18.10.2012 | 16:12
Hvað finnst mér?
Grein þessi var send Fréttablaðinu, sem svar við grein Guðmundar Andra Thorssonar. Ritstjórn Fréttablaðsins neitar að birta hana og kom í veg fyrir að önnur blöð tækju hana til birtingar með því að stetja hana á lítt lesið vefsvæði án samráðs við höfund. Gerræði af verstu sort...
Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein mánudaginn 8. október með yfirskriftinni Hvað finnst þér?"
Mér er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu Guðmundar Andra og ætla að gera það hér í stuttu máli.
Það er nefnilega ekki oft, sem við Guðmundur Andri erum sammála. Satt að segja man ég ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma verið sammála skrifum Guðmundar Andra. Í þetta sinn erum við þó sammála um eitt. Og það er að mæta á kjörstað þann 20. október næstkomandi. En þar með er líklega upptalið.
Mér þykja ýmsar af þeim spurningum, sem velt er upp, áhugaverðar og hef vissulega skoðun á þeim. Mér finnst t.a.m. löngu tímabært að skilgreina hugtökin þjóðareign og auðlind og gera okkur síðan grein fyrir því hvernig auðlindir okkar mega sem bezt nýtast þjóðinni í heild sinni.
Ég hef líka skoðun á því hvort eitt trúfélag umfram önnur eigi að eiga sérákvæði í stjórnarskrá.
Þá getur verið spennandi að hafa eitthvað meira um það að segja hvaða persónur veljast í kosin embætti. Ég sé samt ekki að slíkt ákvæði eigi heima í stjórnarskrá. Það er eðlilegra að það sé í kosningalögum. Sá háttur er t.d. hafður á í Finnlandi, Hollandi og á Írlandi en á vefnum thjodaratkvaedi.is eru þau lönd tekin sem dæmi um hvar persónukjör sé alls ráðandi".
Mér þykir löngu tímabært að tilskilinn fjöldi atkvæðabærra manna, karla og kvenna, geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp frá Alþingi. Reyndar sakna ég, í tillögum stjórnlagaráðs, ákvæðis um að stjórnarskrárbreytingar skuli alltaf settar í þjóðaratkvæðagreiðslu og einnig að skilyrt sé hve margir þurfi að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu svo hún teljist marktæk.
Enn er þó eftir að svara því hvað mér finnst um höfuðspurninguna: Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Guðmundur Andri, þeirri spurningu ætla ég að svara neitandi. Ekki vegna þess að mér finnst allt ómögulegt sem frá stjórnlagaráði komi. En, með fullri virðingu fyrir því fólki sem það skipaði, þá þykja mér það ekki góð vinnubrögð að 25 manns komi saman og skrifi nýja stjórnarskrá á innan við 4 mánuðum. Það var hægt á 18. öld en í dag tíðkast önnur vinnubrögð.
Ef það væri ætlunin að skrifa nýja stjórnarskrá og til þess þyrfti stjórnlagaþing þá ætti slíkt þing að sjálfsögðu að vera bæði fjölmennara og hafa lengri tíma til verksins.
Í umræðunni hefur manni virzt eins og valið standi aðeins um það hvort samþykkja eigi nýja stjórnarskrá Stjórnlagaráðs eða sitja uppi með afgamla og úrelta stjórnarskrá. En valið stendur ekki bara um það. Við höfum miklu víðtækara val og núgildandi stjórnarskrá er fráleitt úrelt.
Það vill til að stjórnarskráin okkar er að mörgu leyti ágætisplagg, sem hefur tekið ýmsum breytingum í takt við tímann. Allar fullyrðingar um að hún sé leifar af konungseinveldi og hafi ekkert breyzt frá því á 19. öld eru rangar og allar fullyrðingar um hún hafi verið sett sem e.k. bráðabirgðastjórnarskrá eru einnig rangar.
Á lista Economist yfir lýðræðislegustu ríki veraldar trónir Noregur á toppi, Ísland er í öðru sæti, Danmörk í þriðja og Svíþjóð í fjórða. Öll þessi lönd búa við svipað stjórnarfar svo ekki getur stjórnarskráin okkar verið slíkur gallagripur, sem sumir halda fram.
Guðmundur Andri leggur málið þannig upp að við getum kosið um nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs, látið fræðimönnum eftir að skrifa nýja stjórnarskrá eða haldið þeirri gömlu óbreyttri.
Þetta er rangt hjá Guðmundi Andra. Við höfum líka val um að halda stjórnarskrá okkar og breyta henni og endurskoða hana eftir kröfu tímans hverju sinni, eins og gert hefur verið, og vanda þá til verka.
Að sjálfsögðu er kominn tími á ýmsar breytingar og ég hvet fólk til að kynna sér frumvarp til stjórnskipunarlaga, sem Pétur Blöndal flutti á Alþingi í síðasta mánuði, með stuðningi 16 annarra þingmanna úr þremur þingflokkum. Þar er lagt til að allar stjórnarskrárbreytingar skuli lagðar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta finnst mér tímabært svar við kröfu samtímans um aukið beint lýðræði.
Guðmundur Andri, við munum sem sagt báðir mæta til að greiða atkvæði þann tuttugasta október næstkomandi en mér finnst að ég eigi að segja nei og ég ætla að segja nei.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2012 | 10:49
Satt og logið um Orkuveitu Reykjavíkur
Mönnum hefur verið nokkuð tíðrætt um Orkuveitu Reykjavíkur og hefur Sjálfstæðisflokknum verið legið nokkuð á hálsi fyrir þá stöðu, sem rekstur hennar er kominn í.
Þykir öðrum það nokkuð einkennilegt þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með æðstu stjórn borgarmála nema 4 ár af þeim 12 sem liðin eru frá því Orkuveita Reykjavíkur var fyrst stofnuð. Auk þess sem fulltrúar hans í borgarstjórn lögðust gegn ýmsum þeim ævintýrum sem hafa komið Orkuveitunni í þá stöðu, sem hún er nú komin í. Ævintýrum eins og risarækjueldi, gagnaveitum, kaupum á óarðbærum dreifbýlisveitum og byggingu Orkuveituhússins.
Nú á næstunni mun líta dagsins ljós úttektarskýrsla um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, sem ætlað er að skýra þá stöðu sem rekstur hennar er kominn í.
Hefur formaður Borgarráðs, varaformaður Samfylkingarinnar og hæstráðandi í Reykjavíkurborg lofað því að við ritum téðrar skýrslu verði fyllsta hlutleysis gætt. Til þess að tryggja að svo yrði kaus hann að sjálfur að velja fólk til þessa verks. Varð Gestur Páll Reynisson nokkur fyrir valinu. En hann er fyrrverandi framkvæmdastjóri Sambands ungra jafnaðarmanna og fyrrum frambjóðandi Samfylkingarinnar til Alþingis auk þess að vera þekktur talmaður Samfylkingarinnar á athugasemdasíðum netmiðlanna.
Nú hefur það einnig frétzt að Eiríkur nokkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, hafi verið fenginn til þess að ritskoða títtnefnda skýrslu. Er það eftir efninu að Eiríkur þessi skuli fenginn til verksins. Ekki aðeins er hann fyrrum miðstjórnarmaður í Alþýðubandalaginu, heldur var hann pólitískur aðstoðarmaður tveggja borgarstjóra R-listans og Samfylkingarinnar einmitt á þeim tíma þegar ákvarðanir voru teknar um áðurnefnt risarækjueldi, gagnaveitufjárfestingar, kaup á dreifbýlisveitum og byggingu Orkuveituhússins auk ákvarðana um Hellisheiðarvirkjun.
Þá hefur téður Eiríkur einnig gengt því starfi að vera pólitískur aðstoðarmaður formanns Borgarráðs í orkuveitumálum á yfirstandandi kjörtímabili.
Það hlýtur að vera draumadjobb" að fá að ritskoða skýrslu um eigin umdeild verk sín áður en hún kemur fyrir almenningssjónir og fá jafnvel að velja sér blóraböggla að vild... spyrjum samt að leikslokum og sjáum hvernig oftnefndum Eiríki tekst til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2011 | 13:37
Til hamingju, Jón Bjarnason
Ég óska Jóni Bjarnasyni til hamingju með þessa niðurstöðu. Samkvæmt henni þá er fylgi hans ekki aðeins nokkuð meira en samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar, sé borið saman við nýlega Gallup-könnun, heldur er persónulegt fylgi hans á landsvísu margfalt það sem flokkur hans mælist með í sömu könnun. Geri aðrir ráðherrar betur...
Meirihluti vill að Jón hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2011 | 11:35
Umskun... hvað er nú það?
Hvernig skurn skyldi það nú vera? Eitthvað í líkingu við eggjaskurn?
Ætli blaðamaðurinn hafi ekki ætlað að skrifa um umskurð?
Bannað að banna umskurn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2011 | 12:11
Hvar á ég að hengja á mig gulu stjörnuna?
Mikil umræða um orð Páls Óskars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
4.7.2011 | 00:19
Rétt skal vera rétt...
Það er alltaf gaman að lesa um blessað kóngafólkið og ekki ónýtt að svona tímamótabrúðkaupi séu gerð góð skil hér á mbl.is og í Mogganum.
En rétt skal vera rétt... Albert er ekki prins. Hann er fursti af Mónakó og er ríkjandi þjóðhöfðingi í þessu litla ríki. Meðan faðir hans Rainier fursti lifði var Albert vissulega prins en þegar faðir hans lézt árið 2005 varð Albert hins vegar fursti.
Það er leiðinlegt þegar fréttamenn taka að sér að fjalla um einhver mál og gefa sér ekki tíma til að setja sig almennilega inn í þau. Á íslenzku og fleiri tungumálum, s.s. þýzku og dönsku, er þó nokkur munur á prins og fursta. Prins er er óskilgreindur titill, sem oftast er notaður af sonum ríkjandi þjóðhöfðingja. Fursti er hins vegar titill höfðingja sem ríkir yfir furstadæmi.
Hér í eina tíð var nokkur fjöldi þjóðhöfðingja sem bar titilinn fursti þó í dag séu furstadæmin í Evrópu aðeins þrjú en það eru Andorra, Liechtenstein og Mónakó. Og vel að merkja þá er Andorra ekki erfðafurstadæmi.
Það að á ensku sé notað sama orðið yfir prins og fursta (prince) þýðir ekki endilega að sama gildi um öll önnur tungumál og vönduð blaðamennska krefst þess að þeir sem um fjalla séu meðvitaðir um slíkt. Á ensku eru furstarnir Albert í Mónakó og Hans Adam í Liechtenstein kallaðir "sovereign prince" á þýzku "Fürst", á dönsku "fyrste" og á íslenzku fursti og það setur þá þó nokkuð ofar óskilgreindum prinsum annarra konungsætta í virðingarröðinni.
Kirkjubrúðkaupið var í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2011 | 14:21
Ómarktækur fautaþyrill...
Hvað gengur eiginlega að manninum Össuri?
Í síðustu viku var skrifað undir fríverzlunarsamning við Hong Kong. Össur Skarphéðinsson rómaði þann samning í hástert og sagði hann "af nýrri kynslóð fríverzlunarsamninga". Ég efast ekki um að hér er um einstakan og góðan samning að ræða. Samning sem er fremri nokkrum þeim samningi, sem ESB hefur getað gert við Hong Kong eða Kína. Össur má því með réttu vera ánægður með þennan árangur.
Manni bregður því brún þegar sá sami Össur Skarphéðinsson fagnar því að hafnar séu formlegar aðildarviðræður Íslands við ESB og óskar þess um leið að umræddar viðræður megi ganga sem hraðast og bezt fyrir sig.
Hví í ósköpunum er maðurinn að fagna Hong Kong-samningunum fyrst honum er svona í mun að fella alla milliríkjasamninga sem Íslendingar hafa gert hingað til og hlaupa inn in ESB-búrið? Hvað gengur honum til að semja við fólk sem hann vill ekki eiga í samningum við? Af hverju vill hann ekki láta Ísland njóta þeirra samninga sem þeir hafa náð að gera?
Það er ekkert að marka mannkertið Össur Skarphéðinsson. Hann talar eitt í aðra átt og annað í hina. Hvaða trúverðugleika á hann eiginlega eftir.
Söguleg stund fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2011 | 17:39
Höfðingleg gjöf og hrokafullur borgarstjóri...
Já þetta er tæki í lagi, sem oft hefur komið í góðar þarfir við hinar margvíslegustu aðstæður. Ómissandi fyrir björgunarsveitirnar okkar.
Eins og fram kemur í fréttinni þá var dreki þessi gjöf frá Þýzkalandi og upphaflega smíðaður fyrir þýzka herinn.
Ætli borgarstjóranefnan í Reykjavík hafi haft það í huga þegar hann, með skætingi og hroka, neitaði að heilsa fulltrúa þeirra sem á sínum tíma gáfu þessa höfðinglegu gjöf?
Skriðdreki á hjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2011 | 17:39
Gangið ekki á grasinu
Auðvitað á að ganga vel um náttúruna og það þarf að huga að verndun viðkvæmra staða. Ég spyr nú samt: Hvernig á ferðþjónustan að bjarga efnahag þjóðarinnar, eins og flestir virðast gera ráð fyrir, þegar stöðugt þrengist um aðgengi að skoðunarverðum stöðum?
Það virðist allt stefna í þá átt að það megi ekki fara með nokkurn kjaft útfyrir malbik af ótta við að hugsanlega verði velt við steini eða brotið strá.
Mölin hefur ósköp takmarkað aðdráttarafl á ferðamenn og ekki kemur fólk hingað bara vegna þess að við viljum taka við peningunum þeirra. Það þarf aðra hvata til.
Gagnrýnir skort á samráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2011 | 13:05
Evrópufjandmaður ársins
Einmitt það, já. Ég lít reyndar á sjálfan mig sem bæði Evrópumann og Evrópusinna. Ég lít svo á að Ísland tilheyri Evrópu, Íslendingar séu Evrópuþjóð og ég vil sjá fjölbreytta menningu hinna ýmsu Evrópuþjóða halda áfram að blómstra og upplifa litríka sögu hennar og hefðir.
Hins vegar þá er fer því fjarri að ég sé Evrópusambandssinni. Satt að segja lít ég svo á að skokallað Evrópusamband og þeir sem helzt mæla því bót séu bæði leynt og ljóst, meðvitað og ómeðvitað að eyðileggja hinn skemmtilega fjölbreytileika, sem einkennt hefur þessa litlu heimsálfu. Það er eins og það sé eitthvert sáluhjálparatriði hjá þessu fólki að steypa allri Evrópu í sama mótið.
Að útnefna rakinn Evrópusambandssinna sem Evrópumann ársins þykir mér hin mesta þversögn. Evrópusambandið og Evrópusambandssinnar eru einhverjir verstu óvinir Evrópu í dag.
Valin Evrópumaður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 4909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar