10.7.2009 | 15:27
Steingrímur Joð bítur höfuðið af skömminni
Mann setur hljóðan við svona frétt. Og þarna stendur Steingrímur Joð eins og forpokaður sovét-kommissar og segir að þetta sé sko engin kúgun. Hvað er þetta þá Steingrímur? Valdníðsla?
Nei, nei, Steingrímur kúgar ekki sína menn. Þeir mega tala og kjósa eins og þeir telja réttast svo framalega sem það er samkvæmt sannfæringu Steingríms sjálfs. Minnir þetta ekki á lýðræðið í Sovétríkjunum sálugu? Allir höfðu kosningarétt, allir máttu kjósa, en það var bara um einn flokk að velja.
Steingrímur J. Sigfússon hefur fallið í áliti hjá mér um fleiri þrep síðustu vikur. Í dag datt hann á botninn.
Það er stjórnarskrárbundin skylda þingmanna að fylgja sannfæringu sinni. Þetta ákvæði stjórnarskráinnar hefur Steingrímur Joð brotið, því hann hefur kúgað menn til þess að fara gegn því.
Skammastu þín Steingrímur Joð. Hvaða dúsu hefur Samfylkingarliðið gefið þér?
Steingrímur J.: Engin kúgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2009 | 10:56
Gat verið...
Vá, það hlaut að vera. Það liggur við að maður vilji leita uppi allt það fólk sem maður hefur átt orðastað við síðustu 7 árin um kaup þeirra feðga á Landsbankanum og segja: "Ég sagði þér það."
Ég skildi aldrei hvernig tveir ósköp venjulegir menn gátu keypt einhverja aflóga ölgerð í Rússlandi og selt hana stuttu síðar með þvílíkum hagnaði að þeir gátu bara "vesgú" keypt Landbankann.
Það brást hins vegar ekki þegar ég orðaði þessar efasemdir þá var ævinlega svarað eitthvað á þá leið að þessir menn væru "sko snillingar", þeir "hefðu nú selt Heineken", "svona menn kunna ýmislegt fyrir sér", "þeir komu með nýjar hugmyndir" og svo mætti áfram telja.
En hvað kemur nú ljós? Mennirnir tóku bara lán, villtu á sér heimildir og fóru að greiða sjálfum sér arð í stórum stíl af fjárfestingum sem þeir áttu í raun ekkert í. Eða skil ég það ekki rétt? Ég er ekki hagfræðingur.
Og nú virðist ekkert standa eftir. Feðgarnir bjóða lánveitanda sínum að borga helminginn af láninu "og málið dautt". Stendur virkilega ekkert eftir af þessum peningum sem þeir settu í vasann? Eru þeir kannske komnir til Rússlands?
Ég get skilið að lánveitandinn velti þessu tilboði fyrir sér. Hugsanlega er það eina leiðin til að hafa eitthvað upp í skuldina hjá þessum fjárhættuspilurum. Það breytir því ekki að Kaupþing má alls ekki ganga að tilboðinu. Jafnvel þó það yrði til þess að enn minna fengist upp í skuldina en ella. Slíkt væri stórhættulegt fordæmi. Það er ýmislegt mikilvægara en peningar.
Peningar eru ekki verðmæti í sjálfu sér. Þeir eru ígildi þeirra verðmæta sem fyrir þá fæst og aukið siðgæði og heiðarleiki í viðskiptum er miklu meira virði en einhverjir milljarðar króna.
Sýndu Samson mikið traust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2009 | 15:06
Merkilegur maður hann Össur.
Svarar ekki fræðilegum spurningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2009 | 11:47
Andið rólega
Hvað er eiginlega að fólki? Það er ekki eins og það sé búið fella niður eitthvað af skuldum þeirra fegða.
Þar fyrir utan er ofbeldi og hótanir um ofbeldi ekkert annað en villimennska. Gætum okkar að fara ekki niður á slíkt plan.
Annars finnst mér það athyglisvert að Björgólfsfeðgar skuli skulda Kaupþingi þessa upphæð. Oft hefur maður velt því fyrir sér hvernig þeir feðgar fóru að því að kaupa Landsbankann. Oft viðraði maður það í umræðum við fólk það væri ekki einleikið hvernig menn gátu skroppið til Rússlands, keypt þar og selt eina ölgerð og keypt síðan Landsbankann fyrir mismuninn. Þá var það jafnan viðkvæðið að þetta væru nú snillingar.
En skil ég ekki rétt að hér er skýringin komin?
Bankastjóra Kaupþings hótað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2009 | 16:41
Hamingjan sanna!
Já, fólk er ginnkeypt fyrir alls konar dellu. "Beauty Camp Weekend", hamingjan sanna!
Og á fólkið á auglýsingunni að kenna öðrum að líta vel út? Reyndar finnst mér þríeykið fjarri því að vera smekklega til fara og furðar mig því enn meira á eftirspurninni sem þetta aprílgabb virðist hafa skapað.
„Aldrei hitt Karl Berndsen“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2009 | 12:22
Óhæfur Össur...
Hvað er eiginlega með hann Össur? Er hann að ljúga? Er hann illa upplýstur? Nennir hann ekki að vinna vinnuna sína? Spyr sá sem ekki veit en eitt er morgunljóst: Össur er gersamlega vanhæfur í starfi.
Og hvað á manni að finnast um svona mann? Mikilvægur fundur um réttarstöðu íslenzka ríkisins og afkomu þjóðarinnar haldinn í hótelanddyri? "Heyrðu, Svavar, ég er í London. Hittu mig í hótelanddyrinu. Við getum fengið okkur einn lítinn og spjallað svolítið." Skyldi nokkurn mann undra þó Össur hefði gleymt skýrlsunni á barnum eða snyrtingunni? Ekki skrýtið að hann muni ekki eftir því að hafa haft hana með sér heim af "fundinum".
Hvernig dettur mönnum í hug að halda áfram að keyra Æsseif-samkomulagið í gegn þegar svona mikilvæg gögn koma upp á yfirborðið? Og hvernig datt mönnum í hug að þeir kæmust upp með keyra það í gegn án þess að leggja öll spilin á borðið?
Það er ljóst að þessi ríkisstjórn og samninganefnd hennar hefur farið á bak við þjóðina í mjög veigamiklu máli. Það er ljóst að ýmist hefur verið logið að þingmönnum eða sannleikanum haldið leyndum. Allt til þess að sumir geti sleikt sig upp við ESB. Allt til þess að sumir getir keyrt þjóðina með góðu eða illu, sama hverja afleiðingarnar verða, inn í Evrópubandalagið.
Það er líka jafnljóst að Össur getur ekki lengur gengt því embætti sem hann gegnir í dag. Burt með þig, Össur. Þinn tími er kominn.
____________________________________________________________
Mér dettur í hug gömul saga frá tímum kalda stríðsins: Einhvern tíma kringum 1950 voru tveir landamæraverðir sem gengdu starfi sínu sitthvoru megin landamæra Júgóslavíu og Rúmeníu. Þó ekki væri alltaf vinskapur með þjóðum þeirra þá tókst ágætis kunningsskapur með þessum tveimur mönnum og þar kom að því að sá rúmenski bauð þeim júgóslavneska yfir landamærin og inn í kofann sinn í kaffisopa. Þegar sá júgóslavneski kom inn sá hann þar uppi á vegg stórt plakat af Tító Júgóslavíuleiðtoga vera sleikja afturendann á Sámi frænda og þiggja dollaraseðil að launum. Þegar hann sá þetta fór hann að skellihlæja en sá rúmenski spurði þá: "Hví hlærð þú? Finnst þér það fyndið að við séum að gera grín að þjóðarleiðtoga ykkar?"
"Nei reyndar ekki", svaraði sá júgóslavneski, "það vill bara til að ég er með alveg samskonar plakat í kofanum mínum þar sem leiðtogi ykkar er sleikja rassinn á Stalín. Eini munurinn er sá að hann fær ekkert borgað fyrir".
Skyldu ráðherrar Samfylkingarinnar og Steingrímur J. fá eitthvað borgað fyrir?
„Mér er sagt það sé til“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 17:08
Ókeypis?
Það vakna nú ýmsar spurningar við lestur þessarar fréttar. T.d. er nokkuð fyrsti apríl í dag?
Ég á erfitt með að sjá fyrir mér hvernig þetta er framkvæmanlegt. Hvernig uppfylla á öll öryggisatriðin? Hvernig verður umhorfs í "stæðunum" eftir lendingu... allt í kös?
Það sem mér þykir þó lygilegast er að hugmyndin sé að bjóða fólki ókeypis flugfar. "Kommonn", hvaða flugfélag flýgur manni ókeypis? Ekki einu sinni Ryanair.
Ókeypis flug fyrir standandi farþega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.7.2009 | 16:02
Hvað er málið?
Hvað er þá málið? Hvað liggur á að berja þetta Æsseif-samkomulag í gegnum þingið? Það er ekki óumdeilanlegt að okkur beri að standa skil á þessu fé. Fáum fyrst úr því skorið. Öllu heldur: Stöndum fast á þeirri túlkun sem fram kemur í þessari skýrslu : Þar sem fjártjón Hollendinga og Breta vegna Icesave er hluti af kerfislægu hruni íslensku bankanna, má ætla að tilskipunin um innstæðutryggingar eigi ekki við, ljóst þykir að það kerfi ráði ekki við allsherjarhrun.
Og hvað með það þó brezk og hollenzk yfirvöld hóti öllu illu. Stundum verður maður bara að standa fastur á sínu. Eins og við gerðum í landhelgisdeilunum. Ekki voru bretar (viljandi með litlum staf) þá beinlínis frýnilegir.
Þessi þjónkun, mér liggur við að segja slepjulegi sleikjuháttur, sumra ráðamanna við ESB er beinlínis viðbjóðsleg. Það er allt í lagi að bjóða öðrum birginn þegar maður hefur réttinn sín megin. Við erum bara menn (karlar og konur) að meiri á eftir... og það er til veröld utan ESB.
Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2009 | 13:30
Getur það verið?
Getur það verið? Getur það verið að Össur, Jóhanna og rest séu svona óheiðarleg? Getur það verið að þau séu að skammta út þær skýrslur og greinagerðir sem henta þeim en stinga öðrum undir stól? Getur það verið að Össur sé svo vitlaus að halda að hann komist upp með að afgreiða þessa ákveðnu skýrslu á þann hátt að hún skipti ekki máli? Getur kannske verið að hann svona forhertur í afstöðu sinni til þess að berja okkur inn í ESB, nolens volens, að hann sjái ekki hvað þetta er rangt? Heldur hann að fólk sé fífl?
Og hvað er með hann Steingrím J.? Er hann ekkert betri eða er hann að láta hafa sig að fífli? Er hann líka svona vondur eða er hann bara svona einfaldur?
Það er helzt að sjá að Össur & co. séu svo forhert að þeim er slétt sama út á hvaða flæðisker þau teyma þjóðina svo framalega sem þeim tekst ætlunarverk sitt: Að koma okkur inn í fjandalagið ESB. Hvaða dúsur ætli sé svo búið að bjóða þeim?
Mér hefur nú alltaf þótt Össur frekar skemmtilegur og blátt áfram. Nú sýnir hann á sér nýja hlið. Þvílíkur hroki og valdníðsla.
Lögfræðiálitið breytir engu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.7.2009 | 15:03
Flestir sammála Davíð...
Ætli við séum samt ekki flest sammála orðum Davíðs um að Íslendingar vilji standa við sínar skuldbindingar, en fá líka skorið úr um hverjar þær séu í raun?
Þess vegna á ekki að samþykkja Æsseif-samkomulagið heldur reyna til þrautar að fara dómstólaleiðina. Það vill svo til að nú eru hollenzkir Æsseif-innistæðueigendur að undirbúa málsókn gegn íslenzka ríkinu. Væri ekki bezt að leggja alla um umræðu um Æsseif á ís þar til sú kæra hefur komið fram og um hana hefur verið fjallað?
Svo ætti Steingrímur að hætta þessum pirringi og þessari skapvonzku. Viðbrögð hans gera orð Davíðs bara trúanlegri í mínum augum. Telji hann Davíð fara með rangt mál þá á hann svara því málefnalega en hætta að æpa um barnaskap o.þ.h. Reyndar er Steingrímur fjarri því að vera trúverðugur sjálfur eins og hann er búinn að tala sig í hring á nokkrum mánuðum.
En fyrri alla muni: Ekki samþykkja Æsseif-samkomulagið. Látum reyna á dómstólana.
Fréttaskýring: Einhver barnaskapur sem nær bara engri átt“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar