13.10.2009 | 08:13
Prósentur af hundraði...
Eitt sinn heyrði ég sögu af unglingakennara, sem var búinn að fá alveg nóg af tornæmi og vinnuleti nemenda sinna og missti út úr sér yfir bekkinn: Þið eru svo léleg í stærðfræði að 60% ykkar eiga eftir að falla á prófinu í vor.
Þá heyrðist einum nemendanna: Hah, 60%, við erum nú ekki einu sinni svona mörg í bekknum!
Reyndar hef ég á tilfinningunni að ýmsir sem eru komnir í æðstu stöður hér á landi hafi álíka mikið vit á prósentureikningi og tek ég því þessum fréttum með tilheyrandi fyrirvörum.
90% upp í forgangskröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2009 | 16:44
Ekki alhæfa svona, Karl...
Talaðu fyrir sjálfan þig, Karl Lagerfeld. Ég vil "kvenlegar" konur. Ég vil konur með línur... þrýstnar konur, ef þú kýst að kalla það svo.
Þessar fyrirsætur sem þú notar þykja mér einfaldlega ekki kvenlegar og fötin sem þær sýna ekki passa alvöru kvenmönnum. Það kann hins vegar vel að vera að einhverjum öðrum þyki þær "flottar".
Sem betur fer eru ekki allar konur steyptar í sama mót og sem betur fer er ekki til nein stöðluð útgáfa af fallegri og kynþokkafullri konu.
Konur af öllum stærðum og gerðum geta nefnilega verið fallegar og kynþokkafullar.
Enginn vill sjá þrýstnar konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.10.2009 | 17:05
Í dag geng ég með hatt...
Ég ætla ekki halda því fram að Ögmundur hafi verið frábær heilbrigðisráðherra og því fer fjarri að ég telji það hafa verið góð skipti þegar hann tók við þessu ráðuneyti. Ég er þó viss um að hann hefur ekki verið neitt minna hæfur en margir aðrir, sem setið hafa í hinum ýmsu ráðuneytum í gegnum tíðina. Og ég er líka alveg viss um að sá þingmaður sem nú hefur tekið við af honum er mun síður til þessa embættis búinn en Ögmundur.
Að því leyti er ákveðin eftirsjá að Ögmundi og horfur líklega hálfu verri í heilbrigðismálum landsmanna nú en meðan hann sat á ráðherrastóli.
Það breytir samt ekki því að Ögmundur Jónasson hefur hækkað í áliti hjá mér eftir atburði síðustu viku. Í dag geng ég með hatt, gagngert til þess að geta tekið ofan fyrir Ögmundi.
Það er hverri þjóð sæmd að eiga menn (karla og konur), sem standa við sannfæringu sína, hvað sem líður völdum og fé.
Ögmundur: Var stillt upp við vegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.10.2009 | 17:17
Já, einmitt...
Ég er nú sjálfur frekar ósáttur við Jón Ásgeir og mér gæti því varla verið meira sama við hvern hann er ósáttur.
Reyndar held ég að Jóni Ásgeiri gæti ekki verið meira sama þó ég sé ósáttur við hann. Satt að segja held ég að Jón Ásgeir átti sig einfaldlega ekki á því að stór hluti þjóðarinnar er ósáttur við hann.
Það hversu sáttur eða ósáttur Jón Ásgeir er við kvikmyndgerðarmanninn mun hins vegar ekki hafa nein áhrif á það hvort ég muni sjá umrædda mynd.
Ég efast um að ég hafi nokkurn áhuga á henni. Það hefur nefnilega sýnt sig að málefnaleg umfjöllun um atburði eins og þá sem hér um ræðir er vart möguleg fyrr en eftir einhvern tíma, þegar tilfinningaöldurnar hefur lægt.
Ósáttur við höfund Guð blessi Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.10.2009 | 17:41
Skammastu þín, Jóhanna.
Þetta þykja mér tíðindi. Er þetta konan sem svo margir sáu baðaða í himnesku ljósi til skamms tíma? Konan sem vantaði bara vængina?
Forsætisráðherra Íslands hefur svo sannarlega brugðist trausti kjósenda sinna. Jóhanna Sigurðardóttir viðurkennir að hún ætli, með góðu eða illu, að þvinga ósanngirni upp á skjólstæðinga sína. Hún ætlar að berja það í gegn að þjóðin taki á sig byrðar sem að hennar eigin mati eru ósanngjarnar.
Ekki aðeins hefur Jóhanna Sigurðardóttir sýnt fáheyrða einræðis- og kúgunartilburði í þessu valdamesta embætti þjóðarinnar, hún hefur einnig sýnt þvílíkt skeytingarleysi um hag lands og þjóðar að varla eru dæmi um slíkt síðan á Sturlungaöld.
Ekki sanngirni að við borgum, en... | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.9.2009 | 21:38
Hvað er maðurinn eiginlega að bulla?
Ég er enginn fræðimaður á þessu sviði en ég er heldur ekkert minna upplýstur en hver annar um grundvallarþætti stjórnskipunar okkar.
Ég leyfi mér því að fullyrða að hér er fræðimaðurinn að bulla.
Þingræði hefur ekkert með það að gera hvort meirihluti þings samþykki öll stjórnarfrumvörp sem fram kunna að koma. Þingræði byggist eingöngu á því að ríkisstjórn og einstaka ráðherrar njóta stuðnings meirihluta þingmanna.
Í því ágæta uppflettiriti "Íslenzku alfræðiorðabókinni" stendur í kafla um þingræði: "Stjórnarfar þar sem þeir einir geta setið í ríkisstjórn, sem meirihluti þjóðþings vill styðja eða þola í embætti".
Í bók Ólafs Ragnars Grímssonar og Þorbjarnar Broddasonar "Íslenzka þjóðfélagið" stendur: Þingræði í hinum þrönga skilningi stjórnarskrárinnar felur aðeins í sér að ríkisstjórn sé að jafnaði mynduð með stuðningi meirihluta þingmanna."
Á Vísindavef Háskóla Íslands stendur í grein sem rituð er af Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur: "Þingræðisreglan svokallaða felur í sér að meirihluti Alþingis þurfi að styðja eða að minnsta kosti sætta sig við ráðherra í embætti."
Hér kemur hvergi fram að þingmaður sem styðji ríkisstjórn sé skuldbundinn að samþykkja öll stjórnarfrumvörp. Fyrr mætti nú líka aldeilis fyrr vera. Samkvæmt stjórnarskránni eru þingmenn skuldbundnir til að fylgja eingöngu eigin sannfæringu. Þingmaður getur vel stutt ríkisstjórn falli þó hann sé ekki sammála öllum þeim frumvörpum sem þaðan koma. Enda mýmörg fordæmi fyrir því.
Ég endurtek því: Hér er fræðimaðurinn bara að bulla. Hver ástæðan er veit ég ekki. Hugsanlega er honum farið að förlast, hugsanlega er hann eitthvað utan við sig, hugsanlega hefur hann ofmetnast í sviðsljósinu og er farinn að hagræða forsendum vísindanna og hugsanlega er bara að blása í blokkflautu eftir þeim nótum sem Samfylkingin hefur lagt honum til.
Hér er þingræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.9.2009 | 13:55
Væri ég með hatt...
Væri ég með hatt tæki ég ofan fyrir Ögmundi. Sama hvað mig má greina á við hann í ýmsum málum þá hefur hann sýnt að hann er maður til að standa við eigin sannfæringu. Hann er maður fyrir sinn hatt.
Steingrímur Joð virðist hins vegar ætla að sanna enn betur að hann er ekkert annað en taglhnýtingur Samfylkingarinnar og stórhættulegrar Evrópustefnu hennar.
Það er áhyggjuefni hvernig berja á í gegn gersamlega óskiljanlega undanlátssemi við viðsemjendur okkar í æsseifmálinu og það er vítavert hvernig ríkisstjórnin hefur þagað þunnu hljóði um viðbrögð þeirra við fyrirvörunum. Því hefur verið hvíslað um bæinn að þetta hafi legið fyrir lengi og veigamiklar breytingar sem þeir krefjast að séu gerðar.
En ég held að þetta eigi eftir að snúast í höndunum á Jóhönnu. Hún búin að vera. Þetta verður banabiti hennar sem stjórnmálamanns. Og í ljósi síðustu atburða og einræðistilhneiginga hennar segi ég: Farið hefur fé betra.
Ögmundur segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 13:19
Liggur svona mikið á?
Það er þá ekki mikið sem liggur fyrir á þingi fyrst þetta er forgangsmálið. Nema verið sé að drepa örðum málum á dreif...
Ekki þar fyrir að þetta er mjög mikilvægt mál. Það er alveg kominn tími til að endurskoða kosningakerfið. Það er hins vegar mjög slæmt ef það á að vera einhver fljótaskrift á því. Ef kasta á til höndum með þetta frumvarp er betur heima setið en af stað farið.
Það er betra að láta sveitarstjórnarkosningar fara fram með gamla laginu og vanda frekar til verka með umrætt frumvarp.
Annars er ekki þar með sagt að sama kerfi þurfi endilega að vera á alþingis- og sveitarstjórnarkosningum. Hugsanlega mætti gera hér svipað og gert við borgarstjórnarkosningar í London og hafa kosninguna tvöfalda. Þá fengju kjósendur tvo kjörseðla. Á öðrum þeirra væri borgar-/bæjar-/sveitarstjóri eða oddviti kosinn sérstaklega og á hinum væri kosinn pólitískur listi til borgar-/bæjar-/sveitastjórnar. Borgar-/bæjar-/sveitarstjóri eða oddviti sæti þá í krafti eigin atkvæðamagns, þörfin fyrir pólitíska meirihluta væri þá ekki lengur aðkallandi og hrókeringar með borgarstjóraembættið væru einfaldlega ekki mögulegar.
Persónukjör forgangsmál á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2009 | 21:13
Eigum við ekki að gefa manninum "séns"?
Sama hvað segja má um Davíð Oddsson þá fer ekki milli mála að þar fer umdeildur maður. Flestir, ef ekki allir, hafa skoðun á honum og það er helzt að sjá að ýmist elski menn hann eða hati.
Það er samt undarlegt að lesa viðbrögð fólks hér í netheimum við þeirri frétt að umræddur Davíð sé nú seztur í ritstjórnarstól Morgunblaðsins. Fólk ýmist fagnar óskaplega eða óskar Morgunblaðinu alls hins versta.
Ég hlýddi á nokkra spekinga skeggræða á Útvarpi Sögu (já, ég hlusta stundum á Sögu) í gær. Það var helzt að heyra að það yrði dauðadómur yfir Mogganum ef Davíð yrði ritstjóri blaðsins. Einnig fannst þessum sömu mönnum það versta mál að það skyldi endilega þurfa að vísa frá ritstjóra sem var hallur undir EB-aðild Íslands en á sama tíma töldu þeir lífsnauðsynlegt að fjölmiðlar endurspegluðu skoðanir fólksins. Afsakið, herrar mínir, er þá ekki einmitt ástæða til að skipta um manninn í brúnni á öðru hvoru morgunblaðinu (ég tel DV eiginlega ekki með)?
Á þess að ég ætli að tjá mig um Davíð Oddsson í löngu máli þá held ég að það séu margir vanhæfari en hann að ritstýra hálfu blaði. Hann er auk þess lipur penni og skemmtilegur, láti fólk eftir sér að lesa það sem hann skrifar. Sjálfur þrjóskaðist ég í mörg ár við að lesa bókina hans "Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar" en þegar ég lét undan forvitninni komst ég að því að hann er bráðskemmtilegur rithöfundur.
Þá held ég að Davíð Oddsson sé skynsamari en svo að hann fari að láta til sín tala á vefsíðum mbl.is eða að hann fari að skipta sér af greinarhöfundum. Þar til annað kemur í ljós vil ég trúa því að Mogginn verði áfram fjölbreytt, lifandi og frjótt blað. Að því breyttu þó að við munum ugglaust fá að lesa fjörlega leiðara, láti menn (karlar og konur) þann lestur eftir sér, sem hugsanlega verða í hressilegri andstöðu við aðalkeppinautinn, Fréttablaðið.
Ég held að það væri rétt að gefa Davíð Oddssyni tækifæri til að sýna hvernig hann höndlar þetta nýja starf áður en fólk rýkur upp til handa og fóta og segir upp áskriftum og hótar hætta tjáskiptum á mbl.is. Það er ekki eins og hann sé að taka við formennsku í ASÍ eða ganga inn í ríkisstjórn.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.9.2009 | 15:56
Margt smátt gerir eitt stórt...
Þrjúhundruðogsjötíumilljónir, já. Það munar um minna, þetta er vel þriðjungsmilljarður. Það gæti verið eitthvað upp í skuldirnar og niðurskurðinn.
Það einasta rétta væri nú að setja þessa peninga á vörzlureikning og sjá til þess að þeir fari ekki á flakk. Það gæti verið að þjóðin ætti eitthvert tilkall til þeirra, nú þegar hún sýpur seyðið af útrásinni (lesist sukkinu).
Ekki ónýtt að eiga þetta í varasjóði og vísast að fleira eigi eftir að skila sér ef rétt er á haldið. Alla vega held ég Jón Ásgeir svelti ekki.
Jón Ásgeir selur hús í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 4911
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar