12.8.2009 | 15:29
Tafarlaus viðbrögð, takk
Þessi yfirlýsing rússneska sendiherrans kallar á tafarlaus viðbrögð þeirra sem hér sátu við stjórnvölinn þegar meint afþökkun átti sér stað.
Ég ætla ekki að gefa mér að Victor sé að fara með eitthvert fleipur, né heldur að lánatilboðinu hafi fylgt einhver skilyrði. Rússar reyndust okkur ekki illa í viðskiptum hér áður fyrr, þegar þeir hétu Sovétríkin og engin ástæða að ætla þeim einhverja græsku í dag. Rússar eiga gjaldeyrisforða, sem þeir geta vel hugsað sér að nota og ekki ólíklegt að hægt hefði verið að semja um endurgreiðslu í vöruskiptum.
Satt að segja kæmi mér ekki á óvart þó samfylkingarmenn hafi gert það að skömm sinni að hafna þessu láni til þess eins að reka þjóðina út í það horn sem hún er komin í núna.
Sé svo sannast það enn og aftur hvílíka einangrunarstefnu ESB-sinnarnir reka og hversu blindir þeir eru á umheiminn.
Að taka upp aukin viðskipti við Rússa og aðrar þjóðir sem standa utan ESB gæti hugsanlega losað okkur undan því vandræðahlutskipti að vera þeir taglhnýtingar Evrópusambandsins sem við erum óðum að verða.
Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2009 | 15:04
Nú er nóg komið!
Góðir Íslendingar, við stöndum ein. Í alþjóðasamfélaginu stöndum við ein... eða svo gott sem, þeir einu sem hafa sýnt okkur skilyrðislausa samstöðu eru vinir og okkar og frændur Færeyingar.
Við slíkar aðstæður getum við ekkert annað en staðið saman. Ég ætla ekki að gera mér upp samúð með þessum kynbróður mínum sem skyndilega, eftir 13 mánaða aðskilnað, mundi eftir því að hann átti börn einhversstaðar. Ég hvet okkur til þess að standa vörð um þessa íslenzku fjölskyldu og sjá til þess að íslenzkum ríkisborgurum (les.: umræddum drengjum) verði ekki rænt. Hleypum ekki sendimönnum bandarískra yfirvalda eða Interpól til landsins til þess að fremja voðaverk.
Nógu miklu ætla þessir andsk... útlendingar að hafa af okkur. Nú er nóg komið. Hingað og ekki lengra! Mannrán mega ekki líðast!
Fyrst hægt að var að blása til samstöðu um að koma Fisher karlinum undan refsivendi bandarískra yfirvalda og veita honum hæli hér á landi ætti það að vera lágmarkskrafa að við gerðum slíkt hið sama fyrir okkar eigin landsmenn (karla og konur).
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.8.2009 | 13:53
Hverra erinda gengur Össur Skarphéðinsson?
Össur segir að Íslendingum finnist þetta "þröngir, erfiðir og ranglátir samningar". Á sama tíma sannfærir hann starfsbræður sína í Evrópusambandinu um "að ekkert hafi skort á að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi gert það sem þeir geta til að koma samningnum í gegn".
Afsakið að ég spyr, en hverra erinda gengur maðurinn?
Ríkisstjórn á suðupunkti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2009 | 00:17
Ég er líka í herferð...
Ég hef staðið í minni persónulegu herferð gegn bæði hollendingum og bretum (viljandi ritað með litlum staf) undanfarna mánuði. Ég forðast að kaupa brezkar og hollenzkar vörur. Hið ágæta hollenzka öl og hið rómaða brezka viskí, auk þeirra ágæta öls, er t.a.m. ekki í innkaupakörfum mínum í verzlunum ÁTVR.
Ég átti leið inni í áfengisverzlun á Norðurlandi í vikunni. Þar var einn viðskiptavinur kominn með kassa af Heineken-öli að afgreiðsluborðinu þegar aðrir viskiptavinir bentu honum á að neyzla þessa varnings jaðraði við föðurlandssvik. Ég leyfði mér að taka heilshugar undir með heimamönnum og áttaði viðskiptavinurinn sig fljótt á ábendingum sveitunga sinna, skilaði umræddum ölkassa og keypti sér einn innlendan í staðinn.
Gott til þess að vita að það eru fleiri en ég sem standa í slíkri herferð. Bezt ef öll þjóðin sameinaðist um að sniðganga vörur þessara kúgara.
Herferð gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.7.2009 | 00:07
Gott á þá...
Ég get vel unnt bretum (viljandi ritað með litlum staf) þess að búa við vonzkuveður til eilífðarnóns. Megi sólin helzt aldrei skína á þessa tillitlausu kúgara fyrr en þeir hafa séð að sér og bætt á einhvern hátt fyrir sín illskuverk... þ.m.t. margumrætt Æsseifsamkomulag.
Ég gæti mín alla vega vel á því kaupa ekki brezkar vörur þessa dagana.
Breska grillsumarið bregst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2009 | 15:48
Nei, ég er á móti... þess vegna segi ég já.
Það var beinlínis aumkunarvert að hlusta á suma þingmenn gera grein fyrir atkvæðum sínum í dag.
"Nei, ég er á móti mannáti, mannát er viðbjóðslegt og siðlaust, þess vegna greiði ég atkvæði með lögleiðingu mannáts." Einhvernveginn svona fannst mér t.d. röksemdafærsa Svandísar Svavarsdóttur hljóma.
Það var líka lélegt hjá tveimur þingmönnum að sitja hjá við atkvæðagreiðslu í svo stóru máli. Þeim ber beinlínis skylda til þess að gera kjósendum grein fyrir afstöðu sinni.
Þá var það einnig lélegt hjá nokkuð mörgum þingmönnum að ganga þvert á yfirlýsta stefnu sína nokkrum vikum eftir kosningar og sýna kjósendum sínum þannig fingurinn.
Þá er það ennfremur súrt að svona stórt stökk sé tekið með ekki meiri stuðningi Alþingis.
Og að lokum þykir mér að hneisa að gengið sé svo þert á yfirlýstan vilja kjósenda frá síðustu alþingiskosningum.
Ætli ég fari ekki bara heim og flaggi í hálfa.
Uppdiktað svar Svandísar er ekki hugarsmíð höfundar, heldur fengið að láni frá öðrum orðheppnum manni.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.7.2009 | 14:58
Hver er að tala um loddaraskap?
Já, hver vara að tala um loddaraskap? Ég bara spyr.
Auðvitað gerir maðurinn sér grein fyrir því að hann er að styðja aðildarumsókn og ekkert annað. Þjóðin hefur ekki fengið að taka afstöðu til umsóknar.
Þráinn Bertelsson getur svo sem leikið sér. Áskrifandi að listamannalaunum ofan á þingfararkaupið. Ætli honum gangi illa að ná endum saman?
Svo lætur hann það hljóma eins og einhverja fálkaorðu að fá laun án þess að þurfa að skila nokkurri vinnu. Hver er loddarinn?
Þráinn greiðir því atkvæði að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 12:45
Ekki sitja hjá. Þetta er stórmál...
Þetta er vafalítið eitt mikilvægasta mál sem komið hefur fyrir alþingi Íslendinga frá stofnun þess. Því væri það Alþingi til mikillar minnkunar ef niðurstaðan, á hvorn veginn sem hún fer, verður samþykkt með einhverjum minnihluta atkvæða, þ.e.a.s. ef einhver fjöldi þingmanna kýs að sitja hjá. Í svona stóru máli verða allir að gera upp hug sinn og greiða atkvæði eftir beztu samvizku.
Persónulega vildi ég sjá báðar tillögurnar felldar. Það hefur enginn náð að sannfæra mig um ágæti þess að ganga í Evrópusambandið. Einu gildu rökin sem ég fengið að heyra er að til þess að geta tekið upp evru verðum við að vera í ESB. Þau rök vega hins vegar ekki nógu sterkt að mínu mati. Í fyrsta lagi vegna þess að enn á ég eftir að sannfærast um nauðsyn þess að taka upp annan gjaldmiðil. Í öðru lagi, sé þess þörf að skipta um mynt, þá er það alls ekki víst að evra henti bezt og því þyrti fyrst að skoða kosti ýmissa annara mynta, sem mig grunar að myndu henta mun betur vegna þess langa ferlis sem þarf til að taka upp evru. Og í þriðja lagi, jafnvel þó evra henti bezt sem mynt þá hygg ég að fórnarkostnaðurinn sé of mikill.
Við skulum hafa í huga að ESB er engin góðgerðarsamtök. Það sézt bezt á því hvernig hollendingar og bretar (viljandi með litlum staf) hafa beitt sér gegn Íslendingum síðustu mánuði. Það er barnaskapur að halda því fram að ESB sé tilbúið að gefa Íslendingum einhverjar þær undanþágur sem öðrum bjóðast ekki. Því jafnvel þó slíkar undanþágur rötuðu í einhverja samninga þá geta þær verið afnumdar næsta dag án þess að við fáum nokkuð að gert.
Og að halda því fram að með því að ganga í ESB getum við haft einhver áhrif á gang mála er bara fjarstæðukennt rugl.
Höfum einnig í huga að með inngöngu í ESB munum við í raun gefa frá okkur sjálfstæða utanríkisstefnu. Það er ekki liðið að aðildarríki ESB geri tvíhliða samninga við ríki utan sambandsins. Samningar sem við höfum gert t.d. við ríki í Asíu munu því falla úr gildi við inngöngu. ESB er í eðli sínu einangrunarsinnuð samtök.
Ég bið þingmenn alla og sérstaklega þá sem láta heillast af ESB-aðild að íhuga orð Einars Þveræings, sem hann lét falla þegar Íslendingum kom eitt sinn til hugar að ganga erlendu valdi á hönd. Þá var það reyndar ekki EB heldur Noregskonungur, en orðin eru jafngild fyrir það: "...munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir, og mun ánauð sú aldrei ganga eða hvefa frá þessu landi... ef landsmenn vilja halda frelsi sínu, því er þeir hafa haft, síðan er land þetta byggðist, þá mun sá til vera að ljá konungi einkis fangastaðar á, hvorki um landaeign hér né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir, þær er til lýðskyldu megi metast."
Misskilji mig enginn svo að ég líti ekki á mig sem Evrópumann. Ég er Evrópumaður, en ég er ekki Evrópusambandssinni. Heimurinn er svo miklu stærri en ESB og verði það raunin að skortur á undirlægjuhætti leiði til þess að Íslendingar verði settir hjá af Evrópusambandinu, verði það þá svo. Við komumst vel af án þess.
Atkvæði greidd um ESB í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.7.2009 | 00:33
Vanhæfi á vanhæfi ofan... og íslenzku þjóðinni fórnað
Er það ekki dæmi um algera vanhæfni ríkisstjórnarinnar að setja fákunnandi fyrrverandi áróðursritsjóra til að stýra verki sem helzt þyrfti hóp fagmanna til að sinna?
Og nú sitjum við uppi með gersamlega vonlausan samning. Þar sem áðurnefndur fyrrverandi ritstjóri og múgæsingamaður hefur svo gersamlega samið af sér fyrir hönd íslenzku þjóðarinnar um ókomnar kynslóðir.
Er þetta ekki hámark vanhæfninnar? Eða hvað?
Nei ætli hámarkinu sé ekki náð þegar flokksfélagar þessa sama manns reyna að verja vitleysuna úr honum af einhverri fáránlegri tryggð og fylgisspekt við gamlan, útvatnaðan og staðnaðan kommúnista.
Hann er svo staðnaður að hann leyfir sér að móðgast þegar einhver vogar sér að benda á hér hefði nú mátt betur fara. Nei það á sko að keyra helv... þrælasöluna í gegn svo ekki sé vegið að heiðri þessa safngrips úr íslenzkri stjórnmálasögu.
Ég fagna því að Þór Saari skuli vera maður til segja hug sinn í þessu máli.
Svavar fullkomlega vanhæfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2009 | 23:41
Ásmundi og fleirum...
Ég hrósa Ásmundi rétt eins og ég hrósa hverjum þeim sem vill standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og sjálfstæði hennar.
Sjálfstæðismenn hrósa Ásmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar