Hættuleg þróun

Eitt sinn sögðu menn (karlar og konur): Strákar eru strákar. Það þótti ekkert að því. Kynin eru ekki nefnilega ekki eins.

Í ljósi svona frétta dettur manni helzt í hug að skólinn geri einfaldlega ekki ráð fyrir drengjum. Eðli þeirra skuli haldið niðri með lyfjum svo þeir verði viðráðanlegri í kvenmiðuðu umhverfi.

Ég tek fram að ég er einlægur jafnréttissinni. Ég á bæði syni og dætur og ég vil að þau fái öll jafna möguleika á því að njóta sín á sínum forsendum. Ég fagna því að dætur mínar eiga jafna möguleika og bræður þeirra til menntunar og atvinnu, en ég hafna því að synir mínir eigi að gjalda kynferðis síns.

Kynjakvótar eiga að heyra sögunni til. Femínistum þótti það áhyggjuefni á sínum tíma að meirihluti háskólanema væri karlmenn. Það heyrist lítið frá þeim nú þegar verulegur meirihluti er kvenmenn. Nú er kominn tími til að hætta þessum kynjakvótum og láta tilveruna hafa sinn gang.

Það á að heyra sögunni til að kvenfólki sé frekar att út í langskólanám en körlum. Það verður ekki björt framtíð drengjanna okkar þegar við vöknum upp við það að forsjárhyggja femínista hefur orðið til þess að meðal langskólagengins fólks eru karlmenn komnir í verulegan minnihluta.

"Gott á ykkur" segja þá sumir femínistanna."Guð hjálpi þessum konum", segi ég. Eiga þær ekki syni, bræður og feður? Og eru þeir virkilega svona mikil illmenni? Láta þær stjórnast af hefnigirni?

Forsjárhyggja femínistanna er að leiða okkur út á hættulega braut ef það er rétt, sem má leiða líkum að, að verið sé að halda eðli drengja niðri með lyfjagjöf.


mbl.is Mikill kynjamunur á lyfjatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Mér finnst eins og einhver beiskja sé í þér, reiði gagnvart konum sem hafa valtað yfir þjóðfélagið á sínum skítugu. Það er kannski svoleiðis, ég er samt ekki viss. Konur eru farnar að leyfa sér að fara í háskólanám og í það nám sem þær velja sjáflar, ekki faðir eða móðir eða aðrir ættingjar. Það er eins með karlpeninginn, þeir meiga fara í nám að eigin vali.

En hvort spurningin sé eru grunnskólarnir að standa sig gagnvart strákum, það er alveg spurning og er eitthvað sem hefur ekki verið nægilega rannsakað hér á landi og er þess þörf. En hvort það séu bara strákar sem verða undir í skólasamfélaginu eða hvort það séu fleiri er einnig spurning sem þarf að fá svör við. 

Ég er reyndar þeirrar skoðunar að skólakerfið sé gamaldags og þurfi umbætur. Breytingar eru í skólum hvað varðar kennsluhætti en við getum ekki ætlast til þess að svona gamal gróin stofnun breyti sér á einu-tveimur eða sex árum. Sú þróun tekur mjög langan tíma og eru þeir að "sniglast" í rétta átt á hverjum degi. Nýja hugmyndir eru að vakna, nýjar rannsóknir um fjölbreyttar kennslu aðferðir eru að koma upp á yfirborðið.

Hvort skólinn sé bara fyrir stelpur, er auðvitað öfug breyting og ekki til að jafna hlut kynjana (sem á að vera komið á í dag) en við erum bara mannleg og erum alltaf að gera sömu eða svipuð mistök.

Við þurfum öll að gæta að jafnrétti kynjana og ekki bölsótast út í karlrembur (sem eru fjölmargir í samfélaginu) eða rauðsokkum (sem eru ábyggilega ekki færri en remburnar), heldur vinna saman að því að koma kynja jafnréttinu á hærra plan en að blóta hvort öðru.

Ég vil jafnan rétt kynja til náms í leik-grunn og framhaldsskólum, eins á vinnumarkaðnum og að konur séu ekki spurðar að því hvort þær eigi börn þegar þær sækja um vinnu hjá fyrirtækjum eða hvort þær hafi hugsað sér að eignast þau. 

Já við erum víst ekki komin lengra í jafnréttisbaráttunni en það að konur eru spurðar hjá sumum fyrirtækjum í landinu (þó aðallega í Reykjavík) hvort þær eigi börn og hvort þær ætli að eignast börn. Hvar er réttlætið þar??  

Jafnrétti á að gilda um konur og karlmenn, en ekki annað hvort.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 18.3.2009 kl. 12:14

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Veiztu, Kristín Magdalena, ég svo sammála þér. Þess vegna angrar það mig ef þú skilur það svo að ég sé beizkur í garð kvenna. Því fer fjarri. Ég á yndislega eiginkonu, dætur, móður, systur, tengdadóttur og afastelpu. Ég á fjölda vinkvenna, ég hef oftar en ekki unnið á kvenmörgum vinnustöðum og oftar en ekki haft kvenmann sem yfirmann... og aldrei fundist það neitt merkilegt í sjálfu sér. Ég er leiðsögumaður að atvinnu og uppistaðan í mínum ferðum eru kvennaferðir... ferðir með kvenfélög, húsmæðraorlof o.þ.h. Föðuramma mín, sem er ein af fyrirmyndum mínum í lífinu, var mikil kvenréttindakona og heiðursfélagi Kvenréttindafélags Íslands.

Ég held að enginn, sem þekkir mig eitthvað, geti sagt að ég hafi fordóma gagnvart konum eða sé á eihvern hátt beizkur í þeirra garð.

Það er ekki hægt að leggja mér þau orð í munn að konur "leyfi sér að fara í háskólanám". Auðvitað eiga allir (karlar og konur) að geta valið sér þær námsleiðir sem þeirra hugur stendur til. Svo farmalega sem það er heilbrigt og gagnlegt (sem reyndar teygjanlegt í sjálfu sér). Það er því rangt að beina frekar konum en körlum í langskólanám... eins og er gert. Í ljósi jafnra tækifæra til menntunar er líka rangt að vera með kynjakvóta. Það er kominn tími til að láta hlutina hafa sinn gang. 

Hvað skólakerfið varðar þá er eðlilegt að það sé í stöðugri endurnýjun og endurskoðun en gæta verður þess tímabundar tízkukenningar verði heldur ekki ráðandi og að forsjárhyggjan verði alger.

Jafnrétti er nákvæmlega það og þú segir. Það á að gilda jafnt um konur og karlmenn en ekki annað hvort.

Emil Örn Kristjánsson, 18.3.2009 kl. 14:11

3 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Mikið er ég fegin að heyra að þú sért ekki beiskur í garð kvenna. Ég þekki þig auðvitað ekki neitt og ætla þér ekki neins sem þú átt ekki.

Ég skil bara ekki hvað þú ert að tala um hvóta inn í skólana, er það eitthvað sem hefur farið fram hjá mér?

Ég er í námi frá Háskóla Akureyra og hef aldrei heyrt að það væri kynjakvóti inn í háskólanna.

 En ég sé að við erum sammála um megin atrið málsins og það þarf að vera á vaktinn, bæði fyrir konur og karla.

Mér finnst við ekki meiga valta yfir karlmenn frekar en kvennmenn sama hvað þar er, atvinnu mál eða menntamál. En hvernig er hægt að koma heilbrigðu jafnvægi á jafnréttið??

Það þarf að skoða og finna leið.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 18.3.2009 kl. 14:24

4 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Blessuð, Kristín og velkomin í vinahópinn minn

Ég er ekki að tala um kynjakvóta í skóla... alls ekki. Ég er að tala um kynjakvóta við ráðningar í opinberar stöður. Ég vil meina að þeirra tími sé liðinn.

Hins vegar þá er enn verið að hvetja konur frekar en karlmenn til langskólanáms til að jafna upp misvægi sem er ekki lengur til staðar.

Emil Örn Kristjánsson, 18.3.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 4615

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband