Andið rólega

Hvað er eiginlega að fólki? Það er ekki eins og það sé búið fella niður eitthvað af skuldum þeirra fegða.

Þar fyrir utan er ofbeldi og hótanir um ofbeldi ekkert annað en villimennska. Gætum okkar að fara ekki niður á slíkt plan.

Annars finnst mér það athyglisvert að Björgólfsfeðgar skuli skulda Kaupþingi þessa upphæð. Oft hefur maður velt því fyrir sér hvernig þeir feðgar fóru að því að kaupa Landsbankann. Oft viðraði maður það í umræðum við fólk það væri ekki einleikið hvernig menn gátu skroppið til Rússlands, keypt þar og selt eina ölgerð og keypt síðan Landsbankann fyrir mismuninn. Þá var það jafnan viðkvæðið að þetta væru nú snillingar.

En skil ég ekki rétt að hér er skýringin komin?


mbl.is Bankastjóra Kaupþings hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Það er í sjálfu sér ekki skrítið þó í nösum hvíni.  Þessir skúrkar sem eru búnir að taka íslenska þjóð í ********* koma og biðja um að skuldir þeirra verði afskrifaðar.  Þeir um það en það sem veldur mér virkilegum áhyggjum var svar Finns Sveinbjörnssonar að "engin ákvörðun" hefði enn verið tekin.

Bara það að menn hafi íhugað afskriftir gerir mann alveg kjaftstopp og ég er þess fullviss að ef stjórnvöld og dómskerfið lætur ekki standa hendur fram úr ermum þá er voðinn vís.  Hvað ef menn fara að framkvæma hótanir sína.  Menn sem hafa engu að tapa.  Erum við tilbúin að hugsa til þess að einhverjir noti haglabyssur sínar til annars en veiða gæsir og rjúpur.

Það sýður á almenningi og eins gott að reiðin brjótist ekki stjórnlaust út.  Þá er vá!

Sveinn Ingi Lýðsson, 9.7.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég skil vel að sjóði, Sveinn. En ofbeldi má aldrei vera lausnin. Svar Finns um að "engin ákvörðun" hefði verið tekin gat í raun ekki verið hlutlausra. Ef menn (karlar og konur) vilja leggja neikvæða merkingu í það þá gera þeir það, sama hvert svarið hefði verið.

Auðvitað er það ekki Finns að segja að e-ð komi ekki til mála fyrr en sú ákvörðun hefur verið afgreidd. Það er ekki hans að segja annað þó honum finnist það jafnvel sjálfum... og jafvel þó hann viti að það muni ekki koma til mála.

Ég leyfi mér að ætla að við séum siðmenntaðri en svo að við förum að láta frekhólkana tala.

Emil Örn Kristjánsson, 9.7.2009 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 4612

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband