroka.

Ég óttast mest að fólk sem hagar sér svona geri sér ekki grein fyrir því hversu fjarstæðukenndar svona kröfur eru. Ég óttast að svona fólk sé svo siðblint að það átti sig ekki á því að það sé að gera eitthvað rangt. Það er skárra þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það sé að gerta eitthvað rangt þegar það fremur ódæðið. Þá er því hugsanlega við bjargandi.

Ekki aðeins virðist manninum sjálfsagt að þiggja ofurlaun án þess að hafa nokkurn tíma unnið fyrir þeim. Hann hikar ekki við að draga þá sem hann setti á höfuðið fyrir dómstóla til merja undan þeim fé. Ég endurtek bara: Hvar er þessi maður alinn upp?

Ég segi þó ekki annað en að það er ánægjulegt að dómstólarnir virðast vera að virka. Vonandi dettur nú hæstarétti ekki í hug breyta þessu... þ.e.a.s. ef karlinn ætlar að gerast svo djarfur að áfrýja.


mbl.is Eimskip sýknað af kröfu Baldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og ekki bara einn...

Og ekki bara einn, heldur heila 13.

Annars held ég að tilvist jólasveina sé mun trúanlegri en sú goðsögn að hægt sé að fá sérstakar undarþágur hjá ESB í sjávarútvegsmálum.

Satt að segja ætti að varða við lög að bera út slíkan lygaáróður um jafn viðkvæmt mál og réttast að ávíta fólk fyrir slíkt ábyrgðarleysi.


mbl.is Segir Íslendinga trúa á jólasveininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ölið í matvöruverzlanir?

Umræðan um það hvort leyfa eigi sölu áfengs öls og víns í matvöruverzlunum er alltaf í gangi. Núna er t.a.m. könnun á "Smettinu" eða "Facebook" um það hvort leyfa eigi sölu bjórs í matvörubúðum. Sjálfur svaraði ég þessari spurningu játandi en langar að gera frekar grein fyrir atkvæði mínu hér á þessum vettvangi.

 

Ég er sammála þessari kröfu í grundvallaratriðum. Ekki vegna þess að ég held að öl myndi lækka eitthvað að ráði við slíkar breytingar því lang stærstur hluti verðsins er áfengisgjald. Þá tel ég ekki eftir mér að fara í "Ríkið" og sé því ekki neina verulega hagræðingu að þessu heldur. Svo er því ekki að neita að ég óttast að matvörumarkaðir myndu ekki hafa mikinn áhuga á sinna sérvitringum eins og mér, sem er fjarri því að vera sama hvaða bjór ég drekk og úr hvaða umbúðum. Höfum í huga að "Ríkið" er sérverzlun og sinnir því þessari vörutegund betur en stórmarkaður myndi gera.

 

Þegar rætt er um sölu áfengis í matvörumörkuðum finnst mér oft vanta frekari skilgreininingu á því hvernig slíkt ætti að fara fram og á hvaða forsendum.  Þætti mér ekki úr vegi að líta aðeins til þess hvernig þessum málum er háttað á hinum Norðurlöndunum (öðrum en Danaveldi)

 

Ég gæti t.d. vel hugsað mér að hér giltu reglur eins og í Finnlandi. Þar má selja öl undir 4,7% að alkóhólmagni í matvöruverzlunum en sterkari bjór er seldur í Alko ("Ríkinu"). Þetta tryggir ákveðið framboð sérbjóra, s.s. belgískra munkabjóra o.þ.h. sem sérvitringar eins og ég vilja ekki vera án, meðan þeir sem drekka bjór sem svaladrykk geta skellt nokkrum dósum í körfuna um leið og þeir kaupa grillkjöt, skyr og Pepsi Max í matvöruverzluninni.

 

Ég er s.s. sammála þessari kröfu í grundvallaratriðum þó ég sjái ekki hag að þessu persónulega.

 

Svo mætti líka hugsa sér allt aðra nálgun. Til dæmis að gefa alla áfengisverzlun  frjálsa (sem væri bezt) en takmarka hana við þá sérverzlanir sem hefðu þá sérstök leyfi til að selja áfengi og skylda vöru en ekki annað.


Hryðjuverk!

Hversu firrt getur fólk verið? Og þetta eiga að heita reynzluboltar í landsmálum... og þetta kaus þjóðin yfir sig. Kannske eigum við ekkert betra skilið.

Fyrir löngu las ég sögu um konu sem átti hænu er verpti gulleggjum. Reyndar bara einu gulleggi á dag en það dugði konunni fyrir öllum útgjöldum og svolítið meira til. Þá datt konunni í hug að kannske væri hænan full af gulleggjum og betra væri að eiga þau mörg í einu. Hún slátraði því hænunni, opnaði hana en fann engin egg þar fyrir. Nú átti hún enga gullhænu lengur og var svipt þessum ágætu tekjum sem hún hafði haft.

Mér dettur þessi saga í hug þegar þessi (vanhæfa) ríkisstjórn kemur loksins með þær tillögur sem hún telur að megi verða þjóðinni til hjálpar í þrengingum. Hvað vill hún gera? Jú, slátra gullhænunni.

Með þessum aðgerðum er aðeins verið að gera fyrirtækjunum verra fyrir að halda úti þeirri starfsemi, sem stendur straum af launum landsmanna. Þegar endanlega hefur verið gengið af fyrirtækjunum (launageiðendunum) dauðum þá mun koma í ljós að gulleggin eru ekki lengur til staðar.

Hver á þá að standa undir bótunum sem ríkisstjórnin ætlar sér greinilega að við förum öll á.

Ég held að Steingrímur J. og Jóhanna Sig. ættu að finna sér eitthvað annað að gera. Ekki aðeins eru þau aumunarverð í þeirri stöðu sem þau eru í heldur eru þau einnig stórhættuleg samfélaginu.


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu langri?

Ríkið er vissulega að stíga fyrsta skrefið, en ég óttast að það sé skref beint fram af hengifluginu. Ég óttast að þetta verði ekkert sérstaklega löng ferð. Ég held að þessi vanhæfa ríkisstjórn sé, meðvitað eða ómeðvitað, að steypa okkur í glötun.
mbl.is Ríkið stígur fyrsta skrefið á langri ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband