Andhverfa réttarríkisins

Er réttarríkið að snúast upp í andhverfu sína?

Hinum grandvara borgara, sem að eigin frumkvæði kemur upp um grunsamlegt athæfi, er refsað.

Þeim sem villti á sér heimildir til að svíkja út fé, sem hugsanlega átti að nota til glæpsamlegs athæfis, er hampað.

Er vestrænt samfélag orðið firrt?


mbl.is Dæmdur eftir að hafa sagt til barnaníðings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já, fyrir löngu síðan því miður.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta eru bara öfgar.  Það sem er að gerast er að það er orðið refsivert að opna munninn.

En nú skulum við athuga að þetta er lögreglumaður - fyrir slíkan mann getur talist afglöp í starfi að vera að tjá sig eitthvað við krimmana.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.3.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Rétt er það, Ásgrímur, að fólk og ekki sízt opinberir starfsmenn, þurfa að gæta tungu sinnar.

Málið snýst bara um miklu meira en það sem téður lögregluþjónn sagði. Hann hefði í mesta lagi mátt fá áminningu.

Emil Örn Kristjánsson, 27.3.2009 kl. 15:04

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er jafn heimskulegt og þegar fólk er dæmt fyrir að ráðast á innbrotsþjófa.

Villi Asgeirsson, 27.3.2009 kl. 15:37

5 Smámynd: Páll Jónsson

Meiðyrðalöggjöf er stórfurðuleg í Svíþjóð líkt og á hinum Norðurlöndunum... að þessu leyti eru Bandaríkjamenn ljósárum á undan okkur "tjáningarfrelsis-talibönunum" þó þeir séu það nú kannski á fæstum öðrum sviðum mannréttinda =)

Páll Jónsson, 27.3.2009 kl. 16:15

6 Smámynd: Durtur

Ég verð að viðurkenna að ég skil nokkurnveginn hvernig dómurinn féll í þessa átt og efast hálfpartinn um að þessi ágæti löggæslumaður verði sýknaður þó þeir séu að áfrýja. Á meðan réttarkerfið lítur svo á að hægt sé að endurhæfa barnaníðinga verður að líta svo á að þeir séu búnir að borga sekt sína til samfélagsins þegar þeim er sleppt aftur út í samfélagið og þá verða þeir að njóta sömu réttinda og aðrir borgarar. Mér líkar þetta ekkert betur en ykkur en eins og ég segi þá er þetta rökréttur partur af rökleysunni sem er meðhöndlun barnaníðinga almennt. Það hlýtur að vera betra að skilgreina þessa hneigð sem sjúkdóm og fá þannig betri stjórn yfir t.d. hvað er hægt að geyma þá lengi (þeas út líftíma þeirra) og á hvaða forsendum sé hægt að sleppa þeim (þeas aldrei).

Hinsvegar finnst mér stórfurðulegt að umræddur sjóður sé ekki með neinar bakgrunnsskoðanir á styrkþegum sínum--hvernig í ósköpunum getur eiginilega svona maður fengið styrk fyrir svona starf?

Durtur, 28.3.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 4597

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband