Hvað gekk þessum unga manni til?

Það er svona að eiga heima í stóru húsi. Ef húsið væri minna væri táknið ekki svona áberandi.

Það er hins vegar greinilegt hvað piltinum gengur til. Hann dauðlangar í lítið systkini.

Nú veit ég ekki hvað þessi hjón eiga af börnum en húsið er greinilega nógu stórt til að hýsa dágóðan fjölda barna. Ég held þau ættu að endurskoða afstöðu sína til frekari barneigna. Alla vega hefur drengurinn lagt mikið á sig til að fá foreldra sína til fjölga mannkyninu enn frekar.

Svo þykir mér alltaf jafn leiðinlegt að sjá þegar kastað er til höndunum við þýðingar. "Cerne Abbas Giant" á náttúrulega að kalla "Cerne Abbas risinn". Þó Íslendingar kalli þessa ákveðnu mynd, sem hér er vitnað til, oftast "Dónann". Dóninn er reyndar ein margra "hlíðamynda" í Englandi. Hann er í Dorset-héraði og til skamms tíma var hann talinn ævaforn en í dag vilja flestir meina að hann sé líklega frá 17. öld.  Og svo mun víst vera um fleiri slíkar myndir, sem er að finna víða á þessum slóðum, að þær eru ekki eins gamlar og áður var talið.

cerne_abbas.jpg


mbl.is Málaði risavaxið reðurtákn á hús foreldranna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Skelfing er gaman að fá loksins eitthvað á bloggið til að hlæja að. "Hvað gekk þessum unga manni til"

Finnur Bárðarson, 25.3.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Gaman að geta skemmt öðrum, kæri Finnur.

Emil Örn Kristjánsson, 25.3.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband