17.3.2009 | 15:27
Hvaða bull er þetta í manninum?
Svo ríkisstjórnin hefur samþykkt áætlun um kynjaða hagstjórn... er ekki allt í lagi með þetta lið? Hvað í ósköpunum er kynjuð hagstjórn? Eitthvað sem Steingrímur segir að sé "alþjóðlega viðurkennd aðferðarfræði". Er maðurinn að tala í alvöru? Til hvaða þjóða er hann eiginlega að vitna og um hvað er hann að tala?
Væri ekki nær fyrir þetta lið að fara að vinna og vera ekki í einhverjum óskiljanlegum orðaleikjum? Og svo segir hann að það sé "löngu tímabært að Íslendingar taki á þessum málum". Hvaða málum, Steingrímur?
Það vill til að mér er ekki tamt að blóta eða vera persónulegur í rituðu máli, en nú munaði mjóu.
Ætli maður sjálfur fari ekki að boða "skóstærðar hagstjórn". Það væri örugglega hægt að vitna til einhverra heimilda sem réttlæta að slíkt væri kallað "alþjóðlega viðurkennd hagfræði". Já, og meira að segja "löngu tímabær".
Guð minn góður, er þetta maðurinn sem fékk heil 453 atkvæði í forvali?
Þjóðarbúið mun ná sér á strik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Emil Örn Kristjánsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- athena
- bassinn
- benediktae
- bjarnimax
- carlgranz
- ea
- fhg
- fullvalda
- gattin
- gauisig
- gunnargunn
- h2o
- heimssyn
- helgi-sigmunds
- himmalingur
- hlynurs
- holmarinn
- hordurhalldorsson
- hrenni
- iceberg
- jaherna
- jakobk
- jonhalldor
- jonlindal
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- kje
- krist
- kristinm
- kruttina
- ksh
- lifsrettur
- minos
- nr123minskodun
- rabbabara
- rocksock
- runirokk
- rynir
- saemi7
- samstada-thjodar
- shv
- skjalfandi
- sumri
- texi
- tharfagreinir
- theodor
- thjodarheidur
- tibsen
- tilveran-i-esb
- tomasha
- valdimarjohannesson
- vig
- zeriaph
- zumann
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hluti af "stóru málunum" sem 81 daga ríkisstjórnin ætlaði að taka á!
Guðmundur St Ragnarsson, 17.3.2009 kl. 16:28
Já, Emil Örn, þetta er ótrúlega ábyrgðarlaus pólitík, að hvað eftir annað fara ráðherrar okkar, sem hafa alvarlegustu málum að sinna, að rugla og tefja fyrir verkefnum ríkisvaldsins með einhverri kynjakvótastefnu og nú "kynjaðri" hagstjórn! Steingrímur J. er ekki einn um það, þetta er eins og smitandi tízka meðal pólitíkusa nú orðið.
Eins eru ýmsir þeirra með sífellt ný eyðslutilboð, þótt draga þurfi saman seglin um 150 milljarða! Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna endurbóta á húsnæði var hækkuð úr 60% í 100% og kemur sér bezt fyrir þá, sem spanderuðu mest! – og þeirra eyðsla verður þyngst á breiðu bökin!
Sérann í Hafnarfirði var í morgun á ´tvarpi Sögu með kröfur um, að tannlæknakostnaður vegna barna verði nú borgaður af ríkinu, og hann vill einnig norræna heimsendingarpakka á öllu mögulegu handa foreldrum nýfæddra barna – ekki alfarið vond hugsun, en tímabær? Og á þetta að ganga yfir alla línuna, líka til þeirra, sem eiga nóga peninga fyrir?!
Og Framsókn og Tryggvi Þór og Bjarni ungi Ben. vilja 20% afslátt á skuldum manna! Er ekki allt í lagi með þessa stjórnmálastétt okkar, eða hefur nálægð kosninganna svona truflandi áhrif á rökhugsun, framsýni og ábyrgð?
Með góðri kveðju,
Jón Valur Jensson, 18.3.2009 kl. 02:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.