Er Björgun á leið í Gufunes?

Það hefur gengið fjöllunum hærra að í burðarliðnum sé að flytja starfsemi Björgunar frá Sævarhöfða og upp í Gufunes.

Eðlilega gleðja slíkar fréttir Bryggjuhverfisbúa því þeir hafa alla tíð mátt búa við töluvert ónæði af nábýli sínu við Björgun. Mér er t.a.m. sagt að líftími ýmissa raftækja s.s. tölva og sjónvarpstækja sé styttri en eðlilegt getur talist í Bryggjuhverfinu vegna sandfoks auk þess sem töluvert ónæði sé af hávaða og umferð.

Reyndar heitir það svo að áætlanir Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar geri ráð fyrir því að framkvæmdaleyfi í Gufunesi verið gefið Björgun til 10 ára meðan undirbúin er framtíðaraðstaða fyrir fyrirtækið á Álfsnesi.

Nú þegar hefur Umhverfis- og samgönguráð gefið jákvæða umsögn um framkvæmdaleyfi og eins og stendur er beðið eftir umsögn frá Skipulagsráði.

Maður veit að vísu til þess að ekki hafi allar tímaáætlanir staðist og næsta víst að fái Björgun framkvæmdaleyfið þá muni það verða til lengri framtíðar en 10 ára. Auk þess er ekki heldur loku fyrir það skotið að þegar einu sinni verður búið að fylla upp á Gufunesi munu gamlar áætlanir um gámahöfn og annað slíkt koma upp á yfirborðið.

Það er líka morgunljóst flytji Björgun starfsemi sína í Gufunes munu Grafarvogsbúar, sérstaklega í Hamra- og Rimahverfum, eiga eftir að finna fyrir því ónæði sem nú hrjáir Bryggjuhverfismenn.

Með fullri virðingu fyrir fyrirtækinu Björgun og starfsemi þess þá verður ekki um það deilt að slíkur rekstur á ekki heima í nágrenni við íbúabyggð. Ekkert frekar en gámahöfn.

Það er því engin lausn og algerlega óásættanlegt að vandamál Bryggjuhverfisbúa verði fært um nokkur hundruð metra til þess að verða framtíðarvandamál Grafarvogsbúa.

Þessar áætlanir komu til umræðu á fundi Hverfisráðs Grafarvogs í síðasta mánuði og ályktaði ráðið þá á þessa leið og var ályktunin samþykkt samhjóða.:

“Hverfisráð Grafarvogs lýsir furðu sinni á að Umhverfis- og samgönguráð hafi veitt jákvæða umsögn um framkvæmdaleyfi fyrir uppfyllingu í Gufunesi og hugsanlegan flutning á Björgun úr Bryggjuhverfi yfir í Gufunes án þess að ráðið hafi fengið tækifæri til umsagnar. Hverfisráð Grafarvogs lítur það alvarlegum augum að ítrekað sé farið framhjá umsagnarrétti ráðsins og stefnu flokkanna. Ennfremur bendir ráðið á að þessi ákvörðun er gegn stefnu flokkanna í upphafi kjörtímabils.„

Hverfisráð Grafarvogs, Íbúasamtök og fleiri munu því beita sér gegn því að þessi flutningur Björgunar megi eiga sér stað því ljóst má vera að hann er andstæður vilja alls þorra Grafarvogsbúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Emil Örn Kristjánsson

Höfundur

Emil Örn Kristjánsson
Emil Örn Kristjánsson
Íhaldsmaður

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...gonguferd
  • ...cerne_abbas
  • ...nano
  • takk faroe islands 501x101px.gif

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 4615

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband