14.7.2009 | 17:05
Billegt
Ég held að Árni Þór sé að fara á taugum. Reyndar ekki sá eini innan raða VG held ég og lái þeim hver sem vill.
Mér finnst það einkennilegt þegar það er ljóst að svokallað Æsseif-samkomulag mun sannanlega verða að þrælaoki komandi kynslóða á Íslandi þá séu sæmilega skynsamir menn eins og Árni Þór að reyna að halda ágæti þess á lofti vegna trygglyndis við gamlan komma sem olli ekki því verki sem honum var treyst fyrir.
Það var beinlínis aumkunarvert að hlusta á Svavar Gestsson reyna að gera álit lögfræðinga Seðlabankans tortryggilegt til að halda á lofti ágæti eigin handvammar.
Málið er einfalt: Æsseif-samkomulagið er ekki boðlegt í þeirri mynd sem það er og það er billegt og ber vott um taugveiklun og þröngsýni að vísa frá sér rökum þar að lútandi sem pólitískum.
Það ber að fagna öllum þeim ábendingum sem mega verða okkur að gagni til þess að koma þessum óskapnaði frá og setjast aftur að samningaborði vopnaðir fleiri og betri rökum og þ.a.l. með betri samningsaðstöðu.
Ekki formleg umsögn Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 13:18
Aumingjar með hor...
Það þykir mér illa komið fyrir þjóðinni ef svona veimiltítur eiga að stjórna henni á viðsjártímum.
Hvað með það þó EES-samningurinn sé í húfi? Hefur hann bara verið góðs? Spyr sá sem ekki veit.
Það eru aumingjar sem láta berja sig á þennan hátt til hlýðni: "Uhuhu, við verðum að borga annars verða þeir svo reiðir, annars er agalega góði samningurinn hans Jóns Baldvins í húfi. " Vesalingar!
Við þurfum foyztumenn (karla og konur) sem þora að taka slaginn. Það á að láta sverfa til stáls. Sjá hversu langt þessir kúgarar þora að fara. Ef það er endalaust gefið eftir þá kemur að því að við verðum kokgleypt af stórveldunum. Setjum EES-samninginn þá bara í uppnám, það er fleira í húfi en hann.
Hvar ætli við værum í dag ef við hefðum haft svona aumingja til að leiða okkur í sjálfstæðisbaráttunni og í þorskastríðunum? Ætli við værum þá ekki ennþá dönsk hjálenda með 3ja mílna landhelgi.
Setjum okkur markmið og gerum síðan einkunnarorð Jóns Sigurðssonar að slagorði þjóðarinnar: "Eigi víkja".
EES-samningurinn var í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2009 | 09:29
Að bíta höfuðið af skömminni...
Halló, halló! Öndum nú aðeins rólega! Árangurstengdar greiðslur hvað???
Eru fyrrum starfsmenn fallítt fyrirtækja í alvörunni að fara fram á "árangurstengdar" greiðslur? Fyrir hvaða árangur? Fyrir að keyra fyrirtækin á hausinn? Það var þá glæsilegur árangur, eða hitt þó heldur.
Ég skil vel þá kröfu fólks að það fái launin sín greidd á uppsagnarfresti. Það er bara lágmarkskrafa. Ég get líka skilið að sumir eigi lengri uppsagnarfrest en aðrir. En þetta kalla ég hámark firringarinnar.
Svona kröfur, svona frekja, á enga samúð í þjóðfélagi sem berzt við að halda sjó og sjá til þess að sumir þegnar þess líði ekki skort vegna efnahagsástandsins.
Er fólk svo gersamlega sneytt heilbrigðri skynsemi að það sjái ekki hversu arfavitlausar svona kröfur hljóta að hljóma? Það þarf kannske engan að undra að bankarnir hafi farið í þrot fyrst þetta var hugsunarháttur þeirra sem stjórnuðu. Ef þetta er ekki að bíta höfuðið af skömminni þá veit ekki hvað það er.
Sem betur fer hafa þeir sem um málin halda þann skilning að svona kröfur eru ekki forgagnskröfur. Og ætli menn að fara í mál, verði þeim þá að góðu. Það væri samt ráðlegt fyrir vikomandi að láta ekki sjá sig á almannafæri í bráð.
Tugir launakrafna í farvatninu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2009 | 17:38
Samfylkingin er í eðli sínu andlýðræðislegur flokkur
Það er ekki logið upp á þá samfylkingarmenn (karla og konur). Þetta eru upp til hópa ekkert annað en ómálefnalegir kjaftaskar.
Hvernig dettur Helga Hjörvar í hug að bjóða upp á svona svör? "Þjóðaratkvæðagreiðla um hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu", hvers konar útúrsnúningar eru þetta. Hver kýs svona gripi á þing einginlega? Helgi Hjörvar veit það vel sjálfur að þetta er ekkert nema útúrsnúningur og hann er að gera lítið úr kjósendum sínum með svona fíflahætti... en það er svo sem ekkert nýtt.
Málið er að Samfylkingin var á sínum tíma stofnuð, rétt eins og aðdragandi hennar r-listinn, með aðeins eitt markmið: Að koma Sjálfstæðisflokknum á kné. Þessi stjórnmálaflokkur á enga aðra hugsjón eða baráttumál. Samfylkingin er því í eðli sínu andlýðræðislegur stjórnmálaflokkur. Í raun eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi, sem eitthvað kveður að, sem er með þessum ósköpum og við værum betur komin án hans.
Ég helda að Helgi Hjörvar ætti að finna sér eitthvað annað að gera.
Klækjabrögð eða nauðsyn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2009 | 17:01
Að forgangsraða rétt...
"...þjóðin öll ætti e.t.v. að fá að segja álit sitt á málinu,segir Jóhanna.
Haldið þið að það sé munur. Þjóðin öll og ekkert minna á að fá segja álit sitt á því hvað á gera við einhverja fermetra á Þingvöllum.
En á þjóðin að fá að segja sitt álit á því hvort hún hefur áhuga á að leitast við að komast inn undir hið yfirþjóðlega vald ESB? Ó, nei, það kemur þjóðinni sko lítið við.
Þá vitum við hvernig Jóhanna Sigurðardóttir forgangsraðar. Þá vitum við hvernig hún vinnur. Þjóðinni kemur ekkert við stóru málin en Vallhallarrústirnar á Þingvöllum megum við tjá okkur um.
Jóhanna ætlar að berja aðildarumsókn um ESB í gegn, með góðu eða illu. Henni er slétt sama þó hún nái ekki einu sinni meirihluta fyrir því á þingi. Málið skal í gegn og hundhlýðinn kjölturakki hennar, Steingrímur Joð, skal sko sjá til þess að hvolparnir hans þegi á meðan.
Landsmenn fái að segja álit sitt á uppbyggingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2009 | 15:51
Sumir ættu nú bara að halda kjafti...
Það var nefnilega það. Svo Bos vill ekki upplifa Æsseif á ný. Ætli hann sé einn um það?
Það er svo sem ágætt að vita að hann er búinn að gera sér grein fyrir því að laga- og reglugerðarumhverfið í ESB/EES er handónýtt. Það væri munur ef sumir hér á Íslandi, sem ólmir vilja koma okkur enn frekar inn í þetta umhverfi, gerðu sér grein fyrir því líka.
Agalega svekkjandi að þurfa að treysta á íslenzka eftirlitsaðila, já. Hvað með það hollenzku, eru þeir bara stikkfrí? Hversu mjög komu Íslendingar annars að því að búa til umrætt regluverk?
Ég held að Bos ætti bara að halda kjafti og skammast sín. Hollendingar eru búnir að missa nýlendurnar sem þeir gátu níðst á meðan þær voru og nú finna þeir sér einhverja aðra til kúga og sparka í ... t.a.m. Íslendinga.
B*lvaður melurinn...
Bos: Aldrei aftur Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2009 | 22:00
Ég tek ofan...
Ég get ekki skilið hvernig það megi túlka það sem svo að ríkisstjórn springi þó allir þingmenn stjórnarflokkanna styðji ekki ákveðið stjórnarfrumvarp. Stjórnin springur ekki nema hún eigi ekki lengur meirihlutastuðning á þingi.
Ásmundur Einar hefur ekki látið það í ljós að hann styðji ekki stjórnina. Hann hefur hins vegar lýst því yfir að hann styðji ekki ákveðið stjórnarfrumvarp, sem er í vinnslu. Þar er stórmunur á og einkennilegt að maður eins og Steigrímur Joð, sem setið hefur á þingi í fleiri mannsaldra, skuli ekki skilja það.
Ásmundur Einar, rétt eins og aðrir þingmenn, hefur þann stjórnarskrárbundna rétt og þá skyldu að fara að sannfæringu sinni og hann er maður að meir að gera einmitt það.
Það sama á við um 4 aðra þingmenn VG og samkvæmt þessari frétt einni við um Unga vinstri græna.
Væri ég með hatt tæki ég ofan fyrir þessu fólki sem kýs að fara að sannfæringu sinni og vinna samkvæmt beztu samvizku.
Tal um stjórnarslit undarlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.7.2009 | 15:42
Tyrfið
Ekki ætla ég að tjá mig um brunann og framtíðaráætlanir um reitinn að öðru leyti en því að mér finnst eftirsjá að Hótel Valhöll en ég hef einnig efasemdir um hótelrekstur í þjóðgarðinum.
Það mér finnst merkilegt er að af 5 mest lesnu innlendu greinunum á mbl.is þegar þetta er ritað eru 4 þeirra um brunann á Valhöll. Bruninn kemur greinilega við hjartað.
Best að tyrfa yfir reitinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.7.2009 | 09:20
Maður líttu þér nær
Það er full ástæða til þess að hafa áhyggjur af ástandinu í Xinjiang. Þar búa Uighurar, sem eru þjóð undir ofurvaldi Kínverja og eiga í dag hendur sínar að verja fyrir ofureflinu. Þeir eiga sér um margt merkilega sögu og menningu það er vel þess virði að kynna sér nánar þetta fólk sem flestir hér hafa hingað til haft ákaflega litla hugmynd um að væri yfirleitt til.
Viðbrögð Tyrkja eru skiljanleg, bæði er tímabært að vekja athygli á því ástandi sem ríkir í héraðinu og þeirri mismunun sem Uighurar eru beittir en einnig rennur Tyrkjum blóðið til skyldunnar.
Það fer nú samt ekki hjá því að manni detti í hug orðtakið að "kasta steinum úr glerhúsi". Því fer fjarri að Tyrkir hafi sjálfir hreinan skjöld.
Undir lok fyrri heimsstyrjaldar frömdu Tyrkir þjóðarmorð á þeim Armenum, sem bjuggu innan landamæra Tyrkjaveldis og er talið að allt að ein og hálf milljón Armena hafi dáið í þeim hörmungum. Þetta er talið vera fyrsta skipulagða þjóðarmorð nútímans. Tyrkir hafa aldrei viljað viðurkenna þátt sinn í þessu þjóðarmorði, hvað þá axla ábyrgð á því.
Kúrdar eru forn menningarþjóð og býr á landsvæði sem í dag skiptist að mestu leyti milli Íran, Írak og Tyrklands. Innan landamæra Tyrklands búa um fimmtán milljónir Kúrda. Allt síðan 1930 hafa Tyrkir markvisst kúgað Kúrda og reynt að eyða þjóðareinkennum þeirra. Þeim hefur verið bannað nota tungumál sitt, þeir hafa verið fluttir nauðaflutningum og leiðtogar þeirra hafa verið ofsóttir og teknir af lífi.
Ég er engan veginn að gera lítið úr hörmungum Uighura og tel löngu tímabært að heimsbyggðin láti sig þeirra mál varða. En ég held að Tyrkjum væri nær að líta í eigin barm og taka til í eigin garði áður en þeir ríða á vaðið. Eins og málum er háttað hjá þeim eru mótmæli þeirra ekki trúverðug.
Tyrkir mótmæla ástandinu í Xinjiang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 12.7.2009 kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2009 | 16:57
Dramadrottningin Steingrímur Joð
Fyrr má nú vera vænisýkin hjá honum Steingrími Joð. Það hefur hvergi komið fram að þessi ákveðni þingmaður ætli sér að taka þátt í að fella stjórnina. Hann er einfaldlega á móti því sem ríkisstjórnin er að leggja til í ákveðnu máli.
Honum ber skylda til þess að fara að sannfæringu sinni sama hvað hæstvirtum kommissar Steingrími finnst vera rétt eða rangt.
Steingrímur verður að gera greinarmun á því hvað það er að mynda bandalag gegn ríkisstjórninni og vinna með fólki að ákveðnum málum.
Mér þykir þingræðið hafa snúist upp í andhverfu sína ef það á að túlka andstöðu einstakra þingmanna við ákveðin frumvörp og ályktanir sem svik og samsæri og í þessu máli þykir mér Steingrímur Joð minna helzt á Stalín eða Bería, sem sáu samsæri og ráðabrugg í hverju horni.
Skammastu þín Steingrímur Joð.
Sló ekki á fingurna á Ásmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar