Sársaukafull en tímabær umræða

Ég fagna því að Samfylkingin hefur nú fylgt í kjölfar Sjálfstæðisflokksins og birt yfirlit yfir sína hæstu styrki á því umdeilda ári 2006.

Reyndar kemur í ljós að þar sitja flokkarnir að mestu leyti við sama borð, að frádregnum fáránlegum ofurstyrkjunum frá FL og Landsbankanum sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk.

Eftir að hafa séð þessar tölur fagna ég því einnig að í ársbyrjun 2007 hafi verið sett lög til að koma í veg fyrir svona vinnubrögð. Það er greinilegt að stjórnmálaöflin hafa samt verið ákveðin í að veiða vel áður takmarkanir voru settar á. Þetta minnir svolítið á "skattlausa árið" á sínum tíma. Ég held ég hafi sjálfur aldrei unnið eins mikla yfirvinnu eins og einmitt þá.

Þrjátíu milljónir er einfaldlega fáránlega há upphæð... en það eru 300þúsund svo sem líka. Og upphæðir í bókhaldi beggja flokka upp á einhverjar 3 - 5 milljónir frá hinum ýmsu hagsmunaaðilum í skjóli nafnleyndar er ekki heilbrigt fyrir stjórnmálin í landinu.

Auðvitað getur maður velt sér upp úr því hví FL-Group og Baugur höfðu styrkt Samfó um einar 6millur, að því er virðist, áður en þeir tóku svo upp á því að senda Sjálfstæðisflokknum 30millur. Einnig af hverju Actavis sendi Samfó 3millur en Sjálfstæðisflokknum ekkert. En það skilar engu að vera að velta sér upp úr því. Bezt væri að Framsókn fylgdi nú góðu fordæmi.

Umræðan síðustu 3 daga hefur verið viðkvæm og kallað á sársaukafullar aðgerðir, sem enn er ekki séð fyrir endann á. En ég fagna því að nú hefur ýmislegt komið í ljós, sem áður var hulið, og því minna tilefni til  að vera með órökstuddar vangaveltur.

Það er hins vegar morgunljóst að það er ekki allt í lagi á mínu eigin pólitíska heimili. Auðvitað er það áfall, eins og alltaf þegar í ljós kemur að einhver heimilismanna hefur verið staðinn að vafasömu athæfi. Þá þarf fjölskyldan að vinna úr vandanum, þola þann álitshnekki sem það veldur henni og taka svo til við að vinna aftur mannorð sitt og traust samfélagsins.

Einnig verður fjölskyldan og reyndar samfélagið allt að gæta sín að tapa sér ekki í leitinni að einhverjum blóraböggli og halda að allt verði gott ef einhver er flengdur opinberlega án þess að á hann hafi sannast neitt umfram aðra.

 


mbl.is Samfylking opnar bókhaldið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kallpungur

Það er bara ekki nóg að birta bókhald flokkanna eitt eða tvö ár aftur í tímann. Fara verður aftur um sex ár hið minnsta. Einnig ætti forseti lýðveldisins að birta kosningabókhald sitt frá upphafi.
Það er deginum ljósara að allir hafa þegið eitthvað af þessum mönnum og öðrum. Flokkarnir eru allir meira eða minna spilltir ef það að þyggja fjárframlög er mælikvarði á spillingu. Eignadreifingin auðveldar náttúrulega mönnum að fela peningagjafir þannig að hreinsunarátak samfylkingarinnar hljómar ótrúvergt. Þó er einn flokkur sem sker sig úr og það er VG, reyndar dettur engum heilvita fjármálamanni í hug að fóðra þann óskapnað skattheimsku og draumórapjatts. Jú þeir fengu milljón hjá einhverju tryggingafélagi.
Var það að tryggja sig? Þessi annars ágæti kosningaskrípaleikur Hefur hinsvegar geysilega alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið í landinu. Á meðan þetta þetta sandkassaþras um hver fékk hvað og hver sé minnst skítugur, stefna heimilin og einstaklingarnir hraðbyri í glötun skuldafens, atvinnuleysis og kaupmáttarþrots. Farið að velta fyrir ykkur lausnum og leggið frá ykkur hengingarólarnar, tjöruna og fiðrið. Uppgjörið getur beðið til betri og siðaðri tíma.

kallpungur, 11.4.2009 kl. 14:34

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Já, Hlynur sæll. Það er líka áhugavert að sjá framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar hæla sér af því að formaður flokksins hafi barizt fyrir opnu bókhaldi flokka í 14 ár... samt birtu þeir ekki sína styrkr fyrir það umdeilda ár 2006 fyrr en þeir neyddust til að fylgja fordæmi Sjálfstæðisflokksins.

Emil Örn Kristjánsson, 12.4.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband