Mál að linni...

Mér þykir nú Sigmundur Ernir standa sig betur í ræðustól á Alþingi en sem skáld... samt þykir mér hann afspyrnu lélegur í ræðustól.

Ég held þó að nú væri ráð að láta bara kyrrt liggja. Maðurinn er búinn að fá sinn skammt af athygli og umtali og mál að linni.

Það er eins og Sigmundur Ernir eigi eitthvað erfitt með að fóta sig í lífinu og lái honum hver sem vill. Hann hefur reynt fyrir sér í skáldskap með hörmulegum afleiðingum... samt er til fólk sem hampar honum sem skáldi. Hann er núna að reyna fyrir sér í stjórnmálum og hafa síðustu taktar hans í ræðustól afhjúpað hann sem kolómögulegan þingmann... samt voru nógu margir sem gerðu honum þann óleik að kjósa hann.

Það er ekki furða þó skorti svolítið á sjálfsöryggið hjá Sigmundi og því skiljanlegt honum geti orðið á.


mbl.is Ragnheiður: Ekki þinginu sæmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskrifa hvað???

Samkvæmt þessari frétt virðist bara bara verið að hugsa um þá sem "gömbluðu" með gjaldeyrinn. Eiga þeir bara að fá skuldbreytt í óverðtryggð lán í krónum meðan þeir sem voru varkárir og tóku sér íslenzk verðtryggð lán eru látnir sitja eftir og taka á sig verðbólguna af fullum þunga?

Er þetta kannske eitthvað sem við getum þakkað lífeyrissjóðunum og launþegahreyfingunni?


mbl.is Vaxandi þrýstingur á að afskrifa íbúðalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gengur þeim til?

Hvað gengur samfylkingarfólki eiginlega til?

Meðan aðrir eru að reyna að tína til þau rök, sem mega verða til þess að lágmarka skaðann vegna Æsseif þá er samfylkingarfólk og taglhnýtingar þess (Steingrímur Joð o.fl.) á fullu að búa sér til forsendur til þess að mega kokgleypa umrætt samkomulag gagnrýnislaust. Þeir ætla þjóðinni allri að kyssa á vöndinn og þakka fyrir að mega það.

Þér ferst að tala um siðferði, Guðbjartur!


mbl.is Kolröng söguskýring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemd við skrif Árna Finnssonar

Árni Finnsson ritar opið bréf til Guðfríðar Lilju á Smugunni

http://www.smugan.is/pistlar/penninn/arni-finnsson/nr/2266

Mér blöskrar svo það sem maðurinn lætur frá sér að ég mátti til að gera athugasemd til skrif hans og læt þau einnig fylgja hér:

Mér þykir Árni vera að verja minni hagsmuni fyrir meiri ef hann ætlast til þess að hugsandi fólk samþykki áþjánina athugasemdalaust til þess eins að lengja líftíma einnar ríkisstjórnar.

Ég satt að segja skil ekki hvað fólki gengur til að vilja endilega borga meira en okkur hugsanlega ber. Ég skil heldur ekki hvaða viðkvæmni það er mega ekki gera athugasemdir við samningsdrögin. Ég skil heldur ekki af hverju verk Svavars Gestssonar ættu að vera hafin yfir alla gagnrýni. Ég vissi heldur ekki að AGS væri sveipaður þeim dýrðarljóma sem Árni virðist sjá.

Íslendingar ætla sér ekkert annað en að standa við skuldbindingar sínar, en þeim er enginn akkur í að standa skil á meiru en þeim ber. Og að halda því fram að bretar og hollendingar (viljandi ritað með litlum staf) séu að "gera vel" við okkur opinberar bara barnaskap og einfeldningshátt þess sem slíkt lætur frá sér. Þessum þjóðum er ekki og hefur aldrei verið annt um að gera vel við nokkurn annan en sjálfa sig enda vel sjóaðar í kúgun, ofbeldi og arðráni á öðrum þjóðum í gegnum aldirnar.

Að ætla sér að grípa reikninginn og bjóðast til að greiða hann óséðan í þeirri von að menn séu að kaupa sér hraðferð inn í ESB og velvild annarra þjóða er bara hugsunarvilla. Það ber enginn virðingu fyrir þeim sem ekki stendur á sínum rétti og láti maður einn troða á sér munu fleiri fylgja.

Sé það hins vegar ætlunin að reyna að hámarka skaðann til þess eins að geta síðar sagt: "Þetta komu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn okkur í" þá ber það vott um einstaka smásálarmennsku, skammsýni, meinfýsni og tillitsleysi.


Hættu nú alveg...

Tólf börn er ekki lítið, hvað þá á einu bretti. Spurning hvort eitthvað sé hæft í þessari meintu fjölburameðgöngu.

Annars minnir þessi frétt mig á gamla skrýtlu, sem var eitthvað á þessa leið: Á fjölmennum borgarafundi um fólksfjölgunarvandamálið tókst einn frummælenda á flug í ræðu sinni og endaði hana með því að segja: "... og á hverri sekúndu er kona einhversstaðar í heiminum að fæða barn og við getum ekkert gert í málinu."

Þá reis einn fundarmanna úr sæti sínu og hrópaði: "Jú, víst, við verðum að finna þennan kvenmann og fá hann til að hætta!"


mbl.is Efasemdir um tólfbura
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ég ekki örugglega að misskilja eitthvað?

Halló, Halló, stopp, leikhlé... Hvað er að gerast?

Var ég að mislesa eitthvað? Er þetta ekki örugglega misskilningur hjá blaðamanni?  Eða hvað?

Ég krefst tafarlausra skýringa frá Landsbankanum. Getur það verið að Magnús Kristinsson sé að fá tugmilljaraða lán afskrifað og sitji áfram að eignum sínum? Hvaða skynsamlega ástæða getur legið að baki?

Heldur Magnús líka Toyota umboðinu? Verður það yfirtekið af Landsbankanum?  Verði svo þá myndi það skýra eitthvað en þá væri heldur ekki með réttu verðið að afskrifa skuldir mannsins, eins sagt er í fréttinni.

Ég endurtek: Ég krefst tafarlausra skýringa! Sem skattborgari er ég nú orðinn einn af eigendum Landsbankans auk þess sem öll mín bankaviðskipti hafa verið í Landsbankanum í áratugi og ég á fullan rétt á útskýringum.

Komi í ljós að Magnús sé hreinlega að fá þessa skuld afskrifaða mun ég fara fram á að þær lánastofnanir sem ég skulda (Íbúðalánasjóður og SP-fjármögnun) afskrifi mínar skuldir í sama hlutfalli og skuldir Magnúsar hjá Landsbankanum.

Kannske þetta verði bara bezta mál...


mbl.is Gamli Landsbankinn afskrifar skuldir Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er gangi?

Gott að vita til þess að við eigum okkur vini í Noregi. Spurning hversu langt það nær. Þeir sem ráða þar á bæ virðast ekki vera í vinahópi okkar. Og það er fólkið sem útvegaði Steingrími Joð seðlabankastjórann. Hverra erinda skyldi hann ganga?

Annars er skiljanlegt að sumir "panikki" í Noregi, nú þegar allt bendir til þess að verið sé markvisst að hrekja okkur í hlekki Evrópusambandsins. Hefðu okkur ekki verið nær að þiggja lánið hjá Rússum?

Hvað gengur annars Norðmönnum til að gera þá kröfu að Ísland falli frá því að fara dómstólaleiðina vegna ríkisábyrgða Icesave-skuldanna? Hvað kemur þeim það við? Og eru þetta ekki í frekleg afskipti af íslenzkum málum? Hverra erinda gengur norska ríkisstjórnin eiginlega?


mbl.is Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt

Voðalega finnst mér þetta aum fréttamennska og voðalega er það lélegt hvernig sumir vefritarar velta sér upp úr því hverjir hafi mætt á Austurvöll í gær og hvort þeir eigi þar heima eða ekki.

Svona fólk er bara að tapa sér í smáatriðum þegar stóra fréttin er sú að með skömmum fyrirvara mættu 3000 manns af öllum þjóðfélagsstigum og úr öllum stjórnmálaflokkum á Austurvöll til að mótmæla því að Alþingi samþykki gagnrýnislaust yfir okkur einhverjar þær mestu hörmungar sem þjóðin mun þá hafa upplifað síðan í Öskjugosinu 1875... ef ekki bara síðan í móðuharðindunum.

Orðalag eins og "...í glansandi jakkafötum með bindið reyrt upp í háls" þykir mér bera vott um fordóma hjá blaðamanni. Sjálfur stóð ég í þvögunni, enda blöskar mér heybrókarháttur ráðamanna og ráðleysi þeirra. Auk þess er ég stórskuldugur launamaður, mun skuldugri í dag en fyrir ári síðan, og sé ekki fram á hvernig ég á að reka heimili mitt með auknum álögum og hækkandi verðlagi. Það breytir því ekki að ég var "með bindið reyrt upp í háls" og tel mig ekki minni mann fyrir það. Mér þykir bara ákveðinn stíll yfir því að ganga með bindi og fer fram á að mega eiga þá sérvizku mína í friði.

Ég ætla að leyfa mér að þakka öllum, þ.m.t. bæði Davíð Oddssyni (sem allir þekkja deili á) og líka Helgu Einarsdóttur (sem þið þekkið líklega fæst),  fyrir að sýna lit og mæta á fundinn á Austurvelli í gær.

Ég þakka líka aðstandendum Varnarliðsins (Indífens) fyrir að standa fyrir þessum fundi. Ræðumönnum ætla ég ekki að þakka neitt sérstaklega, því þó þeim hafi sumum mælzt vel þá fjölluðu þeir minnst um fundarefnið sjálft, sem var Æssei-samkomulagið. Þótti mér mikið vanta þar á.


mbl.is Kommar, íhald og guðsmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat verið...

Það var nú svo sem auðvitað að tvær verzlanir í Grafarvogi væru efstar á listanum. Hvers eigum við Grafarvogsbúar að gjalda? Ætli þetta sé samsæri?
mbl.is Illa verðmerkt í verslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 4911

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband