Nei, ekki evru... allt annað en evru!

Vera kann að það sé nauðsynlegt að skipta um gjaldmiðil. En hversvegna þarf það endilega að vera evra?

Fyrir um 30 árum síðan var hér verðbólga og það voru gjaldeyrishöft, já og fólk hlustaði líka á ABBA og Villa Vill, rétt eins og síðastliðið haust. Þá var líka fólk, sem hafði hátt og taldi einu lausnina vera að skipta um gjaldmiðil. Munurinn var bara sá að þá vildi fólk skipta yfir í bandaríkjadal. Og hvaða rök voru fyrir því? Jú, einmitt þau að bandaríkin voru okkar helzta viðskiptaland.

Núna eru sömu aðstæður uppi. Verðbólga, gjaldeyrishöft og æði fyrir ABBA og Villa Vill er nýgengið yfir. Já og fólk vill skipta um gjaldeyri, nema núna á það að vera evra. Hvaða rök hefur maður heyrt fyrir því? Jú, viðskipti okkar við Evrópusambandið eru svo mikil.

Við búum í síbreytilegum heimi og það verða að vera sterkari rök en viðskiptaumhverfi dagsins í dag sem mæla frekar fyrir einum gjaldmiðli en öðrum.

Það þarf að skoða fleiri kosti en evru og það má alls ekki rjúka inn í Evrópubandalagið til þess eins að geta skipt um gjaldmiðil. Til þess er allt of mikið í húfi.

Athuga má kosti eins og norska krónu, svissneskan franka, bandaríkjadal og jafnvel brezkt pund, þó Bretar séu engir sérstakir vinir okkar.

Eins og ég sagði áðan þá þurfa að vera sterkari rök en gjaldeyrisupptakan ein fyrir því að ganga í Evrópusambandið. Við þurfum líka að hafa í huga að það yrði í óþökk sambandsins að taka hana upp einhliða og þá er kannske hætt einhverjum viðskiptahagsmunum og betur heima setið en af stað farið.

Noregur og Sviss eru lönd sem eru bæði í EFTA, rétt eins og Ísland, og því ekki alvitlaust að kanna þá kosti. Þá má einnig hafa í huga að Noregur er jafnframt aðili að EES-samningnum og helztu útflutningsafurðir þeirra eru fiskur og orka. Það gerir norska krónu jafnvel enn áhugaverðari.

Ef það er svona fýsilegt að tengjast evrunni þá má einnig skoða pundið. Bretland er aðili að Evrópusambandinu, þó hafi ekki tekið upp og virðist ekki ætla að taka upp evru. Með því að taka upp brezkt pund eða tengjast því á annan hátt værum við þá um leið að tengjast gengi evrunnar í gegnum þriðju mynt.

Einfaldast væri þó líklega að taka upp bandaríkjadal. Annað eins hafa aðrar þjóðir gert til lengri og skemmri tíma. Dalurinn myndi líklega leyfa okkur mestan sveigjanleika og væri tvímælalaust ákjósanlegastur ef auka á viðskipti við Austurlönd fjær.

Svo er bara að styrkja krónuna á fullu meðan við komumst að niðurstöðum um myntskiptin. Því hún þarf að vera sterk gagnvart þeim gjaldmiðli sem tekinn verður upp, ef til þess kemur, svo við fáum eitthvað fyrir hana.


mbl.is Evran komi í stað krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evran er eini gjaldmiðillinn sem hægt er að taka upp tvíhliða. Einhliða upptaka er ekki valkostur.

Egill (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:21

2 identicon

Þetta er rétt hjá þér með að taka upp dollarann eða þá pundið , þetta er gjaldmiðlar sem hafa fallið gagnvart evrunni og því ákjósanlegir fyrir okkur þegar skoðað er hvað krónan hefur fallið og hver ávinningurinn af þessu er . Evrusinnar virðast ekki skilja hagfræðileg rök og verður maður að umgangast þá með tilliti til þess .

lifið heil   Valgarð Ingibergsson

valgarð ingibergsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:44

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvað um að taka upp íslenska krónu?

Allur heimurinn er að breytast. Það er sama hvert litið er, bankar í vandræðum, ríkisstjórnir á neyðarfundum og enginn veit með vissu hvernig umhorfs verður eftir fáein misseri. Evran mun ekki nema land á Íslandi næsta áratuginn.

Þegar reiði, ótti og spenna ráða ríkjum er eðlilegt að menn leiti að stystu leið út úr vandanum. Það að skipta út gjaldmiðlinum er hvorki fyrsta né stærsta skrefið á þeirri leið. Heldur að halda uppi atvinnu, skapa verðmæt, afla gjaldeyris og eyða ekki um efni fram. Ef eitthvað af þessu vantar skiptir engu máli hvernig peningaseðlar eru á litinn.

Vera kann að það sé bara alls ekki nauðsynlegt að skipta um gjaldmiðil. Alla vega er hyggilegt að fara sér hægt. 

Haraldur Hansson, 26.3.2009 kl. 19:10

4 Smámynd: Eygló

Breytum endilega yfir í appelsínugular lírur. Þá hlýtur allt að lagast og breytast að fullu til batnaðar. Eða?

Les aths. Haraldar:

"Heldur að halda uppi atvinnu, skapa verðmæt, afla gjaldeyris og eyða ekki um efni fram. Ef eitthvað af þessu vantar skiptir engu máli hvernig peningaseðlar eru á litinn."

Eygló, 27.3.2009 kl. 04:28

5 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég þakka öllum fyrir innlitið.

Ég ælta ekki að svara neinu efnislega, því ég er að rjúka út úr dyrunum og er á leið á landsfund.

Við Hall ætla ég bara að segja þetta: Það er gaman að vita til þess að ég hef orðið til þess að létta þér lífið. Ég vona þó að það sé vegna þess að þér þyki ég fyndinn, hnyttinn og/eða frumlegur en ekki vegna þess að þér þyki ég hlægilegur.

Emil Örn Kristjánsson, 28.3.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 4909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband